Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 6
Eldfákar, eftir Jóhannes S. Kjarval
Dulræncm í
verkum
SÝNING á verkum Kjarvals í eigu Lista-
safns Reykjavíkur verður opnuðí aust-
ursal Kjarvalsstaða í dag. Verkin gefa
innsýn í fjölbreytt stflbrögð listamanns-
ins með áherslu á landslagsmyndir,
mannamyndir og verk með því dulræna
inntaki sem Kjarval heillaðist af.
Árlega eru haldnar a.m.k. tvær sýning-
ar á verkum Kjarvals að Kjarvalsstöð-
Kjarvals
um, þar sem leitast er við að kynna
verk listamannsins með ólíkum áhersl-
um hverju sinni. Kjarvalssafn hefur
vaxið með árunum, bæði hefur safnið
keypt fjölda verka auk þess sem því
hafa borist fjölmargar ómetanlegar
gjafir frá velunnurum Kjarvals, sem
styrkt hafa safnið verulega. Sýningin
stendur til áramóta.
VERULEIKINN
AÐ BAKI
BLEKKINGUNNI
Tölvutækni nútímans hefur gjörbreytt forsendum
Ijósmyndarinnar og listamenn færg sér í nyt tví-
ræóni mióilsins sem veruleikasýnar og blekkingar.
HULDA STEFANSDOTTIR segir fró sýningu ó Ijós-
myndum 30 erlendra listamanna sem veróur opnuó
ó Kjarvalsstöóum í dag.
AÐ SKAPA raunveruleikann - „Making it
real“ er yfírskrift sýningar á ljósmyndaverk-
um þrjátíu erlendra listamanna sem opnuð
verður á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16. Lista-
mennirnir eru allir þekkt nöfn í sjónlistum
samtímans. Efnistök verkanna eru ólík en
allir eru listamennimir með einum eða öðrum
hætti að kanna forsendurnar að baki blekk-
ingu ljósmyndarinnar. Möguleikar sviðsettra
ljósmynda em ótakmarkaðir. Vegna viðhorfs
okkar til miðilsins halda verkin tengslum sín-
um við veruleikann. Nákvæm niðurröðun
myndefnisins og augljós tæknibrögð sem ljós-
myndarinn beitir segja okkur um leið að hér
sé um skáldskap að ræða.
Sýningin er skipulögð af samtökum sjálf-
stætt starfandi sýningarstjóra, ICI, og kemur
hingað til lands frá Bandaríkjunum. A meðal
sýnenda má nefna Cindy Sherman, Mike
Kelley, Paul McCarthy, Thomas Demand,
Wilmar Koenig, Fischli & Weiss, Laurie Simm-
ons, Hiroshi Sugimoto og Gregory Crewdson.
Sýningarstjóri er listamaðurinn, rithöfundur-
inn og ritstjórinn Vic Muniz. í sýningarskrá
rekur hann sögu ljósmyndatækninnar en leik-
rænar sviðsetningar ljósmynda hafa þekkst
frá árdögum miðilsins og upphaf táknsögu-
legra ijósmynda er rakið allt aftur til 1843.
Þekktir ljósmyndarar á borð við Man Ray og
Moholy-Nagy störfuðu samtímis að auglýs-
ingagerð og listrænni ljósmyndun í uppgangi
neyslumenningarinnar eftir síðari heimsstyij-
öld. Þróun uppstillingarljósmyndunar segir
Muniz alltaf hafa mótast af kröfu viðskipta-
lífsins um fullkomið myndefni. Listmálun,
leiklist og heimur kvikmyndanna hefur verið
nýttur til fullnustu við sviðsetningu „full-
kornna" augnabliksins.
Tölvutæknin hefur gjörbreytt forsendum
ljósmyndarinnar og öllum má nú vera ljóst
hvílíkum blekkingum ljósmyndin getur beitt.
„Tölvutæknin hefur bundið enda á baráttuna
milli veruleika og framsetningar í ljósmyndun
og þar með hefur myndin sjálf öðlast ótvír-
ætt sjálfstæði," segir Muniz. Þessar breyting-
ar hafa þó haft í för með sér að áhorfandinn
ÁSTFANGIÐ SVÍN
Thomasswick/Fort Lauderdale Sun
EDWARD Albee líkti gagnrýnendum við svín og sagði að það þyrfti svín til að leita
uppi bestu jarðsveppina. Gagnrýnendur eru þá í hlutverki svínsins sem notað er til
að þefa uppi hina gómsætustu sveppi.
Umræóa um gagnrýni
hefur verió meó fjörleg-
asta móti í kjölfar upp-
sagnar Jóns Vióars Jóns-
sonar í Dagsljósi og um-
ræóna um þýóingu á
skáldsögu eftir Olaf Jó-
hann Olafsson. SOFFIA
AUÐUR BIRGISDÓTTIR
segir hér frá nýrri norskri
bók um bókmenntagagn-
rýni og hinu fjölbreytta
myndmáli sem notaó er
til aó lýsa gagnrýnendum
og starfi þeirra.
NÝLEGA kom út hjá J.W. Cappelens Forlag
í Noregi greinasafn um bókmenntagagnrýni
sem vakið hefur nokkra athygli á Norður-
löndunum. Bókin ber þann skemmtilega titil
Samræður við svín (Samtale med et svin)
og vísar titillinn til frægra orða Edwards
Albees, sem sagði að það þyrfti svín til að
leita uppi bestu jarðsveppina. Gagnrýnendur
eru þá í hlutverki svínsins sem notað er til
að þefa uppi hina gómsætustu sveppi. (Orð-
takið „að kasta perlum fyrir svín“ kemur
einnig upp í hugann.)
Ritstjórar bókarinnar eru rithöfundamir
Sissel Lie og Liv Nysted og í formála velta
þær upp spurningum um starf gagnrýnand-
ans og eðli starfsins í litlum samfélögum þar
sem „allir þekkja alla“. Noregur er það „litla“
samfélag sem þær vísa til og vafalaust eiga
hugleiðingar þeirra ekki síður við í enn minna
samfélagi eins og á íslandi. Lie og Nysted
spyija hvort gagnrýni í svo litlu samfélagi
sé nokkuð annað en marklaust blaður sem
grundvallist á nánum kynnum gagnrýnenda
og höfunda. Kynnum sem valda því að gagn-
rýnandinn tekur aldrei nógu alvarlega á við-
fangsefni sínu því hann vill ekki spilla sam-
bandi sínu og höfundarins. Einnig velta þær
fyrir sér hvort gagnrýnendur séu yfirhöfuð
nógu færir til að taka á móti nýjungum og
frávikum í bókmenntum, þar sem bæði þeir
og lesendur almennt séu yfirleitt blindaðir
af ríkjandi raunsæishefð í bókmenntum og
listum.
Gagnrýni fyrir hvern?
Til hvers ætlast lesendur af gagnrýnend-
um? spyija ritstjóramir ennfremur. Vilja
þeir fá efni bóka endursagt eða fræðilegar
útleggingar og túlkanir? Vilja þeir lesa til-
finningaþrungnar lýsingar á lestrarreynsl-
unni eða vilja þeir kannski að gagnrýnandinn
veiti höfundinum tilsögn varðandi það sem
betur mætti fara í viðkomandi texta? Allar
þessar vangaveltur snúast í raun um spurn-
inguna um það hveijum gagnrýnin er ætluð.
Þótt undarlegt sé, virðist þessi spurning vefj-
ast fyrir mörgum. Sá misskilningur virðist
oft ríkjandi að gagnrýni sé ætluð listamann-
inum (rithöfundinum, leikskáldinu, leikaran-
um, leikstjóranum o.s.frv.) eða hans nánasta
umhverfi (bókaforlaginu, leikhúsinu) og í
slíkri skoðun hlýtur að felast að gagnrýnin
eigi að vera leiðbeinandi. Þetta er að mínu
mati fráleitt. Gagnrýnandinn á ekki og getur
ekki sagt listamanninum til. Hann getur ein-
ungis lagt mat á það verk sem fyrir liggur,
mat sem er grundvallað á hæfileika viðkom-
andi til að greina verkið og tengja það við
hefð og samtíma, ásamt því að geta komið
mati sínu á framfæri á skiljanlegu máli.
Að mínu mati er spurningunni um það
hveijum gagnrýnin er ætluð auðsvarað. Hún
er ætluð lesendum blaðsins (í tilviki blaða-
gagnrýnandans) eða öðrum viðtakendum
þess miðils sem gagnrýnandinn vinnur fyrir
(hlustendum útvarps, áhorfendum sjónvarps
o.s.frv.) Og gagnrýnin á að vera þannig
framreidd að hinn almenni viðtakandi geti
skilið hana og metið út frá eigin forsendum.
Með það í huga verður krafan um að einung-
is leikhúsfræðingar eða menntað leikhúsfólk
geti skrifað um leiksýningar jafn fráleit og
að einungis bókmenntafræðingar eða rithöf-
undar geti skrifað um bókmenntir (ekki eru
áhorfendur menntaðir leikhúsfræðingar upp
til hópa, eða lesendur bókmenntaverka þjál-
faðir bókmenntafræðingar). Hæfileikinn til
að skilja, skynja og geta komið frá sér mati
sínu á mannamáli verður ekki mældur í
háskólagráðum, þótt þær geti stundum
treyst þann hæfíleika, sem betur fer.
Vonandi misskilur enginn orð mín svo að
ég sé andsnúin „menntuðum" gagnrýnend-
um. Að sjálfsögðu getur menntun haft mik-
ið að segja fyrir þá hlið gagnrýninnar sem
snýr að því að greina einstök verk og tengja
þau við önnur verk - og tímann. En mennt-
un er, í sjálfu sér, aldrei trygging fyrir því
að gagnrýnandinn sé starfi sínu vaxinn. Það
sem að mínu mati skiptir meira máli hér er
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997