Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 17
SUSANNE að verki í Oberkirchen. að, en tíu voru valdir, þar á meðal Susanne. Steinninn sem unnið er í er einn besti sand- steinn sem völ er á og hefur um aldir verið notaður í glæsibyggingar eins og dómkirkj- una í Köln og Amalienborg í Kaupmanna- höfn. Susanne hefur það fyrir sið að velja sér steina, sem henni finnst vera réttu steinarnir fyrir sig. Segist leita mynda í steininum, sem hún laði síðan fram, ídappi í hann en láti steininn halda sér að hluta. Því skipta sjálfir steinarnir hana miklu máli. Á íslandi vinnur hún í íslenska steina og hefur meðal annars fengið steina úr Hólabyrðu, sem urðu af- gangs þegar gert var við Hóladómkirkju, því §allið er friðað og steinarnir því einstakir. í Oberkirchen mætti hún til vinnu nokkrum dögum áður en mótið hófst og fór þá í steinn- ámu til að finna rétta steininn. Og viti menn ... þarna lá hann og hafði gert um áratugaskeið, svo hann var orðinn rækilega harður að vinna í. Spennandi steinn með miklum strúktúr. Fyrir utan að hún hafði ekki unnið í þessa steintegund áður þá er þetta stærsta verkið sem hún hefur unnið og heitir með réttu „Byrjun". Susanne var þama í góðum hóp, því þarna var meðal annars hollenski myndhöggvarinn Inez Hegeman og Japaninn Keizo Ushio, sem bæði hafa getið sér gott orð á sínu sviði. Spennandi var að fylgjast með Ushio, sem vinnur lokaða, samhangandi hringi í steininn með því að höggva hann og opna á sérstakan hátt. Bæði Susanne og Einar Már eru sammála um hve áhugavert sé að komast út á meðal listamanna víðs vegar að til að fá einhvem samanburð og sjá hvar maður standi. Ánægju- legt sé að sjá hvað íslenskir listamenn komi vel út í slíkum samanburði, enda séu íslending- ar kröfuharðir. Eftir að keyra um Evrópu er ætlunin að vinna á Ítalíu í vor, þar sem eflaust verða á vegi þeirra góðir steinar til að klappa í. ROSTUNGAR, HAFÍS OG LJÓN EGGERT Magnússon, listmálari, telst til þekktari naivista þjóðarinnari í dag, laug- ardag, kl. 14 verður opnuð sýning á 30 nýjum og gömlum verkum hans í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Eggert hefur víða haldið sýningar, síðast í Hafnarborg fyrir ári og í Galleríi Louise Ross í New York. „Það verður ágætt að losna við myndirn- ar á meðan ég mála stofurnar," segir Eggert. Málverk hans fylla hvern kima á heimili hans í Laugarneshverfi. „Þetta gæti orðið síðasta sýningin mín, annars er erfitt að fullyrða um það og kannski best að segja sem minnst.“ Eggert er sjálf- menntaður listamaður og hefur málað myndir frá 1960. Hann fæddist við Njáls- götuna í Reykjavík og bjó lengst af í Engjabæ við Holtaveg, þar sem nú er Grasagarðurinn í Laugardal. Eggert segist vera hættur að mála blóm. Faðir hans, Magnús Jónsson, var frá bænum Breið- holti og því er vel við hæfi að sýning á safni verka hans skuli haldin í Breiðholts- hverfi. Eggert fór ungur til sjós og stundaði veiðar bæði við Grænland og strendur Gambíu í Afríku. Hann sækir myndefni sín gjarnan í minningar frá þessum stöð- um, jafnt eigin upplifanir sem frásagnir og fréttir af merkisatburðum. Hann ferð- aðist mikið áður en segist vera hættur að fara til útlanda. „Það er nóg um myndefni á íslandi og núorðið ferðast ég bara um landið,“ segir Eggert. Hann fór í ferð á Skeiðarársand og skoðaði ummerki jökul- hlaupsins. í nýjustu myndum sínum túlkar hann það sem fyrir augun bar. Frásagnar- gleði Eggerts er mikil og myndefnið er sótt í jafn ólíka heima og hafís, rostunga og hvali við Grænland og minningabrot frá Afríku; innfæddar konur við strákofa sína, hlébarða og ljón. „Ég á ljósmyndir frá Afríku í fórum mínum sem ég styðst við þegar ég mála.“ Á einni ljósmyndasam- klippunni stendur Eggert ásamt fjölskyldu innfæddra með barn á handleggnum. Á tijágrein fyrir ofan situr urrandi hlébarði. „Þetta var ágætur tími í Gambíu en verst- ur var flugnavargurinn sem aldrei lét mann í friði.“ Valgerður, móðuramma Eggerts, var systir Eiríks, afa Vigdísar Finnbogadóttur og af henni hefur Eggert málað mynd. Annar bróðir Valgerðar var Einar, faðir Guðmundar frá Miðdal, föður Errós. í ætt Eggerts er því mikil listhneigð. Hann málar sjálfum sér til skemmtunar og upp- rifjunar á gömlum tímum. „Annars er allt á huldu með uppsprettu myndanna. Hug- myndirnar koma alls staðar að.“ Hann neitar því að kominn sé skrekkur í hann fyrir laugardaginn. „Það er rétt að þetta verður stór dagur og ekki veitir af að hressa svolítið upp á sig.“ Morgunblaðið/Einar Falur Eggert Magnússon hefur komib sér upp litlu galleríi á heimili sínu. Hann heldur á einni af fj'ólmörgum afríkumyndum sín- um> Gambíukonum vib hýbýli sín á slétt- unni. Undan öxl hans gœgist Stúlkan vib gjana. „Við gerðum tvær upptökur á þessum degi, hljóðversupptöku og á tónleikum um kvöld- ið. Þegar við vorum að flytja verkið duttu sviðshátalarar úr sambandi, við urðum skelkaðir, héldum að það heyrðist ekkert í okkur, og fórum að spila eins og bijálæð- ingar, alveg að detta niður af þessum litla palli sem við vorum búnir að setja upp í Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta gaf verkinu sérstakan kraft sem ekki er að finna á hinni upptökunni sem við gerðum í róleg- heitum um daginn án alls áreitis. í lifandi upptöku er spenna sem næst ekki í hljóð- veri,“ segir Kjartan en bætir við að verkin á disknum séu reyndar öll meira og minna tengd lifandi flutningi. Þó Skammdegi sé lengsta og veiga- mesta verkið á disknum eru þar tvö verk önnur, Tvíhljóð I og Smamantekt: Þrír heimar í einum, sem gefur disknum reynd- ar nafn. Það verk segir Kjartan saman sett úr örstuttum brotum úr tónsmíðum hans frá árunum 1986 til 1994, 1-2 sek- úndum hveiju broti, sekúndubroti með Sin- fóníuhljómsveit íslands, sekúndubroti með Diddú og svo má lengi telja - tíu ára tón- smíðaferill soðinn niður í níu mínútur rúm- ar. „Samantekt tengir saman mína per- sónulegu þijá heima, sem eru ólíkir en tengjast á þessum punkti,“ segir Kjartan. „Þetta er allt spurning um tíma. Þessir þrír heimar verða til á tíu árum og eru þarna komnir í níu mínútur sem gefur allt annað tímasvið. Það má taka dæmi um mann sem tekur myndaalbúm með mynd- Efviö reyndum ekki ad þróa okk- ur áframfærum vid alltaf hring eftir hring á sama punkti þar til vió endubum í minimalisma. um frá þremur tímabilum í ævi sinni, eða þremur vinnutímabilum, og flettir því hratt í gegn; sér hann nýja mynd, kvikmynd eða safn ljósmynda sem saman mynda nýja mynd.“ Endalausar þreifingar eóa fálm inn i framtiáina „Það var aðallega athyglisvert að sjá þennan efnivið eða hluti takast á í verk- inu, því hlutirnir fóru að takast á sín á milli. Þetta er niðurstaða, endalausar þreif- ingar eða fálm inn í framtíðina. Þetta er vissulega erfið tónlist og mjög framsækin og sumir hafa spurt af hverju að gera svo erfiða tónlist. Það er meðal annars vegna þess að við erum að toga okkur og þá sem hlusta áfram og þetta er eðlileg þróun, að við gerum tónlist sem er á ystu mörkum þess tónlistarheims sem við lifum í í dag. Ef við reyndum ekki að þróa okkur áfram færum við alltaf hring eftir hring á sama punkti þar til við enduðum í minimalisma." Tvíhljóð I var samið fyrir Pétur Jónas- son og frumflutt á Myrkum músíkdögum 1993, og síðan endurunnið í Finnlandi ári síðar. Kjartan segir að það sé í raun lif- andi flutningur líkt og lokalagið; spilað inn í einni lotu og lítið átt við það eftirá. Skammdegi segir Kjartan samið þegar rökkrið er að hellast yfir og tekið upp 28. október á síðasta ári. „Það gerðist margt í þessu verki þegar við vorum að flytja það,“ segir Kjartan, „en við gáfum okkur forsendur og leiðbeiningar um að við gæt- um gert hitt og þetta sem gaf sveigjan- leika og reyndist mjög vel.“ Kjartan segir að Skammdegi sé dæmi um tilraun til að steypa saman tveimur ólíkum tónlistarstefnum, í raun sé verkið 20. aldar pólifónía, fjölröddun. „í gamla daga var fjölhljómunin byggð upp á fjölda radda, en hér erum við komnir með flókn- ari pólifóníu, pólifóníu þar sem við setjum saman ólíka stíla í eitt verk. Við erum að fást við arfleifð í dag, en það hefur margt gerst á 200 árum. Tónlistin á disknum og tónlist þessarar gerðar í dag byggir á fjöl- breytileika, við getum tekið og brætt sam- an elektróníska tónlist, klassfk og jazz og látið þetta hljóma saman.“ Mióillinn i dag er geisladiakur Eins og getið er í upphafi hefur mjög borið á því að menn séu að semja tónlist eftir akademískum reglum, stærðfræði- formúlum eða heimatilbúinni heim- eða dulspeki; eins konar fræðilegri naflaskoð- un. Kjartan er ekki á því að tónlist hans sé svo lykluð að ekki sé nema fyrir tón- fræðimenntaða að skilja hana og meta. „Skynjun á tónlist hefur ekkert beint með tónlistarmenntun að gera, það sem tónlist- armenntun getur gert fyrir tónlistarmenn eða þá sem eru að hlusta á tónlist er að kynna þeim markvisst tónlistarsöguna, fagur- og aðferðarfræðilega. Skynjun á tónlist byggist því meira á allsheijar bak- grunni manna. Kjartan segir að þó útgáfa eins og Þrír heimar í einu sé ekki vænleg í augum fjár- festa og markaðsmanna skili útgáfukostn- aðurinn sér hægt og rólega og ekki bara í beinhörðum peningum. „Óflugasti miðill- inn í dag er geisladiskur og þannig get ég komið tónlist minni á framfæri. Ef ég gef hana ekki út á diskum heyrast verkin kannski einu sinni og síðan aldrei meir. Hér á landi er ekki til neitt útgáfufyrir- tæki sem gefur út alvarlega tónlist á skipu- legan hátt og við því hljóta tónlistarmenn að bregaðst með útgáfu sem þessari." Þess má geta að Kjartan og félagar hyggja á tónleika í Tjarnarbíói 7. nóvem- ber næstkomandi þar sem meðal annars verður flutt verk af disknum. LESBÓK MORGUNBLAÐSlNSv~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.