Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 11
2. Norn
Þegar lýkur þessum styr,
þjóðin tap og sigur spyr.
3. Norn
Sól mun eigi setjast fyr.
Ekki verður annað sagt en báðum takist
vel til. Samanburður frumtextans og þýð-
inganna sýnir vel hvað við er að etja. Is-
lensku textarnir eru að mínu viti fegurri
en sá enski, þeir eru með stuðlum og höfuð-
stöfum auk endaríms,en sá enski styðst
aðeins við endarím. Það kann að vera fá-
nýtt að velta fyrir sér hvor fer nær frum-
textanum hér. En lítum þó á málið.
Shakespeare lætur 1. norn spyija: „Hvenær
eigum við þrjár að hittast aftur?“ íslensku
þýðingarnar láta hana hins vegar spyrja
um hvenær þær skuli til þings, stefnu. Á
þessu er sá munur að áhorfendur gætu
skilið það svo, að þær ætluðu að hitta fleiri
nornir. Af orðum nornarinnar er líka ljóst
að þær hafa átt fund áður. Þessu nær
Helgi með orðunum á ný, en Matthías slepp-
ir þessu enda má deila um nauðsyn þessa
atriðis. Hvorugur getur þess að þær ætla
að hittast þrjár. En talan þrír virðist hafa
eitthvert dulúðugt gildi þegar nornir eru
annars vegar. Þetta kemur aftur og aftur
fram, til dæmis í þreföldu ávarpi þeirra og
þreföld tignarheiti Macbeths bergmála
gegnum leikritið, Thane of Glamis, Thane
of Cawdor, king hereafter.
Megineinkenni á skapferli Macbeths er
hversu hugsýn hans getur tekið völdin og
raunveruleikinn hverfur honum. ímyndun
hugans verður veruleikinn. Þetta er einn
af allra sterkustu þáttum leikritsins. Eftir
að nornirnar hafa boðað Macbeth þá tign
sem hann á í vændum, segir Banquo: „Good
sir, why do you start, and seem to fear.“
Og þýðingin er:
Helgi: „Herra, hví bregður yður, sem þér
óttist ...“
Matthías: „Því brá þér, vin sem hræddist
þú....“
Það er sektarkenndin sem veldur því að
Macbeth bregður, enda hefur hann hugleitt
að myrða konunginn eins og síðar kemur
fram. Og Banquo heldur áfram: „My noble
partner you greet with present grace, and
great prediction of noþle having and of
royal hope, that he seems rapt withal."
Þetta síðasta er í þýðingunni:
Helgi: ,,..svo hann hrífst af...“
Matthías: ,,..svo hann er hrifinn:
Orðið rapt kemur oftar fyrir. Mér virðist
hér vera fremur átt við „niðursokkinn í
hugsanir sínar“, steinilostinn, en hrifinn.
Enda er fyrr komið fram að Macbeth brá
eins og hann óttaðist. Báðir þýðendur halda
þó áfram eins og hann sé hrifinn. Litlu síð-
ar segir Banquo: „Look, how our partner’s
rapt. „Hér þýðir Helgi rapt sem snortinn,
en Matthías sem frá sér numinn. Mér virð-
ist Shakespeare vera hér að búa áhorfand-
ann undir þau skapgerðareinkenni Mac-
beths, að hugur hans tekur auðveldlega
völdin og allt annað hverfur honum. Hann
er utan gátta. Kona hans segir við hann
síðar í leikritinu: „Be not lost so poorly in
your thoughts. „Þetta er eitt af einkennum
leikritsins.
Shakespeare nær miklum áhrifum með
leik að orðum. Endurtekning orða eða orð-
stofna þjónar ákveðnum tilgangi. Þannig
skiptast orðin do, done og deed á og eru
endurtekin hvað eftir annað þegar fjallað
er um hinn hroðalega verknað Macbeths.
Athyglisvert er að skoða hvernig þýðend-
urnir taka á þessu atriði. Ég gríp hér niður
í nokkrar setningar. Macbeth: „If it were
done when ’t is done, then ’t were well it
were done quickly."
Helgi: „Ef lokið væri um leið og gert er,
mætti það gerast skjótt.“
Matthías: „Ef búið væri búið, væri vel,
það væri þegar búið.“
Lady Macbeth: „And ’t is not done: -
the attempt, and not the deed, confounds
us.“
Helgi: „...og verkið ógert! Högg sem ekki
hæfir, glatar oss.“
Matthías: ,,..og allt sé ógjört; tilraunin
er tjón, en ekki verkið.“
Macbeth: „I have done the deed.“
Helgi: „Ég framdi verkið."
Matthías: „Þar er ég búinn.“
Lady Macbeth: „What’s done cannot be
undone."
Helgi: „Gert verður ekki aftur tekið.“
Matthías: „Gjört verður aldrei ógjört.“
Athugunin sýnir að hvorugur þýðand-
inn samræmir orðaval í þessum tilvikum.
Vel má velta fyrir sér livort slík samræm-
ing hefur nokkurt gildi. En við lestur
enska textans finnst mér eins og þessi
orð hamrist inn í hugann. Helgi talar hér
um að höggið glati oss. Merkingin að glata
sem að tortíma er svo sjaldan notuð að
hætt er við að hún fari framhjá áhorfend-
um.
Meðal þess sem hefur vakið umhugsun
mína er þýðingin á orðum Macbeths: „Thou
sure and firm-set earth. Hear not my steps,
which way they walk, for fear tby very
stones prate of my where-about, and take
the present horror from the time, which
now suits with it.“
Helgi: „Þú styrk og staðföst jörð, heyr
ekki fótatak mitt, hvert það hneigist, svo
hjali steinar þínir ekki um spor mín og svipti
þessa stund þeim hugar-hrolli sem við á.“
Matthías: „Trygga, trausta jörð, ó tak
ei eftir fótaburði mínum, að steinarnir ei
hrópi, hvert ég ætli, og ræni þessa regin-
dimmu stundu þeim rama fælu-hjúp, er
henni sæmir.“
Hér er Macbeth á leiðinni að fremja
morðið. Hann óttast að fótatak sitt heyrist
og komi upp um sig. Báðir þýðendur telja
að hann vilji ekki að ógnin, hugarhrollurinn
sé tekinn frá stundinni. En hví skyldi honum
vera umhugað um það? Að mínu viti er
„present horror“ hér morðið og hann vill
ekki skilja það frá þessari stund þ. e. láta
koma í veg fyrir að það verði framið. Mér
finnst því vera hér um misskilning að ræða
í þýðingunum.
Dæmi um hvernig sama hugsun er sett
fram með mismunandi myndum.
Macbeth: „But here upon this bank and
shoal of time,
We’d jump the life to come.“
Helgi: „...og hér, á þessum skemli í skóla
tímans
hlaupum vér yfir annað líf.“
Matthías: „...ég tala um hér á heimsins -
flæðiskeri,
vér metum þá ei mikils lífið hitt,..“
Líking Shakespeares er að lífið sé eins
og mjótt rif í eilífðarhafi tímans og við
ákvörðunina um morðið muni Macbeth vís- ;
vitandi taka afleiðingunum af gjörðum sín-
um i öðru lífi. Helgi lýsir þessu sem setu
í skóla tímans og tengir það næstu línum,
en Matthías talar um heimsins flæðisker. -«r
Vatnaskil eru í leikritinu eftir morðið,
þegar Macbeth segir:
„Wake Duncan with thy knocking: I
would thou couldst!"
Þetta er eins og neyðaróp, samviskubit-
ið hefur tekið völdin, örvæntingin er augljós.
Helgi: „Vektu þá Dúnkan ! ó að þú gæt-
ir það!“
Matthías: „Ber þú, uns Duncan vaknar.
Ó, það vild’eg!"
Éins og menn sjá er blæmunur á þessum
þýðingum. Mér hefði fundist fara best á
að nota fyrri hlutann frá Matthíasi og seinni
hlutann frá Helga.
Orðaleikir Shakespeares geta verið erfið-
ir viðfangs. Hann notar til dæmis orðið lie,
sem getur annars vegar þýtt að ljúga eða
lygi og hins vegar að liggja.
Ég gríp hér niður í samtal dyravarðarins
við Macduff, þar sem dyravörðurinn talar
um áhrif vínsins, drykkjarins.
Porter: ,,....and, giving him the lie, leaves
him.“
Mér virðist dyravörðurinn vera að segja
að drykkurinn hafi slegið hann til jarðar
og yfirgefið hann, en orðtakið getur einnig
þýtt að saka hann um að ljúga.
Helgi tekur þá merkingu og segir.
„...með því að ljúga hann fullan." og slepp-
ir því að drykkurinn yfirgefi hann.
Matthías: ...gjörir honum skömm til og • |
skilur svo við hann.“
Þama tekur Helgi afstöðu, en Matthías ;
fer á hlið við vandamálið.
Macduff: „I believe drink gave thee the
lie last night.“
Hér finnst mér átt við, að drykkurinn
hafi slegið hann til jarðar.
Helgi: „Drykkurinn, held ég, laug þig
fullan líka.“
Matthías: „Þú hefur víst fengið skömm
af drykknum í nótt.“
Porter: „That it did, Sir, i’the very thro-
at o’me; but I requited him for his lie; and, *
I think, being too strong for him, though
he took up my legs sometime, yet I made
a shift to cast him....“
Dyravörðurinn virðist nú fyrst skilja það
svo að umræðan snýst um að drykkurinn
hafi sakað hann um lygi, samanber orðtak-
ið „You lie in your throat“, þ.e. um leið og
talað er. Síðan virðist hann aftur fara yfir
í merkinguna að sér hafi verið varpað til
jarðar og segist sterkari en drykkurinn eins
og um áflog sé að ræða.
Helgi: „Það gerði hann, herra, alveg
uppí kok; en ég launaði honum lygina, því
ég var, held ég, sterkari en hann; og þó
hann hafi kippt undan mér fótunum stöku
sinnum, þá kunni ég bragð til að kasta
honum af mér.“
Matthíac: „Jú, drykkskömmin gekk
reyndar upp í hálsinn á mér, herra góður,
en ég galt líku líkt.því þó hann linaði mig
í leggjunum, þá varð ég það yfirsterkari,
að ég kom á bann hnykk og kastaði honum.“
Matthías víkur sér enn undan orðaleikn-
um og víkur um leið dálitið frá merking-
unni. Helgi heldur sig við merkinguna um
lygina og fellir inn orðaleik um að ljúga
fullan.
Svipað dæmi er að finna í Hamlet, þeg-
ar Hamlet spyr grafarann um hvers gröfin
sé. Grípum niður í samtalið.
Hamlet: „Whose gi-ave’s this, sirrah?“
Gravedigger: „Mine, sir.
Hamlet: „I think it be thine, indeed; for
thou liest in’t.“ ,
Gravedigger: „you lie out on’t, sir, and
therefore it is not yours. For my part, I
do not lie in’t, and yet it is mine.“
Hamlet: „Thou dost lie in’t, to be in’t,
and say it is thine. ’Tis for the dead, not
for the quick; therefore thou liest.“
Gravedigger: „’Tis a quick lie, sir, ’twill
away again, from me to you.“
Hér er ekki auðvelt að þýða, en lítum á
hvemig meistararnir taka á þessu.
Helgi:
Hamlet: „..Heyrðu, hver á þessa gröf?“
Grafari: „Ég, herra.“
Hamlet: „Já, það mun vera þín gröf, því j
ekki gastu logið þig útúr henni.“
Grafari: „Og allt yðar góss er utan við
hana, svo ekkert eigið þér í henni; en ég '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 1 1