Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 15
„Ég er mjög hrifínn af teinu ykkar hér í Marokkó," sagði karlmannsrödd. Þeir töluðu frönsku. Bróðir hans sagði: „Mér finnst bjór best- ur.“ „Fáðu þér aðra flösku," sagði ókunni maðurinn rausnarlega. „Skálum fyrir því að rigningunni sloti. Ef hún heldur áfram kemst ég ekki niður í bæ fyrir myrkur." Ali reyndi að kíkja gegnum rifurnar til að sjá hvers konar maður það væri sem hefði gengið alla leið upp að kaffihúsinu. En maðurinn sat í gættinni og horfði út svo að hann sá aðeins baksvipinn. „Við erum fegnir rigningunni,“ sagði bróðir hans. „Hver dropi færir okkur fé. Fellahin sé þökk.“ „Oui, bien súr,“ sagði ókunni maðurinn án áhuga. Þrumurnar voru liðnar hjá, en það helli- rigndi. Brátt tók þakið að leka og bunaði vatn ofan á moldargólfið í einu horni her- bergisins. Vegna þessa aukna hávaða var erfiðara að heyra hvað þeir sögðu. Hann lagði eyrað fast við reyrþilið. „Er Belgía ekki nálægt Frakklandi?" spurði bróðir hans. „Næsti bær við.“ „Er það gott land?“ „Já, já.“ Bróðir hans rétti manninum teglas. „Fáðu þér aðra flösku af bjór,“ sagði maðurinn. Ali heyrði flösku opnaða og tappa detta á dyrahelluna. „Hvað er þetta?“ spurði bróðir hans, rödd- in logaði af áhuga. „Bara töflur. Ef ég er taugaóstyrkur tek ég eina. Þá líður mér betur. Ef ég get ekki sofnað, þá tek ég tvær.“ „Og sofnarðu þá?“ „Eins og ungbarn." Nú varð þögn. Síðan spurði bróðir hans: „Myndu þær hafa þau áhrif á hvern sem er?“ Okunni maðurinn hló. „Auðvitað," sagði hann. „Sumir gætu þurft að taka þijár, aðrir bara eina.“ „Hvað sefur maður lengi af þeim?“ „Alla nóttina." „Ef einhver kæmi við mann, myndi mað- ur þá vakna?“ „Ha? Já.“ „En ef maður tæki fjórar eða fimm?“ „Oh,lá,lá!“ Þá gætir hestur troðið á mér án þess að ég yrði var við. Það er of stór skammtur." Nú varð löng þögn, og Ali heyrði aðeins hávaðann í rigningunni allt í kring. Vatnið sem lak gegnum þakið var búið að ryðja sér farveg yfír moldargólfið fram að bak- dyrunum. Oðru hveiju ómuðu fjarlægar þrumur frá hæðunum í norðri. Loftið sem barst inn um dyrnar var svalt og þrungið jarðarlykt. Skyndilega sagði bróðir hans: „Það er að verða dimmt.“ „Ég býst við að þú viljir fara að loka.“ „Oh, ne t’en fais pas!“ sagði bróðir hans hlýlega. „Vertu kyrr þangað til hættir að rigna.“ Ókunni maðurinn hló. „Það er fallega boðið, en ég er hræddur um að ég verði hvort sem er blautur, því að það styttir ekki upp.“ „Nei, nei!“ æpti bróðir hans, kominn ákefðarhljómur í rödd hans. „Bíddu fáeinar mínútur. Það styttir bráð- um upp. Svo þykir mér gaman að spjalla við þig. Þú ert ekki eins og Frakki." Maðurinn hló aftur. Hann virtist ánægð- ur með hrósið. Þá heyrði Ali bróður sinn segja feimnis- lega: „Þessar töflur, hvar gæti ég fengið glas af þeim?“ „Ég fékk þær hjá lækninum mínum í Belgíu, en ég ímynda mér að þú gætir feng- ið lækni hér til að skrifa þau út á lyfseðli." „Nei,“ sagði bróðir hans í vonleysistón. „Hvað ætlar þú að gera við þær? Þú lít- ur ekki út fyrir að eiga við svefnleysi að stríða." Bróðir hans tyllti sér við hlið ókunna mannsins. „Það er ekki það,“ sagði hann og hvíslaði næstum. Ali rýndi milli reyrstilkanna og reyndi að lesa af vörum bróður síns. „C’est une fille. Ég gef henni allt mögulegt. Hún seg- ir alltaf nei. Ég var að hugsa um, ef ég gæti..." Maðurinn greip fram í fyrir honum: „Ef þú gefur henni nógu margar af þessum, þá getur hún ekki sagt bofs.“ Hann hló ill- kvittnislega. „Héma. Komdu með lófann.“ Tautandi einhver óskiljanleg þakkarorð reis bróðir hans á fætur, líklega til að sækja dós eða umslag undir töflurnar. Ali flýtti sér út um dyrnar, gegnum rign- inguna og yfir í hitt húsið, þar sem hann skipti um skyrtu, breiddi þá blautu á púða og kveikti á lampanum. Síðan fór hann að lesa, með nokkrum erfiðismunum, dagblað sem gestur hafði skilið eftir daginn áður. Nokkrum mínútum síðar kom bróðir hans inn, ánægður á svip og dálítið ábúðarfullur. Það rigndi mestalla nóttina. í dögun, þegar þeir fóru á fætur, var himinninn samt orðinn heiður. Bróðir hans drakk kaffið sitt í flýti og fór út. Hann kvaðst mundu koma aftur um hádegisbil. Tvenn hjón komu á kaffihúsið þennan morgun, en þar sem þau pöntuðu bjór þurfti drengurinn ekki að kveikja eldinn. Nokkru eftir tólf kom bróðir hans aftur. Ali leit upp á andlit hans þegar hann kom inn um dyrnar og sagði við sjálfan sig: „Nú hefur eitthvað gerst.“ En hann lést ekki hafa tekið eftir neinu og sneri sér undan eftir að hafa heilsað honum eins og ekkert hefði í skorist. Hann vissi að bróðir hans myndi ekki segja honum neitt, hvað sem á seyði væri. Eftir hádegið gerði afbragðsveður. Það komu fjölmargir gestir eins og alltaf þegar veður og skyggni var gott. Sami svipurinn var á bróður hans. Hann bar bakkana með teglösunum út á veröndina eins og svefn- gengill og forðaðist að líta í augun á við- skiptavinunum. í hvert skipti sem einhver kom og gekk inn um vafningsviðarhliðið út á veröndina, leit helst út fyrir að bróðir Alis ætlaði að hlaupa og stökkva fram af bijóstvörninni. Eitt sinn þegar Ali sá hann reykja, tók hann eftir að höndin skalf svo mikið að hann gat varla borið vindlinginn að vörum sér. Hann leit snöggt í aðra átt svo að bróðir hans sæi ekki að hann var að horfa á hann. Þegar kvöldbænakallið var hljóðnað og síðasti vagninn hafði skrölt niður veginn, bar drengurinn borðin og stólana inn fyrir og sópaði gólfið á veröndinni. Ali stóð í gættinni. Bróðir hans sat á bijóstvöminni og horfði niður yfir ólífutrén í dvínandi birt- unni. Bærinn fyrir neðan sökk dýpra og dýpra í djúp skugganna milli hæðanna. Bifreið kom eftir veginum og nam staðar. Ali sá höfuð bróður síns rykkjast upp mót kvöldhimninum. Tveimur bílhurðum heyrð- ist skellt. Bróðir hans reis á fætur, tók tvö hikandi skref og settist síðan niður aftur. Ali færði sig innar í herbergið,' fjær dyrunum. Það var enn næg birta til að sjá að mennirnir tveir, sem gengu yfir verönd- ina, voru lögregluþjónar. Án þess að smeygja sér í ilskóna, hljóp hann berfættur gegnum bakherbergi kaffihússins yfir auða svæðið og inn í hitt húsið. Hann lagðist á madressu sína móður og másandi. Drengur- inn var inni í eldhúsi að hafa til kvöldmatinn. Ali lá þarna lengi. Hann hugsaði ekki um neitt en virti fyrir sér kóngulóarvefina í loftinu bærast fram og til baka í gustin- um. Honum virtist svo langur tími hafa lið- ið að hann hélt að mennirnir tveir hlytu að hafa farið burt án þess að hann heyrði í þeim. Hann læddist að dyrunum. Drengur- inn var enn í eldhúsinu. Ali gekk út. Krybb- urnar sungu allt um kring og tunglsljósið var blátt að sjá. Hann heyrði raddir á ver- öndinni. Hann læddist hljóðlega inn ( bak- herbergi kaffihússins og lagðist á mottuna. Lögreglumennirnir voru að gera gys að bróður hans, en ekki góðlátlega. Raddir þeirra voru hijúfar og þeir hlógu of hátt. „Belgíumaður, hvorki meira né minna!“ æpti annar með uppgerðarundrun. „Hann hefur bara svifið af himnum ofan eins og engill, bien súr, með barbitúrlyf í hendinni. Og enginn sá hann nema þú.“ Ali tók andköf og stökk á fætur. Síðan lagðist hann ofurhægt niður aftur, dró varla andann en hlustaði. „Enginn,“ sagði bróðir hans lágri röddu. Það hljómaði eins og hann hefði hendurnar fyrir andlitinu. „Hann sagði að hún myndi bara sofna.“ Þetta þótti þeim drepfyndið. „Það væri synd að segja að hún hefði ekki gert það!“ sagði annar þeirra loksins. Nú varð radd- blær þeirra höstugur og tónninn ruddaleg- ur: „Allez, assez! On se débine!" Þeir stóðu upp og kipptu honum líka á fætur. Meðan þeir ýttu honum áleiðis að bifreið- inni, var bróðir hans enn að malda í móinn: „Ég vissi það ekki. Hann sagði mér það ekki.“ Vélin var sett í gang, þeir sneru bifreið- inni við og óku niður veginn. Brátt yfir- gnæfði krybbusöngurinn vélarhljóðið. Ali lá grafkyrr dágóða stund. En hann var orðinn svangur og hélt því inn í húsið að borða kvöldmatinn sinn. ERLENDAR BÆKUR TÆKNIVÆÐING í LANDBÚNAÐI Á MIÐÖLDUM Medival Farming and Technology. The Impact of Agricultural Change in Northwestern Europe. Edited by Grenville Astrill and John Langdon - Technology and Change in History Volume I. Brill - Leiden - New York - Köln 1997. IFORMÁLA að ritinu segir: „Það eru nú þrír áratugir síðan umfjöll- un hófst um „landbúnaðarbylt- inguna á miðöldum“.“ Árið 1962 kom út rit G. Duby: L’Economie rurale et la vie des campagnes dans l’occident médiéval" í París hjá Aubier í tveimur bindum, rúml. 800 blaðsíður og sama ár kom út bók Lynns Whites: „Medieval Technology and Social Change" hjá Oxford University Press. I báðum þessum ritum er ítarlega fjallað um þær miklu tæknibreytingar sem urðu í framleiðslu og „framleiðni" frá því á níundu öld og til loka þrettándu aldar, en þær fólust í tæknilegum uppgötvunum og nýjum og end- urbættum verkfærum og betri nýtingu vatns og vindafls til orkunýtingar. White og síðan J: Gimpel: „The medieval mac- hine“ Harmondsworth 1977 sýndu fram á hina þýðingar- miklu tækni- og verkfæra- þróun í hernaðartækni og ber þar ístaðið hæst í riti Whites. Þessum bókum var tekið misjafnlega. Marxistar viðurkenndu að vísu að breytingar hefðu átt sér stað í þessum efnum, en neituðu því að hlýnandi veðrátta og aukin upp- skera og mannfjölgun sem því fylgdi væri 1 kveikjan að nýjum upp- fyndingum hvað þá mennsk hugkvæmni. Samkvæmt kenn- ingum marxista var það stéttabaráttan sem var hreyfiafl sögunnar, tog- streita stéttanna um lífsgæðin. Hug- kvæmni og opinn hugur kæmu því hreyf- iafli ekkert við, hvað þá framfarir í iðn- aði og mikill vöxtur borganna og aukin verslun. Smátt og smátt skildist jafnvel marxistum að hið klassíska hreyfíafl sög- unnar, stéttabaráttan, var fjarri því að vera einhlít útskýring „sögulegrar þróun- ar“. Breytingar á trúararvitund þjóðanna á 12. öld kom hér einnig til. Frumkvöðl- ar að framförum í landbúnaði og upp- ræktun ónuminna svæða í Evrópu á mið- öldum voru í klaustrum, en þar voru rek- in þeirra tíma „nútímalegustu bú“. Þessi breyttu viðhorf til miðalda- tækniframfara hafa fýrir löngu orðið ráðandi í sagnfræðiritum evrópskra sagnfræðinga, en virðast ekki ennþá hafa náð upp á borð íslenskra sagnfræð- inga. Þeir hjakka enn þá í því fari, sem markast tók í íslenskum sagnfræðiskrif- um um íslenskar miðaldir upp úr miðri þessari öld og mótar enn skólabókaskrif. og „sagnfræðirannsóknir" íslenskra mið- alda. Hvort hér komi til andleg einangrun, þekkingarleysi eða pólitísk þráhyggja er ekki gott að vita. En útkoman er ömur- leg hvað þetta varðar í þessum fræðum á síðari hluta þessarar aldar. Það má vitna til orða Snorra Sturlusonar um áhrif marxískrar söguskoðunar í íslenskt menntakerfí: „En alla hluti skildu þeir jarðlegri skilningu, því að þeim var eigi gefin andleg spektin." Þeir einstaklingar sem best kunnu að meta snjöllustu sagnfræðinga sagnfræð- inga 13. aldar eru ýmist færustu erlend- ir sagnfræðingar samtímans — sbr. Peter Brown, Georges Duby og Le Goff. Skoð- anir þeirra á sagnaheimi miðalda eru gjörólíkar söguskoðunum íslenskra sögu- skrifara á seinni hluta þessarar aldar, flestallra. Þeir íslenskir höfundar sem hafa skrifað um miðaldasagnfræðinga nú á dögum af mestum skilningi og inn- sæi eru ekki „fagmenn“ í sagnfræði, en þeim virðist ekki vera gefinn skilningur né ímyndunarafl til slíkra skrifta. Þarna hafa aftur á móti komið til sögunnar einstaklingar sem eru gæddir fijóu ímyndunarafli og sögulegum skiln- ingi og þeir hafa bætt úr því sem skort hefur. Rit þetta, „Medieval Framing", er fyrsta bindi 18 binda ritaðrar um efna- hluta r Ka‘n D/iÓf,annes UPPlandi *«ygin*Sla °9 treD,Kenrod U37 fWWa. ^uri/Jí^rnig^urinn er ' Jftnd/n Uriand^?a?> m/ð- oadÍám- Ur" hest?aU ver» JiuVtZ; hagssögu og tæknisögu miðalda og nær allt fram á 17. öld. Fyrsta bindið er eink- um um tæknibreytingar á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, Niðurlöndum og Norð- ur-Frakklandi. Hugmyndir sagnfræðinga um þessi efni svo sem Postans o.fl. eru raktar í formála og fullt tillit er tekið til þess að tækniframfarir í landbúnaði eru bundnar fjölmörgum þáttum efnahagslífs og annarrar framleiðslu, einnig veðurfars og veiða, landakönnunar og verslunar við framandi álfur. Vinnsla þessarar bókar, heimildir og vönduð vinnubrögð virðast benda til þess að hér sé á ferðinni merkilegt heimilda- og lykilrit sem mun valda nýju mati ýmsum þáttum efnahagssögu miðalda og þar með þeim breytingum sem verða við upphaf nýaldar og síðan markaðssam- félaginu eftir að iðnbyltingin umbreytti sama samfélagi. En frumkvæði allra breytinga er mannleg hugkvæmni sem sigrast á nauðung nauðsynjarinnar. Neyðin kennir naktri konu að spinna, en til að geta spunnið þarf hún að geta losn- að úr viðjum nauðungarinnar að eigin frumkvæði. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.