Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ásdís
FELIX og frúin (Rúrik Haraldsson og Guörún Ásmundsdóttir) slá á létta strengi á veitingastað á bannárunum. Viö píanóið er Carl Möller.
GALDUR REVÍUNNAR
Revían í den — gullkorn úr gömlum revíum, er yfir-
skrift dagskrár sem frumsýnd veróur í Kaffileikhúsinu
á morgun, sunnudag. QRRI PALL ORMARSSON leit
inn á æfingu hjá Guórúnu Asmundsdóttur og félög-
um en leikhúsgestum af yngri kynslóóinni gefstnú
í fyrsta sinn kostur á aó kynnast þessu sérstæóa
leikhúsformi af eiqin raun.
REVÍUNNI, með öllum sínum
galsa og alvöruleysi, hefur ver-
ið líkt við galdur - galdur sem
hrífur hvar sem er, hvenær
sem er. Hver þorir því að and-
mæla Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur, handritshöfundi, leikstjóra
og leikara í Revíunni í den,
þegar hún heldur því fram að þetta sérstæða
leikhúsform eigi sér leyndardóm - leyndardóm
sem ekki verði skilgreindur? „Fólk þreytist
aldrei á revíunni!"
Blómaskeið revíunnar var á þriðja áratug
aldarinnar en sú fyrsta, Spánskar nætur, var
frumsýnd árið 1923 og á fimmta áratugnum
hélt hinn vinsæli leikhópur Bláa stjarnan uppi
íjörinu í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austur-
völl með fjölmörgum revíusýningum. Lifa
þessar sýningar í „gloríunni", eins og Guðrún
kemst að orði, en þær nutu mikilla vinsælda
og voru vel sóttar. Revíurnar munu þó hafa
farið fyrir brjóstið á mörgum heldri borgaran-
um enda var enginn óhultur fyrir gríninu, allra
síst stjórnmálamenn.
Guðrún man ekki eftir sýningum Bláu
stjörnunnar en afskipti hennar af gömlu rev-
íunum hófust snemma á áttunda áratugnum
þegar hún var, ásamt fjórum öðrum, skipuð
í nefnd á vegum Leikfélags Reykjavíkur sem
skoða átti hvort unnt væri að blása í þær lífi.
Markmiðið var að afla fjár fyrir húsbyggingar-
sjóð Borgarleikhússins. „Þrír nefndarmanna
komust fljótt að þeirri niðurstöðu að þetta
væri vonlaust verk, fimmaurabrandararnir frá
þriðja áratugnum myndu aldrei ganga í fólk,
og sögðu sig því úr nefndinni. Eftir sátum
við Áróra Halldórsdóttir, sá ástríðufulli leik-
ritasafnari, og ákváðum, þrátt fyrir mótlætið,
að láta slag standa."
ÁSTIN blómstrar í revíunum sem annars
staðar. Hákon Leifsson og Aldís Baldvins-
dóttir í hlutverkum sínum.
Gömlu brandararnir geróu sig
Guðrún og Áróra söfnuðu liði og gengust
fýrir eftirminnilegri sýningu í Austurbæjarbíói,
þar sem efni úr gömlu revíunum var notað,
undir yfirskriftinni Þegar amma var ung. Troð-
fylltu áhorfendur húsið hvað eftir annað.
„Gömlu fímmaurabrandararnir gerðu sig þá
eftir allt saman!“
í safni Áróru Halldórsdóttur er að finna
ógrynni efnis sem tengist gömlu revíunum með
einum eða öðrum hætti en það er nú varðveitt
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þegar Kaffileikhús-
ið fór þess á leit við Guðrúnu að hún færði
upp sýningu í anda gömlu revíanna vissi hún
því upp á hár í hvaða smiðju hún átti að leita.
„Hefði Áróru ekki notið við hefði Þegar amma
var ung aldrei komist á ijalirnar, hvað þá sýn-
ingin hér í Kaffileikhúsinu - gömlu revíumar
væm okkur glataðar!"
Leikstjóri Revíunnar í den, ásamt Guðrúnu,
er Hákon Leifsson sem leikur jafnframt í sýn-
ingunni, auk þess að semja tvö lög fýrir hana.
Annars er tónlistin fengin hér og þar að láni.
Aðrir leikarar í revíunni eru Rúrik Haraldsson
og Aldís Baldvinsdóttir.
Hákon og Aldís, sem tilheyra kynslóð yngri
leikara, lýsa þátttökunni í Revíunni í den sem
miklu ævintýri enda hafi þau ekki kynnst þess-
um vinnubrögðum í annan tíma. „Þetta er
nýtt fýrir okkur, þótt þetta renni upp úr Guð-
rúnu og Rúriki," segir Hákon og Áldís bætir
við að án þeirra hjálpar hefði þetta vafalaust
aldrei gengið. „Hvaða vitleysa," segir Guðrún
forviða. „Eg get ekki betur séð en þið fallið inn
í þetta eins og flís við rass!“ Rúrik kinkar kolli
til samþykkis og unga fólkið þakkar hólið.
„Jæja, þið segið það,“ segir Hákon. „Það hafa
engu að síður verið mikil forréttindi að vinna
með ykkur og vonandi eigum við eftir að vera
svo lánsöm að bera þessa hefð eitthvað áfram.“
Dansar í revíunni eru eftir Helenu Jónsdótt-
ur, ljósahönnuður er Ævar Gunnarsson og
píanóleikari Carl Möller en hann leikur einnig
í sýningunni. „Nema hvað,“ segir Guðrún, „ég
gæti ekki hugsað mér að setja upp revíu án
Carls, þessa frábæra tónlistarmanns sem er
alltaf til í sprell!“ „Til í sprell,“ spyr Carl undr-
andi. „Var ég einhvern tíma spurður?“ Allir
hlæja.
Guðrún kveðst fyrst hafa heyrt Carls getið
þegar hann, „raddlaus maðurinn", fékk tíu í
söngprófí hjá Engel „Göggu" Lund fyrir all-
mörgum árum þar sem henni þótti hann svo
„músíkalskur". „Þetta var á þeim tíma sem
ég hélt að ég væri heimsfrægur," segir Carl
og glottir, „og Guðrún hafði ekki heyrt á mig
minnst!"
Carl er ekki með öllu ókunnugur gömlu rev-
íunum, þótt hann muni ekki eftir sýningunum,
en faðir hans, Tage Möller, var hljómsveitar-
stjóri hjá Bláu stjörnunni á fimmta áratugnum
og tók þátt í ófáum revíusýningum. „Eflaust
hefur mér verið dröslað með á æfingar, þótt
ég muni ekki eftir því, í það minnsta var mik-
ið rætt um revíur á mínu heimili og tónlist úr
þeim oft leikin.“
Manneskjan söm vió sig
Revían í den á ugglaust eftir að verða
kærkomin sýning fyrir alla sem höfðu dálæti
á þessu leikhúsformi fyrr á árum, allt frá
sýningum Bláu stjörnunnar fram til endur-
vakningarinnar í Austurbæjarbíói. En hvað
um yngra fólkið?
Hákon kveðst ekki í minnsta vafa um að
sýningin eigi eftir að ganga í það. „Þessi
húmor mun ekki falla úr gildi næstu 500
þúsund árin, eða 502 þúsund árin ef því er
að skipta, af þeirri einföldu ástæðu að hann
er engum takmörkunum háður eins og til
dæmis þessi grófi húmor, sem virðist eiga svo
upp á pallborðið í dag. Það kemur nefnilega
að því að hann kemst í þrot og þá verða
menn að leita til baka - fara aftur undir lín-
una.“
Aidís tekur í svipaðan streng. „Ég er sann-
færð um að þessi sýning mun ganga vel og
lengi. Manneskjan er söm við sig, hvort sem
hún fimm ára eða níræð!“
Sigrún Hjálmtýsdóttir og tenórsöngvarinn
Tito Beltrán í Langholtskirkju
ÞEKKT ÓPERUVERK,
SÖNGLÖG OG
RÓMÖNSUR
ÓPERUTÓNLEIKAR Sigrúnar Hjálmtýsdótt-
ur, Tito Beltráns og Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur píanóleikara verða haldnir í Langholts-
kirkju um helgina. Fýrri tónleikamir eru í kvöld
kl. 20.30 og seinni tónleikarnir verða á morg-
un, sunnudag, kl. 17. Fluttar verða óperuaríur
og -dúettar úr Rigoletto, La Traviata, La Bo-
heme, Turandot og Rakaranum frá Sevilla auk
sönglaga og rómansa.
Tónleikar Tito Beltráns og Sigrúnar Hjálm-
týsdóttur hafa lengi verið í bígerð. Þau sungu
fyrst saman í ópemnni Lucia di Lammermoor
í íslensku ópemnni árið 1992. Sigrún segir að
þá hafi Beltrán verið tiltölega lítt þekktur
söngvari en Garðar Cortes hafi haft spumir
af honum þegar hann starfaði sem stjómandi
óperunnar í Gautaborg og síðar boðið honum
að syngja með íslensku ópemnni. „Eftir að
hann söng í íslensku ópemnni hefur heimurinn
bókstaflega opnast fyrir honum,“ segir Sigrún.
Leiðir þeirra Beltráns og Sigrúnar lágu aftur
saman árið 1994 í Stora Teatem í Gautaborg
þar sem þau sungu bæði óperutónleika og hlut-
verk hertogans og Gildu í Rigoletto.
Árið 1993 tók Beltrán þátt í söngkeppninni
í Cardiff í Wales og eftir það bauðst honum
að koma fram víða í Bretlandi. Hann hefur
sungið með BBC hljómsveitunum í London og
Cardiff, með Hallé hljómsveitinni í Manchest-
er, í Barbican Centre og Covent Garden í Lond-
on og í Dublin á írlandi. Þá hefur Beltrán sung-
ið í ópemnni í Gautaborg og Kaupmannahöfn,
og komið fram víða í Frakklandi, Þýskalandi,
á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Nýlega gerði
hann samning við Metropolitan ópemna í New
York um að syngja þar hlutverk ítalska tenórs-
ins í Rosenkavalier árið 2000.
Tito Beltrán fæddist í Chile en flúði þaðan
árið 1986 og settist að í Svíþjóð. Hann stund-
aði nám í ópemsöng í Gautaborg og sótti tíma
hjá Vem Rosza og Robin Stapleton í London.
Beltrán var staddur í Vínarborg í vikunni þar
sem hann kom fram í Vínarópemnni. Þaðan
hélt hann svo til London þar sem hann söng
á tónleikum Fílharmóníusveitar breska útvarps-
ins, BBC. „Það er rétt að hlutverkið í Luciu
Tito Sigrún
Beltrán Hjálmtýsdóttir
di Lammermoor í íslensku óperunni var fyrsta
stóra hlutverkið mitt,“ segir Beltrán. „Nú ferð-
ast ég og syng um allan heim og söngkeppnin
í Cardiff hafði mikið að segja fyrir frama minn.“
Beltrán hiakkar til að koma aftur til íslands.
„Diddú er mjög fagmannleg söngkona og ein-
staklega glaðlynd og mér fellur vel að vinna
með henni, eins og reyndar öðmm íslenskum
söngvumm. íslendingar eiga góða söngvara
um allan heim.“
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997