Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 14
n i \ 14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 196f MINNING Framhald af bls. 12. an er mér jafnan hann í huga, stór og karlmannlegur, ljós yfir- litum með leiftrandi augu og festulegan svip, sem skýtur neist um, er skapið hitnar. íslenzkur landbúnaður á Stein- grími margt að þakka. Hann var drengskaparmaður mikill, hægur og stilltur í daglegri umgengni, óhlutdrægur í starfi og átti eng- an óvildarmann að leiðarlokum, þrátt fyrir áratuga baráttu á sviía ájórnmála. Ég vil með línum þessum færa Steingrími hinztu kveðju frá Stéttarsambandi bænda með þökk fyrir óeigingjamt starf í þeirra þágu um 40 ára skeið. Minning góðs manns lifir þó maðurinn falli. Ég votta ástvinum hans samúð. Gunnar GuSbjartsson. Haustið 1913 komu margir vask- ir drengir til náms í Bændaskól- ann á Hvanneyri víðsvegar af landinu. Vitanlega var þetta ekkert óvenjulegt, þannig hafði það verið á hverju hausti og þann- ig er það enn. Þarna voru ungir menn á ferð með lítinn farareyri, en vilja til að verða að manni, iþað varð. Ýmsir þessara manna hafa verið verkdrjúgir að þoka þjóð vorri fram til meiri velmeg- unar og menningu sl. 30 — 40 ár. í hópi hinna ungu manna, sem til Hvanneyrar komu þetta haust, var einn, sem af öðrum bar, vegna mikils per- sónuleika og glæsimennsku. Hann var Mývetningur að ætt og upp- eldi, Steingrímur Steinþórsson tfrá Litlu-Strönd, en þar var æsku- heimili hans þótt vagga hans stæði á öðrum stað, Álftagerði í sömu sveit, en þar fæddist hann 12. febr. 1893. Að Steingrími Steinþórssyni stóðu sterkar ættir og þjóðkunn- ar. Þar voru margir vitrir menn og "góðgjarnir, sem höfðu forystu menningarmála bæði heima i hér- aði og ahnennu þjóðmálasviði. Foreldrar Steingríms voru Stein þór bóndi og smiður á Litlu- Strönd, Björnssonar bónda á Bjarnarstöðum Björnssonar, og kona hans, Sigrún dóttir bænda- ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til allra, er sýndu mér vinsemd og virðingu á sextugsafmæli mínu 15. nóv. s.l. Guðjón Hallgrímsson, Akurgerði 8, Akranesi. Þakka hjartanlega öllum, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á margvíslegan hátt og gerðu mér áttræðisaf- mælið bjart og ánægjulegt. Eg óska ykkur Guðs blessunar. Sigurbjörg Björnsdóttir.-— - Innileg hjartans þökk fyrlr auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður okkar Ingibjargar Kristfríðar Björnsdóttur er andaðist að elliheimilinu Grund 29. október s.l. Sérstaklega þökk- um við af alhug þeim Saurbaeingum, sem tóku á móti okkur af mikllli alúð og hlýhug, um hánótt. Guð blessi ykkur öll. Börn hinnar látnu. Hjartans þakkir til ykkar allra, nær og fjær, fyrlr auðsýnda i samúð og vináttu við andlát og jarðarför Árna Jónssonar Alviðru, Ölfusl, Þökkum tryggð og vináttu við hann á langri ævi — og okkur veitta margvfslega hjálp. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Árnadóttir, Magnús Jóhannesson. ■ IWIII^M ■«!■! IIIIIHillll II11 llll'Hlllilll !■■■ ... l—lll I I I Faðir okkar, tengdafaðir og afl Jóhann Jónsson Álfheimum 58, andaðist I Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt 20. þ.m. Börn, tengdasynir og barnabörn. mjjmmuiaai n«iwiiwnir'BaBnsrg"-'ff■■■« ■■'■ 'II Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður okkar og bróður, Guðmundar Magnússonar kaupmanns, Flókagötu 21. Sveinbjörg Klemensdóttir, Hilmar Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Torfi Magnússon, Vigdís Magnúsdóttir. Jarðarför Guðjóns Þorlákssonar frá Reykjavöllum, sem andaðist á heimili sínu SölvhoM/ 18. þ.m. fer fram frá Laugar- dælakirkju, laugardaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. Guðmundur Guðmundsson. 'höfðingjans á Gautlöndum, Jóns Sigurðssonar, alþm. og bónda þar. Steinþór Björnsson var glæsi- menni, skaprfkur, greindur vel og svo fjölhæfur smiður og sniliing- ur til allra starfa, að frábært þótti. Sigrún kona hans og móðir Stein- gríms, var mikilhæf mannkosta kona, svo sem hún átti kyn til. Sambýlið við skáldið á Litlu- Strönd, Jón Stefánsson (Þorgils gjaUanda) og konu hans, Jabob ínu, var svo náið, að eins mátti segja, að um eitt heimili væri að ræða eins og tvö, að kunnugra dómi. Voru húsmæð- urnar náfrænkur og tillitssemi æðsta boðorð á báðar hendur. Var siíkt sambýli góð leiðsögn hinum gátfuðu ungu mönnum, sem þar áttu sín uppvaxtarár um gildi fé tagshyggju. Þó að farareyrir Steingríms, ■sem annarra ungra manna, sem til náms fóru á þessum tímum, væri lítill, þá var hann að margs konar þekkingu, sem honum bafði áunnizt heima, betur búinn en ýmsir félagar hans aðrir. Hafði 'hann þann heimanbúnað frá sínu góða heimili, sambýli og sveitar brag. Ilann reyndist líka góður og farsæll námsmaður, naut trausts og hylli kennara sinna og skólafé- laga, enda skorti hann aldrei dreng lyndi og tryggð við félaga sína ævina út. Hann var hlédrægur að eðlisfari og hafði sig lítið í frammi í skólafélaginu. Þegar hann kom að Hvanneyri hafði hann aldr ei tekið til máls á mannfundum. Löngu seinna sagði hann frá því, að þá hefði hann verið mest mið- ur sín, sem hann myndi eftir, og sér þung raun, þegar hann varð að stíga í ræðustól, og hafa fram sögu á skólafélagsfundi í fyrsta sinn. En sú ræða spáði góðu um framhaldið, sem líka rættist. Steingrhuur lauk búnaðarnámi sínu á Hvanneyri, vorið 1915 með ágætiseinkunn og fór þá strax heim til æskustöðvanna, staðráð- inn í að gerast bóndi þar. Næstu tvö árin vann hann á búi foreldra sinna. Á þessu tímabili spunnust örlagaþræðir lífs hans á þann veg, að hann hvarf frá öllum búslcapar- áformum og fór að heiman fyrir fullt og allt. Þá lá leið hans aftur að Hvanneyri og gerðist þar fjár- maður ásamt fleiri störfum um fjögurra ára skeið. Halldór skóla stjóri Vil'hjálmsson mat þennan lærisvein sinn mikils og var gagn- kvæm virðing og vinátta á milli þeirra. Þótt aldursmunur væri mikill, voru þeir um margt likir. Báðir voru þeir sterkir menn í beztu merkingu þess orðs, glæsi- menni, með stórbrotna skapgerð, og drengskap, sem ekki brast. Ein att greindi þá á um ýmis mál og vinnutilhögun. Það er víst, að stundum var ungi maðurinn svo djarfmæltur ,að fæstir myndu hafa vogað sér slíkt. En enginn skuggi féll á vináttu þeirra af þeim sölcum eða öðrum. Halldór skólastjóri hvatti Stein grlm mjög til framhaldsnáms og fór hann að þeim ráðum. Hann fór í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1921 og lauk þar lofsamlegu kandidatsprófi vorið, 1924. Að þvj loknu brá hann sér í ferðalag til Noregs sér til gagns og skemmtunar og fór lengst norð ur að Mæri í Norður-Þrænda- lögum og var þar á búi bænda- skólans um sumarið. Vorið 1953 hitti ég skólastjórann þar, sem ég vissi, að var með Steingrínu og spurði, hvort hann myndi eftir honum. Hann hélt það. Slikur per- sónuleiki gieymdist ekki, sagöi hann, Skólastjórinn á I-Ivanneyri ætl- aði sínum góða nemanda kennara- stól hjá sér. Og Steingrímur tók því boði. Frá þeim tíma má segja, að lif hans og starf sé samfelld sigurganga til sívaxandi áhrifa og forystu, ekki n>n"öngu í málefn- um landbún þótt verk- efnið væri 1 . heldur einn- ig í hvers konar félags- og menn- ingarmálum og var þó fjarri því, að hann hefði sig frammi ti’. auk- inna mannvirðinga og metorða. Hann situr á kennarastóli á Hvanneyri til vorsins 1928. Þá fsr Páll Zophaníasson frá skólastjórn á Hólum til Búnaðarfélags ís lands. Æðstu ráðamenn búnaðar mála lögðu að Steingrími að taka Hóla og það varð. Mun þó nærri sanni, að hann hafi vel getað hugs- að sér, að aðalævistarf hans yrði á Hvanneyri og að slíkt hafi einn- ig verið Halldóri skólastjóra í hug3. Á Hólum gerist hann umsvifa- mikill leiðtogi og höfðingi, bæði sem skólastjóri og áhrifamaður í menningarmálum héraðsins og þar hefst stjórnmálabarátta hans Hann var frá Hvanneyrarárunum orðinn kunnur fyrir áhuga sinn á stjómmálum, skönilega ræðu- mennsku og baráttukjark. En nú var baráttan hafin af þeim krafti og alvöruþunga, sem þessum stór- brotna gáfumanni var jafnan lag- ið. Hann var Skagfirðingum vel að skapi, og þeir kusu hann þing- mann sinn 1931. Steingrímur tók líka miklu ásttfóstri við Skagafjörð og var til æviloka bundinn því hér aði og íbúum þess traustum bönd um. Fannst mér stundum, að vart mætti á milli sjá, hvort honum var kærara, æskuhérað hans austan Vaðlaheiðar eða hið svipmikla, fagra hérað vestan Öxnadalsheið- ar. Árið 1935 lætur Sigurður Sig- urðsson af búnaðarmálastjóra- -starfinu. Það hafði þá að undan- förnu verið umhleypingasamt 1 Búnaðarfélaginu. Þar var römm óeining og horfði mjög til óheilla fyrir félagið. Það var eitt óyndis- úrræðið að kljúfa búnaðarmála- stjórastarfið svo að húsbændurnir urðu tveir á heimilinu, annar inn- an húss, en hinn utan, og varð samvinna knöpp að vonum og ringulreið. Vald félagsins þvarr ár frá ári og bilaði þrek og þor, eins og hjá sjúklingi, sem tærist upp af langvinnum sjúkdómi. Al- þingi og ríkisstjórn gerði félagið ómyndugt. Nú þurfti að setja nið- ur deilur og semja frið. Stjórn fé- lagsins var vanmáttug og valdalaus um val búnaðarmálastjóra- En rík- isvaldið beindi sjónum sínum að skólastjóranum á Hólum og þar var horft j rétta átt. Hann kom til Búnaðarfélagsins og settist í æðsta sæti þess, og þó með nokkr ■um ugg, svo róstusamt sem þar hafði verið. En hann samdi frið, sem endist enn og vonandi lengi. Skagafjarðardvölin varð skemmri hjá Steingrími en allir höfðu ætlað, bæði hann og aðrir. Hann kvaddi Skagafjörð með sökn uði og allir söknuðu hans. Samt var heillaspor stigið, er hann gekk inn í gamla húsið við Tjarnar- endann. Þar sat hartn á friðstóli í 15 ár og kom miklu til leiðar til heilla og hagsbóta íslenzkum iand búnaði. Aðeins eitt stórmál skal nefnt. Undir forystu hans var samið frv. til laga um ræktunar- og húsagerðarsamiþykktir í sveit- um. Þessi lög ullu byltingu í rækt un landsins og eru að miklu leyti undirstaða þeirrar grósku,_ sem er í íslenzkum landbúnaði. Án þeirr ar lagasetningar hefði enginn þurft að hafa áhyggjur af offram- leiðslu nú á tímum, en þurrð myndi hafa orðið á þessum lífs- nauðsynjum í búi þjóðarinnar. Eftir þessi 15 ár i starfi búnað- armálastjóra, var Steingrímur kvaddur til stærri og umfangs meiri starfa. Hann var beðinn að yfirgefa Búnaðarfélagshúsið og setjast að í hvíta húsinu við Lækjartorg. Þar myndaði hann stjóm og sat í forsæti hennar í 3 ár og fjómm mánuðum betur og stóð jafnframt upp úr stól forseta sameinaðs þings. Önnur 3 ár var hann svo landbúnaðar og félagsmálaráðherra. Að þessu 6 ára tímabili ioknu, hvarf hann aft ur að sínu fyrra starfi hjá Búnað arfélagi íslands í önnur 6 ár og lauk þar með aðalumsvifastörfum hans. En auk þessara aðalstarfa átti hann sæti í ótal nefndum og ráðum um ævina, sem miklu varð- aði landbúnaðinn og þjóðina í heild. Með sínum ágætu gáfum, þekking og góðvild, leiddi hann mikinn fjölda vandamála, sem hon um voru falin, til farsællar lausn- ar, og verðul' þeirra getið af öðr- um. Þegar búnaðarsaga þessa tíma bils, er Steingrímur gekk fyrir öðr um í leiðsögn búnaðarmála, verð ur skrifuð, hlýtur nafn hans að verða þar á hverri blaðsíðu. Og sögu þjóðarinnar er nafn hans sam ofið, því að þjóðskörungur er kvaddur. Miklu og göfugu lífsstarfi er lokið. Þjóðhollur maður og góð- gjarn er genginn lífsveginn á enda. Hjartahlýr var hann, þó að ekki bæri hann það á tungu sinni í önn og erli dagsins. Hreinskil- inn í bezta lagi og alltaf önigg- ur málsvari þeirra, sem stóðu höll um fæti. Sterkur pensónuleíki og glæsilegur og var jafnt á komið um gátfur hans og þekiking. Einarð- ur og einatt harður andstæðingur en alltaf drengilegur og sáttfús. Allir, sem þekktu hann, kveðja hann með virðingu, þakklæti og söknuði. Öllum mönnum með heilbrigt lífsviðhorf er heimilið sá griðastað ur, sem þreyttum huga og hönd er lífsnauðsynlegur. Þeir, sem standa í stormum stjórnmálanna og öðrum stórræðum og umsvifum, vita og finna þetta bezt. Steingrím ur Steinþórsson var sá gætfumaður að eiga konu, sem bjó honum slík an griðastað. Frú Theodóra Sig- urðardóttir er frábær ágætiskona. Ljúflyndi hennar, óvenju heilbrigt lífsviðhorf og ákveðin en þó hóf- söm röggsemi, skipar henni á bekK með fremstu konum þjóðarinnar. Við hjónin vottum henni og fjöl skyldunni allri okkar innilegustu ■sajmúð. Ég kveð svo minn góða, hjarta- prúða vin, samstarfsmann og fé- laga, allt frá æskudögum, með hjartans þökk fyrir alla gólvildina réttsýni og drengskap, og bið hon um blessunar Guðs til fararheilla á hinum óræðu vegum eilífðarinn- ar. Þorsteinn Sigurðsson. Kveðja frá nágranna. Um 25 ára skeið vorum við Steingrímur Steiinþórsson ná- grannar. Hús ofckar stóðu hlið við hlið við Ásvallagötuna. Þar sem jafnan var góð vinátta okkar á milli, fór ekfci hjá því, að ví/ Viitt- umst og töluðumist alloft við, ým- ist inni í stofu, eða í garði annars hvors, sem oft sfceði á hlýjum sumarkvöldum. Umræðuefnin voru margvísleg, því að Steingrím ur var fjöllesinn maður og gáfaður og því fjarri að umræðuefnin væru tafcmörkuð. Það sem einkenndi orðsvör hans og umræður, var skörp athyglis- gáfa, rökvisi og festa.. Sem kunnugt er var Steingrim- ur Steinþónsson mikill mælsku- maður og hélt 'fast á sínu máli, hver sem í hlut átti, hvort sem um pólitískan samherja var að ræða eða andstæðinig. Hann fylgdi sínum málum fram p.f miklum þrótti og sannfæringarkrafti og véfc ekki frá því, sem sannfæring hans bauð honum. Hann var mikill d rengskaparm aðu r. Steingrímur var glæsilegur mað ur í sjón og reynd. Það fór ekki framhjá neinum, sem hann sáu, að þar fór höfðingi mikill, traust- ur maður og ábyggilegur. Við ná- grannar hans minnumst með sökn uði þessa vinar okkar. Við minn umst þessa höfðingja, sem setli jafnan mikinn svip á umhverfið, og við minnumst hlýjunnar í hand taki hans og svip. Síðustu ár ævi sinnar átti hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.