Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 7
NEI“ segir leikkonan Liv Ullman þar sem við sát- um í hótelanddyri í Þrándheimi, „ég hef aldrei komið til Islands. En ég vildi gjarnan fara þangað," bætir hún við. „Einu sinni þegar ég var jómfrú í Stavangri hitti ég Islending. Hann var flugmaður. Eg held að hann hafi heitið (ber fram eitthvað í líkingu við Sölvi) og ég var bálskotin í honum. Ég hugsaði með mér: Eru nú karlmennirnir á Islandi allir svona? Þetta var árið 1957. Það er langt síðan. Fjörutíu ár. Hann var sú ímynd sem ég hafði af íslenskum karlmönnum. Ég var ennþá jómfrú þegar hann fór.“ Ullman var stödd í Þrándheimi að sýna nýjustu bíómyndina sína, þá þriðju í röðinni. Hún heitir Einkasamtal eða „Enskilda sam- tal“ og er gerð eftir handriti Ingmar Berg- mans. Hann hefur áður fjallað um fjölskyldu sína í myndunum I góðu skyni og Sunnu- dagsbarni en í Einkasamtali greinir hann frá hugarvíli móður sinnar þegar hún finnur hina einu sönnu ást í lífi sínu en er bundin í hjónabandi. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Pernilla August og Max von Sydow og er óhætt að segja að þau hvort um sig vinni leiksigur í mjög erfiðum hlutverkum. „Ingmar Bergman hafði í þrjú sumur skrifað einskonai- skáldsögu en öll kvik- myndahandrit hans líta út eins og skáldsög- ur,“ sagði Ullman. „Hann hringdi í mig þeg- ar ég var að leikstýra Kristínu Lavransdótt- ur og spurði hvort ég gæti leikstýrt svolitlu sem hann hefði verið að vinna að. Ég var fljót að slá til og vann upptökuhandrit úr blöðunum hans. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var með þegar ég samþykkti að leikstýra, fyrir mér var það algerlega óþekktur hlutur. Hann lét mig hafa allt það sem hann hafði skrifað og ég sá hann ekki aftur fyrr en við sýndum myndina gróf- klippta." Svo Ingmar Bergman hefur ekki skipt sér neitt af töku myndarinnar? „Hann kom aldrei að myndinni á meðan á tökum stóð. Ég hefði ekki tekið verkefnið að mér ef svo hefði verið. Það var þegjandi samkomulag á milli okkar. Við ræddum það aldrei en þannig höfðum við það. Hann treystir þeim sem hann vinnur með. Hann lét mig hafa handritið og dagbækur sínar sem innihéldu athuganir hans um efnið og lét mig algerlega í íriði eftir það. Það eru mörg atriði í myndinni sem hann vildi frekar láta mig gera og gæti aldrei gert sjálfur og snýr aðallega að trúarlegum þáttum í henni.“ Hver voru þín viðbrögð þegar þú fyrst sást hvaða efni hann var með í höndunum? „Ég hugsaði: 0, guð, þetta verður með eindæmum erfitt, fyrst og fremst vegna mjög svo flókinnar byggingar frásagnarinn- ar. Sama sagan er sögð aftur og aftur og farið er fram og til baka í tíma. En svo var það mjög lærdómsríkt fyrir mig að vinna við myndina, að undirbúningnum og með leikur- unum og öllu því sem fylgdi. Eg lærði heil- mikið af því. Ég var auðvitað bundin við handritið og það var allt öðruvísi en ég hafði áður kynnst. Fólk sagði við mig: Þú getur ekki gert þessa mynd, þú færist alltof mikið í fang. En nú fyrst finnst mér að ég geti sagt að ég sé leikstjóri. Ég hef gert þrjár bíó- myndir í fullri lengd, stuttmyndir og heim- ildarmyndir og nú held ég að ég sé leik- stjóri." Ullman þagði augnablik en sagði svo: „Nei, ég er leikstjóri. Ég veit að ég er fær um áð fást við marga miklilvæga þætti leik- stjórnar. Ég vinn vel með leikurunum og tökuliðinu öllu, frá förðunarmeistaranum til tökumannsins. Ég á helst í vandræðum með framleiðendur og dreifingaraðila.“ Hvert er að þínu mati inntakið í því sem Bergman er að segja í myndinni? „Myndin verður að fá að tala fyrir sig. Ég er á því að ekki eigi að tala of mikið um boð- skap fyrirfram. Fólk mun upplifa myndina á ólíkan máta og þannig á það að vera. Aðrir leikstjórar og áhorfendur, sem ég hef heyrt í, segja mér kannski frá einhverju sem þeir upplifðu í myndinni, sem ég hafði ekki gert mér neina grein fyrir sjálf. En að því sögðu fjallar hún um lygina og sannleikann og hvenær lygi getur verið sannleikur og sann- leikurinn lygi. Einkasamtal er mjög trúarleg mynd. Ingmar Bergman mundi ekki segja að hún væri það. Hann mundi segja að trú- arlegi þátturinn í henni væri eingöngu bund- inn við prestinn, sem Max von Sydow leikur, og að hans lífssýn komi ekki frá Ingmar sjálfum. Myndin er um mikilvægi hvers ein- staklings og hvað einstaklingurinn er fær NÚ GET ÉG SAGT ÉG SÉ LEIKSTJÓRI Leikkonan Liv Ullman hefur gert myndina Einkasamtal eftir handriti Ingmar Bergmans. ARNALDUR INDRIDASON hitti leikkonuna að máli og ræddi við hana um nýju myndina, Bergman, Hollywood og þá ágætu sjónvarpsþætti Vesturfarana. ULLMAN í dag. GOTT veganesti; myndatökumaðurinn Sven Nykvist á tali við Ingmar Bergman en báðir hafa unnið mikið með Liv Ullman. BIBI Anderson og Liv Ullman f Persónu. um að gera. Og hún er um ólíkan skilning á sama atburðinum í nútíð og fortíð. Stundum líturðu til baka og skilur það sem þú ekki skildir áður. Sannleikurinn kemur kannski ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Það var ekki fyrr en eftir að móðir mín lést sem ég fór að skilja hana eins og hún var. Ég MAX von Sydow í Einkasamtali. INGRID Bergman og Ullman við tökur á Haustsónötu. hélt að henni hefði aldrei þótt vænt um mig og hefði ekki virt mínar tilfinningar og þar fram eftir götunum. Núna loksins skil ég hvað ég var elskuð og vemduð. Hún sendi frá sér öll merkin um það; ég var ekki fær um að móttaka þau á sínum tíma en ég get það núna. Þess vegna breytti ég endinum á myndinni. Ingmar vildi hann út. Ég læt for- tíð og nútíð mætast í lokin og áhorfandinn skynjar sátt konunnar við fortíðina og það sem hún var áður en er ekki lengur." Hvemig líkaði Ingmar myndin? „Ég held honum hafi líkað hún vel en maður veit aldrei. Hann mundi aldrei fara að tala illa um hana í mín eyru. En ég held að hún hafi snert við honum og að hann hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Myndin ber þess merki að það er mikill munur á milli þess hvernig karlmenn leikstýra og hvemig konur leikstýra. Ég skildi örvæntingu kon- unnar á annan hátt en karlmaður mundi gera.“ Myndin er mjög Bergmanísk. „Þetta er Bergmanmynd, auðvitað. Þetta em hans orð, hans fólk, hún er sænsk, landslagið er sænskt." Það hlýtur að koma þér í góðar þarfir nú, þegar þú ert orðin leikstjóri, að hafa unnið mikið með Bergman. „Ég held að ég hafi lært mest af vondu leikstjórunum. Hjá þeim lærir maður hvemig á ekki að gera myndir. Bergman sýndi mér hvað traustið er mikilvægt; þú treystir því að þú fékkst hlutverkið af því að þú ert besti kosturinn fyrir leikstjórann. Og ég lærði hjá honum að gefast ekki upp ef þú veist að leikarinn getur gert betur. Einnig að leikarinn þarf rými. Undir lok Einka- samtals, þegar von Sydow í hlutverki prestsins byrjar að gráta, tók hann alger- lega völdin af mér og ég leyfði honum það. Ég gaf honum rými og hann notfærði sér það. Mér finnst gaman þegar það gerist. Á sama hátt var ákaflega ánægjulegt að starfa með Peraillu August, sem leikur þessa tilfinningamiklu konu. Samstarf okk- ar var mjög gott án þess að við þyrftum að nota mikið af orðum. Við þekkjum hvor aðra vel. Ég sagði henni ekki hvernig átti að gera hlutina heldur lét hana finna að hún gæti gert það sem hún ætlaði sér. Hennar hlutverk er svo mikið og hún er virkilega skapandi leikkona. Ég veit ekki hvaðan kraftur hennar kemur. Hún á þrjú börn og lifir venulegu fjölskyldulífi á milli þess sem hún mætir eldsnemma á morgnana í tökur. Hún er snillingur. Hún er ekki aðeins lista- maður heldur líka manneskja. Ég hef unnið með öðmm leikuram sem kvarta yfir öllu. Það hefði hún aldrei gert.“ Bergman hefur unnið mikið með konum og fjallað um konur. „Honum líkar betur við þær af því þær era svo miklu opnari en karlar. Hann hefur einangrað sig á eyjunni, hittir fáa og talar við fólk í síma en það eru engar hindranir á milli hans og kvenna. Konur era miklu fljót- ari að bera sálu sína og það er mikið af hinu kvenlega tungumáli í Bergman. Tilfinninga- legt tungumál hans stendur konum mjög nærri. Hann kann miklu betur við leikkonur en karlleikara með þeim undantekningum sem era Max von Sydow og Erland Joseph- son. Hann vann mikið með Sydow áður en ég fór að leika fyrir hann og ég held að hann hafi endurskrifað öll Sydowhlutverkin í kvennahlutverk.“ En að allt öðra. Hvemig fannst þér að búa og starfa í Hollywood? „Gaman. Frábærlega gaman. Ég lifði í draumaheimi. Ég hafði alla vinina hjá mér og þetta var eitt stórt partí. Þegar þeir komust að því að ég var ekki þessi Greta Garbo sem þeir vora að leita eftir fór ég aft- ur heim og gerði Þætti úr hjónabandi. Það var ekki erfitt að fara frá Hollywood til Bergmans. Ég lék einnig á Broadway og það var frábær tími. Þegar ég varð eldri og hlutverkunum fækkaði sneri ég mér að leik- stjórninni. En ég gat farið úr partíinu alls- gáð og að eigin frumkvæði. Ég mundi sann- arlega fara þangað aftur ef ég væri ung í dag. Hver í Noregi hefur unnið í Hollywood? Enginn.“ A íslandi vora sjónvarpsþættir Jan Troells, Vesturfararnir, einstaklega vinsælir og eru í minnum hafðir. Þegar þú lítur til baka til þeirra, hvað kemur þá upp í hug- ann? „Að vinna við Vesturfarana og síðar fram- hald þeirra var besta og skemmtilegasta reynsla sem ég hef upplifað við kvikmynda- gerð. Það tók heilt ár að mynda þá og við komum með íjölskyldum okkar yfir hafið til Bandaríkjanna og við vissum að myndin yrði frábær. Konan sem ég lék var einstök og allt við myndina er gott. Af öllu því sem ég hef gert á leiklistarsviðinu er ég hreyknust af þessum tveimur myndum. Það var ekki Ing- mar Bergman heldur Vesturfararnir sem opnuðu mér leið inn í Hollywood. En sam- starfið við hann skemmdi auðvitað ekki fyr- ir. Hann gaf mér gott veganesti." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.