Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 8
1. Takmarkanir mann- legrar þekkingar FORNGRÍSKI heimspekingurinn Aristóteles hélt því fram að maður- inn væri þekkingarieitandi vera. Maðurinn þráir þekkingu og vissu um líf sitt og umhverfí. Þessi skiln- ingur Aristótelesar á manninum á vissulega við rök að styðjast. Bæði fræðimenn og almenningur hafa sýnt það og sannað með breytni sinni í rás sög- unnar að þekkingarþráin leikur stórt hlutverk í mannlífinu. En að öðlast þekkingu er oft æði erfítt og vandasamt verkefni. Hvenær hafa menn öðlast fullnægjandi þekkingu til þess að halda fram ákveðnum fullyrðingum? Brynjólf- ur Bjamason lýsir þessum vanda á svohljóð- andi hátt í umfjöllun sinni um vísindi og heim- speki: Þvi meir sem svið þekkingarinnar færðist út, þeim mun stærra varð ómæli hins óþekkta fyr- ir sjónum manna. Og því fránari augum sem menn skynjuðu hið þekkjanlega svið tilverunn- ar, þeim mun gleggra sáu þeir líka takmörk þess. Því meira sem menn vissu, því skýrari grein sem menn gerðu sér fyrir sjálfum sér og afstöðu mannlegrar hugsunar til þess veru- leika, sem hún fæst við, í þeim mun skærara ljósi sáu þeir takmörk mannlegrar þekking- ar.(Á mörkum mannlegrar þekkingar bls. 9-10) Smæð mannsins og takmarkanir frammi fyr- ir þekkingaröfluninni koma hér glöggt í ljós hjá Brynjólfi. Þar fer ekki mikið fyrir oftrú á „mannlegt vit og þekkingu“ svo notað sé orða- lag Sigurðar Nordal. Oftrú á þekkingu og mannlegt vit er að mati Sigurðar „ekki betri en hver önnur bábiija“.(Líf og dauði bls.24) Brynjólfur og Sigurður hafa tamið sér hina svokölluðu sókratísku fáfræði sem ekki hefur fyrirfram gefin svör við mannlegum ráðgátum. Slíkur hugsunarháttur er aðalsmerki góðrar fræðimennsku. Góðir fræðimenn þekkja tak- markanir mannlegrar þekkingar og eru fúsir til þess að viðurkenna þær. Þeir gera sér grein fyrir því að enginn maður getur í raun vitað alla hluti og að þekkingaröflunin er þar af leið- andi endalaust verkefni. Við náum vissulega ákveðnum árangri í þekkingarleit okkar en ávallt má gera betur. Þekkingaröflun fræði- mannsins má því líkja við æfingar íþrótta- mannsins sem veit í dag hversu hratt hann get- ur hlaupið, þekkir sínar takmarkanir en leitast samt sem áður við að sigrast á þeim til að geta hlaupið enn hraðar. sjónarmið í ijósi þeirra ef svo ber undir. Þetta kann að reynast þrautin þyngri þegar á vett- vang er komið. Eg nefni vettvang eða vinnu- stað sérstaklega vegna þess að umfjallanir og viðbrögð við erfiðum málum eru ekki endilega þau sömu á vinnustað og innan veggja fræða- stofnana. Á vinnustað blasa viðfangsefnin við ljóslifandi og krefjast úrlausna sem fyrst á meðan starfsmenn fræðastofnana geta gefið sér tíma til að vega hver annan í góðsemi. Reglulegum samstarfsfundum sem allir starfsmenn taka þátt í er ætlað að vinna úr mis- munandi sjónarmiðum og reynslu sem skapast í starfi. Markmið samstarfsfunda hlýtur að felast m.a. í því að fá upplýsingar um það sem vel hef- ur verið gert og það sem miður hefur farið til að unnt sé að gera betur í framtíðinni. Slfidr fund- ir verða, ef vel á að takast til, að ganga út frá því sem gefnu að ágreiningur kunni að vera til staðar. Þegar ágreiningur er til staðar t.d. um framkvæmdaráætlunina eiga fundarmenn að skoða mismunandi reynslu starfsfólks með það markmið í huga að nauðsynlegar úrbætur eigi sér stað. Reynsla sérhvers starfsmanns hvort sem hann er faglærður eður ei er mikilvægur hlekkur í þeirri þekkingaröflun sem nauðsynleg er árangursríkara starfi. Þegar þeir sem unnið hafa eftir umræddri framkvæmdaráætlun hafa gert grein fýrir reynslu sinni kann að vera um ákveðinn ágreining að ræða ef ekki hefur nægjanlega vel til tekist. Höfundar framkvæmdaráætlunar- innar verða að hafa það hugfast að eingöngu er um málefnaágreining að ræða þar sem bent er á þau atriði sem illa gekk að framkvæma. Þeir verða að gæta þess að falla ekki í þá gryfju að taka gagnrýni frá samstarfsfólki sínu á per- FAGLEG HÆFNI, MENNTUN OG MANNLEG SAMSKIPTI „VÍSINDIN hafa að mörgu leyti tekið við hlutverki trúarbragða og goðsagna. Þau eru í bók- staflegum skilningi óskiljanleg öllum þorra manna - en um leið trúa menn ósjálfrátt öllu því sem vísindin segja okkur um heiminn." EFTIR JÓHANN BJÖRNSSON Menntaðar manneskjur eru fyrst og fremst þroskaðar manneskjur sem breyta gf skynsemi. Háskólanám er ekki nauðsynleg forsenda íyrir proska einstaklingsins þó að það sé góður farvegur til þroska. 2. Menntun ag lærdómur Þó það sé almennt vitað að enginn maður getur vitað alla hluti er ekki þar með sagt að hvarvetna viðurkenni menn það í verki. Fagað- ilar ýmiskonar, fræðimenn og vísindamenn læra það vissulega af bókinni að þekking þeirra er takmörkuð. En lærdómur af þessu tagi er engin trygging fyrir því að menn hafi tileinkað sér hann í verki þegar á vinnustað er komið. Lærdómur er eitt og fagleg breytni er annað og menn breyta ekki endilega sjálfkrafa í samræmi við lærdóminn. Hér er um þekkt vandamál að ræða sem Páll Skúlason tekur undir í umfjöllun sinni um siðferði: „það er heldur engin trygging fyrir „góðu siðferði" að fólk hafi lagt stund á siðfræði." (Pælingar bls. 197) Markmiðslýsingar menntastofnana og hæfni lærðra einstaklinga í starfi fylgjast ekki nauðsynlega að. Spumingin sem eftir stendur er þessi: Gera háskólamenn sér í raun og veru grein fyrir því að þekking þeirra, þó að um eig- in sérsvið sé að ræða, er takmörkunum háð? Hér er ég fyrst og fremst að vísa til viðbragða þeirra og vinnubragða í faglegu starfi en ekki þegar setið er í fyrirlestrarsal eða á skólabekk. Kann afstaða þeirra að vera mismunandi eftir því hvort þeir hlýða á fyrirlestra innan veggja fræðistofnana eða stunda vinnu sína við raun- verulegar aðstæður? Fræðsla og þekking er ekki það sama og að tileinka sér eitthvað í verki. Ef fræðimaður heldur fyrirlestur á vinnustað um mannleg samskipti með það markmið að bæta þau, þá fræðist fólk óumdeil- anlega en það er ekki þar með sagt að fólk komi til með að beita þessum fræðum í verki þegar vandamál koma upp. Hér á sér stað ákveðinn lærdómur en hvernig verður fólk menntað þ.e.a.s. hvemig tekst fólki að tileinka sér þær dyggðir sem einkenna menntaðar manneskjur. Menntaðar manneskjur eru fyrst og fremst þroskaðar manneskjur sem breyta af skynsemi. Háskólanám er ekki nauðsynleg forsenda íyrir þroska einstaklingsins þó það sé góður farvegur til þroska. Við getum mætt menntuðum mönnum sem aldrei hafa stigið fæti sínum inn í háskóla og við getum fundið ómenntaða menn sem stundað hafa langt há- skólanám. Lærdómsiðkun eða fræðsla er ekki það sama og að menntast. Vissulega hafa allir menntaðir menn fræðst á einn eða annan hátt en það er alls ekki svo að allir fróðir menn hafi menntast. Fræðslan færir okkur ákveðna kunnáttu en segir okkur ekki hvernig henni skuli beitt í verki; en menntunin kennir okkur að beita eigin dómgreind, greina hvað er rétt og rangt og hvað máli skiptir í verki. 3. Meislarasiðferðið Roger Burggraeve prófessor við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu hefur fjallað nokk- uð um það sem hann kallar „meistarasiðferði“ (guru morality). Meistarasiðferðið hefur að gera með tengsl almennings og háskólageng- inna manna. Háskólamenn (og ekki í öllum til- vikum menntaðir menn) hafa farið í það hlut- verk að vera einhverskonar meistarar í samfé- laginu. Ómenntaður almenningur lítur upp tfi háskólamannanna og setur þá á stall sem er allt að því guðdómlegur og þar með óskeikull. Háskólamenn hafa verið svo lengi við nám að þeir hljóta að geta svarað flóknum spurningum og gefíð ráð um það hvernig best sé að lifa líf- inu. Þó háskólamenn geti í mörgum tilvikum gefið holl og góð ráð almenningi til handa þá mega hvorki þeir né almenningur gleyma orð- um Sigurðar Nordal hér að framan um bábilj- una sem oftrúin á mannlegt vit og þekkingu er. Þeim vanda sem oftrúin á þekkingu og mann- legt vit hefur í fór með sér er vel lýst af Páli Skúlasyni: ...vísindin hafa að mörgu leyti tekið við hlut- verki trúarbragða og goðsagna. Þau eru í bók- staflegum skilningi óskiljanleg öllum þorra manna - en um leið trúa menn ósjálfrátt öllu þvi sem vísindin segja okkur um heiminn. Vis- indamennirnir sjálfir eru fyrstu fórnarlömb þessarar mótsagnar; almenningur gengur að því vísu að þeir viti miklu meira en þeir vita í raun og ósjálfrátt laga vísindamenn sig að þessari folsku ímynd almennings. (Pælingar II bls. 146-147) Háskólamenn, vísindamenn og fagaðilar ým- iskonar eiga það á hættu, ekki síst vegna af- stöðu almennings, að ofmeta sjálfa sig og eigin þekkingu. Samt sem áður verður að gæta þess að skella skuldinni ekki eingöngu á almenning. Fræðimenn og fagaðilar sem ofmetnast og trúa óhóflega á eigið vit og þekkingu eru fyrst og fremst ábyrgir fyrir eigin afstöðu. Haft er eftir franska heimspekingnum Jean-Paul Sar- tre að maðurinn sé sífellt að skapa sjálfan sig, hann gerir sjálfan sig að því sem hann er og er jafnframt ábyrgur fyrir þessari sköpun sinni þrátt fyrir utanaðkomandi áhrif. Þessi ummæli Sartres um ábyrgð sérhvers manns á því sem hann er eða telur sig vera er holl áminning sem vert er að hafa i huga. 4. Faglegt starf við raunverulegar aðstaeður Fagaðilar og fræðimenn verða vissulega að hafa vit og kunnáttu í störfum sínum, en að hafa vit í starfi er einnig að hafa vit á takmörk- unum sínum. Oftrú á eigið vit, ofmetnaður eða „meistaratilhneigingar" verða fræðunum og faglegum störfum aldrei til framdráttar. Menn byggja skoðanir sínar á þefrri þekkingu sem fram hefur komið og athafna sig í Ijósi hennar en verða samt sem áður að gera sér grein fyrir því að skoðanir þeirra eru ekki nauðsynlega al- tækar né algildar. Fagaðilar ættu ávallt að stefna að því að auka þekkingu sína og hæfni, en aukin þekking og önnur sjónarhorn knýja oft á um breytingar og endurskoðun hug- mynda og skoðana. Hér erum við komin að ein- um meginvanda fagmennskunnar sem er ágreiningurinn. Það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að góða fagaðilar greini á um ýmis mál þar sem mismunandi sjónarmið, reynsla, hug- myndir og skoðanir eiga í hlut. En hversu vel tekst fólki að bregðast við ágreiningi? Einn mælikvarði þess að teljast góður eða slæmur fagaðili fer eftir viðbrögðum við ágreiningi í samstarfi. Það fyrsta sem fagaðili verður að gera sér grein fyrir og viðurkenna í verki er að ágreiningur kann að birtast hvarvetna. Fagað- ilinn verður að temja sér ákveðna víðsýni eða þol gagnvart mismunandi sjónarmiðum þó svo að hann fallist ekki á þau. Framför í starfi velt- ur ekki síst á því að sem flestar hliðar viðfangs- efnisins og mismunandi sjónarmið komi fram. En framfór á sér ekki stað nema fagaðilinn sé tilbúinn að hlýða á andstæð sjónarmið og sé jafnframt reiðubúinn að vega og meta eigin sónulegan hátt. Það er því ekki nóg að halda samstarfsfundi heldur skiptir afstaða fundar- manna til ágreinings, samræðuvilji og sam- ræðuhæfni verulegu máli. Og hér erum við komin að viðbrögðum við ágreiningi. Þegar starfsmenn benda á þætti sem miður hafa farið í framkvæmd vinnuáætlana á að leii> ast við að læra af reynslunni. En viðbrögð við gagnrýni kunna að vera á ýmsa lund og reynir þá á faglega hæfni ábyrgðarmanna viðkomandi iramkvæmdaráætlunar. í fyrsta lagi er hægt að vísa allri gagnrýni á bug og neita að ræða hana. Hér er um höfnun að ræða sem kann að vera byggð á oftrú fagaðila á eigin ágæti og vísar til þess að það starfsfólk sem innir verkin af hendi hafi ekkert að gera með það að setja út á faglega unna áætlun. í öðru lagi geta menn lagst í kappræður þar sem hvor aðili um sig stendur fastur á sínu burtséð frá öllum sannleika. í báðum þessum viðbrögðum felst ákveðið virðingarleysi gangvart sjúklingnum sem átti að njóta góðs af vinnuáætluninni. í þriðja lagi má beita samræðunni eða rökræð- unni þar sem starfsmenn allir leggjast á eitt til að leysa málin með rökum og taka mið af þeirri reynslu sem liggur fyrir. Slíkar samræður þjóna þeim tilgangi að skerpa hugsun okkai- um það sem máli skiptir. 5. Viljinn til faglegs þroska Leið samræðunnar eða „frjálsar og jafnar umræður“ eins og John Stuart Mill komst að orði, er sú leið sem fagaðilar verða að tileinka sér ætli þeir að ná raunverulegum árangri í starfi.(Frelsið bls. 46) í því felst að þeir geri sér grein fyrir takmörkunum mannlegrai- þekking- ar, hlusti á samstarfsfólk sitt á virkan hátt og leiti eftir sem flestum hliðum málsins. Enginn nemandi útskrifast úr skóla sem fullmótaður fagaðili. Faglegur þroski á sér ekki síst stað þegar á vinnustað er komið, eða þegar viðkom- andi þarf að fara að takast á við raunverulegar aðstæður. Þar skiptir máli að læra af reynslu þeirra fagaðila sem lengur hafa starfað. Og þó oft sé talað um að bilið á milli faglærðra og ófag- lærðra fari breikkandi þá þarf svo ekki að vera í öllum tilvikum og oft luma ófaglærðir einnig á dýrmætri reynslu sem vert er að skoða. Fagleg hæfni fer ekki síst eftir því hversu vel viðkomandi tekst að tileinka sér ákveðinn hugsunarhátt í verki. Faglegur þroski er ferli sem á sér stað alla starfsævi og um þann þroska er meira vert en nokkuð annað í starfi. Höfundur er með MA-gröðu í heimspeki frá Kaþólska háskólanum I Leuven í Belgíu. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.