Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Side 12
I Ljósmyndin Erika Barahona Ede. TITANKLÆÐNINGIN, öll úr útslegnum plötum, setur mikinn svip á bygginguna, sem tekur á sig ýmis form eftir sjónarhornum, hér minnir hún jafnvel á strandaö skip. „Efpað var petta sem allur módernisminn á 20. öld leiddi til, þá var pess virði að bíða. Með verki sínu hefur Frank Gehry komizt á stall hinna stóru..." Hugh Pearman The Sunday Times ,-Titan hefur þann kost að vera létt og sterkt í senn og er mikið tízkuefni sem stendur, tii dæmis í golfkylfuiðnaðinum. Gehry notar titan á Guggenheim-safnið þannig, að það er sniðið í fremur litlar plötur og hver plata stönzuð svo hún líkist því að handverksmað- ur hafí slegið hana út með hamri. Með titan- klæðningunni notar Gehry kalkstein og að sjálfsögðu gler. í safninu eru 19 sýningarsalir, sumir þeirra allavega óreglulegir, aðrir með^ hefð- bundnu sniði. Sá stærsti er 150x30 m. I hann pantaði arkitektinn sérstaklega risavaxið verk eftir Richard Serra, 174 tonna jám- flykki úr þremur samhliða jámplötum sem hlykkjast um gólfíð. Serra er vinur arki- tektsins og sýnir þetta að sá staður eða stofnun er ekki til, ekki einu sinni úti í hinum ■stóra heimi, að kunningsskapur og klíku- skapur komi ekki þar við sögu. í þessu rými er líka risastór útfærsla Claes Oldenburg af hinum fræga, svissneska herhníf. Ur geymslum Guggenheim-safnsins í New York hafa verið dregin fram í dagsljósið nokkur yfirstærðarverk, sem ekki hefur ver- ið hægt að sýna vestra. Þá var frægum nú- tíma listamönnum beinh'nis úthlutað sýning- arrými. Við Italann Francesco Clemente sagði Krens safnstjóri: „Þessi salur er þinn; komdu nú með þína Sixtínsku kapellu". Ekki hefur frétzt af því hvemig það hefur tekizt. Eins og tíðkast í öllum úrvals söfnum og sýningarhúsum er dagsbirtan nýtt og hún kemur ofan frá. Einn salinn hafði Gehry beinlínis hannað með tilliti til þess að hægt yrði að fá að iáni þá mynd sem helzt verð- skuldar að geta kallazt „mynd aldarinnar", nefnilega Guemicu Picassos. Tilefni myndar- innar á sínum tíma var eins og flestir vita, árás Þjóðverja á bæinn Guemica í Baska- landinu og því þótti vera góð og gild ástæða til þess að myndin yrði sýnd í nýja safninu, a.m. k. um tíma. Hún er nú varðveitt í Reina Sophia nútímalistasafninu í Madrid, en þar vora menn ekkert á þeim buxunum að lána hana. Var því borið við að myndin gæti haft verra af flutningunum. Sumir létu í ljós það álit, að Guemica hefði hugsanlega vakið full mikla athygli við vígslu hússins, svo fast- heldni þeirra í Madrid hafi kannski verið til 'góðs. „Þess virði að biða" í The Sunday Times segir Hugh Pearm- an: „Frank Gehry segir að byggingin sé „sketch“, (skyssa). Hann óskur þess aðhann hefði fengið íimm ár til viðbótar til að fága bygginguna. Ég veit ekki hvort það hefði einhverju breytt, en ég veit hinsvegar að eins og þessi bygging stendur, þá er hún ein af lykilbyggingum aldarinnar. Raunar get ég gengið lengra. Ef það var þetta sem allur módemisminn á 20. öld leiddi til, þá var þess virði að bíða. Með verki sínu hefur Frank Gehry komizt á stall hinna stóru... Eitt af því sem hefur heppnast í Bilbao- safninu er, að það eru síður en svo vonbrigði að koma inn eftir stórfengleg áhrif utan dyra af titanklæddum veggjum kalksteini oggleri. Petta er bygging sem gæti hafa verið upp- hugsuð snemma á öldinni; þá sem kúbistísk kompósisjón, en gat þó aðeins litið dagsins ljós sem bygging seint á þessum áratugi vegna þess að formið er furðuleg flækja. Það var næstum því ekki hægt að teikna húsið og Gehry vann mestan part með módelum. En tölvukerfí, svipað þeim sem nú eru notuð tíl að hanna bíla, skannaði módelin í tölvutækt form. Eftir þeim upplýsingum voru einstakir byggingarhlutar smíðaðir. “ Forsalurinn er nefndur atrium þótt ekki sé hann opinn uppúr eins og tíðkaðist hjá Róm- verjum. En þar era 45 m undir loft og þykir ævintýralegt að Uta þar upp og sjá hvemig formin innan í byggingunni fléttast saman. Vígslusýning Guggenheim-safnsins er nokkuð fyrirsjáanleg og vekur varla sömu athygli og húsið. Þar er að minnsta kosti engin áhætta tekin. Mörg bandarísk lista- söfn eru frekar leiðinleg í þá veru, að þar er mikið um samskonar verk eftir sömu lista- menn og þá einkum bandaríska móemista. Þeir era að sjálfsögðu einnig í Bilbao; popp- listin einnig og birtist hún í verkum Roberts Rauschenbergs, en Andy Warhol er mættur með sínar „Eitthundrað og fimmtíu Marilyn Monróur" og „Sextíu og þrjár hvítar Mónu Lísur“. Að auki era þar verk samtíma lista- manna sem flestir listunnendur þekkja, svo sem Anselm Kiefer, Damien Hirst, Sol Le Witt og Jenny Holzer. í tveimur sölum eru að auki meistaraverk úr eigu safnsins frá því snemma á öldinni, frá Schiele til Chagall, Matisse til Modigliani, Picasso til Pollock. „Það sem þessum verkum er sameiginlegt segir The Sunday Times, „er hversu lítil þau sýnast. Þau virðast undirstrika að safnið sé einkum ætlað framúrstefnuverkum í yfír- stærðum.“ Menn eru þó sammála um, að arkitektúr Gehrys yfirskyggi hvergi mynd- listina og í The Times segir Richard Cork: „AJlir sem láta sig byggingarlist einhverju varða, verða að sjá þetta hús“. Gehry var að vonum hrærður þegar hann hafði sett sinn endapunkt; sá punktur var honum erfíðastur, sagði hann og bætti við: „Nú tilheyrir húsið öðrum. Það hryggir mig að mínu hlutverki er lokið“. The Sunday Times bætir við: „Allt í einu var Gehry svo lítill og viðkvæmnislegur í þessum stóru sal- arkynnum. Þannig fór Frank Lloyd Wright einnig þegar hann sá sitt Guggenheim-safn rísa. Wright lifði ekki að sjá sköpunarverk sitt fullbúið. Það hefur Gehry hinsvegar gert. En maður getur skynjað hug hans: Hvað í ósköpunum geri ég næst?“ G. ÁGÚST JÓNSSON HEILRÆÐA- VÍSA Þegar gluggapósturinn fellur ems og skæðadrífa á skelfingu þína. Þegar fulltrúinn rennir fránum sjónum yfir fátæklegar reytumar og mundar pennann. Þegar tilveran hefur tálgað þig inn í merg. Taktu þá skrepp þinn og skjóðu kött þinn og kanarífugl, og sigldu íyrir fullum seglum, austur fyrir Sól og suður fyrir Mána, þangað, sem hafið mætir himninum, og breyttu eitt sinn fjarstæðukenndri framtíð í nakinn sannleikann, undir nýjum fjöllum. Höfundur er fyrrverandi sjómaður. GÚSTAV STOLZENWALD VILLIBLÓM Ég geng um auðnir lands míns svarta sanda mela og gráar klappir ég geng um ríki sortans ekkert er einstakt en sjá á stilk undir steini stendur þú villiblóm og veðrið skiptir ekki lengur máli. DRAUMUR UM VERULEIKA Þegar veruleikinn verður leikur einn verður lífið algjör draumur því veruleikinn er eins og vindurinn hann verður ekki að draumi fyrr en lygnir Hvaða rétt hafa þeir sem trúa ekki á drauma að breyta lífinu í martröð? Höfundur er leiðsögumaður. GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG ÓSKA- STUND I stjömuskini silfuraætur blikar minning þín. Blátært ljós snertir blíðlega vanga minn. Stjamdaggir glitrandi falla til jarðar hljótt Stjörnur tindra tifa - og deyja. Hrapa. Óskastund er nú. RÓSIN í fangi hinnar bjarteygðu bláu sumarnætur blundar og grætur ein visnandi rós. Daggperlur glitrandi drjúpa af blöðum döpur og kvíðafull brúna hennar ljós. Ég vil að hún vakni vaki - og lifi mín sárþreytta sölnaða sálþymirós. VINDURINN Vindurinn hrifsaði orð þín og þeytti þeim yfir þvera götuna. Hann er kaldur! hugsaði ég. Kaldur, hvass og þjófóttur að auki. Höfundur er myndlistarmaður í Reykjavík. *12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 29. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.