Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 5
kom út bók hennar „Hugsað heim“ en hana tileinkar hún Maríu systur sinni. Þær systur voru alla tíð afar nánar þótt höf og lönd að- skildu þær. Ritar Halldór Laxness formála bókarinnar en þar segir meðal annars: „ ... Allt sem heitir menning var þér jafn- an persónulegt áhugamál, - hvers vegna er slíkt svo sjaldgæft um margar fagrar konur, að maður finnur ástæðu til að lofa það? - og þó hafa konur hjá okkur öll réttindi sem þær vilja á menningarsviðinu, og töluverður hóp- ur þeirra á þess meiri kost að sinna menning- armálum en karlar, sem oft eru þrælbundnir grófum viðfangsefnum og tímafrekum hvers- dagsstörfum. Það væru litlir gullhamrar að nefna fagra konu séní, en ég verð að segja eins og er, að ég þekki fleiri en eina og fleiri en tvær, ekki síður gefnar en þú ert og áttu fleiri tómstundir og meira næði en þú, en voru samt ekki orðnar sendibréfsfærar á ís- lensku á þeim aldri sem þú byrjaðir að læra kínversku, og enn ekki orðnar samtalsfærar um almenn efni um það bil sem þú skrifar bók um allt sem heiti hefur. Hvað það er ánægjulegt að hitta þig enn á þessum blöð- um, fulla af þeim lifandi áhuga, sem gerir sumu fólki æskuna að varanlegri náðargjöf óháðri árum, í stað þess hún sé, eins og hjá flestum, aðeins hverful Ijósbrigði nokkurra morgunstunda lífsins, og kannski ekki einu sinni það. ... „ Einn fegursti kafli bókarinnar „Hugsað heim“ heitir: „Hún amma“. Föðuramma Rannveigar var Margrét Sveinbjarnardóttir. Rannveig minnist ömmu sinnar sem sat við rokkinn sinn uppi á lofti í húsinu við Þing- holtsstræti 26, söng og spann. „Stundum söng hún amma kvæðið, sem hann Matthías Jochumsson orti og sendi henni, þegar hún missti hann afa og tvö upp- komin börn í sjóinn á sama vetrinum. Hún hafði búið til lagið sjálf, því að hún var söng- elsk, eins og hún átti ætt til. Ég man, að ég grét alltaf, þegar hún söng það kvæði, en hún grét ekki. Hún var skapstór, en hafði vald á tilfmningum sínum. Hún var fróð kona og kunni frá mörgu að segja. ... Þegar þjóð- sögusafnið kom út, voru þau afi og arhma meðal þeirra, sem söfnuðu saman sögum, amma sagði frá og afi skrifaði upp sögumar, og það hefur mikill íslenskumaður sagt mér síðar, að sögur þeirra hjóna hafi verið betur skrifaðar en nokkrar aðrar sögur í safninu.“ (Rannveit Schmidt: Hugsað heim, Reykjavík 1944, bls. 47) Með tannbursta i hnappagatinu... Árið eftir kemur út önnur bók Rannveigar „Kurteisi". Bók sem hún tileinkaði Adam Vil- helm Schmidt. Ekki var nú öllum sýnt um að vera sagt til í háttvísi og framkomu. Að fara í bað á hverjum degi þótti hreint og beint fá- ránlegt - rétt eins og þyi’fti að spara vatnið - hvað þá að segja að það væri ósiður að bora í nefið á sér. Varð bókin vinsælt um- ræðuefni - jafnvel í smábæjum úti á landi þótt ekkert eintak bókarinnar væri fáanlegt þar. Varð Rannveig fyrir svipaðri reynslu og Halldór Laxness þegar hann reyndi að kenna löndum sínum hreinlæti. Tók þó Rannveig öllum aðfinnslum og gríni - sem m.a. birtist í Speglinum - af stakri geðprýði og ekki laust við að hún hefði gaman af. Að auki ein fárra kvenna sem Spegillinn sýndi þann sóma á þeim dögum. Þá söng Lárus Ingólfsson um bókina í revýum og kvaðst Rannveig hafa hlegið mest allra. I „Hugsað heim“ minnist Rannveig þess að hún hafði spurt Halldór Kiljan Laxness eftir útkomu „Alþýðubókar" hans......hvort hann ætlaði að halda uppteknum hætti, þegar heim kæmi, að snurfusa landann, en hann svaraði, að hann hefði strengt þess heit, að ganga á götunum í Reykjavík með tannbursta í hnappagatinu."12 Sumir vildu meina að Rannveig væri snobbuð en sérstakur kafli er í „Hugsað heim“ um snobbhátt þar sem tekið er hart á hvers konar gorti og snobbhætti. Segir þar frá Will nokkrum Rogers sem: ....var eftirlætisgoð Bandaríkjanna vegna fyndni sinnar og ljúfmennsku, en hann var af Rauðskinnaættum. Þegar ein þessara útflúruðu13 kerlinga spurði hann, hvort for- feður hans hefðu komið til Ameríku á „May- flower", þá svaraði hann: „Nei, en forfeður mínir komu niður í flæðarmálið, til þess að taka á móti skipinu."14 Og á öðrum stað segir Rannveig: „... ég get aðeins ekki gert að því, þótt mér detti í hug, að viðkunnanlegustu og skemmtilegustu mennirnir, sem ég hef kynnzt um dagana, voru þeir, sem áttu ekki grænan túskilding."16 Ein gamansagan sem spannst vegna bókar Rannveigar, „Kurteisi", var um meistara i LOS ANGELES 1929. Mynd á póstkorti sem Rannveig sendi heim til íslands. LEGIÐ (bókum. Rannveig á heimili sfnu í Kalrfomíu. RANNVEIG og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Kjarval. Hann gekk inn í bókaverslun og sagði við afgreiðsludömuna: „Kurteisi kostar ekki peninga, er það?“ „Nei,“ svarar stúlkan í grandaleysi en Meistarinn gekk út með ein- tak af bók Rannveigar undir handleggnum. Ætli ýmislegt í þessari bók eigi ekki erindi við okkur íslendinga enn í dag - eða skellum við ennþá skolleyrum við ráðleggingum um fallega framkomu? Tilgangurinn með bókinni var að gefa leið- beiningar sem gætu komið fólki að gagni bæði heima og erlendis þar sem ýmsir siðir eru með öðrum hætti en íslendingar eiga að venjast. Rannveig lagði enn fremur mikla áherslu á að Island er dæmt erlendis m.a. af framkomu íslenskra einstaklinga sem ferðast um heiminn og bera ábyrgð á því hverjar hugmyndir sú þjóð, sem þeir dvelja á meðal, fær á íslensku þjóðinni. „Skallagrímsa" Vinátta Rannveigar og Hstakonunnar Hed- vig Collin var mjög náin. Hedvig fékk ung ást á Islandi er hún las íslendingasögurnar og kom fyrst hingað til lands árið 1946. Þegar hún heyrði að afkomendur Egils Skalla- grímssonar væru margir, útnefndi hún sjálfa sig strax sem afkomanda Skallagi-íms gamla, - Heiðveig Skallagrímsdóttir - en Egill var eftirlæti hennar úr sögunum. Undirritar hún jafnvel bréf sín Skallagrímsa eða Grímsa. Hedvig lærði á listaskólum í Höfn og París en varð fræg í Bandaríkjunum þar sem hún varð innlyksa í stríðinu. Myndskreytti hún fjölda barnabóka og teiknaði andlitsmyndir. Hún og Karin Michaelis, danskur rithöfund- ur, skrifuðu og teiknuðu-Bibi bækurnar sam- an og komu þær út á tuttugu og tveimur tungumálum. Arið 1947 kom út þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar á bók Hedvig Collin „Helgi og Hróar“. Seldist sú bók afar vel enda teikning- ar Collins listavel gerðar. Síðar kom út bókin „Ragnar Loðbrók" einnig myndskreytt af Collin. Ef til vill eiga sumir þessar gersemar enn í dag. Heiðveigu langaði að læra íslensku - því að hún átti auðvelt með að læra tungumál - en íslenskan reyndist henni erfið. Henni þótti gaman að orðinu listakona. Eftir að hafa dvalist um tíma á Akureyri sagði hún eitt sinn við Rannveigu: „Veiztu hvað ég er? Listakona, sem „lister sig op“ í Lystigarðinn!1*16 Rannveig spurði Hedvig er hún fór frá íslandi „... hvað hún hefði eiginlega lært í íslensku „...Nú skaltu heyra,“ sagði hún hlæjandi. „Kron, Síld og fiskur, Silli og Valdi!“17 Rannveig lýsir Hedvig Collin sem nokkuð sérviturri, vingjarnlegri og blátt áfram en glæsilegri heimsdömu. „... Hún getur verið framúrskarandi fjörug og skemmtileg og segist alltaf hafa verið fallega ljót og ef til vill er nokkuð til í því. „Jonas Collin, langafi Hedvig Collin, veitti ævintýraskáldinu H.C. Andersen hjálp og stuðning í vandræðum hans og fátækt á yngri árum, þegar enginn vildi við honum líta, en Collin þessi varð heimsfrægur íyrir. Afkom- andi hans, Hedvig Collin, er, meðal annars, fræg fyrir teikningar sínai’ í fegurstu útgáfu Andersens ævintýi’anna á frönsku... ,,18 Hvar er heima? í huga íslendings í útlöndum rfldr eilíf tog- streita. A minnisblöðum Rannveigar má finna þessi orð: „Þeir sem flækjast land úr landi eiga að lokum engan samastað. Það er löngunin til að kanna ókunna stigu, sem dró okkur að heim- an, en eftir margra ára flæking dettur okkur kanske stundum í hug: borgaði það sig. Fundum við það sem við leituðum að á þess- um ókunnu stigum? Myndum við ekki gjarn- an vilja skifta á því sem við fundum á ferða- laginu, skifta á því fyrir bara einn sumardag upp til fjalla á íslandi?“ Síðasti kafli „Hugsað heim“ endar á því að Rannveig flettir myndabókinni „Islenskar myndir“. Lýkur hún bókinni með þessum orðum: „...en ekkert í heftinu minnir eins á Island og tvær kvöldmyndir. Önnur er eftir Leif Kaldal, hann kallar hana „Kvöld“. Sjórinn er spegilsléttur í tunglskininu, en á tanganum stendur grannvaxin stúlka og horfir út yfir. Sú mynd gæti líka heitið „Friður“. Hin er mynd Þorsteins Jósepssonar, sem hann nefn- ir „Ský“. Á ströndinni standa tveir litlir drengir, öldurnar síga hægt og hljóðlega upp á sandinn, en himinninn er skýjaður og stormur er í aðsigi. Sú mynd tekur þig traustataki. Þú áttir líka einu sinni friðsæla strönd, en þú lézt töfrast af skýjunum, sem þutu hamförum um himingeiminn.“19 Mikinn hluta ársins 1948 dvelur Rannveig hér á landi en snemma árs 1949 snýr hún aft- ur til Bandaríkjanna. Þar taka við erfiðleikar vegna veikinda hennar og dýrrar læknis- hjálpar. Þar við bættist að jafnvel í þá daga var erfitt fyrir fullorðnar konur að fá vinnu. Rannveig var stolt kona og bað ekki um að- stoð. I bréfi frá San Francisco í september 1949 til litlu frænkunnar og bróður hennar, Ólafs Einarssonar, skrifar Agga systir: „Oft er það undarlegt að vera komin svona langt í burtu frá ykkur, elsku krakkar mínir. Jeg sakna ykkar mikið og á hverjum sunnu- dagsmorgni hugsa jeg til ykkar og óska að jeg gæti komið til miðdags og að þið kæmuð hlaupandi á móti mjer —. Hvað er maður að flækjast úti í heimi, í stað þess að vera í sínu gamla landi? Ekki að vita hvenær maður kemur heim aftur —.“ Móðir mín hafði oft á orði: „Við áttum ekki að láta hana fara frá okkur aftur.“ Því þótt vinirnir úti væru góðir þá var fjölskyldan hér heima. Og Rannveig átti ekki afturkvæmt. - í þá daga bárust einkum tvenns konar tíðindi með símskeytum. Tíðindi gleði eða sorgar. Litla frænkan var vön að fá fréttir um heimkomu foður síns frá útlöndum með skeyti en þegar hún sá manninn sem bar út símskeytin í dyragættinni og vissi af föður sínum inni i stofu þá voru einhver váleg tíð- indi á ferð. Það var sumarið 1952. Faðir hennar kvittaði fyrir móttöku skeytisins og las í hljóði. Þegar hann síðan tók grátandi konu sína í faðminn vissi stúlkan allt. Draum- urinn um að kynnast Öggu systur „þegar hún yrði stór“ var að engu orðinn. Og lítil stúlka grét ofan í svæfilinn þá nótt. Hún vissi þó ekki hversu mikils var misst fyrr en löngu síðar. - Og kannski kynni hún þá nú lagið hennar langömmu sinnar við kvæðið sem þjóðskáldið orti til ömmunnar. Gæti sönglað það ólagvissri röddu fyrir barnabörnin sín. Að síðustu lítið ljóð um Rannveigu eftir ókunnan höfund: Kvæðið um Rannveig er kvæðið um vorsins ilmandi yl, kvæðið um hana er kvæðið um alt sem að vorið á yndislegt til. Kvæðið um hana er kvæðið um heiðbláan himin og sól, í kvæðinu um hana er kvæðið um hann, sem á hjarta’ við hjart’ennar kól. Heimildir: Heimskringla, 15. apríl 1942. Rannveig Schmidt: Hugsað heim. Rvk. 1944. Rannveig Schmidt: Kurteisi. Rvk. 1945. Vikan. Nr.9,3.mars 1949. Bréfa- og skjalasafn Rannveigar Kristínar Þoivarðar- dóttur Schmidt í Reykjavík í nóvember 1997. Sólveig Kristín Einars- dóttir. 1 Rannveig Schmidt: Skotthúfan, Heimskringla, 15. apríl 1942. 2 Rannveig Schmidt: Hugsað heim. Rvk. 1944 bls. 140. 3 A þessum tíma voru rjúpur útflutningsvara. 4 Úr óprentuðum fyrirlestri Rannveigar Schmidt. 5 Úr Helgakviðu Hundingsbana 2. Snorra-Edda, s. 6 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 106. 7 Úr kaflanum: „Margt er minnisstætt“ í bók Rann- veigar Schmidt, Hugsað heim, Rvk.1944, s. 152 8 Birting þessa ljóðs og tilvitnana í bréf Laxness eru gjörð með góðfúslegu leyfi frú Auðar Laxness. 9 Rannveig virðist hafa flutt fyrirlestra sína að mestu blaðalaust. Þessi tilvitnun er tekin af litlum pappaspjöld- um þar sem hún hefur punktað ýmislegt hjá sér. 10 Kvæðakver HKL kom fyi'st út í Rvk. 1930. Heiti kvæðisins er „Vegurinn austur". Þar endar þessi Ijóðlína svo: „Og döggvum ölvað dreymir blómið smáa“.. 11 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 45. 12 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 146. 13 Hér á Rannveig við konur sem bera mikið af skart- gripum. 14 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 22. 15 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 53. 16 Forsíðugrein Rannveigar Schmidt um Hedvig Collin: Vikan, nr. 9.1949, s. 3. 17 Forsíðugrein Rannveigar Schmidt um Hedvig Collin: Vikan, nr. 9,1949, s.3. 18 Forsíðugrein R. S. um H. Collin: Vikan, nr. 9, 1949, s.3. 19 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk, 1944, s. 160. Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.