Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 10
MALAVÍSKIR kofar eru strfðhærðir eins og strákarnir. í Lilongwe er annað sjúukrahús og nýrra og betur búið og kallað Central Hospital. Central er með einu bamadeildina í Lilongwe og var hún einnig heimsótt enda hefur ÞSSI og nú nýlega Soroptimistar sent hjálpargögn sem hafa komið að notum þar. Á bamadeild- inni er opið svæði sem notað er fyrir kennslu- stofu. ÞSSÍ greiðir laun kennara fyrir yngri bömin en USAID fyrir kennara eldri bam- anna. Kennarinn sem vinnur með litlu böm- unum rekur þama nokkurs konar leikfanga- safn og hjálpar bömunum að leika sér. Þama mátti sjá Legó-kubba frá Islandi og auk ýmis konar leikfanga og dóts sem íslensk böm vom hætt að nota eða góðhjartað fyrirtæki hafði gefið okkur til að senda hingað. Ein af þeim myndum sem sitja í huganum frá þessari heimsókn er af ungri konu sem augljóslega var þama að heimsækja litla bamið sitt sem var mjög lítilfjörlegt. Hins vegar var þama meðal leikfanganna stór, þeldökk brúða sem þessi unga kona sat með í fanginu og lét vel að á meðan litla bamið hennar komst hvergi að. Litla skinnið var að reyna að vekja athygli á sér með því að toga í raömmu sína og skríða upp í fangið á henni. Hún tók það aðeins upp en eftir örstutta stund var bamið komið á gólfið og brúðan í fang mömmunnar. Einhvem veginn læddist að manni sú hugsun að þessi stúlka hefði aldrei fengið að leika sér og óneitanlega var auðveldara að handleika brúðuna en annast þetta litla veika barn. Vinafélag sjúkrahússins samanstendur af litlum hópi fólks sem hefur unnið mikið starf við mjög erfiðar aðstæður og takmarkaða möguleika. En áhuginn er mikill og þau em með verkefnalista og forgangsröð sem þau vilja vinna eftir. Þar mátti nefna girðingu um- hverfis Bottom-spítalann svo að hægt væri að koma í veg fyrir utanaðkomandi umferð um svæðið, einkum á nóttunni. ÞSSÍ hefur verið í samstarfi við Vinafélagið og hjálpargögnin sem Soroptimistar sendu þangað fóru til Vinafélagsins. Formaður Vinafélagsins, Kate Armstrong, er ákaflega áhugasöm um fram- gang hjálparstarfsins og foreldrar hennar, sem komin era á eftirlaun, fluttu til Malawi þar sem þau taka bæði virkan þátt í starfi Vinafélagsins. Faðir Kate var áður fyrr verk- taki og hefur nú nýlega séð um verklegar framkvæmdir við spítalann fyrir gjafaféð. Hann gerir það að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu en hann hefur getað nýtt fjármunina á undra- verðan hátt og gert ótrúlega mikið fyrir lítið fé enda fylgist hann með á staðnum að vel sé að öllu staðið. Gjaldkeri Vinafélagsins er Malavi, Clement Ndala. Hann er einnig meðlimur í Lions- hreyfingunni og er ákaflega áhugasamur um framfarir í landinu. hann og Lions-klúbbur hans höfðu milligöngu um að Lions-hreyfing- in gaf 1,5 milljónir dollara til þess að byggja blindradeild við Lilongwe Central Hospital og annaðist Clement fjármálaumsýslu alla. Nú þegar spítalinn er tilbúinn er verið að reyna að fá augnlækna frá Suður-Afríku sem komn- ir eru á eftirlaun til að koma til landsins og framkvæma skurðaðgerðir ókeypis, því spítal- inn hefur ekki efni á að borga laun. í staðinn fá læknarnir aðstöðu og notalegt sumarfrí. Til þess að gera þetta ennþá hagkvæmara er það draumur Clements að hægt verði að byggja litla íbúð eða smáhýsi við sjúkrahúsið til þess að ekki þurfi að kosta þessa lækna á hótel á meðal þeir dvelja á Lilongwe. Þegar ég spurði hvort ekki væri áhugi á að fá lækna t.d. frá Evrópu var svarið að það væri of dýrt fyrir Malawi að borga fargjald frá Evrópu en frá Suður-Afríku er aðeins steinsnar og því meiri líkur á að hægt væri að fá fólk þaðan. Vinafélagið hefur um árabil haft basar og safnað nokkur hundrað krónum sem síðan hafa verið notaðar til að endurbæta eitthvað eða kaupa gögn til sjúkrahússins. En þegar Soroptimistar á Islandi tóku sig til og söfnuðu og fylltu gám með hjálpargögnum og ÞSSÍ borgaði undir gáminn, fékk Vinafélagið vítamínsprautu sem það býr enn að. Flest hjálpargögnin sem send vora frá íslandi fóra beint á spítalana en Vinafélagið sá fyrst um að merkja allt sem þangað fór vel og kirfilega og síðan var hjálpargögnunum dreift í Htlum skömmtum til þess að drýgja það sem best. Notaður fatnaður var hins vegar flokkaður og seldur á vægu verði en dugði samt tU þess að Vinafélagið fékk í hendur fjárapphæð sem var stærri en félagamir höfðu nokkru sinni séð. Verkefnin era næg. Bottom-spítalinn er ekki endumýjaður eða við haldið af opinbera fé og það notað sem afsökun að fljótlega eigi að byggja nýjan. Á meðan leita hundrað sjúk- linga þangað. Það era margar og blendnar tilfinningar sem bærast með manni við dvöl í þessu landi. Helst er það fátæktin sem er svo almenn og aðstöðuleysið mikil sem veldur íslendingnum vanlíðan enda er ekki sjáanlegt að neinna úr- bóta sé að vænta fyrir almenning. Það er staðreynd að með svo mikilli fólksfjölgun sem raun ber vitni er ómögulegt að landið geti náð nokkram efnahagsbata í fyrirsjánlegri fram- tíð enda auðHndir fáar og fólkið illa undir það búið að breyta um lífsháttu. Núna er verið að búast við ekki rigni á þeim tíma sem uppsker- an þarfnast vatns vegna þess að hafstraumur- inn E1 Ninjo hefur breytt um farveg. Ef ekki rignir og uppskeran bregst, getur ekkert ann- að beðið stórs hóps fólks en hungursneyð. Hér era engin forðabúr til að fæða allar þær milljónir manna sem treysta á maísuppskera hvers árs. Fólkið er hins vegar mjög hlýlegt, vingjarn- legt og þakklátt fyrir það sem að því er rétt. Þau hjálpargögn sem Islendingar hafa sent til þessa lands af allsnægtum sínum hafa komið að ótrúlega miklu gagni og það er mjög ánægjulegt að sjá að hjálparstarf sést á jafn áberandi hátt og þarna í tengslum við sjúkra- húsið, þar sem sjá má gífurlegan mun þar sem búið er að lagfæra aðstöðu sjúklinganna og gera þeim lífið kannski ofurlítið bærilegra en ella. Það hjálparstarf sem ÞSSÍ og Soroptimist- ar hafa unnið hér í samvinnu við Vinafélagið hefur skilað ótrúlega miklum árangri og á eft- ir að halda áfram að skila árangri verði fram- hald á sendingum á hjálpargögnum sem safn- að er á Islandi og send í gámi til Malawi. Það er kannski erfitt fyrir Islendinga að skilja nema sjá það með eigin augum hversu lítil- fjörlegt dót getur verið mikils virði þar sem ekkert er til og engir peningar til að kaupa fyrir. Um það leyti sem þessi grein er skrifuð er annar gámur á leiðinni til Malawi með hjálp- argögn sem Soroptimistar hafa safnað. Inni- hald gámsins fer í hendur Vinafélagsins, en gáminn á að gera að bókasafni í einu af út- hverfum Lilongwe! Samskip og Þróunarsam- vinnustofnun Islands kostuðu flutninginn á gámnum og gerðu þessa aðstoð þannig mögu- lega. Einnig eiga öll þau fyrirtæki og stofnan- ir sem til var leitað þakkir skildar fyrir að- stoðina. Það er vel þess virði að styðja við bakið á sjálfboðaUðum á borð við Vinafélagið sem era í beinum tengslum við þær stofnanir sem verið er að styðja og þar sem er tryggt að allt er nýtt sem best. Þegar íslenska allsnægtasamfélagið fleygir lítið notuðum hlutum mætti vel leiða hugann að því hversu mikið gagn hafa má af Htlu í þessu fátæka landi. Höfundur er prófessor við Hóskóla ísbnds og með- limur í Soroptimistoklúbbi Reykjavíkur. ÓAAAR SIGURJÓNSSON (DÖGUN Hendurnar byrgja náfölt andlit þvöl augnhárin vísa í allar áttir vot rúmklæðin vafin um kreppta fætur hversdagslegt hljóð vekur litla athygli en þó kannski bréfíð sé að koma sem ég aldrei sendi. Nætur sorgarinnar geyma sólsetur sem aldrei tekur enda og í hinu dýpsta myrkri byltir gleðin sér um hálfíuktar dyr eitt andartak ífáleitum gráma dagsins. KÆRI FRESTUR Ég ákæri syndina hún gefurgert mig sekan ég ákæri viðbrögðin þegar mér var litið undan dómgreindin ætlar að áfrýja. Höfundurinn er múrari. BERGSTEINN BIRGISSON VÍSA UM VORIÐ Ég gæti sett upp gáfusvip og sagt: „vorið er blekidng, hugarburður byggður á sammannlegri trú á að eitthvað betra taki við“ en ömmu minni myndi ekki líka það hún kemur frá snjóþungu svæði vorið hefur lengi haldið Ufínu í gömlu konunni þrátt fyrir kenningu mína LIUUR Það eru alltaf liljur í nánd við veginn þinn þar sem þú ferð og öll þín verund komin í þröng og skrefín þungu þyngri en himinninn þá kveða þær hvatningsstefíð með ástæðulausri angan sinni með bænhvítri birtu sinni beint í sárleik hjartans og gatan er góð og ný Höfundurinn stundor M.A.-nóm ( bókmennt- um við Hóskóla íslands. •10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 3. JANÚAR 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.