Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 2
■ A j ^mmlí 1 1J Æk Jf | Morgunblaðið/Árni Sæberg NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur verða sannkölluð fiðluveisla. í þau 24 ár sem Guðný Guðmundsdóttir hefur starfað sem konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur hún kennt fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og þeir eru orðnir margir fiðluleikararn- ir sem notið hafa tilsagnar hennar í gegnum árin. Með Guðnýju og nemendum hennar á myndinni eru þeir Peter Máté píanóleikari og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar FJÖLMENN FIÐLUVEISLA NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur og menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Hafnarborgar, verða haldnir í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 4. janúar, kl. 20. I til- efni af fimmtugsafmæli Guðnýjar Guðmunds- dóttur fiðluleikara 11. janúar nk. verður sann- kölluð fíðluveisla í boði á þessum þriðju tón- leikum tríósins í vetur sem skipað er þeim Gunnari Kvaran, sellóleikara og Peter Máté, píanóleikara, ásamt Guðnýju. Gestir verða fyrrverandi og núverandi nemendur Guðnýj- ar ásamt fleiri strengjaleikurum. Frumflutt verður verkið Ljósbogar eftir Þorkel Sigur- bjömsson og er það fyrsta íslenska tónverkið sem samið er eingöngu fyrir fiðlur. Þorkell lýsir verki sínu Ljósbogum sem einfóldum tónaleik. „Ljósbogar er vinar- kveðja til Guðnýjar og hennar ágætu nem- enda og titillinn vísar til allra fiðluboganna.“ Verkið flytja 26 fyrrverandi og núverandi nemendur Guðnýjar ásamt henni. Þá verður flutt fúga eftir Bach úr einleiks- sónötu fyrir fiðlu í g-moll í útsetningu Guðnýj- ar fyrir fiðlusveit. Þessi einleiksfúga þykir töluvert erfið og Guðnýju fannst skemmtilegt að útsetja hana fyrir fiðlusveit og segja má að með því hafi þolraun fiðluleikarans verið ein- folduð. Þriðja verkið á efhisskránni er Hol- bergssvíta Griegs samin fyrir einleikspíanó og síðar útsett fyrir strengjasveit, á 200 ára dán- arafmæli Holbergs, árið 1884. Skáldið Hol- berg hefur oft verið nefndur Moliére norðurs- ins og í verkinu notast Grieg við form svítunn- ar og byggir á dönsum frá 17. öld. Síðast á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir píanó, fiðlu og strengjasveit eftir Mendelsohn sem var samin árið 1823 en þá var tónskáldið 14 ára gamalt og Gunnar segir að það sé með ólfldndum hversu mikinn þroska Mendelsohn hafði til að bera svo ung- ur að aldri. Mendelsohn var undrabam eins og Mozart og þess þekkjast ekki önnur dæmi um jafn þroskuð verk tónskálda svo snemma á ævinni. Verkið gleymdist í meira en 100 ár en fyrir rúmum 30 ámm fundu hjónin Eugene List, píanóleikari og Carroll Glenn, fiðluleik- ari, verkið og hófu til vegs og virðingar á nýj- an leik. Carol Glenn varð síðar kennari Guð- nýjar þegar hún var við nám í Bandaríkjun- um. Einleikarar verksins em Peter Máté og Guðný. „Verkið er mjög krefjandi fyrir ein- leikarana en létt og skemmtilegt áheyrnar og blæbrigði þess minna mjög á Mozart,“ segir Gunnar. MENNING/ USTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands í Bogasal: Allir fá þá eitthvað fallegt. Jóla- sýning, til 5. janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sig- urjóns Olafsson. Safnið verður opið sam- kvæmt samkomulagi í janúar. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Asmundar Sveins- sonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal. Sýning á að- fóngum safnsins árið 1997 í vestursal og miðrými. Á sýningarvegg í austursal eru sýndar húsateikningar. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Þjóðarbókhlaðan „Verð ég þá gleymd" - og búin saga. Brot úr sögu íslenskra skáldkvenna. Sýning á ritum og munum úr Kvennasögusafni. Til 31. jan. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Snorri Ásmundsson. Til 19. jan. Gallerí Listakot „Gnægtarborðið", samsýning til. 3. jan. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: André Tribbensee. Gallerí Barmur: Ráðhildm- Ingadóttir. Galierí Hlust: Gunnar Magnús Andrésson. Síminn er 551 4348. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Haraldur Jónsson sýnir til 11. jan. Listhús 39 Strandgötu 39, Hafnaríírði Samsýning 14 listamanna. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar. Laugardagur 3. janúar Seltjarnarneskirkja: Kristján Eldjárn heldur gítartónleika kl. 16. Sunnudagur 4. janúar Glerárkirkja, Akureyri: Sinfóníuhljómsveit Akureyrar heldur tónl. kl. 17. Hafnarborg: Nýárstónleikai'. Fiðluveisla kl. 20. Fimmtudagur 8. janúar Háskólabíó: SÍ. Vínartónleikar. Einsöngv- ari Sólrún Bragadóttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Hamlet, sun. 4., fim. 8., fös. 9. jan. Grandavegur 7, lau. 3. jan. Borgarleikhúsið Feður og synir, frums. fös. 9. jan. Galdrakarlinn í Oz, sun. 4. jan. Augun þín blá, sun. 4. jan. Njála, fós. 9. jan. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, fós. 9. jan. Listaverkið, lau. 3. jan. SINFÓNÍAN SEMUR UM LAUNAHÆKKUN ÁRNI RÚNAR í GALLERÍ HORNINU ÁRNI Rúnar Sverrisson opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Hominu, Hafnar- stræti 15 í dag kl. 15-17. Ámi Rúnar lauk sveinsprófi í húsasmíði 1977 og stundaði eftir það nám við Myndlista- skólann í Reykjavík og Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hann hef- ur haldið nokkrar einka- sýningar á verkum sín- um. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-23.30, en sérinngangur er opinn kl. 14-18. Sýningin stendur til 21. janúar. GÍTARTÓNLEIKAR KRISTJÁNS ELDJÁRNS KRISTJÁN Eldjám gítarleikari heldur tón- leika í Seltjarnarneskirkju í dag, laugardag kl. 16. Á efnisskrá em verk eftir J.S. Bach, Fem- ando Sor, Leo Brouwer og Einojuhani Rauta- vaara. Kristján lauk burtfararprófi í djassgítar- leik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1995 og burt- fararprófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins vorið 1996 þar sem hann naut leið- sagnar Einars Kristjáns Einarssonar. Kristján stundar nú nám við tón- listarháskólann í Turku í Finnlandi, kennari hans þar er Timo Korhonen. NÝÁRSTÓNLEIK- AR í SELTJARN- ARNESKIRKJU SELKÓRINN á Seltjamarnesi efnir til nýárstónleika í Seltjamameskirkju sunnu- daginn 4. janúar kl. 20.30. A efnisskrá eru íslensk og erlend tónverk, m.a. eftir Þorkel Sigurbjömsson, Bám Grímsdóttur, raddsetningar Jóns Þórarins- sonar, J.S. Bach, Berlioz og Mendeissohn. Tónlistin er að mestu tengd jólum. Einsöng með kómum syngur Þuríður G. Sigurðardóttir við píanóundirleik Amdísar Ingu Sverrisdóttur. Karen Jóhannsdóttir og Berglind Sveinsdóttir leika á þverflautu í einu laganna. Þessir tónleikar marka upphaf 30. afmælis- árs Selkórsins. Stjómandi er Jón Karl Ein- arsson. SAMKOMULAG náðist á gamlársdag í kjara- viðræðum hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljóm- sveit Islands við samninganefnd ríkisins og framkvæmdastjórn Sinfóniunnar. Nýir kjara- samningar hljóða upp á 25-30% launahækkun. Gengið var að kröfu hljóðfæraleikara um breyttan vinnutíma. Samningurinn verður borinn undir atkvæði hljóðfæraleikara SÍ í byrjun næstu viku. Kostnaðarhækkun vegna samningsins í heild er 30%. Þá hefur samninganefnd ríkis- ins gengið að kröfu hljóðfæraleikara um eina fasta tónleika í viku og 6 tónleika á laugardög- um á ári en aðrir tónleikar verða greiddir í yf- irvinnu. Vinnuskylda hljóðfæraleikaranna á sviði eru 22 tímar á viku og að viðbættri heimavinnu hljóða vikulegir vinnutímar upp á 40 stundir. Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, lýsir ánægju sinni með að samningar skuli hafa náðst um bætt kjör hljóðfæraleikara SÍ. „Ég er mjög ánægður með þær launahækkanir sem hljóðfæraleikararnir hafa fengið þótt ég hefði engu að síður viljað sjá meiri sveigjan- leika í samningnum," segir Runólfur Birgir. „En það þýðir ekki annað en vera ánægður þegar búið er að semja.“ Hann segir að eins og fjárhagsstaða Sinfóníunnar sé í dag standi hún ekki undir greiðslum fyrir fleiri en 5-6 aukatónleikum á ári. „Samningurinn dregur úr möguleikum á endurteknum tónleikum því að kostnaður við hverja aukatónleika verður meiri en áður.“ Hlíf Sigurjónsdóttir, formaður starfs- mannafélags SÍ, vill lítið tjá sig um nýja kjarasamninginn fyrr en hann hefur verið kynntur félagsmönnum. „Okkur þótti samn- ingurinn þó koma það mikið til móts við okkar kröfur að við samþykktum hann svo félags- menn okkur fengju sjálfir að dæma um,“ segir Hlíf. „Þessi tillaga sáttasemjara hjó á stóran hnút varðandi vinnutímaskilgi'eininguna og mér þykir ekki ósennilegt að félagsmenn gangi að þessu samkomulagi úr því að við gát- um fellt okkur við það.“ Kristián Eldjám 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.