Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 14
kom Loftur svo austur í Hrífunes að heim- sækja systur sína og fjölskyldu hennar. Fer fáum sögum af umræðum í Hrífunesi um þessi mál. Einar bóndi gefur þess engan kost að fara til Ameríku, eða taka trú mormóna og styðja synir hans, Jón síðar bóndi í Hem- ru og Bjarni síðar prestur á Mýrum, hann 'éindregið. Guðrún kona Einars tók hins vegar þann kost að fara með bróður sínum til Útah ásamt dætrum sínum Helgu og Þorgerði og fósturdóttur sinni Gróu Þorláksdóttur. Gísli vildi ekki yfirgefa föður sinn að svo stöddu var enda talið að hann vonaði að geta talið honum hughvarf síðar. Má nærri geta hvílfk átök hafa orðið á Hrífunesheimilinu um þetta mál. Þess má geta að engin fátækt var í búi í Hrífunesi og Einar bóndi var vel virtur í sveitinni. Eftir burtför konu sinnar bjó Ein- ar með ráðskonum. Hildur Magnúsdóttir frá Skógsnesi í Gaul- verjabæjarsókn var ráðskona í Hrífunesi frá 1875-90. Með henni átti Einar soninn Einar f. 1877, hann drukknaði í Svínadalsvatni 23. júlí 1899. Einar í Hrífunesi dó 25. nóv. 1890. í för með Lofti þegar hann fór vestur með systur sína og dætur hennar var kona er hafði unnið við matreiðslu fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum, Halldóra Arnadóttir. Halldóra var frá Undirhrauni í Meðallandi, glæsileg kona, eftir því sem heimildir segja. Hún var þá þrítug en Loftur sextugur. Ekki eru ótvíræðar heimildir fyrir því að þau hafí gifst í Vestmannaeyjum en líklegt er það. I Vesturfaraskrá HáskóTa fslands er Halldóra talin gift kona er hún fer til Ameríku. I Vest- mannaeyjum dvaldi um þetta leyti hálfsystir Halldóru, Marín Halldórsdóttir, sagt var að Halldóra hafí hvatt systur sína til vesturfar- ar, mun hún hafa haldið sambandi við hana og stutt hana til vesturfarar. Marín var vinnukona í Svaðkoti í Eyjum 1870. Hún var vinnukona á Undirhrauni 1873-5, á Steins- mýri 1875-77, var vinnukona í Einarshöfn á Eyrarbakka næstu ár og fór til^Útah sam- kvæmt Vesturfaraskrá Háskóla íslands árið 1881. Sagt var að Halldóra systir hennar hafí hvatt hana og jafnvel styrkt Marínu til ferð- arinnar. Sumar heimildir telja að það hafi verið Hildur systir Halldóru er var með henni í Eyjum og auðvitað hefir hún getað fárið þangað á vertíð. En hún var ráðskona á Auðnum um þetta leyti og dvaldi ekki til lengdar í Vestmannaeyjum. Halldóra og Marín koma báðar til Eyja 1870. Nokkrar fjölskyldur fóru til Útah sama ár og Marín, frá Reykjavík og nágrenni þar á meðal Ei- ríkur frá Brúnum og Þorsteinn Jónsson lög- regluþjónn í Reykjavík, kona hans var Sig- ríður bróðurdóttir Einars í Hrífunesi. '. Halldóra Ólafsdóttir, móðir þessara systra, var tvígift. Pyrri maður hennar var Arni Ásgrímsson, þau áttu sex börn sem lifðu. Yngstar barna þeirra voru þær Hildur og Halldóra. Hildur giftist og bjó í sveitinni, afkomendur hennar búa í Efri-Ey enn í dag. Árni dó 1846 og næsta ár giftist Halldóra Ólafsdóttir seinni manni sínum, Halldóri Eyjólfssyni. Áttu þau tvær dætur, Marínu og Þuríði. Þuríður missti mann sinn í sjóinn frá 6 ungum dætrum, yngsta dóttirin var á fyrsta ári. Þuríður var amma mín og hefir mér þessvegna verið þessi saga hugstæð. Móðir mín talaði oft um þetta. Marín móðir mín kom í Búlandssel í Skaftártungu um 1887, þegar faðir hennar drukknaði við Eyr- arbakka. Þar bjó þá ekkja, Þorbjörg Jóns- dóttir frá Búlandi, með syni sínum Jóni Þor- leifssyni. Sr. Bjarni Einarsson á Mýrum, sonur Einars í Hrífunesi, giftist síðar föður- systur minni Guðrúnu Runólfsdóttur í Holti á Síðu. Móðir mín þekkti vel alla Skaftár- tungumenn á þessum árum, en hún dvaldi í Búlandsseli fram um tvítugsaldur. Þessi ör- lagasaga frá Hrífunesi hefir þá verið öllum Skaftártungumönnum í fersku minni. Bænd- ur og vinnumenn í sveitinni höfðu oft þann hátt á að fara í útreiðartúra um helgar. Oft var riðið norður í Tungu og var þá ekki farið hjá garði í Búlandsseli. Menn voru glaðir, fóru í leiki, glímdu og sungu. Loftur Jónsson lést af slysförum skömmu eftir að hann kom heim úr trúboðsferðinni til íslands. Þegar það fréttist að Hrífunesi varð Einar hræddur um konu sína og dætur og sendi Gísla son sinn til Útah til að sækja þær mæðgur. Þá var Guðrún orðin svo heilsulítil að henni var ekki treyst til erfiðra ferða ¦¦ heim. Heimkoma dætranna kom ekki til i greina, þær munu hafa unað hag sínum vel • og Helga var í þann veginn að giftast. Gísli :¦ tók nú þann kost að setjast að vestra og ; hugsa um móður sína og yngri systur. Hann 1 skrifaði föður sínum og útskýrði þetta fyrir \ honum. Féll Einari þetta þungt en mun hafa , viðurkennt sjónarmið Gísla. Guðrún kona hans varð að sitja þar sem hún var komin. Hún andaðist 4. des. 1878. Gísli Einarsson kvæntist fljótlega Halldóru, ekkju Lofts móðurbróður síns, og settist í bú hans. Heimildarmenn Þorsteins Þ. Þorsteinssonar telja að Gísli hafi ekki verið mikið hneigður fyrir búskap en að eðlisfari mikið fyrir lækn- ingar. Hann stundaði dýrlækningar, var mjög hjálpsamur, mikill kirkjumaður og „höfðingi í lund og gestrisinn". Þegar Marín, hálfsystir Halldóru, kom vestur kvæntist GísU henni líka, var því kvæntur tveimur systrum og átti börn með báðum. Af sjö börnum Gísla komust tvær dætur og tveir synir til þroska. Þau voru: Loftur Bjarnason B.Sc. MA 1879-1939 „merkur maður og vel látinn". Hann var skólastjóri við búnaðarskóla, síðan fræðslu- málastjóri, mikill námsmaður. Hann var sendur til íslands í trúboðsferð rúmlega tví- tugur og dvaldi á íslandi á fjórða ár. Hann sótti tíma í Latínuskólanum, fullnumaði sig í íslensku og nam önnur norðurlandamál. Þeg- ar Loftur kom heim frá íslandi 1906 kvænt- ist hann Ida Florence Holladay. Þau áttu sex börn, meðal þeirra voru Joanna, kennslu- kona í Salt Lake City, Sarah, hjúkrunarkona í Glandae Kaliforníu, John, trúboði í kirkju mormóna í Þýskalandi, og Loftur L. Bjarna- son BA, MA sem mörgum íslendingum var kunnur vestan hafs og austan. Hann hefur auk háskólagöngu í Ameríku og Þýskalandi tvisvar verið við nám í Háskóla íslands, og starfaði sem háskólakennari. Kona hans er Ruth Alexander frá Renton, Washington. - Magnús Bjarnason, sonur Gísla, beið bana af slysi í kolanámu í Sunni Side 1916. - Helga Gísladóttir átti Elías Jones. Fjögur börn þeirra, Alic, Dora, Dena og Helga útskrifuðust úr kennaraskóla - Dena Gísladóttir átti W.J. Brown, fimm börn þeirra. Ellen, Lois, Dora, Pearl og Donna luku háskólanámi. - Helga Einarsdóttir átti danskan mann, Andrew Eklund Nelson. Þau áttu fjögur börn, sonur þeirra var Josep Nelson lögmað- ur. - Þorgerður Einarsdóttir átti enskan mann, George D. Snell. Þau áttu tvær dætur, Hönnu og Mörtu. Snell varð skammlífur og 61 Þorgerður dætur sínar upp ein, auk þess ól hún upp son Gróu fóstursystur sinnar. Gróa dó ung en var gift Júlíusi Jónssyni prests Bjarnasonar, hálfbróður Bjarna frá Vogi og þeirra systkina. Þessi sonur Gróu og fóstursonur Þorgerðar var Júlíus Bearnsson hagfræðiprófessor í Salt Lake City. Þor- gerður dó 15. maí 1946. Gísli var sendur til íslands í trúboðsferð árið 1882 ásamt öðrum manni. Hann kom þá í Hrífunes að heimsækja föður sinn. Sagt var að Einar hafi harðbannað honum að ræða um mormónatrú á sínu heimOi en annars hafí farið sæmilega á með þeim. Gísli veiktist af taugaveiki strax eftir komuna til landsins og var varla hugað líf um skeið. Ekki mun hafa orðið mikill árangur af trúboði þeirra félaga, enda líklega lítið reynt á það. Strax þegar Gísli varð ferðafær vegna veikindanna, fór hann vestur aftur. Gísli missti heyrnina í veikindunum og fékk hana ekki aftur. Þegar Útah gerðist fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku var fleirkvæni bannað og var því banni fylgt eftir. Þá flutti Marín til Kanada og var þar um tveggja ára bil, en kom þá aftur til Gísla og Halldóru og mun ekki hafa verið amast við því. Ekkert er vit- að um dvöl hennar í Kanada. Gísli frá Hrífunesi lifði báðar konur sínar. Hann andaðist 17. ágúst 1934. Marín dó 18. des. 1926 og Halldóra þremur árum síðar, 27.janúarl929. Sr. Kristján Róbertsson sem var prestur í Kanada um skeið gerði sér ferð til Útah og dvaldi þar nokkra mánuði. Hann kynnti sér landnám mormóna í Útah og landnám ís- lendinga þar, sem aðallega var frá Vest- mannaeyjum, Vestur Skaftafells- og Rangár- vallasýslum. Hann ræddi við afkomendur landnámsmanna. Geta menn kynnt sér nán- ar landnám mormóna í Útah og þátttöku ís- lendinga í því í bók hans „Gékk ég yfir sjó og land". Þetta var fyrsta landnám Islendinga í Ameríku. Um svipað leyti fóru nokkrar ís- lenskar fjölskyldur til Brasilíu og settust þar að. Eftir 1870 hófust vesturferðir þúsunda íslendinga til Kanada og Bandaríkjanna. Heimildir: Þorsteinn P. Þorsteinsson: Saga íslendinga í Vestur- heimi, Útah farar, II bindi. Winnipeg 1943. ¦Júníus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá Háskóla íslands 1870-1914. Útg. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar, I-IV. bindi. Finnur Sigmundsson: Vesturfarar skrifa heim. Úr bréf- um Vestur-fslendinga. Höfundur er fyrrverandi bóndi í Holti í Skaftórhreppi. ÞÓRDIS BJÖRNSDÓTTIR [ HÚMI NÆTUR Um þögul strætin þokan læðist, þungbúin og köld í senn, - á ferli sjást ífölu skini fqrynjur og fallnir menn. Úr skúmaskotum skuggar gægjast, skima eftir eigin mynd, en eyðast er ífjarska fanga forðum drýgða dauðasynd. í næturrökkri reika sálir, reifaðar í eigin vöf, og fíkra sig í flótta lífsins framá hugans ystu nöf; í hugarvú þær horfa niðrí hyldypið sem gín og óska þess að gapið geymi gleymda hugarsýn, - en stjörnurnar þá hrapa himni af! - Þær hrapa gegnum silfrað skýjatraf og laufga allar nakta næturgrein, ... nema ein - sem aldrei skein. Nóttin brátt þó býst til ferðar, bregður um sigþokuslá og felur sínum faldi undir föla mynd sem enginn sá. Hún blæs á bjarta himnaloga, bergir dagsins guðavín og mannsins óra máir út uns máttur hennar dvín. Og tungl, sem áður sáði silfurgliti, sameinast nú hægum vængjaþyti. Höfundurinn er nemandi í MR. ORÐAFORÐI 10 BADMINTON OG HNIT EFTIR SOLVA SVEINSSON Badminton er heiti á íþrótt og hefur verið kallað hnit á íslensku, en erlenda orðið er þó meira notað. íþróttin er komin frá Indlandi, barst til Evrópu með enskum liðsforingjum sem gegndu herþjónustu austur þar. Hnit var fyrst leikið á Englandi árið 1873 undir heitinu poona. Hertoginn af Beaufort hafði áhuga á þessum leik og kynnti hann á herragarði sín- um í Gloucesterskíri, Badminton House. Bad- minton merkir nánast tún Böðmundunga, en Böðmundungar eru niðjar Böðmundar sem væntanlega hefur erjað bleika akra í fyrnd- inni þar sem afkomendur hans strengdu net yfir tún og slógu fjaðrabolta á sólskinsríku síðdegi eftir tedrykkju. Hnit varð fljótlega vinsæl íþróttt)g hefur lotið sömu reglum síðan 1901. Hnit er dregið af sögninni að hm'ta sem beygðist hneit-hnitum-hnitið eða eins og líta, bíta, síga og fjöldi annarra sagnorða. Hníta merkir að rekast á, hæfa; Færeyingar segja níta í merkingunni stinga, svíða, og svíður menn víst eftir að þeir hafa rekist á. Hnit merkti árekstur að fornu og er í sjálfu sér gott orð um íþróttina, þótt þar slái menn fjaðrabolta fremur en rekist á hann! Sögnin kemur fyrir í Heimskringlu, í Ólafs sögu helga. Þormóður Kolbrúnarskáld fékk ör í hjartastað og mælti: „Hneit þar" og mætti útleggja sem þar hefði örin hæft markið. Síð- an ávarpaði hann konur og orti vísur áður en hann gaf sig guði á vald. Höfundurinn er cand. mag. í íslensku. MERGUR MALSINS 22 ENGUM ER ALLS VARNAD (NÉ ALLS LÉD) EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON Yfirskrift þessa pistils er málsháttur sem kunnur _er úr fornu máli í svolítið breyttri mynd: Ongum er alls léð né alls varnað (Nikulás saga). Styttri myndin Engum er alls varnað er kunn úr Maríu sögu. Merkingin er augljós „allir hafa eitthvað til brunns að bera; enginn getur allt né heldur er til alls ófær" og minnir málshátturinn svolítið á orð Gunnars í Njáls sögu: Hefir hver til síns ágætis nokkuð. I málshættinum er notaður lh.þt. af sögn- inni ljá en beyging hennar er nokkuð á reiM í nútímamáli. I fornu máli er algengasta beyg- ing hennar eftirfarandi: ljá-(lér/ljær)-léði-léð. Þessi beyging hefur haldist að mestu óbreytt fram til okkar daga, þó þannig að nútíðin lér er nánast horfin. Þannig má finna dæmi eins og: Hún ljær ekki máls á þvf að víkja og hann léði ekki máls á því að semja. Samhliða þess- ari beygingu hefur önnur beyging skotið upp kollinum: tíá-(?ljáir)-?ljáði-ljáð. Það er eink- um lh.þt. léð sem fær keppinautinn ljáð (19. öld) og í nútímamáli bregður fyrir þátíðinni ljáði í stað léði og nútíðinni ljáir í stað ljær. Margir munu kunna þessum breytingum illa enda eru þær tiltölulega nýjar af nálinni og þær er ekki að finna í orðabókum. Breytingarnar má relqa til þess að í ís- lensku er að finna ýmsar sagnir með svipað hljóðafar en annars konar beygingu, t.d. spái- (spáir)-spáði-spáð, gá-(gáir)-gáði-gáð og þrá- (þráir)-þráði-þráð, sbr. enn fremur sagnirnar afmá, dá, lá, sá, strá, útkljá og þjá. Þótt flest- ar á-sagnir beygist veikt (dá-dáir-dáði-dáð) er ekki þar með sagt að beygingarmunstrið sogi allar slíkar sagnir til sín. I þessu sambandi má t.d. nefna sagnirnar ná-(nær)-náði og þvo- (þvær)-þvoði, sbr. einnig tjá og téður. En breytingar á notkun sagnarinnar ljá ná ekki aðeins til búnings heldur hefur fallstjórn hennar einnig breyst. I fornu máli stýrði hún jafnan þágufalli og eignarfalli, t.d. ljá ein- hverjum hests og úr íslensku Hómilíubókinui eru dæmin: Þeir eru sumir, er mikillar hyggjendi [„visku"] er léð og ljá einhverjum lífs. I síðari alda máli stýrir sögnin hins vegar þágufalli og þolfalli, líkt og sögnin að lána. Hin forna notkun helst enn í ýmsum föstum samböndum, t.d. í orðatiltækinu Ijá máls á e-u þar sem ávallt er notað eignarfall. Tungumál breytast í tímans rás og mál- kennd og málvenja ræður hvaða breytingar ná að festa rætur. Sjálfum finnst mér rétt að sýna íhaldssemi í málfarslegum efnum. Oþarft er að taka öllum breytingum tveim höndum. Besti kosturinn er þó að mínu mati sá að reyna að skýra breytingarnar og tefla fram dæmum, málnotendur kveða síðan upp sinn dóm. Höfundurinn er prófessor við Háskóla fslands. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.