Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 9
VIÐ MALAVIVATN. GRÆNMETI raðað í pýramída til skrauts. MALAVÍSKAR konur eru burðardýr frá barnæsku. ráða og smá blettur sem hvert heimili hefur til að rækta grænmeti og matjurtir til matar og tekjuöflunar. Það sem fyrst vekur athygli í Malawi er fólksmergðin. Alls staðar er fólk. Ekki er hægt að fara svo um landið að ekki sjáist merki um mannvistir. Mest áberandi eru kon- urnar sem eru helstu burðardýr landsins. Þær eru oftast nær með gífurlegar byrðar sem þær bera einna helst á höfðinu, eru með barn þar að auki í sjali á bakinu og loks leiða þær oft lítið barn sér við hlið. Það er ótrúlegt að sjá hvílíkar byrðar þessar litlu, grönnu konur bera og hversu vel þær bera sig. Þó þær séu með potta eða fötur fullar af vatni, eða maíssekki virðast þær aldrei missa jafn- vægið. En hversu illa hryggurinn hlýtur að fara við þessar miklu byrðar getur hver mað- ur sagt sér sjálfur. Konurnar eru helstu vinnudýr samfélagsins og það er einkennilegt að sjá í þessu landi varla nokkur dýr sem gætu unnið erfíðisstörf. Örfáa uxa má sjá sem beitt er fyrir kerru, ein- staka asnar eru til en þessum dýrum þarf að gefa mat, og hann er af skornum skammti. Konurnar eru því ódýrari í rekstri en uxi eða asni, og svo finna þær sér sjálfar mat að borða! Konurnar vinna alla erfiðustu vinnuna, bera allar vistir í búið, bera afrakstur búsins á markað og bera börnin á bakinu hvert sem þær fara. Karlarnir vinna léttari störf, t.d. sjá þeir að mestu leyti um verslun og það er iangalgengast að sjá karla við að selja eitt- hvert skran á götum úti. Þeir vinna líka í vist á heimilum sem geta borgað fyrir þá þjón- ustu, og þeir vinna þá við matseld og ræsting- ar á einkaheimilum. Þeir vinna líka sem verð- ir í verslunum og sem næturverðir í heima- húsum. Á mörkuðum þar sem handavinna, út- skurður eða heimilisiðja er seld sést varla nokkurn tíma kona við sölumennsku eða út- skurð. Þær virðast þó selja grænmeti og það sem þær rækta sjálfar í beðunum heima við hús. í landinu er tvenns konar menning sem í fljótu bragði virðist ekki eiga mikið sameigin- legt - nútímamenning sem tilheyrir þeim sem hlotið hafa einhverja skólamenntun og svo gamla þorpsmenningin sem ennþá lifir góðu lífi. I þorpunum eru það gömul viðhorf sem ríkja, mörg börn eru mesta virðing sem nokkrum karlmanni hlotnast og þeir liggja ekki á liði sínu í þeim efnum. í Malawi eiga konur að meðaltali tæplega 8 börn og þær eru ekki gamlar þegar þær eru taldar gjafvaxta. Einn vel menntaður Malavi sem býr í Lilongwe sagði mér frá samskiptum sínum við fjölskyldu sína í þorpinu. Þegar hann kem- ur í heimsókn verður hann að þola þá niður- lægingu að yngri bróðir hans fær að borða á undan honum og hann er spurður álits um hluti sem hinn menntaði fær ekki tækifæri til að tjá sig um. Hinar óskrifuðu reglur þorpsins setja hann á bekk langtum neðar en bróður hans, eingöngu vegna þess að bróðirinn á fleiri börn. Menntun og staða eldri bróðurins gerir ekkert gagn í virðingarstiga þorpsins og ekki einu sinni tekjur hans sem þó skipta miklu máli þar sem þorpsbúar lifa að jafnaði við brún hungurs og vannæringar. Þorpsbúar eru eins og ein fjölskylda hvort sem allir eru þar blóðskyldir eða ekki. Það þykir því sjálfsagt ef einhver flytur í borgina að öll ættmenni og skyldfólk geti sest upp hjá þeim og ætlast til þess að þeim sé gefið að borða og þeir fái að sofa í híbýlum skyld- mennisins. Þetta veldur því að þeir sem flytja í borgina geta átt von á að hálft þorpið flykk- ist inn til þeirra og setjist upp hjá þeim. Ekki eru gerðar miklar kröfur um þægindi og fólk- ið hreiðrar um sig á gólfinu eða hvar sem vera skal enda vant því úr leirkofunum, sem eru of litlir til þess að þar sé hægt að hafa rúm. Ef einhver verður veikur fylgir megnið af þorps- búunum þeim veika á sjúkrahús. Þetta veldur því að utan við sjúkrahúsin eru gjarnan stórir hópar fólks sem sitja undir tré og sýna sam- stöðu með hinum veika. Einnig er það til siðs að allir sem vettlingi geta valdið séu við jarð- arfarir. Menn leggja á sig langar ferðir til að komast í þorpið sitt til að fylgja vinum sínum og frændum síðasta spölinn. Efnahagur flestra Malava er ákaflega bág- borinn enda lifir þjóðin á landbúnaði að mestu leyti og sá landbúnaður er aðallega stundaður án nokkurs tæknibúnaðar og ekkert notað nema handaflið. Skógareyðing og landeyðing er mikil því menn freistast til að höggva niður tré til þess að geta eldað og lítið er hirt um að planta nýjum trjám í staðinn. Landið er víða rýrt og lítið sem það gefur af sér. Verkfæri eru ákafiega frumstæð og t.d. er allt gras skorið með stóram sveðjum og vinnsla á landi fyrir sáningu unnin með verkfæri sem minnir á exi með stuttu skafti. Uppskeran er svo sett við vegarbrún og beðið eftir því að einhver fari um sem hefur áhuga á að kaupa það sem í boði er. Þar má sjá kartöflur sem er listilega raðað í píramíta og sama gildir um aðra ávexti. í stað þess að setja varninginn í falieg- ar umbúðir sem við þekkjum á Vesturlöndum er varan gerð aðlaðandi með því að búa til úr henni nokkurs konar listaverk. Menntunarstig landsins er mjög lágt og þetta land með sínar 11 milljónir íbúa hefur aðeins einn háskóla. Grunnskólanám er að vísu ókeypis en þar er ekki skólaskylda og því fara margir ekki í skóla. Framhaldsskólinn er ókeypis fyrir stúlkur og er það tilraun til þess að bæta úr skelfilega lágu menntunarstigi kvenna. Ólæsi er um 70% og skólar eru ekki nógu margir til að fullnægja eftirspurn. Þegai' ekið er um landið má því víða sjá að kennari og börn sitja undir tré með töflu eina sem kennslugögn og hænur og kiðlingar spígspora í kring. Pennar og sápa eru gulls ígildi og barn sem fær í hendur penna og blað geislar af gleði eins og sá sem fengið hefur stóran vinning. Heilsugæsla er mjög takmörkuð í Malawi og meðalaldur mjög lágur. Talið er að lífslíkur kvenna séu liðlega 45 ár en þær deyja margar mjög ungar af barnsförum og nú upp á síðkastið úr eyðni. Eyðni er orðin mjög al- geng í Malawi, ekki síður en í öðrum löndum Afríku og er hægt að kenna því um að stúlkur byrja að stunda kynlíf mjög ungar og karlarn- ir koma víða við. Einnig hefur um það verið rætt í blöðum nýlega að konur sem ekki tekst að eignast börn með maka sínum, freisti þess að prófa fleiri karlmenn í von um að þeim öðl- ast sú gæfa að fæða nógu mörg börn til að hækka í virðingarstiganum. Þar sem líkam- legt ástand íbúanna er svo slakt sem raun ber vitni deyja þó flestir úr öðrum sjúkdómum en eyðninni, og era berklar þar einna skæðastir. Eyðnismitaður einstaklingur hefur litla mót- stöðu gegn berklum og eru því flestar berkla- deildir sjúkrahúsanna fullar af eyðnisjúkling- um. Heimsókn á Bottom-spítalann í Lilongwe er lífsreynsla sem erfitt er að má úr huga sér. Bottom er fyrir þá sjúklinga sem ekki geta borgað fyrir veitta aðstoð. ÞSSI hefur veitt fé til að lagfæra sjúkrahúsið og finnst mér þeim peningum hafa verið ákaflega vel varið. Við innganginn að þessu spítalahverfi er skilti með þakklæti til ÞSSÍ fyrir veitta aðstoð. Spítalinn er ekki eiginlegt sjúkrahús heldur eru þarna mörg smáhús, hver deild í sérstöku húsi. En þar sem sjúkrahúsið er í íbúðahverfi eru engin eiginleg mörk á milli sjúkrahússins og annarra húsa. Almenningur styttir sér því gjarnan leið með allt sitt hafurtask um spít- alasvæðið og erfitt getur verið að koma í veg fyrir að eitt og annað hverfi. Meðal þess sem hafði horfið nýlega þegar við komum í heim- sókn var keðjan sem notuð var til að sturta niður í einu klósettinu. Það var því ekki hægt að nota klósettið og engum hafði hugkvæmst að binda spotta í sveifina - en kannski var enginn spotti til heldur. Það voru tveir fulltrúar frá Vinafélagi sjúkrahússins sem fylgdu mér og Ásgerði um sjúkrahúsið og einnig slóst í fór með okkur forstöðukona fæðingardeildarinnar. Fyrst lá leiðin á fæðingardeildina en þar hafði verið komið fyrir aflögðum sjúkrarúmum frá ís- landi sem notuð voru sem fæðingarrúm. Inni á fæðingarstofunni sem var ofurlítil virtust vera nokkrar konur að fæða. Og sem við stóð- um fyrir utan dyrnar kom ung stúlka með vagn sem á var lítill strangi. Það reyndist vera barnslík sem hún ætlaði með inn á fæð- ingarstofuna. Það setti að manni hálfgerðan óhug að sjá þetta og mér þótti erfitt að sjá að þetta lík ætti nokkurt erindi inn á stofuna þar sem konurnar voru að fæða. Inni á fæðingardeildinni var dimmt og þröngt, konur sátu á gólfinu og biðu efth ein- hvei'ju eða lágu á beru gólfínu og sváfu. Erfitt var að átta sig á því hverjar væru búnar að fæða og væru að jafna sig og hverjar biðu eft- ir að fæðingin hæfist. Á þennan spítala koma aðeins konur sem eitthvað er að, annars fæða þær heima í þorpi undir handarjaðri þorps- Íjósmóður eða þeirrar konu sem mest veit um þessi mál. Samt var okkur tjáð að þarna fæð- ist um 10.000 börn á ári eða tæplega 30 á dag. Skurðstofa var þarna á sama gangi og var okkur tjáð að þar væru um 700 keisaraskurðir framkvæmdir á hverju ári. Þótt þetta væri merkt sem skurðstofa gátu allir vaðið þarna út og inn og læknirinn sem kom út af skurð- stofunni var í stígvélum sem ekki voru þau hreinustu sem ég hef séð. I öðí-u húsi er göngudeild fyrir konur sem koma í skoðun. Hér hefur ÞSSI einnig lagt málum lið og byggt skýli fyrir framan göngu- deildina. Áður en þetta skýli kom höfðu kon- umar þurft að sitja í brennandi sólarhita eða í drallusvaði á rigingartímanum. Athygli vakti einnig að í skýlinu vora steinsteyptir bekkir og var það hugmynd þýsks kvensjúkdóma- læknis sem vinnur á Bottom-sjúkrahúsinu. Talið var víst að væru þama bekkir yrði þeim strax stolið. Þarna er komin aðstaða fyrir konurnar að sitja á bekkjum í þumu skýli hvernig sem viðrar. Næst lá leiðin á berkladeildina. Þar eru að- skildar deildir fyrir konur og karla en mikill fjöldi inni á hverri stofu. Lausleg talning gaf mér 40 karlmenn inni á lítilli stofu. Konurnar voru eitthvað færri. Flestir voru í rúmum en þó voru nokkrir sem lágu á teppum á gólfinu. Þótt þetta sé berkladeild era flestir þarna með eyðni og það var líka sláandi að sjá hversu ungt fólkið var, einkum konurnar. Geðdeildin er eins og nokkurs konai' geymsla. Stofurnar eru aflæstar en bak við húsið, svo og bak við berkladeildina, voru steinsteyptir garðar og því nokkuð snyrtilegt þar og auðvelt að halda hreinu með því að sópa og skvetta vatni. Okkur vai’ sýnd hreinlætisaðstaðan þarna og virtist hún vera heldur framstæð en þó var þarna allt hreint. Af samtölum við þá sem þekktu aðstæður fyrir og eftir lagfæringar sem ÞSSÍ hafði látið gera mátti sjá að miklar breytingar höfðu orðið á til batnaðar. Áður voru þarna opin moldarsvæði sem urðu að svaði á rigningartímanum. Meðfram runnu svo opin frárennsli og daunninn þar af leið- andi óbærilegur. Eftir lagfæringar var þarna svæði sem fólk gat setið á og gengið um. Geð- deildarhúsið hafði einnig verið málað og leit því betur út en hin húsin sem era mjög illa farin og lítið við haldið. Fyrir utan sjúkrahúsið var urmull af fólki sem engin leið var að átta sig á hvaða erindi átti þarna. Sumir voru þó augljóslega að sjá um mat handa sjúklingunum en það er ekki til siðs að sjúkrahúsið sjái sjúklingum sínum fyr- ir nægilegum mat. Það verða ættingjarnir að gera. Aðrir áttu einfaldlega leið þarna um og styttu sér leið yfir lóðina milli berkladeildar- innar og fæðingardeildarinnar. Víða lá fólk á mottum utan dyra og var ekki hægt að sjá hvort þetta voru sjúklingar eða bara þreyttir vegfarendur! ► f LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.