Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS - MENNING LISTIR 1. TÖLUBIAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Heimskona Hér birtist síðari hluti greinar Sólveigar K. Einarsdóttur um Rannveigu Kristínu Þor- varðardóttur. Byggir Sólveig að verulegu leyti á bréfum en Rannveig var mjög pennaglöð og svaraði bréf- um jafnan samdægurs og með þeim hélt hún tengslum við fjölskyldu sína á Islandi og vini sína í Danmörku, en Rannveig bjó lengst af í Kaliforníu. Malawi er hið heita hjarta Afríku segir Sigrún Klara Hannesdóttir í grein um þetta lítt kunna Afríkuríki, en það sem fyrst vekur athygli þar er fólksmergðin, segir greinar- höfundurinn, svo og það að konur eru þar nánast sem burðardýr og sjást oftast með þungar byrðar á höfðinu. Guðs lög og manna er heiti á grein eftir Siglaug Brynleifson um trúarkenningar íslensku þjóðkirkjunnar sem kveðið er á um í 62. grein stjórnarskrárinnar og segir í námsskrá grunnskóla að saga og menning Vesturlanda verði ekki skilin án þekkingar á kristinni trú og sögu kristinnar kirkju. Örlagasaga frá Hrífunesi er eftir Siggeir Björnsson og segir frá trúboðsferð Lofts Jónssonar vest- urfara heim til Islands. Sú ferð varð afdrifa- rík fyrir heimilið í Hrífunesi sem splundraðist þegar húsfreyjan þar afréð að fara vestur með bróður sínum og tók með sér dætur sínar tvær. FORSÍÐUMYNDIN: Hæsta bygging Evrópu hefur risið í Frankfurt og hýsir aðalstöðvar Commerz- bank, eins stærsta banka Þýzkalands. Turninn þykir marka tímamót í þá veru að með 8 hæða millibili er hátt rými með innigörðum. Arkitektafirmað Foster og félagar hafa teiknað bygging- una. r— GEIMFERÐ Ég heyrði bylgjóttan nið af norðurljósum. Nóttin var svöl og heið: ég brunaði meðfram gulum og rauðum, grænum og bláum fossum, geystist svo fram úr þeim á leið til tungls. Á öðrum fæti fór ég umhverfis skjöldinn og fékk ekki hamið mig, kunni mér ekki læti, skautaði hálfboginn himinsins glæru ísa hraðara en fugl - og blés þó ekki úr nös. Ég fleygðist milli fjarlægi'a stjörnumerkja, unz fjósakonurnar ljósglaðar stugguðu við mér. Pá flýtti ég mér til föðurhúsanna aftur ogfossunum þjótandi mætti á leiðinni heim. (Mig dreymir byigjóttan nið af norðurljósum, en nú eru gömlu skautarnir mínir týndir.) Ólafur Jóhann Sigurðsson, 1918-1988, var fró Hlíð í Grafningi en var lengst ævinnar rithöfundur í Reykjavik og einn helzti raunsæishöfundur ó íslandi eftir seinni heimsstyrjöld. Bókmenntaverðbun Norðurbndaróðs hlaut hann 1976. RABB EKKI ER ALLT SEM SÝNIST - RYKIÐ LIFIR Er jörðin kannski sandkorn á strönd í heimi risa? Þetta hugsa börn þegar þau komast í heila- vímuna sína, þegar bergmálið af þenslu alheimsins berst inn í litlu kúpurnar þeirra. Nýlega, þegar RYKMAURAR uppgötv- uðust og kvikmyndir náðust af þeim, kom í ljós að þeir vita ekki af því að þeir eru sem agnir á gólfi í heimi risa, það er að segja okkar. Maður skynjar allar víddir og fer að hugsa um kosmos inni í kosmos þegar hæð er yflr Grænlandi. Og þegar þungi Atlants- hafsins leggst yfir í lægðum sínum fínnur maður til stöðugi’ar samþjöppunar í svart- holum geimsins. Þá er sárt að sitja fastur og skynja bara eigin skít. Flest rísum við upp og reynum að koma lagi á umhverfið. För- um í bað gegn sárum leiðanum, heilagt vatnið víkkar og sefar. Við drekkum og borðum, og komum einhvernveginn form- leysunni og óreiðunni í form. Hellum vatni yfír gólfin eða búum til ryksugustorm til að soga, með okkar eigin sogandi tilbúna svart- holi, stöðnun og söfnuð síðustu vikna. Eg er að tala um rykið, þennan máttuga hjúp sem leggst yfir allt á nokkrum dög- um. Ég er gleraugnaslanga, dulbúin gler- augnaskrukka, svo upptekin af því að reyna að vera sæt að ég geng um með harðar linsur í augunum og hef gert alla mína kattartíð, með mínus fimm nærsýni á báðum og sjónskekkju. Linsurnar gera augun svo næm að ég skynja ryk eins og besti rykskynjari, það þarf ekki nema að lítil rykögn setjist á sjónu mína. Fljúgandi diskur linsunnar sargar kornið inn eins og glerbrot og gerir augað sáraumt og rautt eins og á viskýkellingu, sem ég reyndar er, rykið skefur upp hornhimnu augans og það er sárt. Þess vegna er ég með rauð augu eins og úlfur og ryk á heilanum. Þess vegna er ég ekki söm eftir að hafa séð á Discovery Channel eða annarri stöð í heimsauga stofunnar frábæran heimildar- þátt um RYKMAURA. Kringum okkur er krökkt af ósýnilegu lífi, já bakteríu- og veiru-smámunum, það vissum við íyrir löngu, en auk þess lifum við í nýlendum rykmaura sem búa á hverju heimili, og hvar sem mannverur eiga sér bæli eða dyngju. Núna skyndilega hafa mátulega stilltar smásjár varpað ljósi á þessa furðuvídd milli okkar og örvera! Ný heimsmynd! Við erum tiltölulega nýlega laus við lýs og flær, sem nærðust á blóði okkar í milljónir ára, við sáum þær og fund- um fyrir þeim. Blóð er náttúrlega þessi fíni djús sem blóðsugustétt heimsins er sólgin í, en hitt vissum við ekki að lífheimurinn er svo fullkominn að húðin sem af okkur flosn- ar er næring heils heims sem iðar af lífi. Ég sá með eigin augum skrímsli þessi á skján- um, inni í hára- og húðar-skógi, möndlulaga og feitlagna rykmaurana, með fætur, klær og horn. Hvar sem mannvera sest niður hrynja rykmaurar af henni og örlitlar horn- húðarflögur, og viti menn, þar verður til rykmaurabú. Hornhúð okkar hrynur stöðugt af og á þeirri afurð, dauðu skinni, lifa rykmaurarnir sælu fjölskyldulifi, í sængum, koddum, teppum, undir rúminu, á gólfinu. Mér hefur alltaf fundist rykið vaxa, eins og lífvera, ryk fjögurra vikna eru stór- ar nýlendur rykmaura. Mikið er lífið merki- legt! Hið ósýnilega er orðið svo raunveru- legt! Ég sá nýlega þarna í fjölvarpinu mynd af heimilislífi rykmauranna. Þeir stunda frjálsar ástir, hafa greinilega ekkert frétt um fallið úr Eden, börnin léku sér glöð í kring og mauluðu litlu mannahúðkökurnar sínar. Og rykmaurarnir, sem við höfum óvitandi haldið uppi frá ör-ófi alda, eru frekar ljótir, nú tala ekki fordómar mínir, ég viðurkenni að mörg skordýr og geimpöddur eru fagrar. En rykmaurana prýða hvorki gullsnið né glæsileiki náttúr- unnar. Þeir hafa stutta fætur í nokkrum lið- um með stuttum broddum út úr, hornin tvö eru kubbsleg, eða eru það þreifarar? Þykk og stutt. Þeir eru semsagt virkilega vesald- ar-geimverulegir útlits, varla með augu, eru ekkert nema munnur, búkur, tímgunar- færi og þreifarar. Allir í búksorgum. Hafa aldrei orðið fagrir af stríði. Lifa friðsælu lífi, þekkja hvorki sverð né blóð, bara heimsendi sem kemur reyndar oft. En þeir sætta sig við hann, hafa til þess sín ryk- mauratrúarbrögð. Heimsendir kemur miklu oftar hjá rykmaurakynflokkum sem eru svo óheppnir að lifa á, hjá og af þrifnu fólki. Fólkið sem er alltaf í baði og skrúbbar skinnið myrðir maurabyggðir köldu blóði án þess að vita það, rykmaurarnir sem hjá því búa lifa engu sældarlífi, þeir hreinlega svelta. Og sápubragðið af hornhúð þess er viðbjóður og heilsuspillandi. Sultinn og klór og sápu má þó þola. Verri er vist ryk- mauraræflanna sem búa í heimi fólks sem er alltaf að þrífa. Þá kemur flóð sí og æ og eyðilegging yfir Rykmaurabyggð og héruð, grátandi börn og konur og karlar di-ukkna í viðbjóðslegu sápuslími. Vítisvélin ryksuga er enn verri, sem skilur þessa veslinga eftir limlesta í örkumlum í ryksugupoka. Kettir reka stundum upp eyru við ryksuguskápa þegar þeir heyra með ofurheym sinni þann sorgarsöng. Rykmaurarnir gegna örugglega ein- hverju ósýnilegu hlutverki, sem hefur áhrif á heilsu manna, það hlýtur að vera, þeir hafa svo lengi fylgt okkur að éta skinn, þessi skinn. Það er ljótt að fara illa með þá, en eins og venjulega á lögmálið líka við, að sér grafi gröf er grefur. Rykmaurarnir á skinni okkar, sem stunda þar námugröft og fæðuöflun, eru ugglaust aufúsugestir í lif- andi húðfrumubyggð. Þeir bera jákvæðar jónir gæti ég trúað, sem auka næmi manna fyrir hæðum og þenslu, og gera okkur ónæmari fýrir þyngd lægðanna, svo niður- drepið herpi ekki skrokkinn. Sápa og harð- ur bursti þurrkar og gerir húðina ógeðs- lega, pH-væn sápa er skárri en þurrkar upp skinnið samt. Besta næringin fyrir húðina er húðfita sjálfrar húðarinnar. Leyf- ið maurunum að lifa, verið lífvæn, við erum guðir rykmauranna. Rykmaurarnir eru íjölskyldur sem þrá að lifa og nærast á fjöl- skyldum sem finna ekkert fyrir því. Gefum þeim að borða, ekki láta húðina fara til spillis niður í útsog baðkarsins. Lifi lífið og fjölskyldur á fjölskyldum, tímgun er þókn- anleg og skítug heimili skítugs fólks full af lífshamingju í orðsins fyllstu. Eins og ósýnilegir rykmauramir eru ör- kom á okkur emm við örkorn í húsi í borg á landi, á rafeindinni Jörð, sem snýst um kjarnann Sól. Þetta litla sæta mólikúl Sól er eind í urmli einda, sem saman mynda rykslæðuna Vetrarbraut, sem er undir rúmi í skítugu svefnherbergi risa. Mikið er heimurinn skrýtinn. Og skor- dýrin mögnuð og skorulausir rykmaurarn- ir. Namm, namm, borðið bara af mér skit- inn og gömlu húðina, gjörið svo vel og guði sé lof að ég sé ykkur ekki. Og guð hjálpi mér að losna við þráláta helvíska sýnina sem kom þennan umrædda dag úr smásjá í kvikmyndarauga á skjáinn minn, svo heim- ili mitt og líf mitt varð ekki samt. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.