Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Golli GENGIÐ hefur verið frá kaupum Listasafns íslands á Laufásvegi 12 og mun það gjörbreyta allri vinnuaðstöðu safnsins. í nýja húsinu verða m.a. skrifstofa safnsins, fræðsludeild, bóka- og heimildasafn, forvarsla og starfsmannahald. LISTASAFN ÍSLANDS FESTIR KAUP Á LAUFÁSVEGl 12 FRAMTÍÐARLAUSN Á HÚS- NÆÐISVANDA SAFNSINS MENNTAMALARAÐHERRA Björn Bjarnason skýrði frá því í ræðu sinni við opn- un sýningarinnar Ný aðföng í Listasafni ís- lands í gærkvöldi að gengið hefði verið frá kaupum á húsnæðinu Laufásvegi 12 undir starfsemi Listasafnsins. Ólafur Kvaran, for- stöðumaður Listasafnsins, segir að kaupin á þessu 850 fermetra húsi fælu í sér framtíðar- lausn á húsnæðisvanda safnsins hvað alla vinnuaðstöðu varðaði. Söluverð húseignarinn- ar er 58 milljónir króna. Hinn 30. janúar n.k. verða liðin 10 ár frá því að Listasafn íslands hóf formlega starf- semi sína að Fríkirkjuvegi 7 eftir gagngerar endurbætur á því húsnæði. í ræðu ráðherra kom fram að safnhús Listasafnsins hafi að- eins verið fyrsti áfangi í mannvirkjagerð í þágu safnsins. Starfsmenn hafi til þessa hvorki haft viðunandi vinnuaðstöðu né að- stöðu til að þróa mikilvæga þjónustu, t.d. á sviði rannsókna, fræðslu og upplýsingamiðl- unar. Listasafnið fékk Næpuna eða Lands- höfðingjahúsið til umsjónar og notkunar árið 1993 en þá þegar var ljóst að Næpan myndi ekki leysa varanlega úr þörfum safnsins fyrir stærra húsnæði. Með kaupum á Laufásvegi 12 hefur hins vegar tekist að leysa flest af því sem stefnt var að með öðrum byggingará- fanga safnsins. Þar mun yfirstjórn safnsins verða til húsa ásamt skrifstofum, forvörslu og starfsmannahaldi, geymslum, kennslustofu og fundarherbergi. Ólafur segir að enn eigi eftir að útfæra starfsemina í nýja húsnæðinu í smáatriðum en ljóst sé að gjörbreytt aðstaða eigi eftir að skapast við flutning bókasafnsins í stærra húsnæði sem gerir safninu kleift að sinna bet- ur upplýsingaþjónustu við almenning. „Þá eykst rýmið í safnbyggingunni sem við mun- um t.d. nýta undir stærri og betri safnverslun. Nýja húsnæðið hefur í för með sér gjörbreytt- ar vinnuaðstæður og með kaupunum hefur tvímælalaust fengist framtíðarlausn á hús- næðisvanda safnsins hvað þetta varðar.“ Húsið verður afhent Listasafninu 1. júlí n.k. BRASSÍ HÁTEIGS- KIRKJU TÓNLISTARHÓPURINN Serpent sérhæfir sig í flutningi blásaratónlistar og í dag kl. 17 gengst hópurinn fyrir kammertónleikum 16 blásara og 3ja slagverksleikara í Háteigs- kirkju. Fyrirferðarmesta verkið á efnis- skránni er tónverkið Myndir á sýningu eftir rússneska tónskáldið Modest Musorgsky. Þá verður frumflutt hér á landi Sónata á 14 eftir Tryggva Baldvinsson auk þess sem leikin verða verk eftir ítalska 16. aldar tónskáldið Gabrielli, Benjamin Britten og Richard Strauss. I framvarðasveit Serpent hópsins eru þeir Jóhann Bjöm Ævarsson, hornleikari, Einar Jónsson, básúnuleikari, og Guðmundur Haf- steinsson trompetleikari. Markmið hópsins er að efla blásaramenningu hér á landi með því að standa reglulega fyrir tónleikum þar sem eingöngu er leikin brasstónlist. Hljómsveitar- stjóri á tónleikunum í dag verður Kjartan Ás- geirsson. Rússneska tónskáldið Musorgsky skrifaði verk sitt Myndir af sýningu árið 1874. Tónskáldið fæddist árið 1829 og tilheyrði hin- um fræga fimmmenningahópi rússneskra nú- tímatónskálda sem unnu að því að endurvekja slavneska tónlistarhefð í verkum sínum. Aðrir meðlimir þessa hóps tónskálda og lautinanta í rússneska hernum voru Balakirev, Rimski- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á TÓNLEIKUM Serpent hópsins í Háteigskirkju í dag verður flutt blásaratónlist frá ýmsum tímum. Korsakov, Borudin og Caesar Cui. „Þessi tón- skáld vildu vinna úr slavneskum menningar- arfi sínum í stað þess að leita fyrirmyndar til vesturs en á þessum tíma gætti mjög franskra áhrifa í Rússlandi," segir Jóhannes. Arkitekt- inn og listmálarinn Viktor Hartman var náinn vinur Musorgskys og skömmu eftir að hann lést var haldin stór yfirlistssýning á verkum hans sem Musorgsky ákvað þá að semja tón- list við. Verkið hefst á stefi leiðsögumannsinns og Musorgsky ímyndar sér að Hartman sjálf- ur leiði áhorfendur um sýninguna. Upphaflega var verkið skrifað fyrir píanó en Einar segir að ekkert verk í heiminum hafi verið útsett af svo mörgum og á svo mismunandi hljóðfæri og nefnir sem dæmi bæði Ravel og Askinasy. Brassútsetning verksins er eftir Sir Edgar Howard frá áttunda áratugnum. Árið 1996 samdi Tryggvi Baldvinsson verk fyrir blásturshljóðfæri sem hann nefnir Sónötu á 14 og frumflutt var í Kaupmannahöfn á þingi Norrænna tónskálda. Verkið hefur hins vegar ekki heyrst fyrr hér á landi. Tvö verk á tónleik- unum eru svokölluð antiphone verk þar sem tveimur hljóðfærakórum er stillt upp and- spænis hvor öðrum í kirkjunni og þeir leikast á. Einar segir að þessi aðferð sé nk. „frum- mynd stereósins," bæði skemmtileg og í senn mjög vandmeðfarin í samleik hópanna tveggja. Fyrra verkið er eftir ítalska 16. aldar tónskáld- ið Gabrielli. Hið síðara er eftir Benjamin Britt- en og nefnist Fanfare for St. Edmundsburry. Það er í flutningi þriggja trompetleikara sem staðsettir eru á mismunandi stöðum í kirkjunni og kallast á með hljóðfærum sínum. Lokaverk tónleikanna er verk Richards Strauss, Feierlicher ein Zug op. 103, frá árinu 1909. Max Reger umskrifaði verkið fyrir átta blás- ara, orgel og pákur og á tónleikunum í dag mun verkið hljóma í útsetningu hans. MENNING/ LÍSTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigurjóns Olafssonar. Safnið verður opið samkvæmt samkomulagi í janúar. Listasafn Islands Ný aðfóng. Salur 1-3. Til 3. mars. Salur 4: Asgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Fyrirmyndarfólk sýnir myndski'eytingar til 25. jan. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Úr Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vilhjálmsson. Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn- fræðsluverkefni til 1. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt mynd- um úr Reykjavík og nágrenni. Til febrú- arloka. Þjóðarbókhlaðan „Verð ég þá gleymd" - og búin saga. Brot úr sögu íslenskra skáldkvenna. Sýning á ritum og munum úr Kvennasögusafni. Til 31. jan. Nýlistasafnið Matjaz Stuk, Alena Hudocovicoca. Chris Hales, margmiðlunarkvikmyndir. Pálína Guðmundsdóttir, Hildur Bjarnadóttir og Einar Garibaldi Eiríksson. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Steinupn Helgadóttir og Kjartan Olafs- son. Úrval bestu frétta- og blaðaljós- mynda ársins 1997. Til 1. febr. Gallerí Horn Árni Rúnar Sverrisson. Til 21. jan. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Snorri Ásmundsson. Til 19. jan. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Jón Óskar, Harlequin. Til 4. febr. Sýning á ljósmyndum á almanökum frá Lavazza. Til 6. febr. Gallerf Fold Jónas Viðar Sveinsson. Til 25. janúar. Gallerfkeðjan Sýnirými Sýnibox: Þriðja árs nemar Grafikdeildar MHÍ. Gallerí Barmur: Húbert Nói. Gallerí Hlust: Hljóðmynd verksins „Af- þreying fyrír tvo“ eftir Pétur Örn Frið- riksson. Síminn er 551 4348. 20m2 Egill Sæbjörnsson. Til 25. jan. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólafur Gíslason. Deila með og skipta. Birgir Eggertsson, Baldur Gunnai'sson, Ólafur Stefánsson, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og Erna Arnórsdóttir. Til 15. feb. Handverk & hönnun íslenskt handverk. Til 24. jan. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar. Laugardagur 17. janúar Háteigskirkja: Serpenthópurinn. Kl. 17. Safnaðarheimili Vídalínskirkju: Gerrit Schuil og Sigrún Eðvaldsdóttir. Kl. 17. Sunnudagur 18. janúar Bústaðakirkja: Kammertónleikar Bern- ardel-kvartettsins kl. 20.30. Fimmtudagur 22. janúar Háskólabíó. SI. Einleikari Jenö Jandó. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Yndisfríð og óft'eskjan, sun. 18. jan. Hamlet, sun. 18., fös. 23. jan. Grandavegur 7, lau. 17., fim. 22. jan. Borgarleikhúsið Feður og synir, lau. 17., fós. 23. jan. Galdrakarlinn í Oz, lau. 17., sun. 18. jan. Augun þín blá, sun. 18. jan. Njála, lau. 17. jan. Hár og hitt sýnir Hver myrti Karólínu, fim. 22. jan. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, sun. 18., fós. 23. jan. Á sama tíma að ári, lau. 17. jan. Leikfélag Akureyrar Á ferð með frú Daisy, lau. 17., sun. 18. jan. Leikfélag Kópavogs Með kveðju frá Yalta, sun. 18. jan. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listír, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.