Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Qupperneq 14
ERLENDAR BÆKUR LEITIN AÐ FULL- KOMNU MÁLI UMBERTO Eco: Die Suche nach der volikommenen Sprache. Aus dem Italienischen von Burkhart Kroeber. Deutscher Taschenbuch Verlag 1997. Draumurinn um hina fullkomnu frum- tungu mannkynsins, sem talin hefur verið tunga manna og Guðs fyrir Babel var lengi viðfangsefni málfræðinga og guðfræðinga í kristindóminum og einnig á öðrum menn- ingarsvæðum. Hvaða mál var talað í Eden? Hugmyndir um mannlíf í Eden, þar sem maðurinn, sköpun Guðs, skapaður í Guðs mynd, var fullkominn og talaði þá tungu sem Guð mælti. Hver var sú tunga? Lengi var talið að hebreska hafi verið hið full- komna mál. Síðar, þegar viðfangsefnið var ekki lengur bundið við Eden, var egypska og kínverska nefnd ásamt hebresku sem upprunalegt tungumál. Eitt þeirra var talið upprunalegt áður en sundrung málanna hófst eftir Babel, þegar þjóðimar sundruð- ust um alla jörð og hver talaði sína tungu. Umfjöllun um frumtunguna var stunduð af miklum áhuga á fyrri öldum og höfundur skrifar í formála að því fari víðs fjarri að meginhluti rita um þessi efni sé finnanlegur í helstu bókfræðiskrám um þessi efni. Hann hefur fundið fjölda rita í bókaskrám fom- sala, sem hvergi finnast í bókaskrám safna. Höfundurinn hefur valið þá leið að ein- skorða sig við takmarkaðan fjölda tungu- mála og sleppa þar með mállýskum og hálf- tungum, þ.e. blending tveggja tungumála, sem mótast í nýlendum Evrópumanna vítt um heim svo og tungumál sem snjallir skáldsöguhöfundar hafa búið til innan verka sinna, sbr. Rabelais, Orwell og Tolkien. Sér- tækni og vísindajargon er sleppt, enda ekki nothæft sem eðlileg tjáningarform, nema á rnjög takmörkuðu sviði. En þótt öllum afskræmistungumálum sé sleppt er af nógu að taka. Leitin að frumtungunni umbreyttist oft til leitar að fulikominni tungu, sem menn þóttust þegar hafa fundið í ríkjandi tungu- málum eða reyndu að skapa. Eco fjallar um tilraunir Dantes til þess að umskapa þjóðtunguna _ ítalskar mállýskur _ í fullkomnara form en sjálf hebreskan gat státað af og Eeo telur að Divina Commedia hafí verið m.a. tilraun til þeirrar sköpunar, sem tókst. Skáld og rímarar hafa löngum átt mikinn þátt í mótun og jafnvel nýsköpun þjóðtungna um allan heim. í þessu riti Eco er fjallað um tengsl orða og þess sem orðin eiga að tákna og þar með þá umræðu heim- spekinga og málfærðinga um „skilning" og „merkingu". Sagt hefur verið að sá sem mótar og ræð- ur hugtakmyndun og máli ráði heiminum. Pólitískur jargon getur auðveldlega tak- markað og einhæft skilning og venjulega skynsemi, „trémál“ _ málfar sovét-kommún- ismans er augljóst sögulegt dæmi um slíka málkúgun, en þess háttar kúgunartilraun getur aldrei staðið lengi, hún er of af- skræmisleg til að maðurinn þoli slíkt til lengdar. Og þar kemur að þeim kjarna málsins, að mennsk meðvitund er tungan sem hann talar, sem er einn þáttur listsköp- unar í mannheimum sbr. Schopenhauer. Dýrðlegasta einkenni þjóðtungnanna er það, að það er aldrei hægt að þýða hugtök og orð sem þau tjá á annað mál. Robert Frost sagði að það væri hægt að orða ljóð á aðra tungu en póesían tapaðist, væri óþýð- anleg. Hver þjóðtunga er heimur út af fyrir sig. Rit Ecos er náma þeim sem áhuga hafa á þessari „gjöf guðanna", tungumálinu, og er óþrjótandi náma um þessi efni. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. HÖLL Ceausescus er þriðja stærsta bygging veraldar. Greinarhöfundurinn tók myndirnar. DRAUMABORG CEAUSESCUS EFTIR PÁL BJÖRNSSON Á árunum 1977-1988 lét Ceausescu jafna fimmtung af Búkarest við jörðu og íbúarnir fengu stundum aðeins fáar klukkustundir til þess að rýma híbýli sín. Þessi eyðilegging er einstök. Hugmyndina að nýja skipulag- inu fékk kommúnistaforinginn í Norður-Kóreu. VIÐ erum stödd í hraðlest- inni frá Búdapest til Búkarest en ferðin tekur ríflega hálfan sólarhring. Við landamæri Rúmeníu seinka farþegar klukkunni um einn tíma. Sú seinkun er táknræn því að brátt fær maður það á tilfinninguna að jámbrautar- lestin hafí breytt sér í tímavél sem flytji far- þega áratugi aftur í tímann. Eins og á skermi birtast á víxl hreysisþyrpingar og ak- uryrkja með hestafli. Á brautarstöðinni í Búkarest taka svo á móti farþegum herskar- ar betlara og tugir munaðarlausra bama, flekkótt í framan. Þetta er í byrjun maí 1997. Öðm hverju gleymir maður því að Búkarest sé tveggja milljóna manna borg. Til dæmis vaknar maður árla hvers morguns við ákaft hanagal. Þá vafra magrir hundar um stræti eins og sauðfé á íslenskum vegum og bílstjórar þeyta hom til að þeir víki úr vegi. Og sumir sporvagna borgarinnar líta út fyrir að vera á aldur við elstu farþegana. Á hinn bóginn gæti fjöldi byggingarkrana fengið ókunnugan til að halda að hér væri uppgang- ur. Nánari athugun leiðir þó í Ijós að kran- amir hafa staðið kyrrir í mörg ár. Þeir eru orðnir að minnisvörðum um einstaka tilraun mannskepnunnar til að byggja draumaborg. Þessi tilraun hófst með heimsókn Nicolaes Ceausescus til Norður-Kóreu 1971. Hann hreifst svo af risavöxnum byggingum Kims Ils Sungs, að hann ákvað að láta skipuleggja Búkarest upp á nýtt. Hann einsetti sér að skapa „hina fyrstu sósíalísku höfuðborg fyrir hinn nýja sósíalíska einstakling“. Til að gera drauminn að vemleika lét hann leggja fimmtung borgarinnar í rúst. Um 9.000 bygging;ar urðu draumórum hans að bráð, heilu hverfin með glæsivillum frá 19. öld og ófáar perlur byggingarlistarinnar, kirkjur, söfn og klaustur. GRÖF Ceausescu hjónanna. Nýafskorin blóm og logandi kerti sýna að enn eiga þau sér stuðningsmenn. Niðurrifið hófst fyrir alvöru 1977 og stóð í rúman áratug. Til að verkið ynnist sem hrað- ast voru yfir 100.000 verkamenn fluttir til borgarinnar. Slíkur var hamagangurinn, að stundum fengu íbúamir aðeins nokkurra klukkustunda frest til að rýma híbýli sín. Gafst þeim þá aðeins tækifæri til að taka með sér lausamuni en húsgögn neyddust þeir til að gefa eða selja fyrir lítið. Tugum þúsunda var holað niður við borgarjaðrana. Miðpunkt nýja skipulagsins myndaði höll Ceausescus. Hún átti að hýsa ráðuneyti hans, valdastofnanir flokksins og íbúðir fyrir frammámenn. Höllin er þriðja stærsta bygg- ing heims en aðeins Pentagon við Was- hington D.C. og Pótala í höfuðborg Tíbets eru stærri. Höllin er tæpir 90 metrar á hæð og 270 metrar á breidd, með um 2.000 salar- kynnum á 16 hæðum en þar af eru fjórar neðanjarðar. Sumir móttökusalanna rúma nokkur þúsund manns. Ekkert var til spar- að, gólf voru lögð dýrum marmara og veggir og loft skreytt eðalviði. Þegar gengið er þarna um gólf verður manni óneitanlega hugsað til rúmenskrar alþýðu sem mest mátti líða fyrir þessa hugaróra valdhafanna. Framkvæmdimar juku á örbirgð fólks en húsnæðis-, matvæla- og orkuskortur var geigvænlegur. Þorp og bæir í Rúmeníu urðu einnig fyrir barðinu á stefnu Ceausescus. í lok sjöunda áratugarins kynnti hann áætlun um að eyða 6.300 þorpum og safna íbúum þeirra saman í 120 borgir. Framkvæmdin hófst þó ekki fýr- ir alvöru fyrr en 1988. Þá kallaði hún fram mikil mótmæli, einkum frá hinum fjölmenna ungverska minnihluta í landinu en einnig er- lendis frá. Það var svo andkommúníska mót- mælaaldan í Austur-Evrópu haustið 1989 sem bjargaði flestum þorpunum. Berlínarmúrinn féll 9. nóvember 1989 og um miðjan desember kom til fyrstu fjöl- mennu mótmælanna í Rúmeníu. Til að snúa vörn í sókn lét Ceausescu smala hátt í 100.000 manns saman á fund hinn 21. desem- ber. Hann hélt ræðu og var henni sjónvarpað beint. En vopnin snerust í höndunum á hon- um. í hópi fundarmanna voru mótmælendur sem með hrópkórum trufluðu forsetann. Hann hætti lestrinum í miðjum klíðum, út- sendingunni var hætt og blóðug átök brutust út. Stærstur hluti hersins snerist gegn for- setanum, sem lagði nú á flótta. Hann náðist og á jóladag var hann ásamt eiginkonu sinni tekinn af lífi. Fyrst voru þau jörðuð undir dulnefni í einum stærsta kirkjugarði borgar- innar en nú er búið að merkja leiðið. Bylting- in í Rúmeníu kostaði rúmlega 1.000 manns lífið. Ceausescu er fjarri því að vera eini ein- ræðisherrann sem átti sér þann draum að umskapa höfuðborg sína. Til dæmis tóku Stalín og eftirmenn hans til hendinni í Moskvu og létu „rýma til“ fyrir flokksbygg- ingum og breiðstrætum. Þá vildi Mússólíní enduskipuleggja Rómaborg og kunnar eru tillögur Alberts Speers að nýrri Berlin sem hann vann fyrir Hitler. Lítið varð þó úr framkvæmdum hjá Hitler og Mússólíní. Hvers vegna tókst Ceausescu það sem hinum mistókst? í fyrsta lagi hafði hann meira næði heldur en fasísku einræðisherr- arnir þar eð hann stóð ekki í styrjöldum. Þaulskipulögð lögregla, leyniþjónusta og her auðvelduðu honum einnig leikinn. Hinu má 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.