Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 19
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari mun standa í ströngu um helgina en, eins og fram kemur í fréttum hér á síð- unni, mun hún koma fram á tvennum ólíkum tónleikum, í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag og í Bústaðakirkju annað kvöld. Mun hún glíma þar við kvartetta og sónötur eftir Mozart, Beethoven, Brahms og Jón Nordal. En er ekki erfitt að búa sig undir tvenna tónleika í einu? „Jú, fólk heldur að ég sé brjáluð,“ segir Sigrún og skellir uppúr. „Ef ég er ekki á æfingu er ég á hlaupum á milli æf- inga. Samt er ég viss um að þetta blessast allt saman, and- inn góði kemur alltaf yfir mann þegar á þarf að halda, þetta er bara spuming um að passa orkuna sína - ofgera sér ekki. Eg fæ alveg ofsalega mikið vítamín út úr tónlistinni." En þótt Sigrún eigi að sönnu erfiða törn að baki, hefur hún jafnframt verið „ofsalega skemmtileg og gefandi". „Það er æðislegt að æfa svona mörg góð verk á sama tíma, til dæmis eftir Beethoven og Mozart, og ég er að heyra allskonar hluti í verkunum sem hjálpa mér í öðrum verkum. Það sem ég heyri í Beethoven-kvartettinum hjálpar mér í Beethoven-sónötunni og öfugt. Síðan hjálp- ar það manni heilmikið að spila svona mikið - maður verður svo opinn og vakandi, auk þess sem það er nátt- úrulega frábært að fá tækifæri til að spila svona mörg verk eftir þessa meistara á aðeins tveimur dögum. Ég er lukkunnar pamfíll!" EG ER LUKKUNNAR PAMFÍLL Af verkunum sex sem Sigrún mun taka þátt í að flytja um helgina hefur hún einungis leikið tvö áður, Brahms- sónötuna og Beethoven-sónötuna. Ferskur og djarfur Sigrún leikur nú í fyrsta sinn með Gerrit Schuil og ber hún píanóleikaranum vel 'söguna. „Það er alveg ofboðs- lega gaman að spila með manninum. Hann er svo ferskur og djarfur og spilar sónöturnar af mikilli dýpt. Hann fell- ur með öðrum orðum ekki í sömu gryfju og margir píanó- leikarar sem líta á þessar sónötur sem „fiðluleikaraverk“. Síðan er hann svo vel að sér, þekkir verk Beethovens til dæmis svo vel, að hann þorir að spila þau á töluvert djarf- an hátt. Beethoven átti mjög erfitt - var ekkert blíð- menni, sem kemur fram í tónlistinni hans, þótt inn á milli komi auðvitað þessar guðdómlegu laglínur. Þess vegna á þetta ekki endilega að vera slétt og fellt. Við þetta allt saman bætist síðan að við Gerrit náum óskaplega vel sam- an.“ Sigrún kemur fram sem gestur á tónleikum Bernardel- kvartettsins í Bústaðakirkju, ásamt Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara. Leggjast þeir tónleikar jafnframt ákaflega vel í hana. „Það er alltaf jafngaman að spila með Gretu [Guðnadóttur] og Guðmundi [Kristmundssyni], þau eru svo yndisleg, eins Bryndfs. Það skiptir líka miklu máli að fólki komi vel saman þegar verið er að æfa jafnerfið verk og Beethoven-kvartettinn. Hann er alveg afspyrnu- langur og skiptingar mjög örar, þannig að maður veit stundum ekki hvaðan á sig stendur veðrið," segir fiðlu- leikarinn og hlær. Svo sem kunnugt er hefur Sigrún verið búsett í Lund- únum um skeið og þar bíður næsta verkefni hennar, 14. febrúar, einleikstónleikar með hljómsveit, þar sem helsti fiðlukonsert Bruchs verður á efnisskránni. Næst fáum við Islendingar að njóta krafta hennar á Listahátíð í Reykja- vík í maí, þegar hún mun flytja fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson. BERNARDEL- KVARTETTINN í KAMMERMÚSÍK- KLÚBBNUM FJÓRÐU tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu verða á morgun, sunnudag, kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fram kemur Bernardel-kvartettinn, sem skipaður er Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Gretu Guðnadóttur fiðluleikurum, Guðmundi Kristmunds- syni víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, en á efnisskrá verða verk eftir Mozart, Beethoven og Jón Nordal. Tónleikarnir hefjast á Strengjakvartett í B-dúr, K. 589 sem Wolfgang Amadeus Mozart samdi árið 1790 að beiðni Friðriks Vilhjálms II Prússakonungs. Alls samdi tónskáldið þrjá strengjakvartetta að beiðni konungs, sem sjálfur var tónelskur og lék á selló í kvartett við hirð sína, og er það sá í miðjunni sem fluttur verður í Bústaðakirkju annað kvöld. Hinir tveh’ hafa áður verið leiknir á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins. Því næst verður leikinn strengjakvartettinn „Frá draumi til draums“ eftir Jón Nordal sem frumfluttur var á afmælistónleik- um Kammermúsíkklúbbsins fyrir réttu ári. Vísar nafnið til kvæðisins Söknuður eftir Jóhann Jónsson skáld. Lokaverk tónleikanna verður Strengjakvartett í cis-moll, op. 131, einn af hinum „þremur stóru“ strengjakvartettum Ludwigs van Beethovens. Strengjakvartettar voru tjáningarmiðill Beet- hovens síðustu þrjú æviárin en þá samdi hann sex af þeim sautján kvai’tettum sem eftir hann liggja. Þeirra á meðal Strengjakvartett op. 131, sem mun hafa verið eitt síðasta verkið sem hann vann að. Lauk prentun þess ekki fyrr en í sama mán- uði og tónskáldið andaðist, 1827. Morgunblaðið/Ásdís BERNARDEL-KVARTETTINN: Guðmundur Kristmundsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Greta Guðnadóttir. LOFTUR Erlingsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir undirbúa frumsýningu á Ástardrykknum. ÁSTAR- DRYKK- URINN I GERJUN Morgunblaðið/Ásdís ÍSLENSKA Óperan frumsýnir Ástardrykk- inn eftir ítalska tónskáldið G. Donizetti föstudaginn 6. febrúar næstkomandi. í hlutverkum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Cesare Zamparino, Loftur Erlingsson og Hrafnhildur Bjömsdóttir. Kór og hljómsveit Islensku óperunnar leikur og syngur. Stjórnandi Robin Stapleton. Leikstjóri, leikmynda- og búningahönn- uðir koma frá Danmörku; Kasper Holten, (leikstjóri), Steffen Aarfing (leikmynd) og Maria Gyullenhoff (búningar). Ástardrykkurinn er létt og fjörleg saga sem hér er látin gerast í ferðamanna-þorpi við Gardavatnið á Ítalíu. Hin glæsilega Ad- ina (sópran) stýrir hóteli fóður síns, en Nemorino (tenór) er fátækur listmálari sem verður að hafa ofan af fyrir sér með húsa- málun. Gianetta (sópran) er þjónustustúlka á hóteli Adinu. Fjöldi ferðamanna kemur við sögu, en til þorpsins kemur einnig Belcore (baríton), liðsforingi og stjórnandi herlúðrasveitarinn- ar, ásamt lúðraþeyturum sínum, og síðast, en ekki síst, Dulcamare, (bassi) sem er ein- staklega laginn sölumaður og býður allra- handa meðul til að auka hamingju og heppni í lífinu. Hann selur Nemorino „ástardrykkinn“ sem á að ávinna honum ást Adinu, og með utanaðkomandi aðstoð, jafnvel frá æðri máttarvöldum, virist drykkurinn ná tilætluð- um áhrifum. Sýningin er viðamikil og þvi er sýningar- fjöldi takmarkaður og áætlaðar eru 14-16 sýningar á laugardögum og sunnudögum. NÝRRI TÓNLEIKARÖÐ HLEYPT AF STOKKUNUM í KIRKJUHVOLI í GARÐABÆ KAMMERTÓNLEIKAR í Garðabæ er yfirskrift tón- leikaraðar sem hleypt verður af stokkunum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalíns- kirkju, í dag kl. 17. Þar munu Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Gerrit Schuil píanó- leikari, sem jafnframt er list- rænn stjómandi hátíðarinnar, leika verk eftir Mozart, Beet- hoven og Brahms. Fyrst á efnisskránni er sónata Mozarts fyrir fiðlu og píanó í Es-dúr KV 481, sem að áliti Gerrits er ein sú merkilegasta af átján fiðlu- sónötum tónskáldsins. „Margt í sónötunni minnir frekar á hinn unga Beethoven en Mozart. Tóntegundin Es-dúr er kraftmikil og hetjuleg og Beet- hoven notaði hana bæði í þriðju sinfóníu sinni og í fimmta píanókonsertinum. Upp- hafsstefið í fyrsta þætti sónötunnar minn- ir sannarlega líka á Beethoven," segir pí- anóleikarinn. Næst verður flutt Vorsónata Beet- hovens, sem samin var á árunum 1800- 1801 og tileinkuð gi’eifanum Moritz von Fries. Um tilurð nafnsins, sem ekki er frá tónskáldinu sjálfu komið, segir Gerrit: „í öllu verkinu skipa bæði hljóð- færin jafnháan sess og yfir því er andi náttúra og heið- ríkju. Er því auðskilið hvers vegna hugmyndin um vor skyldi festast í heiti þess.“ Þriðja og síðasta verkið á tónleikunum verður þriðja og síðasta sónata Brahms fyrir fiðlu og píanó í d-moll op. 108. Er hún samin á áranum 1886- 88 og tileinkuð hljómsveitar- stjóranum Hans von Biilow. Að dómi Gerrits er sónatan ólík hinum fiðlusónötunum sem Brahms skrifaði. „Þær eru hljóðlátar og innhverfar en þessi þriðja sónata er öll stærri í sniðum og einkennist af voldugum tilfmningasveiflum. Að sumu leyti minnir hún á fyrsta píanókonsert Brahms sem einnig er í d-moll.“ Femir tónleikar til viðbótar era í röð- inni Kammertónleikar í Garðabæ, þar sem fram koma Magnea Tómasdóttir sópran- söngkona, Rannveig Fríða Bragadóttir messósópransöngkona, Guðni Franzon klarínettuleikari, Gunnar Kvaran selló- leikari og Keith Reed barítonsöngvari, auk þess sem Gerrit Schuil verður við pí- anóið á öllum tónleikunum. Gerrít Schuil ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.