Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 13
BRÚIN á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut. Glæsileg hönnun og vönduð framkvæmd. NESJAVELLIR. Varanleg steinsteypa er forsenda orkuframkvæmda. ALKALÍSKEMMDIR ERU EKKI LENGUR VANDAMÁL Á ISLANDI Af hverju steinsteypu- nefnd? Alkalískemmdii' í steinsteypu voru fyrst uppgötvaðar í Bandaríkj- unum á fimmta áratug þessarar aldar. Danir sýndu á sjötta áratugnum fram á að slíkar skemmd- ir væru fyrir hendi í Danmörku og settu á fót nefnd sem átti að vinna gegn grotnun stein- steypu. Þegar Haraldur Ásgeirsson verkfr. réðst til atvinnudeildar Háskóla íslands og síðan Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins þegar stofnunin var sett á fót 1965 þekkti hann til þessara mála frá Bandaríkjunum. Mælingar á íslenskum steypuefnum sýndu að sum þeirra gætu verið alkalívirk. Því var fengin ráðgjöf frá Danmörku. Gunnar Idorn, helsti sérfræðingurinn á þessu sviði enn í dag, kynnti sér aðstæður hér og ræddi við ís- lenska sérfræðinga. Niðurstaðan varð sú að skv. danskri fyrirmynd skipaði iðnaðairáðu- neytið steinsteypunefnd í byrjun árs 1997. Verkefni hennar var að rannsaka „þenslu og þar af leiðandi grotnun í steinsteypu“. Steinsteypunefnd hefur frá upphafi kostað alla sína starfsemi sjálf. I henni sitja auk Rb stærstu notendur og framleiðendur stein- steypu: Landsvirkjun, Vegagerð ríkisins, Borgarverkfræðingur, Sementsverksmiðja ríkisins, Vita- og hafnamálastofnun (nú Sigl- ingamálastofnun) og sem einn aðili steypu- stöðvamar BM Vallá og Steypustöðin ásamt Björgun hf. og komu fyrirtækin inn á seinna stigi. Meginverkefni nefndarinnar frá upp- hafi hefur verið að fjalla um tillögur að rann- sóknaverkefnum sem síðan hafa verið fram- kvæmdar af Rb, kosta þær og ákvarða um nýtingu niðurstaðna. Þannig hefur nefndin staðið fyrir flestum þeim rannsóknum er varða endingu og viðhald steinsteypu sem framkvæmdar hafa verið hérlendis og hefur starfsemin alfarið farið fram á hlutlausum vísindalegum grundvelli. Áhrif á þrówn steypuiðnaðarins Árangur af störfum nefndarinnar verður að teljast mjög góður og dæmi um það að fjárfesting í rannsóknum getur gefið mikinn arð. Meginárangurinn er sá að við getum al- mennt notað íslenskt hráefni til steypugerð- ar án þess að óttast alkalískemmdir. Það er sammerkt öllum löndum, þar sem alkalískemmdir hafa komið fram að það hef- ur alls staðar tekið langan tíma að sanna að alkalískemmdir væru fyrir hendi og flestir hafa verið vantrúaðir á notagildi slíkra rann- sókna þar til á reyndi. Þannig var það einnig hérlendis. Miklar rannsónir fóru fram án þess að vitað væri að alkalískemmdir væru raunverulegar hér á landi. Það var fyrst 1976 sem sannað var að alkalískemmdir væru fyr- ir hendi hér. í lok árs 1978 kom síðan út skýrsla sem sýndi að þetta væri alvarlegt vandamál í húsum á Reykjavíkursvæðinu. Þá voru fyrir hendi rannsóknaniðurstöður, sem gerðu það kleift að grípa strax til fyrirbyggj- EFTIR HÁKON ÓLAFSSON Steinsteypunefnd hefur starfað í 30 ár en verkefni hennar var að rannsaka þenslu og þar af leiðandi grotnun í steinsteypu sem olli húsbyggjendum miklu tjóni á tímabili. ALKALÍ- og frostskemmdir í steyptum þakkanti. Algeng sjón áður fyrr, en sést vart lengur. BORGARLEIKHÚSIÐ, vel heppnað samspil klæðningar og steinsteypu. andi ráðstafana, sem síðan hafa dugað þannig að ekki er vitað um skemmdir af þessu tagi í húsum sem hafa verið byggð síð- an. Af öðrum meginniðurstöðum starfsins má nefna notkun kísilryks þar sem meng- andi úrgangsefni var breytt í verðmæta iðn- aðarvöru og samtímis voru gæði íslensks sements stórlega aukin. Einnig voru á grundvelli rannsókna settar í byggingareglu- gerð kröfur til samsetningar steinsteypu þannig að hún yrði veðrunarþolin og stæðist frostverkun en frostskemmdir eru algeng- ustu steypuskemmdirnar hér á landi. Ekki HALLGRÍMSKIRKJA, glæsilegt mannvirki, steypt á nokkrum áratugum. má heldur gleyma þróun virkjanasements en íslenskt sement hefur verið notað í allar virkjanir eftir Búrfell (1968) en það er út- breiddur misskilningur að í þær hafi sement verið flutt inn. Hafa þessi mannvirki reynst mjög vel. Viðgerðir eg viðhald Fyrir utan rannsóknir er miðuðust við að hindra grotnun í nýjum mannvirkjum voru rannsóknir er lutu að því að stöðva grotnun í mannvirlgum, sem þegar voru byggð veiga- mikill þáttur í starfsemi nefndarinnar. Árangurinn hefur verið góður og liggja nú fyrir ýmsir valkostir, sem unnt er að grípa til allt eftir ástandi þeirra mannvirkja sem um ræðir hverju sinni. Leiðbeiningabæklingar eru til við Rb og ráðgjafar og verktakar nýta niðurstöðurnar í störfum sínum. Stærsta ný- ungin á þessu sviði er væntanlega notkun vatnsfæla til þess að lækka rakastig í steypu og draga þannig úr eða hindra grotnun. Vegna aðstæðna og gerðar íslensks hrá- efnis hefur að ýmsu leyti þurft að fara aðrar leiðir en gert hefur verið í öðrum löndum. Þannig voru Islendingar brautryðjendur við notkun kísilryks í steinsteypu og voru lengi þeir einu sem framleiddu kísilryksblandað sement. Nú er kísilryk fyrirskrifað í mörg hágæðamannvirki s.s. brúna yfir Stórabelti í Danmörku. Notkun vatnsfæla til að lækka rakastig í steinsteypu og þannig stöðva alka- lívirkni hefur einnig vakið mikla athygli og hafa ýmsar þjóðir s.s. Japanir, Bretar o.fl. gert margar tilraunir þar að lútandi. Árang- ur þeirra hefur þó ekki verið jafn góður væntanlega vegna þess að þeir hafa einkum fengist við brýr en við við hús. Munurinn er mikill á ýmsan hátt. Stöðugar breytingar eiga sér stað I dag er alkalívirkni í steinsteypu verulegt vandamál í fjölmörgum löndum víðs vegar um heiminn. Við fslendingar verðum einnig að gæta okkar og vera stöðugt á varðbergi. Steinsteypunefnd starfar af fullum krafti. Steinsteypa er nefnilega það margbrotið og að mörgu leyti flókið byggingarefni og breytingar eiga sér stöðugt stað í gerð henn- ar og gerð mannvirkja þannig að rannsókna- þörfin verður stöðugt til staðar. Fá bygging- arefni búa yfir jafn miklum þróunannögu- leikum. Þess vegna era í flestum löndum stofnanir, sem eingöngu stunda rannsóknir á steinsteypu. Verkefni steinsteypunefndar hafa breikkað nokkuð á seinni áram þótt endingarmál varðandi alkalívirkni og veðr- unarþol svo og tæringu bendingar verði stöðugt kjölfestan. Það er von mín og trú að störf steinsteypunefndar verði jafn farsæl á komandi áram og hingað til og að unnt verði áfram að taka rannsóknir á þessu sviði sem dæmi um rannsóknir sem skili miklum arði í þjóðarbúið. Höfundurinn er forstjóri Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.