Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 4
HUGLEIÐINGAR UM KENNINGAR SIGVALDA HJALMARSSONAR - FYRRI HLUTI - „SKIPI ÞINU ER EKKI ÆTLAÐ AD LE N DA" EFTIR HARALD ÓLAFSSQN Hvert er inntak hugmynd Sigvalda Hjálmarssonar og hverju velti hann öðru fremur f/rir sér? I greininni er einvörðungu stuðst við bækur hans, einkum þær sem beinlínis fjalla um hugrækt, dulfræði og jóga. Sigvaldi segir: „Það er aðeins einn leyndardómur f dag: hið innra í manninum sjálfum. Og ef nútímamaðurinn á einhvern guð, þá er hann þar." Dirfska er það af manni sem ekki hefur starfað í Guð- spekifélaginu að ætla sér að ræða um verk og kenningar Sigvalda Hjálmarssonar, fyrrum forseta Guðspekifé- lagsins. Eitt hef ég mér þó til málsbóta: Ég starfaði um þriggja ára skeið við hlið Sigvalda og eftir að við héldum hvor í sína áttina slitnaði þó aldrei þráðurinn, og þegar við hittumst var eins og við værum í miðju samtali þó að ann- ar hefði kannski um ár og mánuði dvalist á Indlandi og hinn einhvers staðar í Evrópu. Þar með er ekki sagt að allar viðræður okkar hafi verið um þau áhugamál hans sem ollu því að hann varð 35 ára að aldri forseti Guðspekifélagsins. Þau mál bar þó oft á góma, en oftast í sambandi við trúarbrögð yfirleitt, en þau voru okkar sameiginlega áhugamál. En Sigvaldi lét sér fátt óviðkom- andi og hafði skoðanir á mönnum og málefn- um og var ófeiminn við að segja þær. Fáa menn hef ég þekkt sem hirtu minna um bæj- arslúður en Sigvaldi, og aldrei heyrði ég hann segja kjaftasögur eða taka undir þegar samstarfsmenn hans í gáska og af örlítilli ill- kvitni létu gamminn geisa um ávirðingar ná- ungans, þær sem oft var lítill fótur fyrir. Ég held að Sigvaldi hafi tekið því af þeirri var- færni sem felst í orðum Stephans G. „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi." Ég kynntist Sigvalda Hjálmarssyni þegar ég í ársbyrjun 1958 hóf störf á Alþýðublað- inu. Hann var fréttastjóri blaðsins og óreyndur fréttamaður sótti til hans ráð og leiðbeiningar. Ég vissi að þessi svipmikli og snöfurlegi maður með snyrtilegt skeggið og glaðbeitt viðmót var forseti Guðspekifélags- ins og þar af leiðandi hlaut að vera hægt að fræðast af honum um sitt af hverju sem mann langaði til að vita um sjálfið, jóga og meistarana í Tíbet. Ekki stóð á því að Sigvaldi fræddi mig, og hvern þann sem eftir leitaði, um félagið sitt, hugsjónir guðspekinga og leit þeirra að sannindum um mannskepnuna og veröldina alla. Oft hlaut ég að dást að því hve hiklaust og allt að því hversdagslega Sigvaldi ræddi um margt það sem okkur áheyrendum var lítt skiljanlegt og við höfðum ekki forsendur til að skilja. Síðar varð mér ljóst að hann ræddi ekki um margt það sem honum var mjög mikils virði, og oft mun hann hafa sleppt að nefna ýmislegt sem hann taldi geta valdið misskilningi þeirra sem ekki þekktu hugtök og tilvísanir sem fróðir menn nota þegar þeir fjalla um dýpri rök austrænna dulfræða. Viðræður okkar utan hins daglega amst- urs voru gjarnan um trúarbrögð og heim- speki almennt, og ekki fremur um indversk eða austræn viðhorf en þau sem kölluð eru vestræn. Mér varð fljótt ljóst að hér fór mað- ur sem um margt var óvenjulegur, örlítið framandi og ekki allur á yfirborðinu. Þó hef ég fáum kynnst sem voru hversdagslegri en Sigvaldi. Hann var hversdagslegur í þeirri merkingu orðsins, að hann var ákaflega lif- andi þátttakandi í öllu því sem fólk var dag- lega að bjástra við. Hann horfði vissulega á marga hluti öðrum augum en flestir, en mannúð hans og meðlíðan með öllu lifandi var slík að hann lifði hversdaginn til fulls. Hann var jafnaðarmaður, fremur af eðli en yfirvegun, fræðari af velvilja, og skáld af því að hann gat ekki sagt hið ósegjanlega á ann- an hátt. Arin 1958-1960 voru mikil umbrotaár á Alþýðublaðinu. Alþýðuflokkurinn átti blaðið og reksturinn gekk upp og nið- ur. Flokkurinn var í þremur ríkisstjórnum á þessum tíma. Blaðinu var breytt í nýtt og fjörugra form og það var gaman að vinna við að fylgjast með hinni félagslegu og stjórn- málalegu gerjun sem átti sér stað um þær mundir. Sigvaldi var vissulega Alþýðuflokks- maður en hann var ófeiminn við að gagnrýna eigin flokk ef hann taldi þess þurfa. Hann átti aldrei erfitt með að taka afstöðu. En mitt í umræðum um útfærslu landhelg- innar, afnám gjaldeyrishafta, eða drauga- gang á Skaga sagði Sigvaldi stundum upp úr þurru að hann ætti ekkert að vera að velta þessu fyrir sér, hann væri hvort eð er rétt ófarinn til Indlands. Við grínuðumst með þetta og hann hló með okkur að þessari Ind- landsför. Undir niðri vissum við þó, vinnufé- lagarnir, að hann væri vís með að fara einn góðan veðurdag til Indlands. Rúmlega fertugur tók hann sig upp með fjölskyldu sinni og sigldi til Indlands eins og ekkert hefði í skorist. Og skrifaði bók um Indland sem er ómetanleg heimild um hug- myndir hans, þekkingu og afstöðu til heims- ins. Eg ætla nú að reyna að rekja örfáa þætti í hugsun Sigvalda eins og hún birtist í ritum hans. Bækur hans fjalla flestar um fræði sem guðspekingar og dulhyggjufólk fæst við. Margt er í þeim ritum mér harla torskilið, og spurningar mínar fleiri en svörin. Kynni mín af Sigvalda veita mér kjark til þess að rifja nokkra kafla úr bókum hans og leitast síðan við að draga fram það sem mér finnst þar áhugaverðast. Ekkert mundi Sigvaldi fyrir- gefa af meiri alúð en fávisku, en ég er hræddur um að hann hleypti í brúnirnar ef hann merkti óheiðarleika í fari manna eða máli. Hvert er þá að mínu mati inntak hug- mynda Sigvalda Hjálmarssonar? Hverjar er þær meginkenningar sem hann aðhylltist? SIGVALDI Hjálmarsson. Hann bendir á þann einfalda sannleika að. ekki sé mögulegt að manneskja geti upplifað það sem kallað er æðra vitundarstig meðan hún getur ekki al- menniiega upplifað það vitundarstig sem hún er á núna. Þjálfun hugans er forsenda vandaðs lífernis f þeirri merkingu að iðkand- anum er eðlilegt að hugsa vel. Hverju velti hann öðru fremur fyrir sér? í þessu rabbi styðst ég einvörðungu við bækur hans, einkum þær sem beinlínis fjalla um hugrækt, dulfræði og jóga. En því hef ég rifjað upp í örfáum orðum persónuleg kynni okkar, að þau hafa gefið mér allt aðra sýn á manninn Sigvalda Hjálmarsson en hefði ég einvörðungu lesið ritverk hans. Ég er viss að um að margt hefði ég skilið á annan hátt hefði ég ekki þekkt Sigvalda og rætt við hann um margt af því sem hann fjallar um í bókum sínum. En einkum hefði ég vafalaust fengið allt aðra mynd af persónunni hefði ég ekki þekkt hann. Stíll Sigvalda er stundum hnökróttur, og rithátturinn á það til að vera tilgerðarlegur. En hefði það borist í tal hefði hann sagt: Þetta er minn stíll, minn rithátt- ur. Og það var auðvitað alveg rétt. Þegar ég les texta hans nú finnst mér einmitt þetta vera sá Sigvaldi sem ég þekkti, og mér finnst ég heyra rödd hans í stílnum og orðavalinu. Sigvaldi gaf mér nær allar bækur sínar, en ég fékk aðeins eitt bréf frá honum. Það er örstutt, en samt furðulega efnis- mikið. Hann bendir þar á nokkra staði í bók- um sínum sem hann segir svara einhverju sem ég var að spyrja hann um, og hann benti líka á kafla sem hann sagði að segðu kannski meira en virðast mætti í fljótu bragði. Þetta stutta bréf hefur hjálpað mér að meta verk Sigvalda. I fyrstu málsgreininni í fyrstu bók Sig- valda, Eins og opinn gluggi (1968) er vitnað í Hávamál Indíalands, Bhagavad Gita, þar sem Krishna eru lögð í munn þessi orð: „Eg segi menn boðna og velkomna hvern veg sem þeir nálgast mig, af því vegirnir sem þeir velja er þeir koma hvaðanæva eru mínir veg- ir" (Hávamál Indíalands, þýðandi Sigurður Kristófer Pétursson, 1978:57). Jafnframt því að Sigvaldi segir þetta vera dæmi um víðsýni Indverja, eða réttara sagt, indverskra spek- inga, þá varar hann við að túlka þessa setn- ingu svo að 511 trúarbrögð séu sama tóbakið þegar allt kemur til alls. Hins vegar sé hægt að halda því fram að öll trúarbrögð eigi eitt- hvað sameiginlegt. Strax í þessum fyrsta pistli kemur fram kjarninn í hugsun Sigvalda, hugsun sem gengur eins og rauður þráður gegnum verk hans. Eftir að hafa rakið hvernig „nútíma- maðurinn" (hugtakið nútímamaður er að vísu nokkuð óljóst) er ekki trúlaus heldur trúar- bragðalaus, og lifir þar af leiðandi í ákaflega smáum heimi, án leyndardóma, segir hann: Himininn er ekki lengur himnaríki, iður jarðar ekki lengur víti. Maðurinn hefur farið út í geiminn þar sem er ekkert upp og ekkert niður og engin átt. Það er aðeins einn leynd- ardómur í dag: hið innra í manninum sjálf- um. Og ef nútímamaðurinn á einhvern guð, þá er hann þar (1968:12). Hann rekur síðan hvemig hinn nýi heim- ur manna er heimur vísinda og hvernig hugsunarhátturinn muni í framtíðinni mótast æ meir af vísindum. Og hann spyr: „Er þessi vísindalegi hugsunarháttur ger- samlega sneyddur andlegleika? Hafa vís- indalega hugsandi menn litla andlega mögu- leika? Getur ekki Krishna sagt að þeirra vegur liggi líka til hans?" Hann vitnar í þau ummæli Max Plancks, að sá guðdómur sem hinn trúaði maður reyni að nálgast með því að gera sér af honum hugræna mynd, sé sama eðlis og mátturinn að baki náttúrulög- málunum sem vísindamaðurinn fær vissa þekkingu um (1968:15). Sigvaldi heldur svo áfram: Alheimsregla vísindanna má skoðast hinn sami grundvallar veruleiki og guð trúar- bragðanna. Og vísíndin treysta þessum „guði" sínum. Ef vísindamaðurinn ekki reiddi sig á alheimsregluna gæti hann ekki treyst því að sama tilraun gæfi sömu niður- stöðu í dag og á morgun. Traust hans á því að það ríki regla í tilverunni gerir honum fært að reiða sig á lögmál náttúrunnar. Ann- ars þýddi ekki að tala um lögmál náttúrunn- ar. Annars þýddi ekki að tala um lögmál og engin vísindi væru til. En hann nálgast ekki þennan „guð" sinn með tilfinningum í til- beiðslu, heldur með skilningshæfileikanum í hugarstarfi. Sá einn er munurinn (sama rit). Hann bendir á að hægt sé að nota mis- munandi hugtök um sama veruleika, eins og komi mjög skýrt fram í austrænni heim- speki. Það eru ekki hugmyndirnar, hugtökin, sem mestu máli skipta heldur veruleikinn sem á bak við liggur, sannleikurinn. Það er hægt að nálgast sannleikann eftir gagnstæð- um leiðum. Hann spyr: „Er einhver von um að vísindin geti orðið með tímanum andleg leið á svipaðan hátt og trúarbrögðin hafa jafnan verið?" (1968:18). Sigvaldi ræðir svo um hvernig háttað sé því sem hann kallar „esóterísk fræði" trúar- bragðanna......en þau lúta að því að upplifa guðdóminn eða veruleikann beint, að því er sagt er, í stað þess að búa til um hann kenni- setningar eða kenningar" (sama rit). Það er þó aldrei um neinar endanlegar niðurstöður að ræða, hvorki í vísindum né dulfræðum. Vísindalegur sannleikur er að vita það sem er sannast og réttast um tiltekin viðfangs- efni. Dulfræðin leita hins sanna, en þau eru ekki endanleg fremur en vísindin. Sigvaldi lýkur þessu inngangserindi sínu með þessum orðum: En ég hygg að ef mér leyfist að gizka á hvað helzt muni innan tíðar verða kallað leið nútímans þá séu það esóterísk fræði eða mystík sem reist er á vísindalegum hugsun- arhætti og mjög beinni og umbúðalausri lífs- afstöðu, að lifa sterkt og eðlilega (1968:23). Þetta er að mínum dómi inntak þess sem Sigvaldi er að fjalla um í verkum sínum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.