Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 14
-i FALLIN SPÝTAN EFTIR JÓN BERGSTEINSSON Sá heljarkraftur, sem skolaai litlum bláþörungi á land, er víoa úti í villtri náttúru greyptur í lifenda líki. Tígurinn er styrk skepna svo dæmi sé tekið, með ófrýnilegan skoit, þófamjúkur, hefur slóttugt augg og meo prúðan feldy. hreinustu konungsgersemi. STERKUR vindur blæs mönnum um æðar, skyldleikinn við jörð- ina, okkur í blóð borinn ymur í eyrum, bergmálar, kveður við raust. Eitt sinn lá grænþörung- ur í fjólubláu trafi millum gfiúpra steina utan við fjöru- borðið og hlustaði á gjálfrið í öldunni. Síðan er langt um liðið. Sólin steypt- ist yfir jörðina. Sjórinn reri öllu lífi í víðu fangi sínu. Hefur þörunginn litla órað fyrir því dýpi, sem tónsproti Debussys, Mozarts, Bachs og fleiri meistara stóð á í þá daga? Þessi græn- þörungur hafði blítt hjartalag, músíkalskast- ur allra þörunga í átthögum sínum og víst undi hann sæll. Forfeður hans höfðu numið þar staðar, sem Ijós brotnaði hvað fegurst í víðri veröld. GUtrandi bjargið söng í hæðir kynslóð af kynslóð, fyrirheitin greyptust fast í lífrænan vefinn. Gleðin hófst til vegs. (1) Einn daginn bylti sjórinn sér og ólmaðist og þörungnum skolaði á land í brimgarðin- um. Andlátsorð liðu ónumin út í bláinn. End- uróminn má nema í þeim tregafullu tónum, og mannseyrað villist vart á. Jarðvegur sam- kenndar og píslarvættis lá undirbúinn í þvísa Ginnungagapi, og upp yfir hæstu brúnir. Þörungurinn streittist í öldurótinu, en drun- urnar rúmuðust ekki í litlum líkama hans; hann lá á úthverfunni í steikjandi sólskini á þurru landi, hvítur nár. (2) Stjarna fellur með neistaflugi af himni, eldingu lýstur niður, hughrif sveima og berg molnar. I Ginnungagapi hafði tendrast nýr logi, sem brann af elju bæði og áfergju. (3) Dauðann bar að garði hjá kvæðamönnum á sögueynni í norðurhöfum. Merlandi glóðin hafði þegar hér greinir tekið á sig fjölskrúð- ugt mót. Margt var haft á orði og ýmislegt um hönd til að styggja ekki jötna í norður- vegi. En fátt dugði. Orðtakið „líf er eftir þetta líf" hefur lengi verið bundið í minni ísl. þjóðar ódæði, aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans og ugglaust í vitund margra huggunarorð, en ekki styggjandi fortölur uppreisnarklerks mitt í hita leiks. In manus tuas domine commendo spiritum meum. Jón biskup Arason á Hólum var tekinn af lífi án dóms og laga ásamt tveimur sonum sínum suður í Skálholti 7. nóvember 1550. íslenskri tungu var þar með borgið, svo hátt var reitt til höggs. (4) Skapanorn situr í austurvegi lítur í gaupn- ir sér og fitjar þegjandalega band í vef. Þeir Eysteinn og Atli höfðu glímt á Þingvöllum 1527. Af þörungnum er það að segja, að hann liðaðist sundur í lífræn brot. Og tímar liðu áður en vefir hjarðdýra og rándýra hefðu þau í merg og beinum. Þegar maðurinn er að taka á sig mynd í kviði áa sinna mótaðist hann í samstæðri hjörð á iðagrænum vöUum. Með tíð og tíma, þegar dýrið hefur snúist til manns, fylgir maðurinn hjörðunum með blóðbragð í munni, stígur fjaðurmagnaðan dans og sækir í þær lífsbjörgina. Mennirnir lærðu í þraut- um sínum af dýrunum að umgangast hver annan. Því er ekki hægt að gleyma. (5) Harðni á dalnum dreifa dýrin sér, leita víðar. Grasbítar hafa ekki upp til hópa lært að leggjast á forðann og halda honum fyrir öðrum eða útdeila eftir þörfum en hljóta alltaf, þrátt fyrir augngotur og pústra að vera velkomnir heim á stekkmn, svo lengi sem eitthvað er til skiptanna. Glóðin merlar, tindrar skín. (6) Sá heljarkraftur, sem skolaði Utlum blá- þörungi á land, er víða úti í villtri náttúru greyptur í lifenda líki. Tígurinn hefur svo dæmi sé tekið slóttugt auga og er styrk skepna með prúðan feld, hreinustu konungs- gersemi. Öllum stendur ógn af glirnum hans og beittri kló. Styrkur hjarðdýranna kemur ekki ungviði einungis til góða, heldur öllum, sem höllum fæti standa. Frísk dýr fórna sér hiklaust fyr- ir hin, ánægjuhroUinn, vonina, kætina eða kæra sig koUótt. Erfðasyndin er gömul, píslavættið staðreynd. Djúp tilfínninganna hefur víkkað, en öðlast fyrst sína vídd, þegar tungumáhð, greypt í erfðavísana hefur vakið vitundina til Ufs. Mennsk vitund er fyrir margra hluta sakir alveg einstök, tekur jafnt til þess sem var og þrengstu viðja, er, verða mun og hefur orðið, er tveggja heima. Nátt- úran erfiðar við að brjóta niður lífræn efnin tU uppbyggingar og vaxtar. Jafhræði ríkir í þolgæðinu. Mennirnir lærðu bæði af sjálfum sér og frændum sínum í skóginum að tína ýmis fræ. Endurtekning veldur, að korn spratt í án- ingastað við fætur þeirra og skör. Trúin á kraftaverkið fær sína eldskírn. Dreypifórn Utar þurran svörð. Akörn skjóta öngum, festa rætur og stinga upp sprotum í leysing- um á vori. (7) Reynsla bláþörungsins smáa Uggur fólgin í erfðaefnum Veglágs vinar okkar, sem tekið hefur sér bólfestu í klettaskúta út með sjó. Guðmundur biskup góði er í óða önn að vígja björg og brunna. BjargfugUnn verður að sjá af bústnum eggjum í loðna loppu helUsbúans. Einhvers staðar verða vondir að vera var óskin fórn. Veglágur stakkst um táberg sín, gras- maðkur spratt úr nefi ritu. Leitað er gryfju spiUiefha til félaga í neistaflug og glymjanda, sem helgast af taktföstum slögum stríðandi Ufs. Maðurinn heyr sitt stríð við náttúruna. En hvort það er skilyrt vitund um skapara, sem setur öUu vissar skorður, eða trúin á fídonsafl óbrigðular rökvísi, sem með tíð og tíma brjálar og uppUtar allt mat manna á raunveruleikanum spyr sá, sem ekki veit? (8) Beður bláþörungs er smár hjá öldubrjótn- um karga. En Veglágur hefur skjól. Líkam- inn, brjósthoUð, maginn, hryggurinn, höfuð- ið, mjaðmagrindin eru við að bresta yfir nokkrum guUeitum stráum. í golunni þýtur. Brimið sverfur innan þröngar æðar af afli, sem nægir til að brjóta löndin undir, hremma allt sem fyrir er, leigur og garða. Hrafninn flýgur um aftaninn. Hann gáir á klukkuna. Eðlur fornaldar hníga í djúpið, hreyflar þrýstiloftsvélar ryðja böldnum skýjabólstrum út yfír grýtta jörð. Veglágur stynur undan eigin þunga, laus undan þrot- lausri spurn. (9) Laufblað dokar við í loftinu og líkt og Utast um áður en það fellur til jarðar. Kona skýtur öllum öngum upp úr rúsínubing, óráðin hvort heldur í sjáfheldu eða gildru, telur sér hvaðeina frjálst. í henni gangi hlutirnir upp, órar deyjandi fósturs, tinandi gamalmenna i------,------ ¦ ™-----------tw^m------nrnmnmifi—n------;—".....• iM-rnTTTmm^—:----------------------------------m AF ÞÖRUNGNUM er það að segja, að hann liðaðist sundur í Iffræn brot. Og tímar liðu áður ert vefir hjarðdýra og rándýra hefðu þau í merg og beinum. hvort heldur hún* er stödd inná eða utan mæra rómantískra hiUinga. Hún er lostinn og Ufsnautnin frjóa, blómi viUtrar náttúru - þiggur allt af sjálfri sér, yfirskyggir allt, um- kringd óðum skýjaglópum. Er þeim staður vís á himnum, sem Utt eru uppnæmir fyrir hinu, sem þreyr þorran og góuna niður við jörð? Hún er kona jafnréttissinnuð og viss í sinni sök, veit sem er að langflestar tækni- uppfinningar og vísindauppgötvanir hafa sprottið vígreifar úr höfði karla líkt og mey- gyðjan úr höfði Seifs. AðaltrylUtækið, ítur- vaxinn Ukaminn, sem gæskuríkur skaparinn færði konuna í, það mótorverk, sem hvað harðasta keppni veitir meintum ofjarU og dára, mun þó verða fyrr eða síðar að lúta í duftið undir styrkri klásúlu Ukt og eljarinn og oflátinn og við svo búið rísa í auðmýkt, hólpin og sigri-hrósandi. En vogun vinnur, vogun tapar og enn er tími til stefnu að standa óspiUtri náttúrunni snúning. Lykill- inn situr fastur í skránni. (10) Birtu slær af skörðum mána um loftlúgu í heyhlöðu upp tU sveita. Suðræn aldin Uta hraustlegt útUt konu, sem fagnar með and- köfum þegar pyngja bónda hennar hvolfist í kjöltu henni. Máríuerla flýgur inn um gafl- hlaðið. Sólin slær glóð sinni á gUtrandi dögg. Stráin lúta fram af hlöðuveggnum. Heyra má hvar kýr hnoða bás sinn. Bóndi og hús- freyja ganga saman úr fjósi. Þau horfa tU hafs. Hún gengur vaggandi í lendum til bæj- ar með mjólk í skjólu. Hann spýtir úr nös, leggur ljá við öxl og reikar suður traðir á eft- ir kunum. Nýr dagur við sjónarrönd. Lítill boU Uggur í fjósi á fiskimjölspoka merktum SÍS. Ein kýrin baular og fylgir hinum kún- um með ólund. Bóndi stuggar þeim suður yf- ir, fetar slóð sína, uns kemur í slægjuna, grípur brýni úr buxnavasa og lítur í vestrinu að dregið hefur bUku á loft. Hversdagsannir, dagur í föstum skorðum. (11) Syngur mófugUnn óðinn um kreppta hnef- ann, þegar hann þenur sitt brjóst og sperrir stél? Ljárinn hvín í votu grasi. Hundur Ugg- ur fram á lappir sér, stúrinn á svip en ögn kankvíslegur. (12) Hernámsandstæðingar boða til funda, hver veit hvar, á næstu grösum? Á hvaða öld kom plógurinn fram, aktygin, vatnsmyllan, skeifan, sáðskiptin, belgjurtirnar, ístaðið og vindmyllan? Hvað með gufuvéUna, túrbín- una, hryggdýrin og genin, hvað með rá og reiða og tölvuna? Batteríið hans Vilmundar, undirsátalýðræðið, hefur leitt út í málbein manna oní miðbæ Reykjavíkur. Friðsamasta fólk er að vígbúast og skráir heit sín öll á ferskan börk í garði nágrannanna. Ljón í Afríku skimar út í náttmyrkrið. Heyra má hvar hýenur skríkja. Þær eru á leið í hóf. Hjarðir fíla troða sinn vanagang en feigar beint í flasið á helgrímu rauðri inn um dauðans dyr. Hvaða hvatir búa að baki þeim hraksmánarlegu lokum? Voldugir geta þeir talist, sem stýra eftirspurn á lífi og limum jafn tígulegra gripa. Grösum ofbjóða hræin, sölna drúpandi höfði. Hvað mennina varðar, gildir auga fyrir auga? Valda örlög marg- hleypunnar, sem státar drýldin af sínum fingurtama gikki? Enginn botnar neitt í neinu, síst sá, sem Uggur fram á borð í niður- grafinni knæpu suður í Buenos Aires. Á íslandi hvflir skapþungi í fjöllum. Jöklar og eldfjöU brosa við nýræktun bænda, horfa til hafs. Bátpungar vagga á öldu. Kannski eru þeir að fá 'ann. Upp til landsins raða kindur sér á garða, líf kynslóðanna bundið í bagga inn í hlöðu. Menn eru hættír að treysta á vetrarbeitina. Vindur hvín í rofabarði og líkir eftir rokum Ufandi náttúru um fengitímann. Bóndi kemur af beitarhúsi og ekki að spyrja að, rjóður í vöngum eins og nýútsprunginn skafl á heiðu hveU. Tíminn stendur kyrr í púpu niður við læk. (13) Veglágur liggur horfinn sjónum, falUnn fram á völlinn. Þeir, sem heyja í úteyjum, þekkja lífsbjörgina líkt og önnur áUtamál. Hugsun án orða er andvana fædd og hljóðin, allsráðandi. Hvað kemur í staðinn, hugrekki, auðsveipni, lítilþægni? Eru stökkbreytingar í vændum, hrun ónæmiskerfa, stóráfóll? Reip- in hanga upp í krónni, Veglágur sá, er í hamrinum lá í skjóli bláþörunga. Stiklur 1 Darwin/Snorri 2 Exodus/Mendel 3 Spencer 4 Kronos, Ari, hafa ber það, sem sannara reynist. 5 Darwin/Huxley 6 Kropotkin 7 Joseph de Maistre 8 Utopian og Sancho Panza 9 Odysseifur/Polyfemos 10 Chaplin, SchiÚer replikka 11 Arcadia - Sæludalur 12 Mildin/Diabolus 13 Skáld-Sveinn 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.