Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 17
EITT verka sænska listmálarans Bengts Lindström. GRAFÍKMYNDASERÍA Merju Alettu Ranttila hefur vakið mikla athygli og umtal. lægra eða ögrun gegn siðakröfum okkar og almennum smekk." Um listamennina Listakonan Maj-Doris Rimpi frá Porjus hefur þróað handíðir samískra kvenna langt út fyrir hefðbundin mörk. Á rauðan bakgrunn silkisins leggur hún fígúrur og form úr leðri og dregur upp með silfur- og tauþræði eigin myndheim byggðan á samískri listskreytinga- hefð. Svo samofin er hún þessari hefð að í verkum sínum tekst henni að storka aldar- gömlum aðferðum með því að gera þær að sínum eigin. Maj-Doris var fyrsti samíski listamaðurinn til að brjóta upp landamæri textfllistar og fagurlista en fleiri þarlendir listamenn hafa fylgt í kjölfarið. í þorpinu Norrbotten, þar sem Erling Jo- hansson ólst upp, þótti guðræknum íbúunum það syndsamleg gjörð að mála og láta mála af sér portrett. Erling hefur ferðast víða um heim og málað mannamyndir, hann kom m.a. eitt sinn til íslands og vann þá málverk af Thor Vilhjálmssyni sem verður á sýningunni nú. Pað hefur verið sagt um málverk hans að þau séu líkari fyrirmyndum sínum en spegil- myndir þeirra sjálfra. Einkennandi eru hin sérkennilega máluðu andlit í kúbískum stfl með „litum sálarinnar". Hin vandlega unnu andlit mæta andstæðu sinni í hrátt rissuðum búknum dregnum léttum pensilstrokum. Listakonan og rithöfundurinn Rosa Liksom býr í Helsinki og er þekkt fyrir hispursleysi og opinskáar yfiriýsingar á borð við: „Lífið er dauður hundur." Fyrstu bókina sendi hún frá sér árið 1984 og er nú orðin talsvert þekktur rithöfundur á Norðurlöndum. I innsetningu sinni á sýningunni, sem nefnist „Lappland in- stant forever", dregur hún dár að ferða- mannaiðnaði heimalandsins og ímynd þjóðar- innar út á við. I anda kitsch-listar hefur hún safnað saman þjóðbúningadúkkum, póstkort- um, litlum leikfangadádýrum og snjókúlum sem hún stillir upp ásamt málverkum sínum. Enginn boðskapur eða útskýringar fylgja verkum hennar, - boltinn er hjá áhorfendum. Einn þekktasti listamaður Svía, Bengt Lindström, er frá Sundsvall en býr í París. Verk hans eru unnin samkvæmt gamalli hefð expressjónismans en sterkar andstæður lita minna á samískan upprunann. í list Lars Pirak renna gamli og nýi tíminn saman í eitt. Hann var lengi vel þekktur fyrir þróun nýrra aðferða á sviði handíða og hefur alla tíð verið trúr samískum bakgrunni sínum, hvort sem er í handverki eða listum. Merja Aletta Ranttila er frá Ursjoki en býr MAJ-Doris Rimpi byggir verk sfn á gamalli samfskri handíðahefð. PORTRETT Erlings Johanssons af samísku jojk-söngkonunni Ingu Juuso, sem syngur við opnun sýningarinnar. í Helsinki. Hún er enn eitt dæmið um samísk- an listamann sem brýst undan hefð heima- landsins og lærir að nýta sér hana í þágu eigin listskðpunar. Merja starfaði við myndskreyt- ingar og hönnun áður en hún vakti fyrst veru- lega athygli fyrir kraftmiklar grafíkmyndir sínar, sem lýsa hörmungum Tjernóbflslyssins. Lena Stenberg er fædd í Kiruna. Líkaminn er henni hugleikinn og hefur hún unnið jöfn- um höndum með miðil ljósmynda, skúlptúra, málverka og innsetninga. Verk sitt á sýning- unni nefhir hún Maðurinn 9999. Hér er á ferð framtíðarsýn listakonunnar á hinn samíska mann. Þá eru samísku konunni gerð skil í málverkum í anda popp-listarinnar og stjór- stjörnumynda Andys Warhols. Sýningin stendur til 22. mars. „Sýningunni er ekki ætlað að varpa Ijósi á heflbundna samíska menningu eða setja framframandi einkenni einangraðrar smá- pjóðar til andstöðu við hámenningu heims- borganna. Slíkir fordómar eru alltofríkjandi ígarðþjóða sem standa utan við miðju heimsins, Evrópu og Norður-Ameríku." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.