Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 16
þeir mega kalla mig Límmann til dómsdags, því þá mun það ekki snerta mig og missa marks. En það bíður síns tíma - ég tek stóran sopa úr glasinu. Enn situr enginn á bekknum undir pálmanum, en sú er þó bót í máli að kvenmaðurinn sem ég bauð upp áðan er horf- inn. Ég hafði verið hræddur um - í Ijósi þess sem okkur fór í milli - að hún gæfi mér horn- auga allt kvöldið. Ég kaupi einnig nýjan og góðan vindO og öryggi er að færast yfir mig. Blandan er sæt og bragðgóð og þjónninn vin- gjarnlegur maður sem lætur þá í friði sem ekM eiga beint erindi við hann. Á sjónvarpstækinu þarna inni í króknum meðal litlu pálmanna er verið að segja frá uppþotum einhvers staðar í Suður-Ameríku - lögreglumenn krækja saman örmum með skildi sér til hlífðar á svæði sem er vott eftir atlögu með háþrýstidælum, múgur- inn sem ætlaði til forsetahallarinnar hampar spjöldum með upphrópunum á spænsku eða portúgölsku. Bylting er talin yfirvofandi - nán- ari frétta er von á hverri stundu... Heyrnarlausu stúlkurnar sitja á bekk skammt frá mér. Þær eru kátar og ánægðar, þótt þær geti aðeins gert sig skiljanlegar með því að fetta fingurna á ýmsa vegu. Ein bendir á ennið á sér og þá hlær allur hópurinn... En hvaðan kannast ég við þennan ungling sem stendur þarna og hallar sér upp að dyrastafn- um? Ég tók eftir honum áðan. Hann sat á bekk gegnt sætinu sem ég hef verið að hafa gætur á. Eg hef ekki veitt honum verulega at- hygli áður - en einhvern veginn kannast ég við hann samt. Hann er nærri sköllóttur með síða, gula lokka á hnakkanum. Hann er lang- ur og horaður eins og njóli. Líklega kannast ég við hann af andlitinu sem er nokkuð óvenjulegt. Það er ekki beint ófrítt, þótt nefið sé fremur flatt og stór, svefnug augun eru héðan að sjá eins og án allra viðeigandi hára og brúna. Þegar hann bærir á sér eru hreyf- ingarnar eins og slanga sé að hlykkja sig - liðamótin virðast ekki á neinum sérstökum stað, það er eins og þau séu alls staðar. Getur verið að hann sé að gefa mér gætur. Mér fannst hann líta til mín, en er ekki viss - kannski var hann aðeins svo snöggur að líta undan? Hann er þó ekki... Svert, brúnt beltið situr eitthvað svo kvenlega á mjöðmunum og hendurnar eru furðanlega langar og fingurnir linir og mjúkir. Ég læt sem ég sjái hann ekki, sný að honum vanga og set upp eins kæru- leysislegan svip og ég get. Ég hef lokið úr glasinu og vínið hefur gert mér gott - mesti skjálftinn og óöryggið er á bak og burt. Laugardagsþátturinn er byrjað- ur og ég hlæ upphátt að karlinum sem heldur að hann sé að halda fram hjá konunni sinni en veit ekki að sú sem hann er að kyssa er engin önnur en konan hans - í dulargervi! Sú var slyng... en hvað var þetta? Eitt andartak stóð hann fyrir aftan mig - þessi unglingur í dyr- unum - og nú er hann horfinn. Eg fann aðeins lyktinni af honum bregða fyrir vit mér og hún minnti á sviðið gúmmí, minnti á verkstæðið. Eg þreifa eftir samanbrotna bréfinu sem hann fleygði í keltuna á mér. Það er bréfið sem ég skrifaði, maður er nú ekki lengi að bera kennsl á eigin skrift. Og þarna er kær kveðja. Þeir hafa allir skrifað undir: Asbjörn, Pétur, Gúndi, Rúnar... og Hermann. HERMANN! Þeir hafa skrifað eitthvað aftan við nöfnin: - „Límmann minn..." les ég og finn hvernig ég bullsvitna. Nei, ég les það ekki, ekki eitt orð af því, en stari á sjónvarpið og læst ekki sjá þegar sköll- ótti unglingurinn kemur rólandi inn á barinn. Nú man ég hvar ég hef séð hann - hann er sendisveinn hjá Hraðsólningu og kemur stundum á verkstæðið... Ég veit að nú munu þeir á verkstæðinu bíða mánudagsmorguns- ins með óþreyju. Ætti ég að kála þeim hverj- um á eftir öðrum með felgujární? Ég finn að ég rennsvitna í lófunum við tilhugsunina um það. En ég léki mér að því, hef krafta á við flesta þeirra, króaði þá bara af inni í komp- unni í kaffitímanum - Hermann fengi sér- staka meðhöndlun... Nei, ég mun bregðast við á annan hátt. Enginn mun nefnilega hlæja hærra en ég... og ég mun taka í höndina á Hermanni. Eg veit að hann verður svolítið skrýtinn og var um sig í fyrstu - en ég hug- hreysti hann með hlátri og klappi á öxlina og segi að hann sé nú mesti ugluspegillinn af þeim öllum. - Hélduð þið að þið kæmuð Límmanni í eitthvert óstuð, pungarnir ykkar! mun ég segja og afvopna þá með að nota þetta óþolandi uppnefni á undan þeim. Já, ég mun afvopna þá, bjóða þeim snúða með kaffínu eft- ir hádegið. Nei, þeir skulu sko ekki halda að þeir setji hann Límmann út af laginu! Heyrnarlausu stúlkurnar hafa tekið eftir einhverju óvanalegu, þetta heyrnarlausa fólk er iðulega skarpskyggnt, og þær góna á mig meðan ég horfi æ fastar á sjónvarpið - búið er að hrinda atlögunni að forsetahöllinni. Forset- inn er einmitt sjálfur á skjánum að tilkynna það. Hann lofar að forsprakkar upphlaupsins fái makleg málagjöld og boðar óbreytta, far- sæla stjórnarstefnu... ÞARSEMAND- STÆÐUR MÆTAST Norrænt Ijós og myrkur nefnist samsýning á verk- um listamanna frá Samalandi sem opnuð verður í Norræna húsinu í dagkl. 14. HULDA STEFÁNSDÓTTIR fjallar um listamennina og ræðir við sýningarstjórann, Monicu Sarstad, um sam- eiginleg einkenni lista- mannanna, það sem skilur þá að og þá for- dóma sem oft virðast ríkja í garð listamanna sem standa utan hringiðu heimsborganna. HER eru á ferð- inni verk sjö listamanna sem allir eru fæddir á norðurslóðum. Fjórar konur og þrír karlar, sem ýmist eru Samar eða lifa í sterkum tengslum við samískt og finnskt þjóðlíf, Sýningin var fyrst opnuð í Kiruna í Norð- ur-Svíþjóð á síðasta ári. Það- an ferðaðist hún til Parísar og þá til Stokkhólms þar sem sýningin var meðal fyrstu listviðburðanna í tilefhi af menningarári borgarinnar. Þar sem svo mörg sameigin- leg einkenni tengja saman menningu Sama og íslend- inga þótti vel við hæfi að sýn- ingin lyki yfirreið sinni hér á landi. Ein fremsta jojksöng- kona Sama, Inga Juuso frá Kautokeino í Noregi, skemmtir gestum við opnun- ina. „Andstæður einkenna líf okkar sem búum í norðri. Ljós og myrkur, hiti og kuldi, fjarlægð og nálægð. Þegar myrkrið er sem svartast örv- um við hugann með því að kalla fram sterka andstæðu bjartra lita. Litagleði er nokkuð sem er áberandi ein- kenni í verkum listamann- anna frá Samalandi," segir Monica. Sjálf ólst hún upp í litlum, þá 50 manna en nú 10 manna, bæ í Lapplandi og starfar sjálfstætt að fram- leiðslu og vinnu er lýtur að menningu. Hefur m.a. unnið heimildarmyndir um menn- ingu indíána og tónlist Kyrra- hafseyjanna. Á sýningunni fara saman verk ungra kvenna og eldri karla, sem er skemmtileg viðbót við áður- nefndar andstæður sem ein- kenna verkin á sýningunni. Moniea tekur þó fram að það hafi eingöngu verið gæði list- arinnar sem réðu valinu á Iistamönnunum. „Sýningunni er ekki ætlað að varpa ljósi á hefðbundna samíska menningu Morgunblaöið/Ásdis SÝNINGARSTJÓRINN Monica Sarstad. „Andstæður einkenna líf okkar sem búum í norðri. Þegar myrkrið er sem svartast örvum við hugann með því að kalla bjarta liti fram í hugann." heimsborganna. Slíkir fordómar eru alltof ríkjandi í garð þjóða sem standa utan við miðju heimsins, Evrópu og Norður-Ameríku. Auk þess er ekki hægt að halda því fram að listamennirnir séu ósnertir af er- lendum áhrifum, verk þeirra eru t.d. undir áhrifum listastefha á borð við expressjónismann, popp- list og hugmyndalist. Allir lista- menn byggja sköpun sína á menn- ingarhefð sinni, ekki bara frum- byggjaþjóðir á borð við Sama, indíána, íbúa Kyrrahafseyjanna eða Afríkuþjóðir svo dæmi séu fcek- in. Engin menning er alveg ,, . einstök og vinna lista- mannsins felst í því að nýta sér fyrri upplifanir og eigin bakgrunn við að skapa ein- hvað nýtt," segir Monica. „Staðreyndin er sú að nýir straumar og stefnur í tísku- og listheiminum eru oftar en ekki sóttir til menningar framandi landa. Tískukóngar þyrp- ast á kjötkveðjuhátíðir á eynni Trinidad og með kúbismanum dró Picasso fram í dagsljósið menn- ingu sem áður hafði verið hulin lengst inni í myrkvið- um Afríku." ögrun við almennan smeklc Framleiðandinn Harald Tirén ritar grein um lista- mennina í sýningarskrá. Hann segir sýninguna bera merki seiglu og þrá- kelkni íbúa á nyrstu mörk- um norðursins, sterkum áhrifum náttúrunnar á sál- ir mannanna sem stundum jaðri við nokkurs konar heimskautamóðursýki. „Þegar kemur að tímamót- um í ríkjandi listastefnum er mjög eðlilegt að lista- menn leiti nýrra hug- mynda í framandi menn- ingu. Það er allt annað at- riði en þegar sjálfvaldir menningarpostular eru að braska með framandi lista- verk eða þegar spákaup- menn á landsvæðum, sem talin eru framandleg, bjóða bæði land sitt og menningu til sölu ... Dæm- ið því ekki sýninguna út frá sjónarmiði eigin menn- ingar heldur sem innblástur að nýjum hug- myndum, sem lífgjafa frá ytri svæðum til mið- SJALFSMYND listakonunnar Rosu Liksom. eða setja fram framandi einkenni einangraðr- ar smáþjóðar til andstöðu við hámenningu 16 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.