Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 8
Morgunblaðiö/Sverrir VORVINDAR í Borgarleikhúsinu árið 1990. Fremstar fara Helena Jóhannsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir og Ásdís Magnúsdóttir. Nanna segir þessa sýningu standa upp úr á ferli sínum sem danshöfundur því þar hafi hún fengið sitt fyrsta stóra tækifæri. „Á tæpum 7 ára ferli mínum sem listdans- stjóri eru mér minnisstæðast- ar sýningar á borð við Blind- ingsleik Jochens Ulrichs við tónlist Jóns Ásgeirsson sem var fyrsta stóri nútímaballett- verkið hér á landi, Giselle og Stöðugir ferðalangar eftir Ed Wubbe. Með dansverki Wubbes tókum við stórt skref í átt til nútímadansins og þar sem ég hafði gengist í list- ræna ábyrgð fyrir sýninguna gladdi það mig mjög hversu góðar viðtökur hún hlaut," segir Nanna. „Þegar ég tók við starfi listdansstjóra ein- setti ég mér að efla krófurnar til dansaranna svo flokkurinn gæti staðið jafnfætis því sem væri að gerast í listgreininni erlendis hverju sinni. Það var líka skilyrðið fyrir því að okk- ur tækist að fá hingað til lands fyrsta flokks dansara og danshöfunda. Koma þeirra Antons Dolins og Jochens Ul- richs er sérstaklega minnis- stæð." Hún segir dansara flokksins í dag mjög hæfa og hvað áhuga almennings á list- dansi viðkomi megi aldrei sofna á verðinum. „Við verð- um alltaf að berjast fyrir til- veru flokksins og vera vak- andi fyrir því sem er að ger- ast, bæði í íslensku samfélagi og erlendis. Markaðurinn hér á landi er mjög lítill og við verðum því að stefna að því að verða frambæri- leg á erlendum vettvangi og sýna hágæða ís- lenska list." Utanaðkomandi viðurkenning rfýrmætust Helga Bernhard dansaði með íslenska dans- flokknum frá upphafi og hætti í flokknum fyrir 5 árum eftir 19 ára dansferil. Sú sýning dans- flokksins sem kemur fyrst upp í huga hennar er Stöðugir ferðalangar eftir Ed Wubbe frá ár- inu 1986. Fyrir þá sýningu fékk dansflokkur- inn Menningarverðlaun DV. Hún tiltekur jafn- framt verk Hlífar Svavarsdóttur, Af mönnum, sem bar sigur úr býtum í Norrænni keppni danshöfunda í Ósló árið 1988. „Með sýningunni Stöðugir ferðalangar sannaði dansflokkurinn fyrir leikhúsheiminum hvílíkur vaxtarbroddur bjó í fiokknum. Eg hef á tilfinningunni að áhrif íslenska dansflokksins hafi skilað sér í meiri hreyfingum og dansi í leiksýningum hér á landi," segir Helga. „Uppfærslurnar hafa flest- ar verið mjög ólíkar og alltaf skemmtilegar. Það hefur styrkt þennan litla dansflokk hversu margir frambærilegir erlendir dansarar og danshöfundar hafa verið tilbúnir að sækja flokkinn heim. Hver sýning var dýrmæt reynsla en það sem er mér einna minnisstæð- ast þegar ég lít til baka er sú utanaðkomandi viðurkenning sem flokknum hefur hlotnast á ferlinum. Það er þó tóluvert langt í það að list- greinin skipi sinn verðuga sess hér á landi. Sá hópur dansara sem er í fiokknum núna er góð- ur og sterkur og sýningar hans eru tvímæla- laust á við það besta í alþjóðlegum dansheimi." Morgunblaðið/RAX VERK Hlífar Svavarsdóttur, Fram, aftur til hliðar - og heim, var eitt af þeim verkum eftir islenska danshöfunda sem voru í sýn- ingunni Lýðveldisdansar í júní 1994. Aðrir höfundar voru Helgi Tómasson, María Gísladóttir og Nanna Ólafsdóttir. Katrín Hall, listdansstjóri, segir næsta markmið dansf lokksins m.a. það að vekja betur athygli á íslenskum danshöfundum. Nútimadansinn hentar smeerri dansflokkum betur Núverandi listdansstjóri, Katrín Hall, hóf að dansa með íslenska dansflokknum um 1980. Frá árinu 1982 var hún fastráðinn dansari við flokkinn og árið 1988 fer hún utan til að dansa hjá Tanz-Forum í Köln undir stjórn Jochens Ulrichs. Eftir 8 ára dvöl í Þýskalandi kom hún aftur heim til að taka við hinu nýja starfi list- dansstjóra. Katrín segist sannfærð um að nú- tímadansinn henti betur í fámennum dans- flokki hér á landi og vísar m.a. til velgengni nú- tímadanssýninga á borð við Stóðuga ferða- langa og Eg dansa við þig ... Þessar tvær sýn- ingar standa upp úr í hennar huga ásamt Fröken Júlíu. „Þó ekki væri fyrir annað en það að hafa dansað á sviði samtímis Niklas Ek," segir Katrín og hlær. „Þá verð ég að nefha verk Hlífar, Af mönnum, og Dafnis og Klói eft- ir Nönnu Ólafsdóttur auk Blindisleiks eftir Jochen Ulrich við tónlist Jóns Ásgeirssonar en það var mitt fyrsta stóra hlutverk hjá dans- flokknum. Hún segist ekki geta annað en verið ánægð með þær breytingar sem orðið hafa á dansflokknum á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því að hún kom þar aftur til starfa. „Næsta takmark mitt er að vekja betur athygli á íslenskum danshöfundum og halda áfram að efla áhuga fyrir danslist hér á landi. Auk þess hyggst ég ferðast meira með flokkinn utan landsteinanna og víkka markað dansflokksins. Hvað ferðalögum viðvíkur þá vinnur smæð ís- lenska dansflokksins með honum og ég trúi því að flokkurinn geti orðið verðugur fulltrúi ís- lenskrar menningar á erlendri grund." ÍSLENDINGAR á átjándu öld höfðu það ekki lakara en fólk í öðrum landbúnaðarsamfélögum á norðurslóðum í Evrópu þess tíma. í góðæri hafði bændafjölskyldan nóg að bíta og brenna en í slæmu árferði dó fólk úr hungri, hér eins og annars staðar. ÍSLENSKA SAMFÉLAGIÐ Á • • ATJANDU OLD EFTIR GUDRÚNU GUDLAUGSDÓTTUR Söguskoðun manna er stöðugt ao taka breytingum og í kjölfario koma fram nýjar spurningar. Sænski sagn- fræoingurinn Harald Gustafsson segir hér í viotali frá rannsóknum sínum á íslensku samfélagi á átjándu öld, einkum hlut embættismanna og jaroeigenda^ LENGI vel var það skoðun manna hér að á átjándu öld hafi helsta hreyfiafl samfélagsins yerið tog- streitan milli Dana og íslendinga. Nú eru ýmsir fræðimenn á annarri skoðun, gamla þjóðernisrómantíkin er sögð mjög á undanhaldi. Af þess- um sökum hafa menn verið að setja fram nýjar rannsóknarspurningar um samfél- ag þessa tíma. Eina þeirra hefur Svíinn Har- ald Gustafsson sett fram, þá hvort hér hafi verið stéttskipt samfélag eða einsleitt. „Mín persónulega skoðun er sú að hér hafi verið mikill stéttamunur og sumir aðrir fræðimenn eru á sömu skoðun, við vitum a.m.k. að það var mikill munur á kjörum þeirra sem áttu jörð eða jarðir og hinna sem ekki voru jarð- eigendur, á þessum tíma var eina leiðin til að verða ríkur að eiga sem flestar jarðir. Lang flestar jarðir á landinu voru þá í eigu fámenns hóps jarðeigenda, sem voru þá einskonar yfir- stétt landsins, rétt eins og gerðist í Dan- mörku, Þýskalandi og víðar," sagði Harald Gustafson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Harald varði doktorsritgerð um rannsóknir sínar á áhrifum og stöðum emb- ættismanna á átjándu öldinni árið 1985. „Árnýöld nefna menn nú tímabilið frá 1500 til 1850, kerfið sem ég er að lýsa á átjándu öld var mjög svipað á þessu tímabili öllu. Á átjöndu öld var mikill félagslegur munur á stöðu íslendinga. Til var „elítu"hópur, 50 til 100 fjölskyldna í öllu landinu, fimmtíu fjöl- skyldur áttu mikið af jörðum og svo voru fjöl- skyldur helstu embættismanna á landinu. Stundum fór þetta saman og stundum ekki. íslenskir sagnfræðingar eru flestir sammála um þetta atriði. En sumir eru á þeirri skoðun að samfélagið hafi eigi að síður verið einsleitt, borið saman við önnur lönd á þessu tímabili. I doktorsritgerð minni sýndi ég fram á að það hafi ríkt mikill munur á stöðu manna hér, embættismenn kunnu að nota embættiskerfið og stjórna landinu í nafni konungs, þeir réðu sem sagt mjög miklu í nafni konungs. Dönsk stjórnvöld höfðu mjög takmarkaðan áhuga á íslandi, tekjur af því voru ekki teljandi. Ég vil meina að þetta sé svipað og var á mörgum stöðum í Evrópu, ríkisstjórn í fjarlægri höfuð- borg varð að vinna með embættisyfirstétt til þess að geta stjórnað landinu. Mér finnst rétt að leggja áherslu á að þar hafi íslendingar ekki skorið sig úr. Á þessum tíma höfðu embættismenn þær hugmyndir um stöðu sína að þeir væru til hennar settir af konungi og Guði, og það væri gott fyrir samfélagið. Uppástungur að mjög mörgum tilskipunum og reglugerðum frá þessum tíma komu frá þessum embættis- mönnum. Því fóru hér fram svipuð stjórn- málaleg afskipti og annars staðar, en hópur- inn sem að þeim stóð var hlutfallslega mun minni en t.d. í Svíþjóð. Hvað menningaráhrif snertir þá er augljóst að íslenska „elítan" hef- ur fylgst með, las dönsku og önnur erlend mál. Magnús Ketilsson sýslumaður vitnaði t.d. í Montesquieu og þess konar, það sýnir að þeir hafa álitið sig vera hluta af evrópskri 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.