Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 2
Kristján borginni - KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari syng- ur í uppfærslu á óperunni Turandot eftir Puccini í Forboðnu borginni í Peking í sept- ember næstkomandi undir stjórn Zubins Metha. Sýningar verða níu og syngur Krist- ján í fimm þeirra, þ.á m. frumsýningunni. Þá fer Kristján tónleikaferð ásamt tveimur öðr- um tenórsöngvurum, Frakkanum Roberto Alagna og Kanadamanninum Ben Heppner, og verður fyrsti konsertinn í Tókýó í október, en alls verða þeir tíu. Það er óperan í Flórens sem setur óperuna upp. Sagan um Turandot, kínversku prinsess- una með íshjartað, gerist við kínversku hirð- ina í keisarahöllinni, sem var forboðin almúg- anum. Þetta verður í íyrsta sinn sem ópera Puccinis er sýnd á þeim stað sem sagan ger- ist. Leikstjórinn er kínverskur, Zhang Yimou, og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikstýrir óperu. Hann er e.t.v. betur þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Rauða lampann og Shanghai Triad. „Þetta verður sett upp í keisarahöllinni, og síðan sýnt á risaskjá úti á Torgi hins syngur í ForboSnu og í „Þremur tenórum" Roberto Ben Kristján Alagna Heppner Jóhannsson himneska friðar og það er reiknað með hálfri milljón manns á torgið," sagði Kristján. „Mér fínnst þetta æðislega spennandi, ekki síst vegna þess að þetta hefur vakið heimsat- hygli.“ Frumsýningin verður 5. september og sýnt á hverju kvöldi til 13. Kristján mun syngja hlutverk Calafs til skiptis við Lando Bartolini og Sergej Larin. Maria Guleghina, Audrey Stottler og Sharon Sweet syngja Turandot og Angela Maria Blasi, Barbara Frittoli og Bar- bara Hendricks syngja Liú. Frekari upplýsingar um uppfærsl- una og allt er að henni lýtur, m.a. um skipulagðar ferðir til Peking á sýning- arnar, er að finna á slóðinni httpv7www.turandot-on-site.com Þrír tenórar Ákveðin hefur verið tónleikaferð Kristjáns ásamt tveimur öðrum tenór- söngvurum, Frakkanum Roberto Alagna og Kanadamanninum Ben Heppner. „Nú er að koma ný kynslóð af „þrem tenórum“,“ segh' Kristján. Leiðin liggur til Asíulanda, íyrsti konsertinn verður í Tókýó í október, en alls verða þeir tíu. Kristján segir að þarna verði fylgt fordæmi tríósins Pavarottis, Domingos og Carreras. „Nema það verður ekkert jukk, við yerðum bara með kúltúr, bara með óperur. Ég verð þarna sem ítalskur dramatískur tenór, Ro- berto sem lýrískur hjartaknúsari og Ben Heppner sem Wagner. Það verður eingöngu flutt óperutónlist." FÓSTBRÆÐUR OG STUÐMENN SAMEINA KRAFTA SINA r ISLENSKIR karlmenn er yfírskrift þrennra tónleika sem haldnir verða í Há- skólabíói um helgina. Þar sem fram koma Karlakórinn Fóstbræður og Stuðmenn, ásamt 10 manna blásarasveit með slagverki, óperusöngvaranum Garðari Cortes og píanó- leikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttir. Uppistaða tónleikanna verður tónlist úr kvikmyndunum Með allt á hreinu og Karla- kórinn Hekla, en Fóstbræður sáu einnig um flutning á tónlistinni í þeirri síðamefndu. Tónlistin hefur öll verið útsett sérstaklega af þessu tilefni. Stjórnandi tónleikanna er Árni Harðarson, stjórnandi Fóstbræðra. Æfingar fyrir tónleikana hafa staðið yfir frá því í nóvember. Tónleikamir þrír verða í dag, laugardag kl. 14 og kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 14. Á tónleikunum verður höfðað til íslenskrar karlmennsku í öllum sínum fjölbreytileika. Hugmyndin að sam- starfinu kom frá Karlakórnum Fóstbræðr- um og eftir nokkra umhugsun ákváðu Stuð- menn að taka þessari áskomn. Stuðmaður- inn Jakob Frímann Magnússon segir fram- kvæmd þessa hafi verið tæknilega flókna en samstarfið við Karlakórinn hafi gengið vel og verið hið skemmtilegasta. Meðal þeirra laga sem flutt verða á tónleikunum má nefna kór- verk Páls ísólfssonar, Brennið þið vitar, sem hljómaði í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla, Haustið 75, Slá í gegn, Röndótta mær og Búkalú sem nú hljómar í fyrsta sinn í útsetn- ingu fyrir karlakór og búkslátt. „Við það að taka þessa tónlist úr knappri hljóðfæraskip- an og útsetja fyrir stærri hóp flytjenda höf- um við öll verið að sjá nýja hlið á þessari tón- list,“ segir Jakob Frímann. „Það er eins og þessi lög verði bæði aldurs og tímalaus.“ Morgunblaöið/Golli KARLAKÓRINN Fóstbræður og stjórnandinn Árni Harðarson í léttri sveiflu. GARÐAR Cortes og Stuðmennirnir Jak- ob Frímann Magn- ússon og Egill Ólafsson bera saman bækur sínar á æfingu í vikunni. Kaffi boðið til Bonn ISLENSKI DANS- FLOKKURINN TIL EYSTRASALTSRÍKJANNA ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið að senda leiksýninguna Kaffi á leiklistarhátíðina í Bonn í vor. Leiklistarhátíðin í Bonn er haldin á 2ja ára fresti. Á síðustu hátíð var farið með Himna- ríki eftir Árna Ibsen og þar áður Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Við val á verkefnum var það haft í huga að kynna nýja höfunda og skoðuðu fulltrúar há- tíðarinnar 7 íslenzk leikrit að þessu sinni. Höfundur Kaffis er Bjarni Jónsson. Það er sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, leikmynd og búninga gerði Helga I. Stefánsdóttir og Ásmundur Karlsson lýsinguna. Leikarar eru: Atli Rafn Sigurðar- son, Bryndís Pétursdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Theodór Júlíusson og Valur Freyr Einarsson. ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur til Riga í Lettlandi þriðjudaginn 10. mars og sýnir þar verkin þrjú sem mynda sýninguna Útlagar. Dansflokkurinn sýnir í Óperuhúsinu í Riga 12. mars og heldur að því loknu til Vilnius í Litháen þar sem hann sýnir 16. mars. I Vilnius kemur dansflokkurinn fram á dans- hátíð sem einn helstu fulltrúi Norðurland- anna. Gett samstarf Mikið samstarf hefur verið milli íslands og Eystrasaltsríkjanna í leikhús- og menningar- málum, en Islenski dansflokkurinn hefur áður sýnt í þessum ríkjum. I fyrra fóru tveir með- limir flokksins, þau Lára Stefánsdóttir og Da- vid Greenall, til Riga og tóku þátt í Baltic Bal- let Festival með pas de deux úr La Cabina 26, sem þá var sýnt í Borgarleikhúsinu. Að lok- inni fórinni til Lettlands og Litháen mun dansflokkurinn hefja æfingar á verkunum Night og Stoolgame sem sýnd verða á Lista- hátíð í byrjun júní. Aðstoðarmenn danshöf- undanna, Jorma Uotinen og Jirí Kylían, munu koma hingað til lands og stjórna æfingum, en eins og kunnugt er mun Nederlands Dans Theater einnig sýna á Listahátíð. Síðasta sýning íslenska dansflokksina á Út- lögum í Borgarleikhúsinu verður laugardag- inn 7. mars. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold Þorfinnur Sigurgeirsson. Til 8.3. Galleríi Sævars Karls, Bankastræti Margrét H. Blöndal. Til 4.3. Galleríkeðjan Sýnirými Gallerí Sýnibox: Karl J. Jónsson. Til 1. 3. Galierí Hlust: Kari J. Jónsson syngur „Graf- skrift“ . Síminn er 551 4348. Til 1.3s Gallerí 20 m2: Elsa D. Gísladóttir. Listasafn Akureyrar Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar. Til 19. 4. Listahorn, Laugavegi 20b Ólafur Már Guðmundsson. Til 7. 3. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Baltasar. Tii 1.3. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins nefnist Svifandi form. Verk eftir Sigurjón Ólafsson. Ti! 5. 4. Hafnarborg Victor Cecilia. Til 16. mars. Joan Backes. Til 18. 3. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list Sveins Björnssonar. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sigurður Árni Sigurðsson. Til 29.3. Sýningarsalur Islenskrar grafíkur Tryggvagötu 15 Marios Elfeftheriadis. Til 2. 3. Kjarvalsstaðir - Fiókagötu Ur Kjarvalssafni. Líkamsnánd, norrænt sýn- ingar- og safnfræðsluverkefni til 1. 3. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá handriti tii samtíðar. Til 9.41. Listasafn ASÍ - Ásmundarsaiur, Freyjugöl u 41 Ásmundarsalur: Kristinn E. Hrafnsson. Gryfja: Margrét Jónsdóttir. Til 8.3. Arinstofa: Ný aðfóng. Til 29. 3. Listasafn íslands Ný aðfóng. Salur 1-3. Til 3.3. Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjai-val. Menningarmiðstöð Gerðuberg Myndskreytingar úr íslenskum baraabókum. Mokkakaffi Ljósmyndasýning Gunnars Kristinssonar. Tii 5.3. Norræna húsið Anja Snell og Lisbet Ruth. Til 18.3. Norrænt ljós og myrkur: Rosa Liksom, Merja Aletta Ranttiia, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erling Johansson, Bengt Lindström og Lena Stenberg. Til 22. 3. Nýlistasafnið Benedikt Kristþórsson, Anna Líndal, Andreas og Michaei Nitschke. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5.6. Stöðlakot Guðbjartur Gunnarsson. Til 1.3. TONLIST Sunnudagur 1. mars Langholtskirkja: Gradualekór Langholts- kirkju. Kl. 17. Felia- og Hólakirkja: Tríó Reykjavíkur og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kl. 17. Mánudagur 2. mars Listaklúbbur leikhúskjallarans: Mariola Kowalczyk mezzósópran ásamt píanóleikaran- um Elzbieta Kowalczyk. Kl. 20.30. Þriðjudagur 3. mars Gerðuberg: Ljóðatónieikar; Loftur Erlings- son og Gerrit Schuil. Kl. 20.30. Fimmtudagur 5. mars Háskólabíó: SÍ. Hafliði Hallgrímsson. Hljóm- sveitarstjóri Jurjen Hempel. Kl. 20.30. LEIKHUS Þjóðleikhúsið Hamlet, fim. 5.3. Fiðlarinn á þakinu, lau. 28.2. Fös. 6. 3. Meiri gauragangur, sun. 1., mið. 4.3. Yndisfríð og ófreskjan, sun. 1.3. Kaffi, sun. 1.3. Poppkorn, fim. 53. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, sun. 1.3. Islenski dansflokkurinn, sun. 13. Feður og synir, lau. 28.3r. Föst. 6.3. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 28. 2. Sun. 1. 3. Fjögur hjörtu, lau. 28.2. Sun. 1., fim 5.3. Á sama tíma að ári, fös. 6.3. Trainspotting, frums. 4.3s. íslenska óperan Ástrardrykkurinn, lau. 28.2. Hafnarfjarðarleikhúsið Hcrmóður og Háðvör Siðasti bærinn í dalnum, lau. 28.2. Sun. 1. mars. Grafarvogskirkj a Heilagir syndarar, þrið. 3.3. Möguleikhúsið Einar Áskell, lau. 28.2r. Sun. 1. 3. Skemmtihúsið Ferðir Guðríðar, lau. 28. 2. Sun. 1.3. Kaffileikhúsið Svikamyllan, mið. 4. 3. Revían í den, lau. 28.2. Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður, frums. föst. 6. 3. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.