Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 17
bókmenntum og bókmenntaarfi í Kanada. Al- þjóðleg kennitala ritsins er ISBN 0-88629- 317-0, og það er fyrsta verkið í fyrn-hugaðri ritröð um norrænan bókmenntaarf vestan- hafs (Nordic Voices, volume 1). Hvernig voru svo bókmenntir þessara ís- lensku landnema í Kanada? Attu þær ein- hvern tón sem ekki var að finna í bókmennt- um annarra þjóðarbrota sem fluttu til Vest- urheims? Hvernig þróuðust þær þegar tímar liðu? Hafa þær skilið eftir sig nokkur spor í kanadískum bókmenntum nútímans? Þessum spumingum leitast Daisy Neijmann við að svara í þessu mikla ritverki sem er 436 blaðsíður að lengd með meginmáli, skýringum og tilvitnunum og skiptist í 5 kafla. í fyrsta kafla er gerð almenn bókmennta- söguleg grein fyrir íslenskum bókmennta- arfi. Þar verða miðaldabókmenntir íslend- inga skiljanlega þungar á metum. Þeir ís- lendingar sem hófu að skrifa sögur á 13. öld voru afkomendur norskra innflytjenda sem settust að í auðu og óbyggðu landi á 9. og 10. öld. Islendingasögurnar fjalla einmitt um landnámið, um vandamál nýbyggjanna og það hvernig samfélag sem byggir á lögum og rétti verður til. Daisy Neijmann rekur síðan hvernig hin sérstaka vitund íslenskra bók- mennta, sem á sér rætur í heiðnum tíma landnámsins, þróast og lifir þrátt fyrir kristnitöku, siðaskipti og aðra nýja strauma. I öðrum kafla ritsins, sem höfundur nefnir Leitin að Vínlandi hinu góða, The Search For Vinland the Good, er saga landnáms ís- lendinga í Vesturheimi rakin. Þar er gerð grein fyrir rómantísku stefnunni í Evrópu og hinu séríslenska afbrigði hennar, rakin er saga fyrstu vestuiferðanna og ástæður þeirra og loks segir frá aðdraganda og stofn- un Nýja Islands árið 1875. Til að lifa af flutniriginn frá gamla land- inu og geta réttlætt búsetu sína í hinu nýja þurfti ákveðna goðsögulega staðfestingu. í hinum fyrstu bók- menntum Vesturíslendinga verða, að áliti höfundar, einkum þrjár goðsögur fyrirferðar- miklar. Hin fyrsta þeirra, er sögulegs eðlis: ... og tengist fyrst og fremst landnámi ís- lands og því að það voru norrænir menn sem fundu meginland Ameríku. Samkvæmt þess- ari goðsögu varðveittu Islendingar í þúsund ár hið innra með sér göfugan frelsisanda vík- inganna, hugdirfð þeirra, og það sem þyngst vegur, útþrána ...(Bls. 77). Onnur goðsögnin byggist á landfræðileg- um og félagslegum aðstæðum á Islandi: Samkvæmt henni hefur veðurfar, síendur- teknar náttúruhamfarir og félagsleg tregða gert mannlíf á íslandi óbærilegt. Því áttu þeir sem unnu frelsi og framfórum einskis annars úrkosta en að yfirgefa ísland. (Bls. 78). Þriðja goðsögnin er mjög fyrirferðarmikil í hinum fyrstu bókmenntum Vesturíslend- inga og eins í blaðaskrifum þeirra: ... og gengur út á að það séu verkin, frem- ur en fræðilegar útskýringar, sem sýni merkin, og að allt sem Vesturíslendingar vinna sér til frægðar sanni gildi þeirra, bæði sem íslendinga og Kanadabúa... I fáum orð- um sagt: Vesturíslendingar skulu álitnir framúrskarandi fólk, bæði á Islandi og í Kanada. (Bls. 78). Fjórði kafli fjallar um gæði, umfang og einkenni íslensku útflytjendabókmenntanna í Kanada. Og satt best að segja var umfang þeirra ótrúlega mikið miðað við fjölda inn- flytjendanna, og verður best skýrt með þeim gamla innflytjendabókmenntaarfi sem þeir fluttu með sér. En þessar bókmenntir eru þó enganveginn allar jafngóðar. Til að rannsaka hin sérstæðu íslensku einkenni þessara bók- mennta velur Neijmann ljóðskáldin Stephan G. Stephansson, Kristján N. Júlíusson (Ká- inn) og Guttorm J. Guttormsson, og prósa- höfundana Jóhann Magnús Bjarnason, Guð- ránu H. Finnsdóttur og Laura Goodman Sal- verson, sem varð fyrst vesturíslenskra rit- höfunda til að kveða sér hljóðs á ensku að einhverju marki. í Ijósi goðsagnanna þriggja eru þessi ljóð- skáld og prósahöfundar eðlilega hvert með sínu marki brennd, Guttórmur J. Guttorms- son var td. ekki fæddur á íslandi heldur á Nýja Islandi, þótt allt hans umhverfi og menningararfur hafi verið Islenskt. Mjög eftirtektarverð er úttektin á ritum Laura Goodman Salverson og baráttu hennar við að fá viðurkenningu til jafns við innfædda rit- höfunda, þeas. þá sem eru af engilsaxnesku bergi brotnir. r Ifjórða kafla verksins er gerð grein fyir tilurð Kanadískra bókmennta sem bók- mennta með þjóðleg séreinkenni. A ára- tugunum eftir síðari heimsstyrjöld hættu afkomendur íslensku landnemanna að skrifa bókmenntir á íslensku. Þjóðemisvitund fólks breyttist, það leit ekki lengur á sig sem Vesturíslendinga heldur sem • íslenska Kanadamenn. Hin séríslenski þráður sem er spunninn úr langri bókmenntahefð með ræt- ur í heiðnum goðsögnum verður líka að blá- þræði. En þó finnast kanadískir nútímarit- höfundar sem beinlínis sækja sfy-k í íslensk- ar rætur sínar og varðveita í skrifum sínum einhver þau einkenni sem má rekja til ís- lensks upprana og íslenskrar bókmennta- hefðar. Sem dæmi um slíka rithöfunda tekur höfundur Kristjönu Gunnars, David Arnason og Bill Valgardson. I fimmta og síðasta kafla bókarinnar gerir Neijmann grein fyrir kanadískri þjóðernis- stefnu, sem af hálfu hins opinbera byggist á múltíkúltúralisma, (Sem hreintungumenn mundu líklega kalla fjölmenningarstefnu!), þótt frönsk og sérdeilis engilsaxnesk ein- kenni séu þar ríkjandi. Meginniðurstaða bókarinnar verður því einfaldlega sú að mik- ilvægasta menningarframlag íslensku land- nemanna séu bókmenntir þeirra, og að þær bókmenntir byggi á eldgömlum landnema- arfi. Þessi íslenski menningararfur hefur orðið nokkrum kanadiskum nútímarithöf- undum styrkur, einkum hinum þremur fyrr- nefndu, Kristjönu Gunnars, David Amason og Bill Valgardson. Hversu lengi hin sérís- lenska rödd kemur til að hljóma, er þó kannski einungis spurning um tíma. The Icelandic Voice In Canadian Letters er metnaðarfullt verk. Höfundur hefur sett sér strangar kröfur um lærdóm og ályktanir. Að baki því liggur áralöng vinna og þekking höfundar á íslenskum, vesturíslenskum og kanadískum bókmenntum er aðdáunarverð. Að lokum langar mig til að geta þess að bókaeign The Jon Bjarnason Akademy var sameinuð bókasafni Manitobaháskólans þeg- ar íslenskudeildin var stofnuð. Þar var Hjörtur Pálsson rithöfundur eitt ár aðstoð- armaður Haralds Bessasonar. Núverandi bókavörður íslenska bókasafnsins, Sigi'id Johnson, réðst að safninu 1975. Hún er fædd í Kanada, er sjálf Icelandic Canadian og af þriðju kynslóð Vesturíslendinga, talar ágæta íslensku og á ættir að rekja til Þingeyinga. Þessar þrjár merku fræðakonur, Dani, Hollendingur og Kanadabúi, eni nú verðir vesturíslenski-a og íslenskra fræða í Manitoba. Höfundurinn er rithöfundur og býr í Danmörku. MÁ RITHÖF- UNDgRINN VERA OÞOKKI? Sænski rithöfundurinn Carina Rydberg gerir grein fyrir sér og ritverkum sínum á sænskri bókmenntakynningu í Norræna húsinu í dag kl. 16:00. ELISABETH ALM, sendikennari í sænsku við Háskóla Islands, fjallar hér um Rydberg og verk hennar. ÞETTA er vald. Og það er svo einfalt, að minnsta kosti fyrir mig. Penni og minnis- bók. Þetta er vopn mitt, eina vopn mitt.“ Ninja- femínisti kallast sú kona sem bregst við hótunum og lítillækkun af hálfu karl- manns með því að taka upp úr veski sínu skammbyssu í staðinn fyrir varalit. Hún hafn- ar því að verða fórnarlamb og sigruð, hún vel- ur í staðinn metnaðarfyllra hlutskipti sem böðull og sigurvegari. Karlmaður forsmáði og brást bæði ást og vináttu Carinu Rydberg. I stað þess að draga sig í hlé, auðmýkt og varnarlaus, varð hún æfareið vegna þess að hann vildi hana ekki. Og eins og bókmenntaleg samsvörun við Thelmu og Louise í samnefndri kvikmynd notaði hún vopn sitt - rithöfundarhæfileika sína - gegn honum. Nú var nóg komið. Hann skyldi fá þetta borgað. Þú skalt ekki fara með mig eins og tusku ... „En hann þekkir mig ekki, hugsaði ég. Það er ég sem þekki hann. Og nú skal ég gera það sem ég get til að svipta hann öllu. Það er of- beldi. Hefnd.“ (Úr Den högsta kasten.) Hún gekk of langt, braut gegn bókmennta- legri bannhelgi og skrifaði bókina „Den hög- sta kasten“ (Æðsta stéttin) þar sem engum er hlíft, allra síst henni sjálfri. „Ég er rithöfund- ur, það eina sem ég get er að skrifa. Það eru viðbrögð mín.“ „Rydbergsdeilan" Bókin „Den högsta kasten" er opinská sjálfsævisaga um ástríðu og svik, varnarleysi og lítillækkun, vald og umkomuleysi. Bókin er lykilróman sem ekki þarf lykla að, þ.e.a.s. all- ar persónur bókarinnar bera sín réttu nöfn. Hér er enginn skáldskapur - allt er sett fram sem sannsögulegt, allt hefur verið sagt, allt hefur gerst. Bókin vakti mikið uppnám í Svíþjóð og um hana reis hörð og stundum heiftarleg deila, „Rydbergsdeilan", vorið 1997. Deilan snerist um vandamál á borð við: Hvað má skrifa til birtingar? Hve hreinskilinn og opinskár er leyfilegt að vera? Og hve vægðarlaus? Verða bókmenntirnar á einhverjum punkti að beita sig ritskoðun, dulbúa eða þegja um stað- reyndir eða er það nauðsynlegt að listin og bókmenntirnar teljist forréttindasvið þar sem mönnum skuli frjálst að segja það sem ekki má segja annars staðar í samfélaginu? Carina Rydberg skrifaði til að refsa, til að hefna sín. Hún er mjög snjall rithöfundur og þess vegna varð hefndin jafnframt mjög gott ritverk. Þá vaknar spurningin: Leyfist höf- undi að „misnota“ hæfileika sína og nota penna sinn til að opinbera viðkvæm mál ann- arra eða skaða þá, einungis vegna þess að úr því verði góð bók? Og á forlag að gefa út bók þar sem höfundur skrifar í augljósu hefndar- skyni, segir frá einkamálum annarra og út- hrópar þá? í stuttu máli sagt: Er leyfilegt að koma fram eins og óþokki í krafti þess eins að vera að skapa list? „Den högsta kasten“ er ekki einungis vægðarlaus lýsing á hinum og þessum nafn- kunnum einstaklingum úr hópi „fræga fólks- ins“ í Stokkhólmi. Frásögnin er gegnsýrð af sársauka og nístandi sjálfsfyrirlitningu sem sprettur af einangrun og einsemd. Hún snýst líka um það að þora að rísa upp til varnar og neita að láta traðka á sér. Bókin snertir í innsta inni óskir okkar allra um athygli, viður- kenningu og ást. Engar þroskasögur Fyrsta bók Carinu Rydberg var skáldsagan „Kallare án Kargil" sem kom út 1987. Eftir það Ljósmynd/Joakim Strömholm Carina Rydberg Tungutak Carinu Rydberg er stílhrein, skrautlaus og bláköld frá- sögn, einkum ífyrstu bók- unum. Harðsoðnara en hjá Hemingway — karl- mannlegt tungutak, segja margir. hafa komið út eftir hana þrjár skáldsögur sem einnig hafa vakið mikla athygli: „Mánaderna utan R“ (1989) „Osalig ande“ (1990) og „Nattens amnesti“ (1994). Bækur hennar eru engar þroskasögur. Kvenhetjur bókanna leitast ekki við að komast til manns, þær eru engar dugmiklar eða góðar stúlkur. Carina Rydberg skrifar um skugga- hliðai- mannsins - um ofbeldi, morð, pyntingar, blóðskömm, sadómasókisma, hrottaskap, skemmdarfýsn og mannvonsku. Það eina sem persónur í bókum hennar geta átt vist er auð- mýking og niðurlæging. Ritverk hennar falla að miklu leyti undir það sem nú er farið að kalla „skráckel-litteratur“ (skráck+áckel, þ.e. hryllings+viðbjóðsbókmenntir) í sænskum bókmenntum síðustu ára. Tungutak Carinu Rydberg er stílhrein, skrautlaus og bláköld frásögn, einkum í fyrstu bókunum. Harðsoðnara en hjá Hemingway - karlmannlegt tungutak, segja margir. Þar eru engar nákvæmar lýsingar, skýringar eða skreytingar. Engar ábendingar né heldur rök- leiðslur höfundar frammi fy'ir lesendum. Nán- ast engin lýsingarorð, engir litir og engin lykt. En í undirtextanum, á bak við prósann, sem virðist svo einfaldur og kaldur, leynist hið geig- vænlega. Um „Nattens amnesti“ sagði ritdóm- ari einn: „Það er sem lesandinn hafi vörtótta froskpöddu í maganum og eigi alltaf von á þvi að hún taki aftur undir sig stökk svo að innyfl- in herpist í uppköstum." Um ritstörf sín segir Carina Rydberg sjálf: „ðll mín skrif eru um ástina, hversu undarlega sem það kann að hljóma. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.