Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 19
I PÓLSKAR SYSTUR MEÐ TÓNLEIKA I LISTAKLÚBBI LEIKHÚSKJALLARANS UR F40LDANUM I FAMENNIÐ AÐ ER óravegur frá Kraká til Hólmavíkur. Lönd, haf og milljónir manna skilja þessa staði að - heill heimur. Sú staðreynd aftraði þó ekki systrunum Mariolu og Elzbietu Kowalczyk frá því að yfirgefa æskustöðvarn- ar í Póllandi fyrir fjórum árum og setjast að á Hólmavík. Sú fyrrnefnda, sem er messósópransöngkona, stýrir tónlistarskól- anum á staðnum og Elzbieta kennir þar á pí- anó. Saman koma systurnar fram á tónleikum í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánu- dagskvöldið, kl. 20.30. Á efnisskrá eru sönglög úr ýmsum áttum, eftir menn á borð við Chopin, Kartowicz, Caldara, Mozart, Verdi, Gershwin og Þórarin Guðmundsson. Mariola stundaði söngnám við Tónlistar- háskólann í Kraká, þaðan sem hún lauk prófi árið 1980. Allar götur síðan hefur hún starf- að við söng og söngkennslu. Um árabil vai- hún fastráðin við óperuna í Kraká, auk þess að koma reglulega fram með sinfóníuhljóm- sveitum og á tónlistarhátíðum. Þá hefur Mariola ferðast víða um lönd, ýmist með hljómsveitum eða systrum sínum, Elzbietu og Ewu, sem er sópransöngkona, meðal ann- ars til Bandaríkjanna, Ítalíu, Kanada, Þýska- lands, Frakklands og Finnlands. Pólska út- varpið og fjöldi erlendra útvarps- og sjón- varpsstöðva hafa gert upptökur með söng hennar. Elzbieta lauk prófi í píanóleik frá Tónlist- arháskólanum í Kraká árið 1986 og söngprófi frá tónlistarskóla í Nowry Targ sex árum síðar. Hún hefur verið meðleikari systra sinna, Ewu og Mariolu, á tónleikum þeirra, innan og utan Póllands, ásamt því að hafa starfað í sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins. Vildu breyta til En hvers vegna ákváðu þær systur að yf- irgefa heimalandið og setjast að á Hólmavík? „Það er von þú spyrjir," segir Mai’iola og hlær. „Ástæðan er einfaldlega sú að okkur langaði að breyta til og hvers vegna ekki að flytja til Islands? Við eigum pólska vini, sem sest hafa að í Borgamesi og á Akureyri, og þeir hvöttu okkur til að láta slag standa - hér væri gott að vera.“ Því næst sóttu systumar um stöðu skóla- stjóra og píanókennara við Tónlistarskól- anna á Hólmavík og fengu. En vistaskipti geta tekið á taugarnar, það fengu systurnar að reyna. „Þegar við vorum sestar upp í flug- vélina, sem flytja átti okkur til Islands, feng- um við strax vægt áfall. Allt í kringum okkur var fólk að tala stórfurðulegt tungumál. Eg hafði lært ensku, frönsku og þýsku í háskóla en þetta var eitthvað allt annað! Er þetta ís- lenska? hugsaði ég með mér. Ef svo er, þá get ég þetta ekki! Þetta er ómögulegt," segir söngkonan nú fjórum árum síðar - á prýði- legri íslensku! Engu að síður skiluðu systurnar sér upp á skerið - en ekki tók betra við þar. „Það var janúar og þegar við komum til Hólmavíkur var veðrið virkilega vont, snjór og vindur. Við höfðum aldrei kynnst öðru eins hvass- viðri og fyrstu þrjár vikurnar þráðum við að komast heim til Póllands. Við áttum virki- lega bágt!“ En alla vinda lægir um síðir og fljótlega komust systurnar í takt við íslenskt þjóðfé- lag. „Þökk sé því góða fólki sem tók á móti okkur, með Stefán Gíslason sveitarstjóra í broddi fylkingar. Islendingar era upp til hópa mjög hjálplegt fólk, hér eru allir þoðnir og búnir að veita manni aðstoð,' ólíkt því sem Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon SYSTURNAR Mariola og Elzbieta Kowalczyk hafa víða farið um dagana en koma nú í fyrsta sinn fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. maður hefur kynnst víða annars staðar, til dæmis í Þýskalandi," segir hin siglda Mari- ola. Eitt af því fyrsta sem vakti athygli Mari- olu var fegurð íslenskra sönglaga. „Þegar ég heyrði þessi lög fyrst trúði ég ekki mínum eigin eyram, hvernig geta tónskáld sem búa í svona köldu landi samið svona hlý lög? Ástæðan er einföld, íslensku sönglögin end- urspegla ekki veðráttu landsins, heldur hjartaþel þjóðarinnar!" Mariola segir það jafnframt hafa komið sér á óvart hve íslensk og pólsk sönglög eiga mikið sameiginlegt. „Islensk sönglög líkjast pólskum og rússneskum sönglögum mun meira en til dæmis þýskum, sem era köld og fjarræn. Þetta kom mér þægilega á óvart.“ Mikill áhugi á tónlist Mariola segir tónlistaráhuga mikinn á Hólmavík, tónlistarskólinn sé þéttsetinn og kirkjukórinn, sem hún stjórnar, í stöðugri framfór. „Börnin í skólanum eru mjög áhugasöm og ekki síður fullorðnu konurnar sem ég er með í einkatímum. Þá er kórinn mjög góður. Það hefur verið reglulega gam- an og gefandi að kynnast og vinna með þessu fólki.“ En hvernig koma Islendingar Mariolu fyr- ir sjónir? „Það sem ég virði mest við íslendinga, fyr- ir utan hjálpsemina, eru rólegheitin. Hér dettur hvorki né drýpur af fólki. Ef það er vont veður í dag, hugsa Islendingar bara með sér: „Jæja, það verður bara betra á morgun!" Þetta viðhorf kann ég að meta, þó Kraká sé að mörgu leyti yndisleg borg er fólkið þar alltof stressað. Á Hólmavík er eng- inn stressaður.“ Það þai’f vart að taka það fram að systrun- um, Mariolu og Elzbietu, líður ákaflega vel á Hólmavík og sú fyrrnefnda staðfestir að ekk- ert fararsnið sé á þeim. „Auðvitað söknum við vina og ættingja í Póllandi, annað væri óeðlilegt. Við höfum hins vegar verið mjög duglegar að heimsækja þá á sumrin og með- an okkur líður svona vel á Islandi er engin ástæða til að snúa aftur til Póllands." ÓLi G. JÓHANNSSON OPNAR MÁLVERKASÝNINGU í HVERAGERÐI LISTAGYÐJAN VERIÐ MER HLIÐHOLL Morgunblaðið/Kristján „MYNDLISTIN er nú mitt aðalstarf," segir Óli G. Jóhannsson, myndlistarmaður, sem er að opna málverkasýningu í Hveragerði. r LI G. Jóhannsson, myndlistarmað- ur á Akureyri opnar málverkasýn- ingu í Listaskálanum í Hveragerði laugardaginn 28. febrúar kl. 15.00. „Sólin gaf mér litakassa“ er yfirskrift sýn- ingarinnar og sýnir Oli 48 málverk, unnin í akríl á striga. Oli sagði þessi verk óhlutbundin og máluð á síðustu tveimur og hálfu ári. „Eg sýndi álíka verk fyrir tæpum þremur árum á sýn- ingu í St. Moritz í Sviss. Sú sýning gekk mjög vel og ég seldi fjölmörg verk. Sýningin opnaði mér glugga lengra til suðurs og mér stóð tiþboða að halda sýningu í Verona á Italíu. Ég ætlaði með þessa sýningu sem ég er nú að opna í Hveragerði til Italíu en varð að hverfa frá þeirri hugmynd. Ég lenti í slysi er ég var á togara norður í Bai’entshafi og réð því ekki við að fara með svona stóra sýn- ingu til útlanda.“ Óli hefur ekki sýnt fyrir sunnan í ein 13 ár en er honum bauðst að sýna hjá Einari Há- konarsyni í Hveragerði, tók hann því fegins hendi. „Listaskálinn er besti sýningarsalur landsins og Reykjavík hefur ekki einu sinni upp á að bjóða sambærilegan sal til sýn- inga.“ Haldið sýningar víða Fyrstu einkasýningu sína hélt Óli árið 1972 á Akureyri og af og til hefur hann hald- ið einkasýningar í heimbæ sínum og víðar um Norðurland. Þá hefur hann sýnt ásamt nokkrum félögum sínum að Kjai-valsstöðum, í Norræna húsinu og í Listasafni alþýðu. Á áttunda áratugnum varð mikil vakning í myndlist á Akureyri. Myndlistarfélag Akur- eyrar var stofnað og undir merkjum þess var unnið ötult brautryðjendastarf. Óli var for- maður félagsins um tíma og hann beitti sér ásamt nokkrum vinum fyrir stofnun Myndsmiðjunnar sem var forveri Myndlist- arskólans á Akureyri. Óli rak um árabil Gallery Háliól ásamt eig- inkonu sinni Lilju Sigurðardóttur. Starfsemi Háhóls markaði tímamót í sögu myndlistar á Akm’eyri og í fyrsta sinn voru reglubundnar sýningar haldnar norðan heiða. Eftir slysið í Barentshafi hefur myndlistin verið aðalstarf Óla og hann telur að lista- gyðjan hafi verið sér hliðholl. „Ég hef hins vegar ekki komið nálægt myndlistarmálum á Akureyri síðustu 10 árin og tel mér það til tekna. Ég hef ekki viljað taka þátt í þeim vígaferlum og því nautaati sem verið hefur í kringum Listagilið,“ sagði Óli. Mótettu- kórinn oa Hörður ó Tistahótíð Björgvinjar MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson orgelleikari munu halda tónleika á alþjóðlegu listahátíð- inni í Björgvin í Noregi í vor. Tónleik- ar Mótettukórsins verða í Dómkirkju borgarinnar 30. maí nk., en Hörður, Sem jafnframt er stjórnandi kórsins, kemur fram einn síns liðs á sama stað deginum áður. I bæklingi sem stjórnendur hátíðai’- innar hafa sent frá sér eni tónleikar Mótettukórsins kynntir sem einn af hápunktum tónlistardagski’ár hátíðar- innar, en meðal annai’ra gesta verða messósópransöngkonan Cecilia Bar- toli, Anne-Sophie Mutter fiðluleikari og messósópransöngkonan Randi Stene, sem valin hefur verið tónlistar- maður hátíðai-innai’. Á efnisskránni sem Mótettukórinn fer með utan era verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt, sem sótti Island heim á dögunum, Hjálmar H. Ragn- arsson og Jón Nordal. Á einleikstón- leikum sínum mun Hörður Áskelsson aftur á móti flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Árvo Párt, Kjell Mörk Karlsen, Jónas Tómasson og Jón Nor- dal. Framkvæmdastjóri listahátíðarinn- ar í Björgvin er íslendingurinn Bergljót Jónsdóttir. í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.