Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 4
BÆRINN Miðdaisgröf þar sem annar bræðranna, Halldór, bjó. Myndin er tekin 1920. Dagbaekur Ein er sú heimild sem varpar oft skýrara ljósi á þá atburði sem fólk taldi fréttnæma, en það eru margar dagbækur frá nítjándu öld. Ein slík verður tekin til umfjöllunar í þessari grein, en það er dagbók Halldórs Jónssonar sem kenndur var við Miðdalsgröf í Stranda- sýslu. Dagbók Halldórs nýtti ég í rannsókn minni sem birtist á þessu ári í bókinni Mennt- un, ást og sorg. Einsögurannsókn á sveita- samfélagi 19. og 20. aldar, en dagbækur af þessu tagi eru kjörið viðfangsefni fyrir þá sem rannsaka alþýðumenningu. Halldór hélt dagbók á árunum frá 1888, en þá var hann sautján ára, og til þess dags er hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 1912. Á hverjum degi skráði hann atburði dagsins samvisku- samlega og af mikilli nákvæmni; veður, hey- gjöf eða heyfeng, ástand bústofnsins, gesta- komur og ferðir heimilisfólksins um nágrenn- ið, lestur bóka og uppskriftir hverskonar auk atburða í sveitinni. Dagbók Halldórs er eins og margar aðrar dagbækur frá sama tíma sérlega áhrifaríkur samtímaspegill. Þar opinberast hugarheimur manns sem hafði vökult auga fyrir öllu um- hverfí sínu og lét einskis ófreistað að koma athugunum sínum á blað. Hall dór hélt auk dagbókanna svo kallaðar samtíningsbækur, en það voru bæk- ur sem gáfu honum tækifæri til að halda til haga efni sem hann hafði rekist á og vildi varðveita auk al- mennra hugleiðinga og hugmynda um búskapinn, umhverfið og hann sjálfan. Fimm slíkar bækur hafa varðveist en að auki heyjaði hann í fimmtán ljóðabindi, bæði prent- uð og þó aðallega óprentuð ljóð úr ALÞEKKT er að bréf al- þýðufólks á nítjándu öld til yfírvalda enduðu gjaman á almennum fréttum af ár- ferði, gæftum, sauðburði og þess háttar úr heimabyggð bréfritara. Umfjöllunin gef- ur oft óvenju skemmtilega sýn inn í hugarheim þessa fólks sem var af mismunandi stigum þjóðfélagsins. Fréttimar svipta að nokkru leyti hulunni af mannlífi sveitanna og því sem helst bar á góma sam- tímamanna. Bréfin sjálf eru góðar heimildir um þjóðlífið þó að aðalefni þeirra sé því ekki tengt; staðbundnum upplýsingum er hnýtt aftan við af gömlum og góðum sið. í bréfum þessum er ekki verið að blása ryki í augun á neinum, heldur aðeins verið að ávarpa náung- ann á alþýðlegan hátt með því að rekja það helsta sem drifið hefur á daga manna þar um slóðir. Sýslumenn, svo dæmi sé tekið um opin- bera embættismenn, áttu eins og aðrir heimt- ingu á almennum fréttum! í SKUGGSJÁ UNGS MANNS Á NÍTJÁNDU ÖLD EFTIR SIGURÐ GYLFA MAGNÚSSON aldamótunum, en aðeins minnast á eitt og annað sem mjer þykir minnisverðast á liðna árinu hjer í kring, og þó allt í molum. Hey gáfust mikið til upp víða, þó veturinn gæti ekki harður kallast en fje allstaðar í góðu standi. Heyskapur gekk vel þar til 3 vikum fyrir leitir að brá til óþurka, og hraktist allt hey meira og minna eptir það og varð úti á sumum stöðum. Spretta var fremur góð, sum- staðar ágæt. Heimtur góðar á fje í haust. Afli með betra móti, í haust urðu um og yfir 100 kr. hl(utur) hjá nokkrum, sem Ijetu blautt. Verslunin erfið eins og fyr. Pöntun með minna móti, fje seldist fremur vel en ull kjöt ofl. óselt enn. Seinni part sumars og haustið storma- samt, sjerstaklega er mönnum minnisstætt veðrið sem gerði á sunnan og vestan 20. sept. Gekk það yfir allt land og skemdi allstaðar meira og minna. Reif hús og feykti heyi stór- kostlega til skaða. Fauk sumstaðar nál. 100 hestum, en manntjón varð ekkert hjer um slóðir eða stórkostlegur skaði á húsum. Dag- ana 8.-10. nóv. gerði ákafann norðan byl og fennti þá fje og hesta, (18 hestar fenntu og hröpuðu og 50-60 fjár fennti til dauðs hjer í nærsveitunum), kona varð úti í þeim byl, Kristín að nafni Hannesdóttir úr Saurbænum. Bátur brotnaði í spón á Kollafjarðamesi, sem Sig. á Broddanesi átti. Það var sama daginn sem vestanveðrið mikla var, nl. 20. sept. sem kjósa átti þingmann iyrir Strandasýslu, en þá var ófært veður svo að engir komu á kjörfund, og er því þingmannslaust hjer. Það sem helst hefur verið að umræðuefni nú um tíma hjer meðal almennings er kosningarleiðangur Ingi- mundar Magnússonar bónda í Snartartungu. Hann hefur nú farið sýsluna á enda og reynt að smala sjer atkvæðum til þingkosningar með öllum mögulegum og ómögulegum hætti. Hefur honum orðið dálítið ágengt í sumum hreppum sýslunnar t.d. Ámes-Kaldr. og Hrófbergshreppum, en í hinum eru at- kvæðisloforð hans víst teljandi. Hann er að flestra áliti, sem eitthvert skynbragð bera á málefnið, alls óhæfur til þing- mennsku, og hjeraðinu til stór hneisu að senda slíkan mann á þing, þar sem þó að lík- indum er völ á miklu hæfari mönnum til þess starfa. En það er vonandi að hann komist ekki á þing í þetta sinn fyrir það fyrsta. BRÆÐUR tveir frá Tindi í Kirkjuhvolshreppi á Ströndum skrifuðu dag- bækur í langan tíma og til að sýna umfang þeirra hefur þeim hér verið staflað upp. Dagbækurn- ar geyma mikinn fróðleik um líf alþýðu manna til sveita á síðari hluta 19. aldar. ýmsum áttum. Halldór unni sér því aldrei hvíldar. Breyttir timar Dagbókarskrif alþýðufólks voru frekar fá- tíð framan af nítjándu öld eftir því sem best er vitað. Á seinni hluta aldarinnar dró til tíð- inda. Skriftarkunnátta jókst, pappír og skrif- færi var oftast hægt að nálgast án mikils til- kostnaðar og sveitasamfélagið stóð frammi fyrir nokkrum breytingum að því er flestir álitu. Við ungu fólki blasti annars vegar heim- ur fortíðar þar sem tekið var á hlutunum með sömu handtökum og gert hafði verið nánast öldum saman. Hins vegar sást grilla í dags- brún nýrra tíma í garði alþýðunnar þar sem lögð var áhersla á þekkingaröflun undir áhrif- um frá upplýsingunni. Leitin að vitneskju um eðli hvers hlutar var undirstaða allra skipu- lagðra rannsókna og forsenda framfara. Dagbókin var vettvangur til að skrásetja lífið, tæki til að halda utan um breytingar tím- ans. Hún varð eins konar kvarði sem Halldór og hans líkar gátu lesið af til að átta sig betur á hvað ætti fyrir þeim að liggja. Mælingar al- þýðunnar og færslur undirstrika einnig tilurð nýs valds sem varð öflugt vopn í höndum hennar. Færi gafst á að skipuleggja líf sitt með nýjum hætti og í þessu ljósi verður skriftarárátta Halldórs skiljanleg. Yfirlit ársins Á hverju ári tók Halldór saman í dagbók sinni yfirlit ársins sem hann nefndi svo, en það var nokkurs konar uppgjör við atburði ársins sem var að líða. Þessi yfirlit gefa nokk- uð sérstæða mynd af hugsun Halldórs og mati hans á því sem hann taldi vera markvert. Hér á eftir verður farið í gegnum yfirlit tveggja ára í líf Halldórs, annars vegar aldamótaárs- ins 1900 og hins vegar ársins 1909. Halldór kveður aldamótaárið á eftirfarandi hátt: „Með þessum degi er þá árið, og öldin nítj- nda á enda; jeg læt mjer ekki detta í hug að skrifa hjer neitt í tilefni af 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.