Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 7
ar“, eins og höfundur Tistransrímna hefur gert. Skáldið á að „búa til viðburði" sjálft „þegar þörf gjörist“ en ekki binda sig við sög- una sem ort er út af. Skáldið á auk þess að „skapa hið innra líf þeirra manna, er sagan nefnir, til að koma sem bestri skipun á efnið og geta síðan leitt það í Ijós í fagurlegri og al- gjörðri mynd, ella verða rímumar tómar rím- ur en aldrei neitt listaverk“. Jónas gerir með öðrum orðum kröfu um frumleika og fagran smekk en að hans mati er form rímnanna svo staðnað og þröngt að það heftir skáldið. Frumleiki var á þessum tíma ung og nánast ný hugmynd í íslenskri bók- menntaumræðu. Þetta er rómantísk hugmynd og tengist því að skáldið - sjálfsvitund þess, hugsanir og innra líf - varð æ fyrirferðar- meira í skáldskapnum á kostnað hins þjóðfé- lagslega og trúarlega fræðsluboðskapar upp- lýsingarinnar. Raunar hafði upplýsingarfor- kólfurinn sjálfur, Magnús Stephensen, verið einn helsti - og fyrsti - boðberi þessarar hug- myndar í byrjun nítjándu aldarinnai’. í grein sinni, „Um Snilld í Grafminningum og Skáld- mælurn", sem birtist í tímariti hans, Klaustur- póstinum árið 1820, talar hann um að skáld- skapur eigi að vera fullur af „kjarnmiklum, snotrum og samanfergðum þönkum, oft sem fóstrum víðförullar, stundum flughárrar og djúpsærrar hugmyndunar höfundsins". (Let- urbreyting mín.) Einnig talar hann um að skáldskapurinn eigi að vera afurð „eigin ímyndunar" höfundarins. Þótt undarlegt megi virðast má sem sagt kalla Magnús Stephensen upphafsmann róm- antíkurinnar, og sennilega frekar en Fjölnis- menn. imyndunarafiið spillt og saurgað í grófum dráttum skiptir Jónas umfjöllun sinni í tvennt í dómnum, annars vegar fjallar hann um efni rímnanna og hins vegar um form þeirra. Niðurstaða hans um efnið og efnistökin er mjög skýr; Sigurður hefur ekki sýnt góða skáldlega dómgreind með vali sínu á sögu til að yrkja út af og úrvinnsla hans er hvorki góð né frumleg. Reyndar segir Jónas að sagan sé svo „einslds verð og heimskulega ljót og illa samin, að hennar vegna stendur á litlu, hvem- ig með hana er farið“. Jónas gagnrýnir sög- una á sömu forsendum og Magnús og aðrir upplýsingarmenn; hún er upplogin og sam- ræmist ekki veruleikanum sem íslendingar lifa og hrærast í. í henni er til að mynda að finna eitthvert dýr sem fer ógurlega í taug- arnar á Jónasi: „Þetta dýr er ekki ósvipað rímunum sjálfum: það er með merarhálsi og hvalshöfði, og hræðilega afturmjótt, með hala-komi, og allt saman þakið skeljum.“ Jónasi þykir form rímnanna ekki slæmt að öllu leýti: „n'mumar era liðugar, og smella töluvert í munni, víða hvar.“ Hann segist ekki hafa fundið skothend erindi og höfuðstafir standi ekki skakkt, nema á einstaka stað. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er lítill vandi að standast þessar kröfur, heldur Jónas áfram í umvöndunartón, þegar allt er látið fjúka sem heimskan lætur manni detta í hug. Jónas tínir svo saman kenningar sem ekki era réttar eða hreint „moð“. Hann telur upp lýs- ingarorð sem era einungis notuð til að fylla upp í kenningar og hijóðstafi, burt séð frá merkingu þeirra. Hann nefnir svo „eitt sem aldrei á að sjást í neinum skáldskap: að áhersl- an lendir á röngum stað“. Svo fellur þungur dómur um Sigurð þar sem Jónas segir: „Imyndunaraflið hlýtur að vera allt saman gjörsamlega spillt og saurgað, áður en það geti farið að skapa þvílíkar ófreskjur." Ekki að öllu leyti róttmætt f lok dómsins segist Jónas vona að hann verði einhverjum til viðvöranar sem ætli að fást við rímnakveðskap eftirleiðis. Hann segir sér ofbjóða þegar hann fari að hugsa um að þetta séu elleftu rímur Sigurðar Breiðfjörðs. „Hvílík vanbrúkun á skáldskapar-listinni!“ segir hann, „hvílíkt hirðuleysi um sjálfan sig og aðra - að hroða svona af kveðskapn- um, og reyna ekki heldur að vanda sig og kveða minna.“ Jónas segir rímnaskáldunum stríð á hendur: „Leirskáldunum á ekki að vera vært.“ Og hann segir að þeim muni varla verða það úr þessu, nema þau bæti ráð sitt. Að lokum segir hann í hótunartón: „Höfundur þess- ara orða, skal að minnsta kosti heita á hvern, sem fyrstur verður til, að láta prenta nýjar rímur, svona illa kveðnar, að taka þær, ef hann lifir, og hlífa þeim ekki, heldur leitast við, að sýna almenningi einskisvirði þeirra, og hefna svo landsins og þjóðarinnar fyrir alla þá skömm, sem hún verður fyrir af slíkum mönnum." Ekki er víst að kveðið hafi verið fastar að orði í íslenskum ritdómi síðan. Jónas lítur svo á að hér sé heiður þjóðarinnar í veði; rímumar era ósómi sem verður að spoma við. En eins og áður sagði hafði Jónas ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir að mörg helstu skáld og áhrifamenn í íslenskum bókmenntaheimi hafi um langt skeið flutt áróður gegn rímun- um lifðu þær góðu lífi. Sama ár og Magnús Stephensen lést fóru menn að prenta rímur í gríð og erg. Og til merkis um stöðu rímnanna seinna á nítjándu öldinni er að lærð skáld á borð við Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson og Einar Benediktsson ortu þá rímur. Gildi dómsins er kannski fyrst og fremst fólgið í því að í honum sjáum við glöggt árekstur tveggja menningarheima, eins og Páll Valsson bendir á í þriðja bindi íslensku bókmenntasögunnar. „hinnar gömlu (og stöðnuðu) bókmenntahefðar á íslandi og svo hinna nýju rómantísku skáldskaparkrafna,..." Einnig er bent á í Bókmenntasögunni að það verði að taka gagnrýni Jónasar á Sigurð með nokkram fyrirvara vegna þess að hún var að öllum líkindum hluti af stærri deilu sem Fjölnismenn áttu í við Sigurð. Sigurður sner- ist strax gegn Fjölni, líkt og margir íslend- ingar, og orti níð um hann. Kvæði hans, Fjölnis rjóma, lýkur á þessari beittu vísu: M kveð eg nú til þessa yður, sem þekking hafið ritum á: Kveðum við hann svo norður og niður, að Nástranda bæli gisti sá. Líklegt má telja að ritdómur Jónasai- sé lið- ur í því að svara þessum bölbænum. Þar að auki er gagnrýni Jónasar ekki að öllu leyti réttmæt. Tveimur árum áður en rit- dómur Jónasar btrtist hafði Sigurður lýst svipuðum skáldskaparviðhorfum í formála að Númarímum. Þar tekur hann undir gagnrýni á rímurnar sem bókmenntagrein og leggur áherslu á frumleika. Rétt eins og Jónas talar hann um að rímnaskáld þurfi ekki að „þræl- binda ljóð sín við bókstafi sögunnar". Skáldið á hins vegar að prýða rímumar með „sjálf- smíðuðum samlíldngum, snillilegum Eddu greinum og snotrum þönkum yfir tilburði sög- unnar.“ Er sumt í þessum formála svo sláandi líkt því sem Jónas segir í dómnum að maður fær það á tilfinninguna að Jónas hljóti að hafa lesið hann og jafnvel haft hann til hliðsjónar við ritun dómsins. Hvort Sigurði hafi svo tek- ist að fylgja þessum nýju skáldskaparkröfum eftir í skáldskap sínum er erfiðara að dæma um; að mati Jónasar hafði hann verið fjarri því fjórum árum áður í Tistransrímum. Sigurður Breiðfjörð Jónas Hallgrímsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg VICTOR Cilia sýnir málverk í Hafnarborg. FRÁ ÓRAVÍDDUM GEIMSINS TIL HINS SMÆSTA MYNDLISTARMAÐURINN Victor Cilia opnar málverkasýningu í Hafnarborg í dag, laugardaginn 28. febrúar, kl. 14. A sýningunni era 12 málverk, unnin á þessu ári og því síðasta. Þetta er sjötta og jafnframt stærsta einkasýning Victors til þessa. Verkin eru byggð upp á sam- hverfum formum og mynstram sem listamann- inum hafa lengi verið hugstæð. Málverk Victors búa yfir margvíslegum tilvís- unum í listasöguna. Þau byggjast á ævafornri mynsturhefð, en mynstur hafa lengi verið notuð til að túlka náttúrana. Keltar túlkuðu guðdóm- inn í gegnum skreytilist sína og eins og fram kemur í grein Auðar Ólafsdóttur listfræðings í sýningarskrá þá era þessi miðlægu kerfi verk- anna táknræn fyrir veraleikann í heild sinni, ...“líkt og líkamar í endurreisnarmálverki“. Eða skreytilist barokktímans. En þó að verk Victors vísi þannig lengst aftur í listasöguna sækja þau einnig margvíslegar tilvísanir í merkingarheim samtímans. „Þannig umbreytast keltneskir orkusniglar og sólartákn eða fléttumynstur vík- inga áreynslulaust í gervihnattadiska, lúðra, stofulampa og ýmiss konar tæknivædd mótt- tökutæki,11 bendir Auður jafnframt á. Sjálfur segist Victor líta á tæknibúnað um- hverfisins sem framlengingu á náttúranni, e.k. manngerða náttúru. „Verkin era unnin sem mynstur sem síðan verða að lífrænum formum. Formin gætu allt eins verið skyni gæddar ver- ur eða einhvers konar mekanismi. Hugmynd- irnar sæki ég í mannslíkamann, t.d. eyra, og tæki eins og gervihnattamótttökudiska, en í raun minna þau um margt á eyru þar sem þau skynja og taka á móti hljóðum úr umhverfinu,“ segir Victor. Þau sex ár sem liðin eru frá því að Victor hóf að mála myndir er lutu lögmálum samhverfunnar hefur skreytið smám saman myndhverfst í tákn sem eru dregin frá veru- leikanum. Með því að vera samhverfunni svo algerlega trúr má segja að listamaðurinn sé að brjóta óskráðar reglur myndlistarinnar um það að fullkomin samhverfa sé ekki list, listin sé fremur fráhvarf frá reglum. Victor segir að með því að leyfa sér algert frelsi innan strangrar reglu um miðlæga speglun myndar- innar komi hann sífellt auga á nýja möguleika innan formsins. Á auðum bakgrunninum hringa sig mjúk og straumlínulaga form, nán- ast áþreifanlega þrívíð að gerð. Litirnir gefa tóninn fyrir lögun og eðli formsins. Grænir og gulir litir tengjast jörðu, blár er loftkenndur og rauði liturinn reisir tignarlegan cosmos á sti-ig- ann. í verkunum býr heimur sem nær frá smæstu lífsformum til hinna stærstu. UOÐ, SKULPTURAR OG TEIKNINGAR ÞÆR Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, ljóð- skáld, og Sigrún Guðmundsdóttir, myndhöggvari, standan saman að sýn- ingu á Ijóðum, skúlptúram og teikning- um í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og stendur til 16. mars. Sigrún sýnir skúlptúra og teikningar. Verkin tjalla um form mannslíkamans í mismunandi stöðum og eru steypt í brons og gips. Módel- teikningarnar era unnar með koli. Sigi-ún lauk námi frá Statens Kunstakademi í Osló árið 1969. Hún hefrn’ kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1972 og Myndlista- og handíða- skóla íslands frá 1983. Kristín sýnir ljóð, örsögur og smásögur. Ljóðin eru sett upp í ramma og sögurnar era bundnar inn í handunnar bækur. Verkin era samin á síðustu 2 árum. Kristín hefur starfað sem slagverksleikari undanfarin 7 ár en Ijóð sín hefur hún lesið upp víða og ljóð hennar hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. EITT af bronsverkum Sigrúnar Guðmunds- dóttur á sýningunni i Hafnarborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.