Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 5
Með framförum má telja það, að 2 timbur- hús hafa verið byggð hjer í stað torfbæja nl. á Tröllatungu og í Stórafjarðarhorni. I Stór- holti í Saurbæ var líka byggt stórt timburhús í ár. Lestrarfjelögin hjer í Tungusveit og Kollafirði dafna heldur vel; en lítið orð fer af þeim í hinum hreppum sýslunnar, sem þau hafa verið stofnuð í, en þau þróast og dafna máske í kyrþey. Unglingaskólinn á Heydalsá heldur áfram og eru á honum 10-12 nemend- ur, einna flest úr sveitinni (Tungusv.) sem verið hefur. Sigurgeir Asgeirsson er þar kennari eins og fyrr.“ Áhugavert er að greina hvað vakti mesta athygli Halldórs á þessum tímamótum. Bú- skapurinn og helstu áföll sem dunið höfðu yfir fá greinabestu umfjöllunina í yfirliti hans. Framfarir heima í héraði og utan þess voru sérstakt áhugamál Halldórs og umræðu um þau má finna víða í dagbókum, bréfum og samtíningsbókum hans. Unglingsskólinn var einn af þeim fáu sem til voru fyrir þennan ald- urshóp á landinu á þessum tíma og var Hall- dór afar áhugasamur um framgang hans. Aldamótaárið var Halldór í lausamennsku víða um sveitir og vann þá fyrir sér með vegg- hleðslu, en hann var annálaður vegghleðslu- maður og skrifaði meðal annars lærða grein um handbrögð og aðferðir við vegghleðslu í Búnaðarritið árið 1906, auk þess sem hann kenndi á vetrum og hljóp í aðra tilfallandi vinnu bæði á sjó og landi. En í lok árs 1902 gekk hann að eiga heimasætuna í Miðdals- gröf, Elínu Samúelsdóttir, og þá breyttist staða hans öll sem meðal annars kom fram í umfjöllun hans í dagbókunum um stórvið- burði ársins. Áríð 1909 Þegar Halldór var kominn í stöðu hins bú- andi manns tók hann fljótlega að sér ýmis trúnaðarmál á vegum sveitarinnar meðal ann- ars fyrir búnaðar-, verslunar- og lestrarfélag- ið og sparisjóðinn. Þessi störf gáfu honum gott yfirlit yfir alla formlega starfsemi innan sveitarinnar og af yfirliti árisins í dagbókum hans má greina þessa auknu yfirsýn og skiln- ing á mannlífinu. Af þessum sökum lengdist yfirlitið frá ári til árs og því er ekki gerlegt annað en að taka út valda kafla úr þessari samantekt ársins 1909. Þegar þarna er komið sögu var hann farinn að skipta umfjöllun sinni upp í þrettán kafla. Fyrstu sex voru þessir: 1. Tíðarfar. 2. Heybirgðir og skepnuhöld. 3. Heyskapur. 4. Afli. 5. Jarðabætur. 6. Hús- byggingar. Um húsbyggingar segir hann: „6. Húsabyggingar engar teljandi. Verslan- ir hjer flytja heldur engan við svo þó einstaldr menn vildu og treystust til að byggja, þá er við ekki að fá nema þá að panta hann lengra að fyrir peninga, en þeir meiga heita ófáan- legir um þessar mundir. I sumar var byggð kirkja fyrir Tungusveit og Kollafjörð á Kolla- fjarðarnesi. Hún er úr steini 15 1/2 X 10 al. Byggðu hana 4 menn frá Reykjavík og með þeim 2 menn hjer úr plássi (Magnús Lýðsson og Jón Guðm.son trjesmiður í Tungugröf). Tóku þeir Reykvíkingar að sjer bygginguna að öllu leyti fyrir 7050 krónur. Voru þeir við verkið frá því seint í maí til ágústloka. Sunnud. 5. sept. var kirkjan vígð af prófasti Eiríki Gíslasyni að viðstöddum fjölda manns, líkl. um 400 og tók kirkjan ekki. Síðan hefur verið messað aðeins tvisvar, og varla messu- fært fyrir fólksfæð." Einkenni þessa tímabils var hvað lítið var byggt af timburhúsum á Ströndum, en það var sannarlega ekki einsdæmi á landinu. Flestir héldu sig enn við gamla lagið, þó svo að timbrið hafi farið að ryðja sér æ meira til rúms í gömlu bæjunum. Það breytti ekki þeirri staðreynd að í upphafi tuttugustu aldar voru timburhús fá og ófullkomin víðast hvar í sveitum landsins. Aðrir þættir í yfírliti ársins voru: 7. Verslun. 8. Sýning á búfé. 9. Heilsufar fólks. I síðasttalda liðnum kemur margt áhugavert fram: „9. Heilsufar fólks hjer hefur ekki verið rjett gott. Kighósti gekk hjer í börnum og bamaveiki stakk sjer niður, dó þó ekkert úr því. Kvefsamt hefur líka verið með meira móti. Brjálsemi á fólki var líka óvenju mikil (Finnbogi í Arnkötludal varð svo um tíma að slá varð utanum hann. Ragnheiður vinnukona á Hrófá varð brjáluð um tíma uppúr barna- veiki. Guðrún kona í Heiðarbæ sömul. eptir barnsburð. Jónína á Hvalsá). Fullorðnir sem dóu hjer í heppnum voru: Elín Jónsdóttir unglingsstúlka á Heydalsá dó úr tæring 18. febr. Ingibjörg Markúsdóttir miðaldra kven- maður, hafði verið brjáluð yfir 20 ár, sveitar- ómagi með 200 kr. meðlagi, hún dó 3. maí. - Jónína G. Jónsdóttir vinnukona um 25 ára á Hvalsá dó 31. maí, lá lengi. Þórður Jónsson unglingsmaður á Heydalsá, hafði lengi verið veikur af magnleysi. Fjekk krampa, dó 26. des. Helga Jónsdóttir, sem lengi var í Gests- staðakoti, nú á Kirkjubóli orðin gömul og far- , «• '' ' > •"•'•’"" 1 ■ ' •' ««**ri»**V’ > í»V ^ é j'*. *■**■£> r4»y /f '■■’•■' /7 ÁW Av •v*»««v. ^ A- /*•» *y„ m / /?r . ^/ííiWíZé »o»t /fðk. X! l c. , /*< . * t /ý 3 r r r Jf ■ »•* , ; %*■> tu *+■■■ y ■■■?/.*>*■■■* ■ /írjt l >U»Írw /'// i-V' t'zfstl t*Jl?/yW- s** fS/ítitr/ s/L, T-cf /f - «\Í1 * / t % IfV* *» fív/l/tu. *V/ /- /r«J /Ct »y5«■■%/:. Mrt »»*>!«., it*M* Y ■•*•'>***£ /***■*%.. //1«« ' ^ y*vA« | »1 íit-' »Mi éVWrt ríV’,, »*r*i,- *«>/ /Í«*M *•»» x /L/bs.' **+**''■■ rrvtJ -r* wl**^!*»'* ’ li 'fC S* */«^ML^yíc//, «» fj/ /$*'■%< IK • // / . * . •*' mI nr*jjrt*y mmMw. íty/m /jy **%/*%- »v-' *•■»*** X.A, SVEITARBLAÐIÐ Gestur, sem Halldór í Miðdalsgröf hélt úti í upphafi aldarinnar. í því birtist ákall hans til sveitunga sinna um að takast á við verkefni morgundagsins. Dagbók Halldórs er eins og margar aðrar dagbækur frá sama tíma sérlega áhrifaríkur samtímaspegill. Þar opin- berast hugarheimur manns sem hafbi vökult augafyrir öllu umhverfi sínu og lét einskis ófreistað að koma at- hugunum sínum á blað. lama aumingi dó á gamlársdag. Grímur Jóns- son á Heydalsá barn á 8. ári mesti aumingi alla stund; og flogaveikur, dó 30. des. Börn hafa dáið 2 eða 4 í hreppnum þ(etta) á(rið) önnur komung. Nú losaði dauðinn okkur loks- ins við vesalings gagnslitla læknirinn okkar, sem við höfum í fleiri ár þráð að færi á ein- hvern hátt nl. G. B. Scheving. Hann veslaðist loksins útaf eptir langa og þunga legu hinn 24. jan. Kroppurinn mátti ekki liggja í „Stranda" mold og var því fluttur suður til Reykjavíkur. Síðan hafa læknar hjer verið í mestu kriplingabjörgum. Magnús Pjetursson - Magnús Júlíusson og Sigvaldi Stefánsson. Hinum fyrstnefnda veitt embættið; en varð að sigla til fullkomnari lærdóms." Halldór minnist á lát héraðslæknisins Guð- mundar Björnssonar Scheving, en hann hafði átti í miklum útistöðum við Standamenn árum saman og var meðal annars sakaður um að hafa verið valdur að dauða Gríms Ormssonar á Gestsstöðum árið 1902. Grímur var einn besti vinur Halldórs og móðurbróðir Elínar konu hans. Grunur lék á að Scheving hafi gef- ið Grími of stóran skammt af ópíum eftir að sá síðarnefndi lagðist þungt haldinn í lok árs 1902 í kóleru sem Halldór nefndi svo. Af þessu spruttu málaferli sem enduð með því að héraðslæknirinn var sýknaður af öllum ákæruatriðum nokkrum árum síðar. En minn- ingin um atburðina sat greinilega enn í fólki eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að framan. Lýsing Halldórs á dauða barna er lát- laus og allt af því afskiptalaus. Þetta á sér- staklega við þau allra yngstu, þau nefiiir hann ekki á nafn og tilgreinir ekki dánarmein þeirra. Slíkt var mjög algengt í dagbókum hans, jafnvel þegar í hlut áttu nákomnir ætt- ingjar. Halldór, eins og allir samferðamenn hans, glímdi við stöðugan ótta að dauðinn hrifsaði til sín fólk á besta aldri; bæði börn og fólk í blóma lífsins. Slík tilfinning og reynsla skyggði á alla umfjöllun Halldórs og annarra um mannlífið. Þó ekki sé hér kostur á að fara út í áhrif dauðans á menn eins og Halldór er fullvíst að hann hafði umtalsverð áhrif á dag- lega framgöngu fólks og hugsun. Loks er fróðleg upptalning Halldórs á geð- veiku fólki í hreppnum og hvernig hann fjallar um það. Hafa verður hugfast að þennan sjúk- dóm varð að meðhöndla í heimahúsum, heim- ilisfólki öllu til mæðu og óþæginda. Halldór segir frá glímu sinni við geðveikt fólk á mörg- um stöðum í dagbók sinni svo og í sjálfsævi- sögu sem hann ritaði upp í eina af samtínings- bókum sínum. Allt eru þetta átakanlegar lýs- ingar af umkomulausu fólki sem gjarnan var hýst í gripahúsum eða afhýsum, fjarri öðrum heimilisfólki. Síðar í þessu yfirliti frá árinu 1909 segir Halldór svo frá sveitaþyngslunum: „Sveitar- þyngsli eru nú svipuð og næstliðið ár, þarfir á 13. hundr. kr. Þó losnaði hreppurinn við þyngsta þurfaling sinn nl. „Vitlausu Imbu“. En altaf kemur eitthvað nýtt ef eldra hverfur, það er okkar þrautaskerfur, og þyngst að efnahagnum sverfur." Hér er það búmaður- inn Halldór Jónsson barmar sér. í bréfi til bróður síns bar Halldór sig mannalega yfir ástandinu heima og heiman og velti stöðugt fyrir sér hvemig hann gæti búið í haginn fyrir sig og sína. Málefni Ingibjargar bar þar á góma: „Nú er Ingibj. okkar Markúsdóttir (vit- lausa) veik, bai-a að hún gæti stigið af stokk- unum, því það er sama og 200 kr. gróði árl. fyrir hreppinn. Við verðum líkl. ekki svo heppnir. Reyna átti að koma henni á Klepp en þar er meira en fult.“ Síðar í bréfinu, sem hann hefur trúlega ritað á nokkrum dögum, bætir hann við: „Nú er Ingibjörg Markúsdótt- ir dauð, það er mikill ljettir á okkur, þó mikið sje annað eptir.“ Yfirliti ársins lauk Halldór með umræðu um eftirtalda liði: 10. Félög og stofnanir. 11. Sveitaþyngsli. 12. Ábúendaskipti. 13. Kirkju- byggingar. Löngun Halldórs og margra samferða- manna til að takast á við verkefni morgun- dagsins og óbilandi trú á framfarir vekja nokkra furðu. Upplýsingin var greinilega far- in að hafa mikil áhrif á líf alþýðufólks. Þó má segja að mótlætið hafi oft á tíðum verið svo mikið að ætla mætti að menn hefðu lagt árar í bát og draumar þeirra um betri tíð slokknað átakalítið. En svo var ekki. Halldór og sveit- ungar hans héldu áfram að byggja upp jarðir sínar og sveitir og smám saman gengu sveita- menn óhikað til móts við nútímann og þær breytingar sem honum fylgdu. Þá var Halldór Jónsson fallinn frá. Höfundur er sagnfræðingur. INGÓLFUR STEINSSON HVAÐ GET EG GERT? Þegar ég heyri um allt þetta tilefnislausa ofbeldi þá verð ég fyrst reiður: svona mönnum ætti að stilla uppvið vegg... en hvað get ég gert? hvar er lögreglan ? af hverju lætur hún þetta við- gangast? sitja þeir virkilega í bílunum þangað til menn koma skríð- andi? hvað með borgarstjórnina sem ég kaus sjálfur ef mig mis- minnir ekki; hún ætlar að setja upp mynda- vélar í febrúar, það er betra að eiga þetta á filmu, þá er hægt að lögsækja, kemur sér vel fyrir þá sem eru komnir í hjólastóla eða yfrum eða búnir að missa vitið. Éggefst upp, ég get ekkert gert, ekkert - nema að horfa í augun á börnunum mínum, halda utanum þau og iáta þau finna hvað mér þyk- ir vænt um þau. MYNDIN UM ÞIG í djúpi vitundarinnar er myndin um þig sýnd milli 3 og 11 lífs míns um glugga bernskunnar í blóma leiksins þegar lífið var stikk og sto í dansi ástarinnar þarsem draumar rættust og dóu svo í biðstofu reynslunnar á báðum áttum fyrir tvo JÓNÍNA KOLBRÚN CORTES EKKI Augu mætast Augu sjá Augu þrá Augu skiija Sálin mín, sálin mín Vitundin, vakir eða sefur Hugurinn, man eða gleymir Samviskan fer heim - og þjáist eða ekki? Ekki, ekki, ekki Höfundur er tækniteiknari. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.