Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 9
MÓTTAKA og vigtun f Mjólkursamlaginu. var rifið, allt niður að kjallara. Honum var þó haldið og platan yfir honum er enn notuð sem bílastæði þarna bak við gamla sláturhúsið. Gullöld saiticjötsins Framan af byggðist bærinn Akureyri upp sem þjónustu- og verslunarmiðstöð fyrir ná- lægar sveitabyggðir fremur en kringum út- gerð. Um 1907 voru erfiðleikar í landbúnaði. Sauðasalan hafði skyndilega hrunið um tíu ár- um áður þegar Bretlandsmarkaður lokaðist. Tekjumöguleikar bænda voru stórskertir og varð ekki breyting á fyrr en með uppgangi saltkjötssölunnar eftir aldamótin. Fram að því var íslenskur kjötútflutningur frumstæður og verðlítill á dönskum markaði. Vöruvöndun var lítil í þessari framleiðslu, fénu slátrað á blóðvelli undir berum himni. Upp úr aldamótum jókst þó eftirspurn eftir saltkjöti í Danmörku og Noregi. Það varð því mál málanna fyrir Kaupfélagið að geta tilreitt gott saltkjöt til útflutnings. Til þess þurfti að reisa sláturhús, en það var erfítt átak fyrir peningalausa bændur. KEA tókst það þó árið 1907 og var eitt af þremur fyrstu kaupfélög- unum til þess. Þetta markaði tímamót. Húsið var þó of lítið. Til að flýta fyrir stækkun þess samþykktu félagsmenn að leggja allan ágóða félagsins 1909 og 1910 í stofnsjóð. Árið 1911 var húsið stækkað. Allan antian áratuginn blómstraði svo sala gæðasaltkjöts á erlendan markað og var langmesta tekjulind eyfirskra bænda. Miðpunktur þeirrar framleiðslu og tekjuöflunar var sláturhús KEA á Akureyri. Það var fyrst og fremst í krafti saltkjötsvið- skiptanna að KEA sigldi fram úr H^epfnersverslun og varð helsta verslunar- veldi á Akureyri. Kýrnar ssekja fram Viðskiptakjör íslenskra bænda versnuðu mjög frá 1920 vegna verðfalls á saltkjöti, ull og gærum. Saltkjötsmarkaðurinn náði sér aldrei aftur, en innlendur kjötmarkaður skán- aði á 3. áratugnum, einkum fyrir frosið kjöt. Árið 1923 var byggt ísgeymsluhús vestan við sláturhúsið. Og 1926 var svo keypt lítið frysti- hús á Oddeyri þangað sem sláturhúsið fluttist litlu síðar. A 3. áratugnum var farið að tala um hvort ekki væri hagkvæmara að framleiða mjólk að einhverju leyti í stað kjötsins. íslenskir bæir uxu hratt og gerðust mjólkurþyrstir. Jónas Kristjánsson fór á vegum Kaupfélagsins utan til náms í mjólkurvinnslu árið 1925. Þegar slátrun var lokið í Sláturhúsinu haustið 1927 var húsið að nokkru leyti endurskipulagt og því breytt fyrir mjólkurvinnslu. Mjólkursam- lagið hóf rekstur 6. mars 1928. Þetta skref var ekki minna en hið fyrra fyr- ir eyfirskan landbúnað. Líklega var það enn- þá stærra. Eyjafjörður hentar miklu betur til kúabúskapar en kinda. Þar eru afréttarlönd lítil en snjóalög annáluð. Hins vegar býður jarðvegur og veðurfar upp á bestu skilyrði til framleiðslu á góðri töðu. Enda fór sem fór: „Tilkoma mjólkursamlagsins breytti héraðinu á skömmum tíma úr þv£ að vera slakt miðl- ungshérað frá landbúnaðarlegu sjónarmiði í það að vera í fremstu röð búskapar og al- mennrar velmegunar bændasamfélagsins," segir Hjörtur E. Þórarinsson í KEA-sögu sinni. Og velgengni eyfirskra sveita var lykill- inn að velgengni KEA og átti stóran þátt í vexti Akureyrar. Mjólkursamlagið var rekið í þessu húsi í 11 ár, fram til 1939. Frá fyrsta heila starfsárinu þarna til hins síðasta þrefaldaðist mjólkur- magnið. Þá var starfsemin fiutt þrjár hús- lengdir upp Grófargilið, í nýtt hús þar sem húnfórframallttill980. Síðari saga hússins Þessi tvö framantöldu hlutverk eru mikil- vægust á æviferli þessa húss. En hlutverkin voru miklu miklu fleiri, og sum gagnmerk. Haustið 1923 var farið að afulla og „rota" gærur í Sláturhúsinu á vegum SIS undir verkstjórn Þorsteins Davíðssonar. Næsta sumar var starfsemin flutt í eigið húsnæði ofar í Gilinu, og var þetta upphafiðað langri sögu skinnaiðnaðar á Akureyri. Árið 1923 kom KEA upp lítilli kornmyllu í kornvöru- húsinu til mölunar á innfluttu korni og einnig tengdist það kornræktartilraunum sem Kaupfélagið litlu síðar hóf að Klauf í Eyja- firði. Árið 1932 hafði KEA víkkað athafna- svið sitt og lagt út á braut iðnaðar í smáum stíl. Það ár hóf rekstur Kaffibætisgerðin^ á lofti Kornvöruhússins, rekin í samvinnu SÍS og KEA Árið 1944 keyptu KEA og SÍS Kaffibrennslu Akureyrar sem hafði verið rekin af einkaaðilum í átta ár. Nú var hún sameinuð Kaffibætisgerðinni, og flutt hvert? Jú, í gamla Sláturhúsið/Mjólkursamlagið og var þar rekin allt til ársins 1957 að hún var flutt þangað sem hún er nú. Eftir að Mjólk- ursamlagið flutti sig voru á vegum þess alin svín í vesturálmu gamla hússins, þar sem þau drukku mysu og annað tilfallandi frá Samlaginu. Það var upphafið að Grísabóli. Eftir daga Kaffibrennslunnar var samtímis a.m.k. tvenns konar framleiðsla í húsinu: þurrmjólkurgerð í miðhlutanum en í austur- hlutanum blandaði Flóra gosdrykki og tapp- aði á flöskur. í kjallaranum var Böggla- geymsla KEA. Nú má ljóst vera að hús þetta kann marg- ar sögur. Sumar þeirra eru meginþættir í at- vinnusögu Akureyrar. I sögulegri þýðingu keppir það óhikað við hús Gránufélagsins á Oddeyri. Þessu fallega húsi verður að sýna sóma og finna því nýtt hlutverk í framtíðinni sem hæfir sögu þess. Höfundurinn býr á Akureyri. LJÓDRÝNI XIV STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON Á TÍMUM VOR BJÖLLUDÝRA Smæðir og stærðir... allt nær harla skammt. Vísast að hið sanna reynist hvergi satt og sönnun engin sönn né nokkur merking, en forsendur liðist hægt í andstæð tákn. Njótum þess morgunglöð að villast rétta leið! Næsta fótmál skín í undraSrð. Það er held ég við hæfi að minna á þetta ljóð Stefáns Harðar Grímssonar hér í LesbóMnni nú þegar umræða um það hvort aðferðir og rök póstmódernismans hafi leitt okkur spöl áfram í leit að þekkingu eða skotið okkur aftur í forneskju stendur sem hæst. Póstmódernisminn hefur unnið að því um skeið að benda á veikleika - og raunar rífa niður - þekkingarmyndun upplýsingarinnar, hina rétthyrndu og miðjuleitandi heimssýn skynsemishyggjunnar og orðið svo ágengt að jafnvel hin sannfærðustu afkvæmi þessarar heimssýnar hafa séð sig knúin til að láta til skarar skríða gegn honum. Ljóð Stefáns Harðar, Á tímum vor bjölludýra, birtist í bók hans, Yhr heiðan morgun, sem hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin fyrsta árið sem forsetí íslands veitti þau, 1990. Ljóðið er einfalt að allri gerð og ber glögg merki hins alúðlega upphafningarleysis sem einkennir svo oft ljóðstfl Stefáns Harðar. Að vanda talar skáldið hófsamlega, látlaust og án vífilengja þegar hann bendir á að í raun viti maðurinn ekki neitt, jafnvel ekki það sem tejjist öllu jöfhu sannleikur og að fullu sannað. Hin hefðbundnu rök duga bara ekki lengur, allt nær það harla skammt, eins og skáldið segir. Það er heldur engin haldbær merking, engin sönn merking og forsendur liðast hægt í andstæð tákn. Stefán Hörður lýsir hér kjarnanum í póstmódernískum kenningum um upplausn sannleikshugtaksins og ístöðuleysi merkingarinnar; það er enginn sannleikur til, að mati póstmódernista, hann er mesta lygi mannsins, eins og helsti forsprakki þeirra, þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche, sagði. Sömuleiðis hefur merkingarhugtakið verið gjaldfellt, merkmgm hefur tapað miðju sinni með afbyggingu hugtaka eins og höfundur og upphaf, táknmyndin er ennþá stöndug en táknmiðið er á sífelldu flökti, villt og óhöndlanlegt. Forsendur hinnar upplýstu skynsömu heimsmyndar hafa verið rifnar niður, þær hafa einmitt liðast hægt í andstæð tákn, eins og segir í ljóðinu. Maðurinn gæti allt eins verið bjölludýr, svo fátt veit hann um eiginlegar forsendur og rök heimsins. Niðurstaðan af þessu niðurrifi gilda og viðtekinna hugmynda er hins vegar ekki að fullu Ijós, við erum stödd í ljósaskiptunum og sjáum ekki hvað dagurinn ber í skauti sér. En við hljótum að villast rétta leið, áfangastaðurinn er þarna einhvers staðar út við sjóndeildarbaug, næsta fótmál skín í undrafirð. Þemað um þekkingarleysi mannsins, villu hans í tröllslega flóknum og framandi heimi, upplausn sannleikans og merkingarinnar, er allfyrirferðarmikið í skáldskap Stefáns Harðar. Oft er maðurinn í Ijóðum hans eins og viðfang stórrar vélar sem hann hvorki þekkir né skilur. Líkt og í yóðinu hér að ofan er tónninn samt iðulega kankvís eða háðskur; maðurinn er svo sem ekki merkilegri en hvert annað kvikindi sem skríður um á yfirborði jarðar, þótt okkur þyki nokkurt hald í því að finnast annað - og sárabót: „Já hundvísi vorri er hætt, / þegar heiðri vorum er ógnað / af þeim fundvísa fugli / á fánahátt manna og rakka" segir í Ijóðinu Frónska sem einnig birtist í YSr heiðan morgan. Og þá þykir líka sumum gott að hlusta á gamalkunnugt samspil geðfelldra tóna, eins og Stefán Hörður bendir á í Jjóðinu Samleikur í sömu bók: Sannleikur er landamæralaus eins oglygi Hún er sennilegri en bæði hafa geðfelldan tón ÞROSTUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNiNG/USTIR 7. MARZ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.