Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 13
þarna hafi hann fundið miklu fljótlegri leið til að tjá sig um heiminn. Hann keypti sér nýja myndavél af gerðinni Leica, sem entist hon- um næstu áratugina og ferðaðist um Þýska- land, Pólland, Austurríki, Tékkóslóyakíu, Ungverjaland, Frakkland, Spán og ítalíu. Sambönd hans við listamenn gerðu honum kleift að setja upp sýningu árið 1933 og eftir það sýndi hann verk sín nærri árlega. Á næstu árum fór Cartier-Bresson til Mexíkó og New York, þar sem hann kynntist heimi kvikmynda. Hann fór heim til Frakk- lands árið 1936 og þegar Heimsstyrjöldin síðari braust út gekk hann í herinn. Hann lenti hins vegar fljótlega í fangabúðum Þjóð- verja, reyndi ítrekað að flýja þaðan og tókst það loks eftir 35 mánuði í haldi. Eftir stríðið átti Cartier-Bresson hlut að stofnun Magnum Photos, fyrstu umboðs- skrifstofunnar sem útvegaði myndir eftir færustu ljósmyndara um allan heim. Hann fór því næst til Bandaríkjanna og lagði það- an í ferð um Indland, Búrma, Kína og Indónesíu. Hann var fyrsti Ijósmyndarinn sem boðið var að sýna verk sín í Louvre- safninu í París og árið 1954 var hann fyrsti vestræni ljósmyndarinn sem fékk leyfi til að mynda handan Járntjalds. Hann var óþreyt- andi við ljósmyndun 1 tvo áratugi til viðbót- ar, en árið 1973 lagði hann frá sér myndavél- ina. Mörgum fannst synd og skömm að svo frábær ljósmyndari skyldi snúa sér að pensli og blýanti, en Cartier-Bresson mun sjálfur hafa sagt að ljósmyndun hafi aldrei verið honum annað en eins konar skynditeikning og nú skipti málaralistin hann öllu. Af og til tekur hann fram myndavélina, en þá nær eingöngu til að taka portrett-myndir. Nýja ljósmyndin úr skíðabrekkum Sviss á sýning- unni í Hayward er ein örfárra undantekn- inga. Daglegl lif eg mannkynssagan Árið 1955 kom út bókin „Europeans" með myndum Henri Cartier-Bresson. Þær voru flestar teknar í Evrópu eftirstríðsáranna, þar sem íbúar voru að byggja upp líf sitt að nýju innan um rústirnar og matur var enn af skornum skammti. í nýrri útgáfu þeirrar bókar spannar Cartier-Bresson tímabilið frá þriðja áratugnum fram til 1973 og eins og áð- ur sagði eru það myndirnar sem eru megin- uppistaðan í sýningunni í Hayward Gallery. Þótt áratugur skilji myndirnar að bera þær allar skýr einkenni ljósmyndarans, sem alltaf myndaði á sömu vélina, hafði enga trú á mörgum og ólíkum linsum eða síum, mynd- aði ávallt í svart-hvítu, notaði aldrei leiftur- ljós og skar myndirnar aldrei. Við sjáum það sem hann sá og hann hafði vakandi auga fyr- ir lífinu í kringum sig. Myndirnar eru aldrei uppstilltar og fólkið á þeim virðist kæra sig kollótt um ljósmyndarann, hann er óþekktur áhorfandi. Margar ljósmynda Cartier-Bressons eru löngu heimsþekktar. Sú fyrsta á sýningunni er af landamæraverði við eftirlitskofann sinn á landamærum Frakklands og Belgíu árið 1969. Sumar ljósmyndanna sýna daglegt líf fólks í bæjum og sveitum, en aðrar varpa ljósi á merka atburði mannkynssögunnar, blossi frá byssukjöftum í París rétt áður en borgin var frelsuð undan Þjóðverjum árið 1944, eða börn að príla á nýreistum Berlínar- múrnum árið 1962. Ein frægasta mynd hans sýnir þegar flett er ofan af uppljóstrara Gestapó í stríðslok. Kona rífur sigri hrósandi í öxl uppljóstrarans, niðurlútrar konu með kreppta hnefa. Mannslikamar Bacons Ef menn leggja leið sína í Hayward Gall- ery til að skoða ljósmyndir Henri Cartier- Bresson, þá fá þeir bónus sem engan svíkur, því á neðri hæðinni er sýningin „The Human Body", verk breska listmálarans Francis Bacons. Þetta er fyrsta stóra sýningin á verkum þessa heimskunna málara í Bret- landi í áratug og sú fyrsta sem eingöngu byggist á helsta þema Bacons, mannslíkam- anum. Myndirnar málaði Bacon frá 1945 og fram á níunda áratuginn og þarna er að finna bæði einstök málverk og þríverk eða triptychs, þar á meðal hið fræga þríverk sem hann málaði að ástvini sínum, George Dyer, látnum. Sýningin á verkum Francis Bacons stend- ur til 5. apríl næstkomandi, líkt og sýningin á ljósmyndum Henri Cartier-Bresson. Ástæða er tíl að benda fólki á að vera tím- anlega við Hayward Gallery, sem er opnað klukkan 10 á morgnana. Þegar líður nær há- degi er komin myndarleg biðröð við galleríið, a.m.k. um helgar, enda er þess vel gætt að ekki séu fleiri inni í einu en svo að allir fái notið sýninganna. FYRIRBÆRI FJÖLDAMENNINGARINNAR 2 SKRÁSEH VÖRUMERKI EFTIR HERMANN STEFÁNSSON Það má hugsa sér ao grískir og norrænir guðir hafi lifað af og smyglao sér, ef svo má segja, inn í tuttugustu öldina; að forn goðafræði og goðsagnir lifi góðu lífi í samtímanum. Astæoan er sú að vöru- merki af ýmsu tagi, heiti á vörum, fyrirtækjum og verslunum, eiga rætur sínar að rekja einmitt til goðsagnaheima og fornra bókmennta. STUNDUM er deginum Ijósara af hverju þessi nöfn eru valin. Að baki liggur hugmyndafræði og ímyndin sem goðanöfnunum er ætlað að skapa er í beinum tengslum við fyrirbærið sjálft. Þannig eru til dæmis heitin á ís- lensku varðskipunum til komin: Ægir og Týr eru þjóðarvitundin holdi klædd, hlutverk þeirra er sambærilegt hlutverki nor- rænu goðanna sem þeir sækja nafn sitt til. En málið vandast þegar kemur að því að finna tengsl ástar- og frjósemisgyðjunnar Freyju við karamellur og sælgæti eða skáldaguðsins Braga við kaffi. Freyju karamellur, Braga kaffi. Þó má finna þessi tengsl með góðum vilja: sætleiki karamellunnar getur átt sér hliðstæðu í fegurð, frjósemi og ást gyðjunnar Freyju og framleiðendur Bragakaffis gætu með nokkrum rétti haldið því fram að kaffi sé skáldlegur drykkur. Valið á vöruheitum úr goðafræði lýtur yfir- leitt ákveðnum lögmálum. I fyrsta lagi eru valin goð sem standa tvímælalaust og án allr- ar margræðni fyrir jákvæð gildi - Ödipus hf. er ekki til og ekkert varðskipanna gæti borið nafnið Loki. í öðru lagi eru valin þekkt goð: Freyjukaramellur og Bragakaffi hafa á sínum tíma klingt bjöllum í hugum íslenskra neyt- enda auk þess að vekja jákvæð hugrenninga- tengsl. í þriðja lagi þarf átrúnaðurinn að vera löngu liðinn undir lok - ekki aðeins til að særa ekki trúarkennd fólks heldur til að vekja hug- hrif klassískrar menntunar; eða með öðrum orðum: til að gæða stundleg fyrirbæri einsog karamellur og kaffi ívafi varanleika og tíma- leysis. Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Ekkó skór, Appollo lakkrís, Málaskólinn Mímir, mysu- drykkurinn Grettir sterki, Sápugerðin Frigg, Hótel Óðinsvé, Bókaútgáfan Iðunn. Og svo má lengi telja. Nútíma markaður er uppfullur af vísunum í horfna heima. Lítum á afmarkað fyrirbæri í Reykjavík samtímans: hárgreiðslustofur. Það er með ólíkindum hvað hárgreiðslu- og rakarastofur virðast vera þenkjandi á sviði goðsagna, bók- mennta og menningar. Sevilla, Valhöll og Fíg- aró eru allt nöfn á íslenskum rakara- og hár- greiðslustofum; það er vísað jöfnum höndum í heim óperunnar og norræna goðafræði. Hár- greiðslu- og rakarastofan Hera, Hárgreiðslu- stofan Aþena og Hárgreiðslustofan Venus hafa valið sér nöfn á grískum gyðjum, nöfn sem gefa til kynna kvenlegan þokka, glæsi- leika, jafnvel ákveðinn framandleika og dulúð. H^9reiö &&?*> o > ABéolo lakkris palshraunOO ...^| ^W, Hársnv?11". 0&>*L.&* m Kfeppsve Nöfnin eru ekki aðeins grípandi og líkleg til að festast í minni viðskiptavina heldur gæða þau staðina sterkum yfirborðsmyndum og andblæ sem strangt til tekið er ekki af þess- um heimi. Ef til vill er tilgangurinn einnig veraldlegri: að gefa til kynna að stofurnar séu fyrst og fremst fyrir konur eða starfræktar af konum. Hárgreiðslustofan sem slík er hold- gervingur kvenleikans á sama hátt og rakara- stofan í sínu gamla formi (Egill rakari á Vest- urgötunni) er, að svo miklu leyti_sem hún er ennþá til, tákn þess karilega. I heiti Hár- snyrtistofunnar Adams og Evu er ekki aðeins goðsagnahugsunin að verki heldur er heitið tákn samruna formanna tveggja, kyngreindu hárgreiðslustofanna. Fikrum okkur eftir nafnalistanum: það er engu líkara en að hárgreiðslustofurnar Medúsa og Andrómeda hafi haft samráð um að skrifa grískan goðsagnaheim í íslenska til- veru. Stofan Medúsa kynnir til sögunnar öllu meinlegri gildi á markaðinn. Medúsa, fyrir- myndin í goðafræðinni, var með snákahár og allir sem sem litu hana augum urðu að steini, ef ég man rétt. Þess vegna leit Perseus, sonur Seifs, á spegilmynd hennar þegar hann hjó af henni höfuðið sem hann færði svo Aþenu. Medúsu varð að sögn ekki meint af. Perseus hélt að því loknu á vit Andrómedu og bjargaði henni frá sæskrímsli. Og allt þetta er gefið í skyn í heitum íslenskra hárgreiðslustofa. En látum vera. Við skulum ekki fara út í hártoganir einsog að velta fyrir okkur hvort samkeppnin sé ámóta hörð hjá hárgreiðslu- stofunum. Hárgreiðslustofan Delfla og Sam- son sækir nafn sitt í gamla testamentið. Sam- son var stríðskappi sem sótti kraftinn í hár sitt sem aldrei hafði verið skorið þegar ást- kona hans, Delíla, sveik hann í hendur óvina sinna með því að skerða hár hans meðan hann svaf. Hér hefur myndmál svika hafið innreið sína í vörumerkjaheiminn sem gæðir mynd- málið léttúð um leið og hann ljær ímynd sinni alvöruþunga, varanleika í fallvöltum heimi. Hárgreiðslustofan Stúdíó Hallgerður er ekki á ósvipuðum slóðum. Hallgerður Langbrók neitaði sem kunnugt er Gunnari á Hlíðarenda um lokk úr hári sínu til að nota sem streng í bogann þegar hann átti líf sitt að verja. Þetta er þjóðlegt nafn á hárgreiðslustofu og það er ekki laust við að nafnið feli í sér ákveðinn lest- ur á Njálu: kvenlegan lestur. Stöku sinnum em verslanaheiti beinir bókmenntalegir brandarar eða túlkanir. Hársnyrtistofan Höf- uðlausnir er einn slíkur. Vísunin er auðvitað í Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar og reynd- ar fleiri kvæði fornra skálda sem leystu sig undan dauðarefsingu konunga með því að yrkja lofkvæði um þá. Hugsunin með nafn- • giftinni er hvorki meira né minna en þessi: sú athöfn að láta klippa eða snyrta hár sitt er nú: tímalegt jafngildi þess að yrkja sér til lífs. í hárskurði er fólgið frelsi og lausn frá óeigin- legum dauða. Innreið goðsagna og fornra bókmennta í heim auglýsinga og vörumerkja er ekki ný af nálinni. Bandaríska ljóðskáldið T.S. Eliot skrifaði snemma á öldinni fióðabálkinn Eyðilandið og eitt af viðfangsefnum Eyðilandsins eru birtingarmyndir fornra goð- sagna í vörumerkjum og auglýsingaheimi nú- tímans. Það er skemmst frá því að segja að Eliot sá í nútímanum og meðferð hans á goð- sögnum hrun siðferðilegra og menningarlegra gilda. í Eyðilandinu er klassískum mennta- heimi og húmanisma teflt gegn fánýti og sundurieysi, yfirborðsmennsku og trúleysi sem sögufirrtur nútíminn felur í sér. En gæt- um að því að Eyðilandið kemur út snemma á þriðja áratugnum, á tíma sem stundum er kenndur við upplausn áranna eftir fyrra stríð og afdráttarlaus höfnunin á nútímanum kann að markast af því. Aðstæður hafa breyst og við getum leyft okkur þá léttúð að slá stórum siðferðilegum spurningum um vörumerki úr heimi goðsagna á frest. Einfaldur hlutur einsog að fara í klippingu eða hárgreiðslu felur í sér að kafa í foma goðsagnaheima; hárgreiðslustofan spar- ar sér sporin við sköpun ímyndar með nöfnum úr goðafræði og skapar þannig umsvifalaust , hughrif og hugrenningatengsl. Um leið gæðir hún líf okkar goðsögulegri vídd - hvort sem sú vídd er yfirborðskennd eða ekki. Höfundur er bókmenntafræðingur. -r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.