Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 20
Mbl/Einar Falur GONDOLAR SORGARINNAR Richard Wagner lést í Feneyjum. Tengdafaðir hans, Franz Ljsgy samdi tónverk í minningu han's, m. a. tvö píanóverk sem hann kallaði Sorgargondóla. JOHANN HJALMARSSON segir frá þessum tónverkum og þeim aðstæðum sem urðu til þess að þau voru samin. FEBRÚAR 1883 lést Richard Wagner af völdum hjartaáfalls í Feneyjum. Sum- arið áður var síðasta verk tónskáldsins, Parsifal, frumflutt. Vinur og tengdafaðir Wagners, Franz Liszt, samdi nokkur tónverk til minningar um hann, meðal þeirra eru tvö píanó- verk sem heita Sorgargondóll I og Sorg- argondóll II, á ítölsku La lugubre gondola, þýsku Die Trauergondol. Hlutar Parsifals bergmála í verkum Liszts, L d. Feierlicher Marsch zum Heiligen Gral og í minningarverkunum Am Grabe Richard Wagners og R.W.-Venezia. Sorgargondóll I er styttri en Sorgargondóll II, harmrænn en ekki jafnmyrkur. I síðara verkinu er harmurinn dýpri og tjáningin ákafari. Að mati Hans-Gunnars Petersons (Artes, 4. 1996) eru sorgartónverk Liszts bundin atburð- um sem hafa skipt hann sjálfan miklu máli en eru líka hluti opinbers lífs í heimi lista og stjórnmála. Verkin eru innhverf, lýsa einstak- lingi sem berst einn og sér við örlögin og tón- listin er sérstök. Peterson finnur hliðstæðu hjá franska skáldinu Stéphane Mallarmé, en mörg ljóða sinna kallaði Mallarmé grafljóð. Slík ljóð orti hann til minningar um Charies Baudelaire, Paul Verlaine, Edgar Allan Poe og eitt langt um Théophile Gautíer, einnig hylUngu tíl Wagners. Einmanokennd og daudi Meðal samtímatónskálda finnur Peterson arftaka Liszts í Stravinskí. Undir lok sjötta áratugar og í byrjun áttunda samdi Stravin- skí mörg verk sem hann tileinkaði minningu vina sinna: T. S. Eliots, Aldous Huxleys, Dyl- an Thomas. Á ytra borði er erfitt að greina skyldleika en innra eiga þessi tónskáld margt sameigin- legt. Þegar verkin verða til eru bæði tón- skáldin á lokaskeiði sköpunar og ævi, þeir hafa gengið í gegnum miklar breytingar og beita hæfileikum sínum óspart til að særa fram dul einmanakenndar og dauða. Nýjasta bók sænska skáldsins Tomasar Tranströmers heitir Sorgegondolen (Bonni- ers 1996). Sorgargondóll Tranströmers sækir nafn til Liszts, lengsta ljóðið í bókinni er Sorgargondóll nr. 2. Að þessu ljóði hefur áð- ur verið vikið hér í blaðinu, en sakar ekki að endurtaka: SÓFINN (Feneyjum, en á honum endaði Richard Wagner ævi sína. RICHARD Wagner Tveir karlar, tengdafaðir og tengdasonur, Liszt og Wagner, búa við Canal Grande með eirðarlausu konunni sem er gift Mídasi konungi honum sem breytir öllu sem hann snertir í Wagner. Grænt kul hafsins brýst upp um hallargólfíð. Wagner hefur farið aftur, Kasper-vangasvipurinn kunni er þreytulegri en áður andlitið hvít veifa. Gondóllinn er drekkhhðinn lífí þeirra, tveir miðar fram og aftur og einn aðra leiðina. í þessu merka ljóði, áreiðanlega meðal helstu ljóða Tranströmers, stendur líka að við hlið tengdasonar- ins, manni tímans, sé Liszt mölétið öldurmenni. Það sé aftur á móti bún- FRANZ Liszt ingur sem „djúpið" hafi valið handa honum, djúpið sem vilji ná inn til mannanna án þess að sýna andlit sitt. Eftirfarandi Ijóðlína lýsir Sorgargondól Liszts og aðdáun Tranströmers á píanó- verkum: „Píanóið sem í Parsifal hefur verið þögult (en hlustað) fær loksins að komast að." Ljóðið er látið gerast um áramótín 1882- 1883, en þá er Liszt í heimsókn hjá dóttur sinni, Cosimu, og manni hennar, Richard Wagner, í Feneyjum. Wagner á skammt eftir ólifað. Franz Liszt er vanur ferðalögum og ef trúa má Tranströmer bar hann ferðakoffortið sitt sjálfur. Síðustu dagana sem hann lifði, í júlí 1886, er hann í Bayreuth hjá Cosimu dóttur sinni sem stjórnar tónlistarhátíðinni þar. Cosima hefur verið ekkja Wagners í þrjú ár þegar faðir hennar deyr 31. júlí. Hún óttast að fráfall Liszts muni varpa skugga á hátíðahöld- in og ákveður að fresta því að tilkynna lát hans nema í innsta hring. Liszt er grafinn í Bayreuth, borg Wagners og er sagt að ekki einu sinni dauðinn hafi að- skilið vinina. £ 3tO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.