Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 4
SEIÐUR, SÆRINGA- MENN OG SÁLH Rl F EFTIR GUÐMUND SIGURFREY JÓNASSON Norræn seiðmenninq var við lýði á íslandi fram að kristnitöku, en seiðmenn stunduðu lækningar og voru í senn sálusorgarar oq sálfræðinqar. Fjölkynnqi Sama var við bruqðið oq fátt óttuðust víkinqar meir en galdra fjölkunnuqra Sama. AUNDANFÖRNUM árum hefur áhugi á seiðmenningu fornra þjóða farið vaxandi. Mannfræðingar hafa skil- merkilega kynnt sér helgisiði og náttúrutrú indíána, Sama, Síöeríubúa og frumbyggja Ástralíu. Einkum hefur lækningalist og aðferðir þeirra til að framkalla breytt vitundarástand verið rannsakaðar af kostgæfni. Það sem einkum veldur furðu vísindamanna er sú staðreynd að hugmyndir og aðferðafræði seiðmanna og seiðkvenna eru áþekkar um heim allan. Hvort sem litið er til særingamanna inúíta á ísbreið- um Grænlands, töfralækna Vínlands, seið- manna í Asíu, Afríku eða meðal þjóða Norður- álfu hittum við fyrir ótrúlegar hliðstæður í starfsaðferðum og hugmyndasmíð. Seiðmenn stunduðu lækningar og voru í senn sálusorgarar, sálfræðingar og fremstu listamenn samfélagsins. Rannsóknir í forn- leifafræði og þjóðháttafræði benda til þess að aðferðir þeirra séu í það minnsta þrjátíu þús- und ára. Þær hafa þróast í tímans rás sem andsvar við sjúkdómum og annarri óáran nátt- úrunnar. Hliðstæður í aðferðum seiðmanna gefa til kynna að þjóðir, sem bjuggu við mis- munandi menningu í ólíkum heimsálfum, hafí komist að svipaðri niðurstöðu í leit sinni að leiðum til að bregðast við síbreytilegum vanda mannlífsins. íslensk seiðmenning Norræn seiðmenning var við lýði á Islandi í rúma eina öld, eða frá landnámi til aldamót- anna 1000 er kristni var komið á. Fræðimenn kinoka sér við að fjalla vafningalaust um nor- rænan átrúnað, enda ritaðar heimildir fremur brotakenndar og fátt eitt vitað með vissu um verklag hérlendra seiðmanna. En þrátt fyrir að sagnir um siði og samfélög heiðinna manna séu skrifaðar mörgum öldum eftir kristnitöku má fínna þar lýsingar, gömul minni og orðtök sem varpa ljósi á átrúnað forfeðra okkar. Að sjálfsögðu verður að gera greinarmun á þeim samfélögum þar sem seiðandinn er miðpunkt- ur alls trúarlífs og þar sem staða hans hefur vikið aðeins til hliðar. Hér á landi gegndu goð- arnir forystuhlutverki í andlegum sem verald- legum efnum, en hafa, eins og að líkum lætur, átt gott samstarf við seiðfólk og völvur. Fjölkynngi Sama Islendingar þekktu vel til þjóða þar sem seiðmenning var með miklum blóma, t.d. Sama (stundum nefndir Lappar eða Finnar). Menn leituðu gjarnan til þessara þjóða til að afla sér fróðleiks um örlög sín eða fá bót meina sinna. Víða er sagt frá fólki sem „trúði á fjölkynngi Finna“ og gerðist „Finnfarar". Fátt óttuðust víkingar meir en „meginramma galdra fjöl- kunnugra Finna“. Snorri Sturluson segir frá því að Rauður hinn rammi, er þótti margfróð- ur um galdra, hafi jafnan haft hjá sér „fjölda Finna, þegar er hann þurfti“. Frægt er dæmið við kristnitökuna þegar reynt er að fá Eyvind hinn göldrótta til að vinna fyrir kristnidóminn. Hann segir þá: „Ek em einn andi, kviknaður í mannslíkama með fjölkynngi Finna, en faðir minn ok móðir fengu eklö fyrr barn átt.“ Hamskipti I Heimskringlu segir Snorri Sturluson um Óðin, sem hann skipar til öndvegis meðal Ása: „Óðinn kunni þá iþrótt svo að mestur máttur fylgdi, og framdi sjálfur, er seiður heitir, en af því mátti hann vita örlög manna og óorðna hluti.“ Fjölkynngi sína segir Snorri að Óðinn hafí kennt „með rúnum og Ijóðum þeim er galdrar heita“. Á öðrum stað segir frá því að Óðinn skipti hömum: „Lá þá búkurinn sem sofínn eða dauður, en hann var þá fugl eða dýr, fískur eða ormur og fór á einni svipstundu á fjarlæg lönd að sínum erindum eða annarra manna.“ I íslenskum fornritum er víða sagt frá mönnum sem „eigi voru einhamir“. Heims- kringla segir frá því að sendimaður Haralds konungs Gormssonar hafi farið hamföi-um til íslands, í hvalslíki. í Vatnsdælu er getið tveggja Finna er voru byrgðir einir saman í þrjár nætur í húsi, á meðan þeir fóru hamför- um frá Noregi til Islands. Meðan á sálfór- un- um stóð mátti enginn nefna nafn þeirra né trufla dásvefninn á annan máta. I Edd- unum segir frá því að ferðalög af þessu tagi geti ver- ið viðsjárverð því stundum komi fyrir að fólk týnist af réttri leið og er þá talað um að fara „seiðvillur". Islenska spakmælið „hugurinn fer svo sem í hamförum bæði um loft og lög“ er minni frá þeim tíma er myrkriður (galdrakon- ur) fóru gandreið í hamnum. í Þorsteins sögu Víkingssonai- kemur fram að Kolur „var svo mikil hamhleypa, að hann brást í ýmsra kvik- inda líki“ og „fór ýmist með vindum eða í sjó“. Vísindamenn rannsaka sólfarir Á fyrri hluta þessarar aldar voru flestir mannfræðingar þeirrar skoðunar að frásagnir seiðmanna af hamförum um loft og lög væru ekki marktækar. Þær gengu í berhögg við vís- indaþekkingu þess tíma og hlytu þar af leið- andi að vera fjarri öllu sanni. Rannsóknir dulsálfræðinga ollu gagngerum breytingum á þessu viðhorfi. Tilraunir með „sálfarir" leiddu í ljós að vitund mannsins getur skilist frá lík- amanum og kannað fjarlæga staði. Þannig ferðir utan líkamans eru rannsakaðar á til- raunastofum. í einni „út-úr-líkamanum“ til- raun fór meðvitund tilraunaþegans með nokkru millibili inn í lokaða járnhirslu og las þar röð talna sem tölva hafði valið. Tilrauna- þeginn sneri að því búnu aftur til líkamans og gat sagt vísindamönnunum frá því hvaða tölur höfðu komið fram hverju sinni. Himnaför særingamaiins Seiðmenn fóru ekki aðeins hamförum til fjarlægra staða í þessum heimi heldur ferðuð- ust þeir einnig til annarra heima, sem þeir álitu ekki síður raunverulega en þann sem við hrærumst í dagsdaglega. Þannig fóru seið- menn Grænlendinga ýmist til ljósalandsins á himnum eða niður í gegnum jörðina til Haf- andans á botni sjávar. Hendur særingamanns- Myndlýsingar: Andrés Andrésson VÍÐA í fornsögunum segir frá því að völvur, stundum nefndar spámeyjar eða vísindakonur, hafi farið um landið og spáð mönnum forlög sín og árferð eða aðra hluti. Var þá talað um að ganga til fréttar, að fella blótspán eða að gá blótsins. ins voru þá bundnar fyrir aftan bak og höfuðið reyrt fast milli hnjánna. Ljós snjóhússins voru síðan slökkt og allir sem voru í húsinu lokuðu augunum. Áa, grænlenskur særingamaður er bjó við Hudson-flóa, lýsir himnaförinni með þess- um hætti: „Þannig er setið lengi í órofa þögn en eftir nokkra stund taka að heyrast ókennileg hljóð, hvískur sem kemur langt utan úr geimn- um, suð og ýlfur. Síðan gellur særingamaður- inn allt í einu við og hrópar af öllum mætti: „Ha-la-la, ha-la-la-lé.“ Þá eiga allir í húsinu að taka undir þegar í stað og segja: „Alé, alé, alé.“ Þá fer þytur um snjóhúsið og allir vita að myndast hefur smuga handa sál særinga- mannsins - smuga sem er kringlótt og þröng eins og öndunarvök sels - og upp um hana flýgur sál særingamannsins til himna.“ Máttardýr fornmanna Seiðmenn fóru einnig hamförum til að út- vega þeim sem til þeirra leituðu máttardýr eða verndaranda. Seiðmenn tnáa því að veikindi stafí yfirleitt af því að viðkomandi persóna hafi glatað verndaranda sínum og þess vegna sé nauðsynlegt að endurheimta hann eða verða sér úti um annan. Til að svo megi verða tekur særingamaðurinn sér á hendur ferð til goð- heima og ef allt gengur vel hittir hann þar máttardýr sem vill gerast vörður sjúklingsins. Norrænir menn töluðu um fylgjur eða „hamingjur" manna. Berserkir, hinir harð- skeyttu stríðsmenn víkinga, voru taldir „hamrammir". Orðið „berserkur“ þýðir ein- fald- lega bjarnarfeldur en berserkir voru einnig nefndir „úlfhéðnar" eða þeir sem klæð- ast úlfhúðum. Minnir þetta um margt á úlfs- húðir, hreindýraskinn, skúfa og fjaðrir og ann- an útbúnað er seiðmenn inúíta, Sama, indíána og annarra þjóða notuðu til að ná dýpra sam- bandi við máttardýr sín. Berserkir komu sér í úlfs- eða bjarnarham og urðu þannig rammir af afli máttardýra sinna. í Oddssögu Ólafssonar segir frá dauða Þórs Hjartar, en við lát hans stekkur hjörtur „úr skrokknum". Sú trú virðist hafa verið að menn gætu með hamskiptum hjálpað vinum sínum í bardögum á fjarlægum stöðum (sbr. dæmi í Hrólfssögu Kraka og Svarfdælinga sögu). Ætla má að íslendingar til forna hafi í líkingu við indíána borið nöfn máttardýra, eins og nöfnin Kveldúlfur, Örn, Ormur og Björn eru ef til vill dæmi um. Sjálfspíslir seiðmanna Sammerkt með seiðmenningu ýmissa þjóða eru sjálfsfórn og þjáningar sem særingamenn verða stundum að leggja á sig til að öðlast mátt og megin. I Völuspá segir frá því hvernig Óðinn hékk á tré í níu daga og nætur áður en honum opinberaðist leyndardómur rúnanna. í Finnlandi voru vígsluþegar grafnir naktir undir ís eða hafðir matar- og drykkjarlausir í helli vikum saman. Indíánar Norður-Ameríku leituðu visku í einveru náttúrunnar. Þeir stóðu naktir á fjallstindum og grátbáðu Andann mikla um að veita sér sýn, linntu ekki látum fyrr en þeir urðu fyrir vitrun eða fundu ná- lægð máttardýrs síns. Náskylt þessu er úti- seta sem er eins manns athöfn og var notuð hér á landi til að komast í samband við huliðs- verur náttúrunnar. Á Grænlandi eru þess jafn- vel dæmi að menn hafi kveikt í sér í þeirri von að höndla dulmagn seiðmannsins. Igjúgarjúk, grænlenskur særingamaður, segir um vígslu seiðmannsins: „Sannrar visku er aðeins að leita fjarri mönnum, í órofa ein- veru, og hennar verður aðeins aflað með þján- ingum. Söknuður og kvöl er hið eina sem getur gefið mönnum skilning á því sem öðrum er dulið.“ Hann fullyrðir jafnframt að enginn verði særingamaður vegna þess eins að vilja það sjálfur heldur af því að máttaröfl tilver- unnar kjósi hann til þess. Hugljóntun og dulrsenir hæfileilcar Að sögn seiðmanna er markmiðið með písl- unum dauði eða upplausn á hinu venjulega egói, hinu falska sjálfí, sem hefur samlagað sig gersamlega hlutveruleikanum. Kvalirnar framkalla endurfæðingu - vitundarlega endur- nýjun - sem gerir seiðandanum mögulegt að skynja baksvið tilverunnar. Samfara endur- fæðingunni á sér stað sprenging eða uppljóm- un hugans. Líkt og jógar Asíulanda tala þeir um að gylltur og stundum marglitur geisla- baugur myndist í kiúngum höfuð seiðmanns- ins. Áá, Iglulik-eskimói og særingamaður sem áður hefur verið vitnað til, lýsir þessu þannig: ,^Allir sannir særingamenn verða varir við birtu í líkamanum, innan í höfðinu eða í heilan- um, eitthvað sem gerist sem líkist eldbjarma og gefur hæfíleika til að sjá það er öðrum dylst sjá með lokuðum augum í myrkri, skyggnast inn í framtíðina og leyndardóma annarra. Eg 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.