Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 11
Ljósmynd/ímynd a skoða sýningu á verkum Kjarvals í fylgd Birgis ichmann á opnunardegi Kjarvalsstaða, 24. mars nundsson fyrsti forstöðumaður Kjarvalsstaða og /erandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. ÓLÍKT hinum húsunum eru salir Hafnarhússins ekki sérhannaðir frá grunni til sýningar á myndlist. Mörg erlend iistasöfn hafa á seinni árum valið þá leið að innrétta eldri iðnaðarbyggingar undir starfsemi sína, m.a. Tate Gallery í Liverpool og London. ÚTLITSTEIKNING Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts af inngangshlið Listamannskálans í Kirkjustræti, dagsett í september 1942. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson SVEINN BJÖRNSSON ríkisstjóri flytur ávarp við opnun Listamannaskálans hinn 4. apríl 1943. arhúsið á Miklatúni í aðalatriðum í sinni núver- andi mynd, að undanskildum burðarsúlunum sem áður var getið. Fyrstu skóflustungu þess tók Jóhannes S. Kjarval á 180 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1966. Var húsið opnað tæpum sjö árum síðar, hinn 24. mars 1973, með sýningu á verkum Kjarvals.6 Með tilkomu Kjarvalsstaða eignaðist mynd- listin í landinu varanlegri og betri aðstöðu en áð- ur hafði boðist. Fyrstu árin voru salir hússins leigðir út til myndlistarmanna, samtaka þeirra og annan-a, auk þess sem húsið sjálft stóð fyrir nokkrum yfirlitssýningum, einkum á verkum Kjarvals. Arið 1986 var gerð breyting á stjórn menningarmála í Reykjavík. Komið var á fót menningarmálanefnd sem falin var yfirstjórn Kjarvalsstaða og annarra menningarstofnana á vegum borgarinnar. Með breyttri tilhögun var grunnur lagður að þeirri stofnun er nú kallast Listasafn Reykjavíkur, sem er samheiti yfir listaverkaeign borgarinnar, Kjarvalssafn, Ás- mundarsafn, útilistaverk, Errósafn og bygging- arlistarsafn. A þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá opnun Kjarvalsstaða hefur starfsemin í húsinu smám saman þróast frá upphaflegu hlutverki sem listaskáli (kunsthalle) yfir í að vera listasafn. Nýir þættir, svo sem geymsla og umhirða list- muna, rannsóknarvinna, bókasafn og síðast en ekki síst starfsemi fræðsludeildar, sem er æ veigameiri þáttur í rekstri safna um allan heim, kalla á húsrými sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum áætlunum um Kjarvalsstaði. Nú á tímum gegna söfn sífellt mikilvægara hlutverki sem viðkomustaðir ferðafólks. Það, ásamt upp- byggingu safnfræðslu, gerir kröfu um annars konar sýningar, t.d. vandaðar yfirlitssýningar um ólík tímabil íslenskrar myndlistar, sem sett- ar eru upp til lengri tíma. Eðlilegt er talið að geta gengið að verkum Kjarvals og fleiri kunnra listamanna vísum í sýningarsal á öllum tímum árs. Skortur á sýningarrými hefur á hinn bóginn gert listasöfnum í höfuðborginni ókleift að mæta slíkum væntingum. Það var ekki hvað síst af þessum sökum að farið var að huga að auknu húsrými undir Lista- safn Reykjavíkur fýrir nokkrum árum. Fleira kom þó til, ekki þá síst hin stóra listaverkagjöf Errós til Reykjavíkurborgar árið 1989. í fram- haldi var gerð stórhuga tillaga að nýrri listamið- stöð á Korpúlfsstöðum. Við nánari athugun reyndist kostnaður við endurbyggingu hússins vera mun meiri en ætlað var og var hætt við verkið af þeim sökum. Eftir það var tekið til við að kanna aðra möguleika og varð niðurstaðan sú að leita eftir húsrými fyrir listamiðstöð í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Þessi lausn reyndist við nánari athugun hafa ýmsa kosti. Kostnaður við endurbætur húsrýmis er minni þar en á Korp- úlfsstöðum auk þess sem staðsetningin í gamla miðbænum er líkleg til að verða lyftistöng bæði fyrir safnið og menningarlíf í Kvosinni. Þá er Hafnarhúsið mikilvæg bygging í íslenskri húsa- gerðarsögu, eitt merkasta dæmi í Reykjavík um iðnaðararkitektúr frá frumárum módernisma. Hafnarhúsið var teiknað af Sigurði Guðmunds- syni arkitekt og Þórarni Kristjánssyni hafnar- stjóra og reist í áföngum á árunum 1933-39. Ljósmynd/Skafti Guðjónsson AÐKOMA að gamla Listamannaskálanum í Kirkjustræti var um þröngt sund milli Al- þingishússins og Kirkjustrætis 12. Á síðastliðnu ári voru nokkir arkitektar fengnir til að vinna samanburðartillögur um nýt- ingu miðhluta Hafnarhússins undir starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Fyrir valinu varð til- laga Studio Granda, arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer, en meðal fyrri verka þeirra má nefna Ráðhús Reykjavíkur og hús Hæstaréttar íslands við Lindargötu. Tillag- an að listamiðstöðinni í Hafnarhúsinu er um þessar mundir að taka á sig endanlega mynd á teikniborðum hönnuða og framkvæmdir við múrbrot og breytingar eru nýlega hafnar. Á komandi Listahátíð munu íslenskir listunnendur fá tækifæri til að skoða hið nýja húsnæði í fyrsta sinn, enda þótt salarkynnin verði þá aðeins að' litlu leyti komin í endanlegt horf. Líkan af and- dyri hins nýja safns í Hafnarhúsinu, ásamt nýj- ustu teikningum arkitekta, er meðal efnis á lítilli sýningu í austurforsal Kjai"valsstaða sem opnuð var fyrr í vikunni og er tileinkuð þeim bygging- um sem greinin fjallar um. Heimildir. 1. Hjörleifur Stefánsson, o.fl. Kvosin, byggingarsaga mið- bæjar Reykjavíkur. Reykjavík, 1987. 2. Aðalsteinn Ingólfsson, o.fl. í deiglunni 1930-1944. Reykjavík, 1994. 3. Björn Th. Björnsson. íslensk myndlist II. Reykjavík, 1973. 4. Jónas Jónsson. Hvíldartimi í listum og bókmenntum. Tíminn, desember 1941. 5. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Útgáfa í tilefni af opnun hússins. Reykjavík, 1973. Höfundur er arkitekt og deildarstjóri byggingarlistar- deildar ó Kjarvalsstöðum. f- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.