Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 13
fullskipuðum sal óperugesta, sem væntu þess að sjá og heyra arftaka hinnar látnu Maríu Callas birtast - var það þá nema von að María Guleghina signdi sig tvisvar? Divan frá Odessa - María Guleghina „Una vera Diva - | E la nuova Callas.“ Hin sanna Diva og hin nýja Callas. Þannig voru fyrirsagnir í mörgum blöðum og tímaritum hér á Italíu eftir sýningarnar á óperu Verdis, Macbeth, í Scala-óperunni. I viðtali við Maríu Guleghinu rétt fyrir frum- sýningu sagðist hún gera sér ljóst hverju hún gæti staðið frammi fyrir. A frumsýning- unni og síðari sýningum mundu verða marg- ir gamlir aðdáendur Maríu Callas, sem mundu fara að bera þær tvær saman. Reyndar söng María Callas þetta hlutverk aðeins eitt sýningartímabil á Scala, 1952. Jafnframt sagði Guleghina, að þó að þessi ímynd, sem verið væri að tileinka sér, væri í sjálfu sér ögrandi viðurkenning, þá væri hún um leið orðin sér viss martröð. Það væri ekki hægt að bera raddir þeirra tveggja saman og persónulegur uppruni þeirra sjálfra væri allt annar og ólíkur. María Callas hafði verið ein- stök - það gæti engin orðið arftaki hennar í beinum skilningi - það gæti hún sjálf heldur ekki orðið, né vildi hún verða. Hún væri hún sjálf og mundi syngja sem María Guleghina, mundi gera sitt besta og verða dæmd sem slík. I viðtalinu segist hún hins vegar vera tilbúin að syngja þau hlutverk sem Callas var þekktust fyrir, eins og Norma, Violetta í La Traviata og Tosca, og túlka þau hlutverk á sinn eigin hátt. Wagner taldi hún hins veg- ar ekki verða sinn vettvang. Þegar jámtjaldið féll streymdi mikill fjöldi söngvara og annarra hljómlistarmanna frá Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópu- löndum inn á hið vestræna leiksvið í leit að nýjum tækifæmm og frama. En sumir vora sóttir og þannig var með Guleghinu. Þegar hún var að alast upp í heimaaborg sinni Odessa, átti enginn von á því að hún yrði söngkona. Sjálf vildi hún læra listdans og leiklist, en hún lagði einnig stund á píanóleik og tónfræði, sem átti eftir að koma henni að góðu gagni síðar. Það var gamall söngkenn- ari í Odessa sem uppgötvaði söngrödd henn- ar, sem varð til þess að hún hóf nám í söng við Konsveratoriið í Oddessa. I skólasöng- keppni þar var einn dómendanna maður sem starfaði við Scala-óperuna og veitti þessari ungu söngkonu strax athygli. Að námi loknu komst hún á samning hjá óperunni í Minsk - nú í Hvíta-Rússlandi. Þegar hún var búin að vera þar í eitt ár, var henni sagt að sendimaður frá Scala í Mflanó væri kominn og vildi fá hana til að koma í reynslusöng hjá Scala. í þetta sinn fékkst ekki leyfi stjórnvalda til að fara úr landi, en þeir hjá Scala sendu síðar nýtt boð, og í það sinn hélt hún til vesturs. Hún kom seinna til Mflanó en gert hafði verið ráð fyrir - var fé- laus og varð að komast af með eina litla mál- tíð á dag til að draga f'ram lífið. Þá stóð svo á, að verið var að sýnaWperu Verdis, Grímu- dansleikinn, á Scala þegar María Guleghina kom þangað. Tvær söngkonur sem áttu að syngja hlutverk Amalíu til skiptis höfðu báð- ar verið púaðar og hrópaðar út af sviðinu í miðri sýningu. Sýningar á óperum Verdis á Scala sækja jafnan ákveðnir hópar Verdi að- dáenda, sem telja það hlutverk sitt, að verja heiður meistarans. Þeir púa og hrópa því niður og út af sviðinu hvem þann söngvara sem þeir telja ekki hæfan til að fara með hlutverk í óperum hans. Óperustjórinn gerði það að skilyrði við Maríu Guleghinu að hún færi í hlutverkið og yrði að skuldbinda sig til þess að fara ekki út af sviðinu, hvað sem á gengi í salnum. Hún yrði að syngja hlutverk- ið til enda. Þegar á fyrstu æfingu kom, brá henni heldur en ekki í brún því mótsöngvar- inn var þá enginn annar en sjálfur en Pa- varotti. En nú var ekki aftur snúið. Þegar „bravo - bravo“ glumdi í salnum á fyrstu sýningu var framtíðin ráðin. Hvað er það sem gerir þessa ungu söng- konu svo eftirsótta sem hún er orðin í dag? - Hún hefir röddina - útlitið - „tempera- mentóið“ og þann dramatíska túlkunarmáta - að hún er leikkona ásamt því að vera mikil söngkona. Sannkölluð Diva á óperusviðinu og í því krefjandi hlutverki að vera talin arf- taki Maríu Callas. Odessa, fæðingarborg Maríu Guleghinu, má muna fífil sinn fegri. Fyrir byltinguna 1917 var hún alþjóðleg borg með mikið menningarlíf. Rússneska skáldið, Alexander Pushkin, lýsti borginni þannig, að hún hefði andardrátt Evrópu með suðrænum ljóma og hlýju. Óperuhúsið frá nítjándu öld var eitt hið fegursta og hljómbesta í Evrópu. Mikil tónlistarhefð var ríkjandi. Frá Odessa kom píanóleikarinn frægi Emil Gilels og við óper- STJÓRNANDINN Riccardo Muti á æfingu. „Undir stjórn Riccardos Muti getur söngvarinn flogið", sagði Maria Guleghina í viðtali. RENATO Bruson og Maria Guleghina í hlut- verkum sínum á sviði Scala-óperunnar. una starfaði sem hljómsveitarstjóri, annar frægur píanóleikari, Svjatoslav Richter, þá átján ára gamall og þar hélt hann sinn fyrsta konsert 1935. Til gamans má geta þess að á unga aldri starfaði annar aðalforingi Bolsé- vikabyltingarinnar, Lev Trotsky, við að vísa gestum til sætis í óperunni. Frægust er Odessa e.t.v. fyrir tröppurnar í Odessa, 193 að tölu, sem liggja niður að ströndinni. Þær notaði kvikmyndastjórinn Eisenstein þegar hann gerði eina frægustu tímamótamynd kvikmyndassögunnar „Beiti- skipið Potemkin", þegar hann lét barnavagn- inn renna niður tröppumar 193. Líklega hef- ir Maríu Guleghinu ekki grunað, þegar hún sem táningur í Odessa gekk upp tröppumar 193 og stóð þar á efsta þrepi að hún ætti eft- ir að standa í efstu tröppu Scala-óperunnar í Mflanó, en Scala þýðir sem kunnugt er stígi eða tröppur. Vcrdi og Shakespeare Árið 1839 virtist glæst framtíðin blasa við Verdi, þegar stjómandi Scala-óperunnar, Merelli, bauð honum fastan samning við óp- eruna, en þá reið ógæfan yfir. Verdi hafði þegar misst dóttur sína barnunga, og nú lét- ust bæði sonur hans og eiginkona úr mann- skæðri farsótt. Hann stóð einn uppi. í langan tíma dvaldi Verdi á landamærum þunglyndis og örvæntingar. Stjórnandi Scala, Merelli, vissi hvað í Verdi bjó og gaf honum góðan tíma til að ná sér. Þegar hann svo bauð hon- um að semja tónlist við texta nýrrar óperu, Nabucco, var sem Verdi kæmist aftur til lífs- ins. Á frumsýningunni varð Verdi þjóðhetja á einu kveldi og þrælakórinn úr óperunni „Va pensiero" varð á nokkrum vikum frelsis- og þjóðarsöngur ítala. Það var sem Verdi margefldist á þessu tímabili. Hver óperan kom af annarri, - Emani, Jóhanna af Örk og síðan Macbeth. Það sýnir stórhug Verdis á þessum tíma að leggja til atlögu við þetta magnaða, stór- brotna verk Shakespeares. Með þessu verki kemur Verdi ekld aðeins fram sem mikið óp- eratónskáld, heldur einnig sem stórbrotið tónskáld í þess orðs fyllstu merkingu. Með Macbeth kemur hann fram með nýjan söngstíl og stórbrotnari tónlist en frá honum hafði áður komið. En Verdi hélt sig samt ávallt við hina melódramatísku leið í óperum sínum, en eins og hann sagði sjálfur: „Leik- húsgestir geta þolað allt í leikhúsinu annað en að þeim leiðist.“ Hann vildi láta hjörtu fólksins slá með fremur en það þyrfti að brjóta heilann. Hvers vegna hélt Verdi ekki áfram að leita sér fanga hjá Shakespeare í nýjum óperum fyrr en löngu síðar? Vitað er að hann hóf und- irbúningsvinnu að óperu sem byggðist á leik- riti Shakespeare, Lear konungi, en lagði það á hilluna. Nærtækast hefði verið Rómeó og Júlía þar sem sögusviðið, Verona, var í næsta nágrenni við hann sjálfan. En þá hafði franska tónskálið Hector Berlioz þegar samið prógramtónverk upp úr þessu ástardrama, sem hlotið hafði mikið lof og síðan kom landi Berlioz, Gounod, með sína óperu um sama efni. Einnig má spyrja hver ástæðan hafi verið fyrir þeim miklu breytingum sem urðu á hljómsveitar- og hljóðfæraskipan Verdis á þessu tímabili þegar hann sendi Macbeth inn á óperasviðið? Þá er hugsanlega komið aftur að Berlioz. Tuttugu og sex ára gamall hafði hann hlotið æðstu verðlaun við tónlistarhá- skólann í Paris, „Prix de Rome“, sem var þriggja ára dvöl honum að kostnaðarlausu á Italíu. Verðlaunin mun hann hafa hlotið fyrir hið byltingarkennda verk sitt, „Symphonie fantastiqe", þar sem hann splundraði ramma hinnar hefðbundnu hljóðfæra- og hljómsveit- arskipanar. Hann stækkaði þar bæði hljóm- sveit og kór. Þetta byltingarkennda tónverk hefir áreiðanlega ekki farið fram hjá Verdi. Þegar Verdi, hátt á sjötugsaldri, samdi sitt glæsilegasta verk, Aidu, í tilefni af opnun Su- ez-skurðarins, var búist við, að það yrði hans síðasta stórvirki á óperusviðinu. Svo öannar- lega rættist sú spá ekki. Hátt á áttræðisaldri hélt hann á nýjan leik til fundar við Shakespeare í fylgd með textahöfundi sínum, Boito, og nú var það Otello sem varð fyrir valinu. Leikverkið þar sem Shakespeare tek- ur fyrir öfundina, róginn, afbrýðisemina, sak- leysið og ástina. Af þessum fundi kom ein mesta ef ekki sú mesta af tragískum óperum Verdis, Ótelló, márinn frá Feneyjum. Síðustu kveðju sendi síðan Verdi meistara Shakespe- are með hinni bráðskemmtilegu óperu Fal- staff eftir samnefndu leikriti. Falstaff var frumsýnt á Scala 1893, þá var Verdi áttræð- ur. Mikil fagnaðaróp „bravissimo!“ bratust út í lok frumsýningarinnar. Sjálfur dó Verdi 27. janúar 1901. Við útför hans mynduðu tvö- hundrað þúsund manns, karlar og konur, samfellda keðju meðfram leið líkvagnsins til legstaðar hans, meðan mörg hundrað manna kór sem, ásamt hljómsveit Scala-óperunnar undir stjórn hins unga Arturo Toscanini, flutti þrælakórinn Va pensiero úr Nabucco. Það var sem öll ítalska þjóðin stæði heið- ursvörð á leið meistarans til grafar. Höfundurinn er fyrrverandi framkvæmdastjóri. SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR DÖGUN Frá myrku tóminu ég fæddist enn og aftur Eg gaf þér lífið sem þú hafðir gefíð mér Ég afsalaði mér valdinu sem ég taldi mitt Ég lagði mig máttvana í faðm þinn Og þú veittir mér kraftinn til að halda áfram Þú endurglæddir Ijósið hjarta míns margfalt Þú gerðir tár mín að eðalsteinum sálar minnar Þú gerðir hjartablóð mitt að sköpunarverki og raunir mínar að verðmætum tilveru minnar Þú breyttir myrkrinu í ljósadýrð, sem alltaf mun loga Varðveittu upprás sálar minnar. FANGI Ég er fangi minna eigin tilfínn- inga Ég er fangi minna drauma, lifandi - sem látinna Ég er fangi lífs míns, orða minna - og verka Ég er fangi trúar minnar, sam- visku -ogkærleika Ég er fangi... Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. ÓMAR SIGURJÓNSSON ÆSKU- STÖÐVAR Einhvers staðar fyrir vestan við ljósbrúnan malarveg liggja æskustöðvar þínar við hátt fjallið nálægt sjónum og þú rýnir í þær snertir þær með fálmandi höndum. Skyndilega heyrist djúp karlmannsrödd ogþú byrjar aftur að hugsa einhvers staðar fyrir vestan ... FÓRNARLAMBIÐ Ég ákæri syndina Hún hefur gert mig sekan. Ég ákæri viðbrögðin þegar mérvar litið undan. Dómgreindin ætlar að áfrýja. Höfundurinn er múrari í Reykjavík. Síðara Ijóðið birtist 3. jan sl. en í því var prentvilla og því er það endurbirt hér. Höfundur og les- endur eru beðnir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.