Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 17
TIMI, HETJU- ÍMYND OG LANDSLAG í úttekt sinni um barnabókaútgáfuna 1997 rýnir SIGRÚN KLARA HANNESDÓTTIR einkum í | (Drjá þætti: Tíma sagn- anna, persónur oq loks landslag sem hefur vakið vaxandi athygli $em áhrifgþáttur barna- og ung lingabókmennta. ARIÐ 1997 mátti merkja nokkra bjartsýni hjá útgef- endum sem töldu að bóksala hefði verið með besta móti. I íslenskum bókatíðindum voru auglýstar um 50 frum- samdar bækur þar með tald- ar endurútgáfur. Myndabók- um fjölgaði nokkuð og er það ákaflega gleðileg þróun því þetta er eitt dýrasta form útgáfu sem til er. I þessari árlegu úttekt verður leitast við að skoða nokkra þætti varðandi inntak þeirra frumsömdu barna- og unglingabóka sem sáu fyrst dagsins ljós fyrir þessi jól. Verður reynt að rýna í þrjá þætti: Tíma sagnanna, persónur - einkum hetjuímyndina - og loks landslag sem hefur að undanförnu vakið vaxandi athygli sem áhrifaþáttur í bókmenntum fyrir börn og ung- linga. Gamli tíminn og sá nýi Það er nokkuð athyglisvert hve margir höf- undar nýrra barna- og unglingabóka líta til for- tíðar lands og þjóðar til að finna hentuga um- gjörð um sögur sínar. Menn leita mislangt í sög- una til að finna hugmyndir að söguefni en fyni tíð, án mikillar óraunsæn-ai- fortíðarhyggju, kemur víða íýrir. í raun og veru er þó tíminn notaður á mjög mismunandi hátt í þessum sög- um, til dæmis er nútíminn og fortíðin látin blandast saman á mismunandi vegu í nokkrum sögum. Nútíð og fortíð blandast nokkuð saman hjá Jóni Hjartarsyni í bókinni Nornin hló. Sögusvið- ið er nútíma Reykjavík en gamla konan, Albína, lifir í fortíðinni og stelpurnar fá að kynnast gömlum tíma og viðhorfum í frásögnum og fasi hennar. Tilgangur þessa samspils er að benda á skoplega hluti og gera það dálítið spennandi sem er öðruvísi. Sambland nútíma og fortíðar kemur líka fyrir í bók Stefáns Aðalsteinssonar, Kappi á krossgötum, þar sem nútímadrengur- inn Jói flytur upp í sveit þar sem eingöngu gam- aldags vinnubrögð eru notuð: „Við kennum þér,“ sagði afi og hló við. „En það verður kannski ekki allt eftir tískunni. Við fylgjumst lít- ið með vélvæðingunni hér á bæ.“ (bls. 37). Til- gangurinn með þessu samspili er að fræða unga fólkið um gömul vinnubrögð og nútímastrákur- inn sem ekkert kann er notaður til að taka á móti fræðslunni. Kristín Steinsdóttir setur sína sögu, Vestur í bláinn, á síðustu öld á tímum vesturfaranna. Þetta er tími sem talsverð athygli beinist að í bókmenntum samtímans enda næg söguefni að finna í þeim miklu umbrotatímum sem þá áttu sér stað. Sú tækni sem hún notar er að láta tvær kynslóðir tala saman, hvora með sína þekkingu og viðhorf. Þóra fer inn á Listasafn Islands og hverfur inn í eitt málverkið. Þar hittir hún stúlku sem er á vesturleið og fylgir henni eftir til ákvörðunarstaðarins í Nýja heiminum. Svip- aða notkun á tíma fmnum við í bók Önnu Heiðu Pálsdóttur, Galdrastafir og græn augu. Hún lætur 13 ára strák úr Kópavogi finna stein sem á er letraður galdrastafur og fyrir ki-aft hans hoppar hann aftur í tímann til ársins 1713. Bæði Anna Heiða og Kristín láta nútímabörn upplifa allt annan heim en þann sem þau eru fædd í og þroskast af því að kynnast lífsbaráttu og kjörum fólks á allt öðrum tímum og við allt aðrar aðstæður. Anna Heiða lætur sinn strák vera heldur leiðinlegan, frekan ungling, sólginn í sitt kók og pizzu, kannski rétt dæmigerðan fyr- ir þá unglinga sem aldir eru upp í dag. Eftir dvölina á 18. öldinni breytast viðhorf hans mjög. Með því að hvor persónan heldur sínum við- horfum og þekkingu kallast þessir tveir tímar á. Líklega nota höfundar þennan stíl til að útskýra Magnea frá Kleifum Kristín Steinsdóttir betur það sem þeir eru að segja. Þeir gefa sér að nútímaunglingar eigi erfitt með að skilja hvernig það var að upplifa sjóveiki, brottflutn- ing frá heimahögum, eða þá að geta ekki farið í bað mánuðum saman, sofa við gróf og óhrein rúmföt og eiga ekki fót til skiptanna. Sjónarhóll- inn er nútíminn, notaður til þess að útskýra fyr- ir nútímabörnum söguefnið og skapa saman- burð. Magnea frá Kleifum segir sína sögu um Sossu skólastúlku í gamla tímanum. Sagan er sett um aldamótin og höfundur þarf ekki að útskýra neitt fyrir nútíma lesendum. Allt sem þarf að skýra gerist í höfði söguhetjunnar, henni Sossu. Þess vegna er saga Magneu meira bókmennta- verk en þau hin, heilsteypt og meitlað án nokk- urrar skírskotunar. Hinar sögurnar eru skemmtilegar og eflaust á margan hátt aðgengi- legri fyrir unglinga dagsins í dag og það stíl- bragð að láta nútímafólk flakka inn í annan tíma eða annan heim er algengt form og mikið notað. Önnur saga sem gerist í fortíðinni þó ekki sé farið lengra aftur en 20 ár er Elsku besta Binna mín eftir Ki-istínu Helgu Gunnarsdóttur. Þetta er einnig heilsteypt saga þar sem sagan er sögð af aðalsöguhetjunni í þeim tíma sem hún gerist. Umhverfið sést allt útfrá sjónarhóli einnar söguhetju. Nokkrar sögur sýna líf nútímaunglinga og er íslenskur nútími dreginn dökkum línum í þeim flestum, ekki bara þeim sem nú koma út heldur hefur þetta verið einkenni á sögum sem settar eru í okkar tíma. í bók Hildar Einarsdóttur, í öðrum heimi, er drengur - að vísu ekki sögu- hetjan - að dragast út í óknytti og glæpi og höf- undur dregur enga dul á þá skoðun sína að það er fjölskylda hans sem er völd að kvöl drengsins með skorti á hlýju, viðurkenningu og skilningi. Einelti er skýrt með sams konar vanlíðan og erfiðleikum heima fyrir. Sundur og saman eftir Helga Jónsson segir frá dreng sem er gjör- sneyddur allri samvisku og sagt frá því sem sjálfsögðum hlut að hann bæði stelur og beitir ofbeldi bara sisona, en sagan er hvorki þroska- saga né til þess fallin að vekja nokkurn til um- hugsunar. Þetta er ljót lýsing á undirheimum Reykjavíkur og varla nokkra Ijósglætu að sjá. Hér er markverðast að íslenskir höfundar eru farnir að sækja sitt söguefni meira til íslenskrar fortíðar og sýna hana án einhvers dýrðarljóma. Líf á íslandi var mjög erfitt fyrir börn og ung- linga hér áður fyrr og þessi nýja áhersla á fyrri tíma gefur nútíma börnum og unglingum dýr- mæta innsýn inn í fortíð lands og þjóðar. En um leið er það íhugunarvert hvers vegna þeir sem skrifa sögur sem gerast í nútímanum draga ís- lenskt samfélag svo dökkum línum sem raun ber vitni. Mér finnst þar gæta óþarflega mikillar svartsýni. Börn og unglingar þurfa uppörvun og hvatningu. Jón Hjartarson Stefán Aðalsteinsson Helian Þegar skoðaðar eru söguhetjur nýrra barna- bóka þá vekur athygli hversu miklu fleiri stelp- ur eru sögu-“hetjur“ en strákar. Ef skoðaðar eru stelpurnar í einum 12 nýjum barnabókum þá sjáum við að þær glíma af krafti við sína erf- iðleika, leysa þá og koma sterkari út. Má þar nefna Sossu skólastúlku sem er ákaflega vel dregin persóna. Hún finnur til sinna galla og er sífellt að reyna að bæta úr en lesandinn vill helst ekki að henni takist að þurrka allt út sem gerir hana svona einstaklega skemmtilega sem persónu. Binna er sterk, frumleg og hug- myndarík en glímir líka við sitt samviskubit og vill verða betri og hlýðnari en hún er. Brynhildur í bókinni Brynhildur og Tarsan eftir Kristjönu Bergsdóttur, stækkar og vex við að takast á við sína erfiðleika sem eru mjög miklir og sárir. Þetta er átakasaga um ung- lingsstúlku sem missir mömmu sína og er send í fóstur út á land. í stað þess að landsbyggðin lagfæri alla angist án átaka þarf Brynhildur að takast á við sjálfa sig og kemur út miklu sterk- ari og sáttari við sjálfa sig. í vesturfarabók Kristínar er líka stúlka söguhetja, Magnea, sem fer til Kanada að flýja undan erfiðu árferði og illum yfn-völdum á Islandi. Hildur, í sögu Árna Bergmann um Óskastundirnar, fær óskir sínar uppfylltar og þarf að glíma við að mega ekki segja frá því að allir góður hlutir eru henni að þakka. Hún er líka að glíma við sjálfa sig og sigrar. Jafnvel þar sem stelpur eru aukapersónur eru þær dregnar sem sterkari einstaklingar en strákarnir. I sögu Andrésar Indriðasonar, Ævintýralegt samband, er Júlíana miklu at- kvæðameiri og ákveðnari en aðalsöguhetjan, Alfur, sem er í raun álfur og á erfitt með að takast á við það. Það er í raun aðeins í tveimur sögum þar sem strákarnir eru sögu-“hetjur“ og komast frá sög- unni sem þroskaðri einstaklingar en þeir í upp- hafi. Þar má fyrstan nefna Svein í sögunni Galdrastafir og græn augu. Hann kemur miklu tamdari til baka eftir kynni sín af Eiríki í Vogsósum og hefur lært smávegis mannasiði frá heimsókn sinni til gamla tímans. Hringur í sögunni I öðrum heimi fellur betur inn i um- hverfið en áður enda þótt Dúi, aukapersónan, nái enn meiri tökum á sjálfum sér og tilverunni. Jói, sögupersóna Stefáns Aðalsteinssonar, á í erfiðleikum í upphafi sögu en sveitalífið greiðir úr vanda hans. Ekki get ég áttað mig á því hvort hér er um tilviljun er að ræða eða hvort höfundar eiga auðveldara með að draga upp þroskasögu með stelpu sem aðalsöguhetju og óttist frekar að láta stráka velta hlutum fyrir sér. Höfundarnir halda ef til vill að strákamir séu að leita að ein- hverju öðru til að skemmta sér við í bókum en glímu við sína eigin persónulegu galla. Það er heldur ekki svo að samband sé milli kyns höf- undar og þeirrar söguhetju sem hann velur. Konur velja allt eins að skrifa um stráka og öf- ugt. Landslag Barnabókarannsóknir hafa nýlega beinst að landslagi sem hluta af sögusviði. Þetta hefur einkum vakið athygli í'bamabókum frá löndum eins og Ástralíu þar sem landslag og náttúra eiga mjög sterkan streng í þjóðlífinu. Á sama hátt mætti búast við að sjá sterk tengsl milli landslags, náttúru og söguþráðar í íslenskum barnabókum enda er það gömul íslensk hefð að láta náttúruna eiga stóran þátt í mótun sagna. Nægir þar að nefna sterk tengsl allra Islend- ingasagnanna við náttúruna þar sem hún á raunverulegan þátt í framrás sagnanna. Sagan er staðsett svo nákvæmlega að örnefni eru látin halda sér. í þeim barna- og unglingabókum sem út komu fyrir jólin er íslensk náttúra víða sjáanleg en^gegnir mismunandi hlutverki. I sögu Stefáns Aðalsteinssonar er náttúran tengd fræðsluhlutverkinu. Það er veiddur lax, farið í göngur og svo framvegis. Hildur í sögu Árna Bergmann fær eina af sínum óskum upp- fyllta við að bjarga erlendum ferðamanni sem hrapar í klettum. Sumar sögur eiga sér ná- kvæma staðsetningu eins og saga Ónnu Heiðu um galdrastafina sem gerist á milli Kleifar- vatns og Krýsuvíkur og höfundur hefur greini- lega kynnt sér aðstæður til að geta sett söguna þar. Saga Kristínar Steins gerist öll á ákveðn- um stöðum bæði heima og í Kanada og rakin ferð fólksins allt frá Jökuldalsheiði og til Víði- ness við Winnipeg-vatn og í bókinni er kort sem sýnir þá leið sem ferðalangarnir fóru. # I tveimur sögum er sagt frá íslenskum nátt- úruhamfórum sem hafa áhrif á söguþráðinn, skriða og snjóflóð. I öðru tilvikinu verður skrið- an fólki að fjörtjóni en í hinni bjargast drengur úr snjóflóði eftir að hundar eru sendir til að leita. Saga Elíasar Snælands Jónssonar, Töfradal- urinn, á sér líka sterka skírskotun til landslags þar sem Bókadalurinn er sögusviðið. I þessum dal verða allar bækur til. Bókanornin illræmda vill eyða þeim og hætta er á að allar bækur tap- ist verði þeim fleygt í Óminnisbrunninn. Elías notar þjóðsagnaminni til að skapa umgjörð um sögu sína. Ein saga er þó sérstaklega tengd íslensku landslagi en það er saga Andrésar Indriðason- ar, Ævintýralegt samband, þar sem hraunhóll er í raun álfabyggð og söguhetjan er álfur. Landslagið er nátengt sögunni allri og höfund- ur gerir hraunhólinn að mesta myndarbústað. Þarna er komið nútímaafbrigði af þjóðsögu og þannig frá sagt að sagan verður bæði frumleg og fyndin. Nóg er af hraunhólunum á Islandi til að vera sögusvið barnabóka og þarna hefur vel tekist til. Lokaorð í þessu stutta yfirliti hefur aðeins verið litið á nokkur einkenni sem fram koma í nýjum bók- um sem gefnar eru út fyrir íslensk börn. Flest- ar þeirra bóka sem út komu núna fyrir jólin eru mjög „íslenskar" og gætu ekki verið skrifaðar annars staðar. Bækurnar eru flestar vel unnar, og fjölbreytnin sýnir okkur að við eigum marga. mjög góða barnabókahöfunda sem leggja sitt af mörkum að viðhalda íslenskri bókmenningu. Sérstök einkenni íslenskra barnabóka eru mik- ilvæg og það hlýtur að fara að koma að því að íslenskar barnabækur hljóti þá viðurkenningu meðal bókmenntanna sem þeim ber. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.