Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 16
TRÍÓ REYKJAVÍKUR TÍU ÁRA Tríó Reykjavíkur fagnar tíu ára gfmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verða haldnir gfmælistónleikar í Hafnarborg, menningar- oq listastofnun Hafnar- , garðar ó sunnudap— HILDUR EINARSDÓTTIR ræddi við meðlimi tríósins um starfsemina fyrr og nú. TRÍÓ Reykjavíkur var stofnað af Hall- dóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunn- ari Kvaran sellóleikara árið 1988. Hall- dór lét af störfum með tríóinu árið 1996 og tók þá Peter Máté við. Áður en til formlegrar stofnunar tríósins kom höfðu frumkvöðlamir leikið saman um skeið og haldið nokkrum sinnum opinbera tónleika. - Á ferli sínum hefur tríóið leikið á fjölda tón- leika víða um land, fyrir Kammermúsikklúbb- inn í Reykjavík nánast árlega auk hinnar ár- legu tónleikaraðar í Hafnarborg sem hófst ár- ið 1990 og hefur staðið óslitið síðan. Tríóið hefur einnig farið í margar tónleika- ferðir til Danmerkur og auk þess komið fram í Þýskalandi, Finnlandi, Prag og London. Hljóðritanir með leik tríósins hafa verið leikn- ar víða í Evrópulöndum. Afmælistónleikamir era jafnframt síðustu tónleikar tríósins í Hafnarborg í vetur en þau halda þar fjóra tónleika á ári. Þau segja að- stöðuna í Hafnarborg mikilvæga fyrir starf- semi tríósins. „Það er! gott að hafa slíkt fast aðsetur. Salurinn býður upp á góðan hljóm- burð og þar að auki er húsið fallega hannað. Myndlistarsýningar eru þar allan ársins hring þannig að tónleikagestir hafa ýmislegt til að gleðja augað. Ekki tná gleyma kaffistofunni sem er mjög skemmtileg. Allt skapar þetta skemmtilega umgjörð utan um tónleikana. Við höfum í gegnum tíðina boðið fólki að leika með okkur í Hafnarborg og skapar það fjöl- breytni í tónleikahaldinu.“ Þau segjasta leika íslensk verk árlega. Að þessu sinni flytja þau píanótríóið „Sommermusik" eftir Pál Pampichler Páls- son. „Okkur finnst við hæfi að flytja tónlist eftir Pál því hann verður sjötugur á þessu ári. En Páll tileinkaði Tríói Reykjavíkur þetta verk. Með flutningi þess viljum við líka votta * honum virðingu okkar fyrir þau margvíslegu Morgunblaðið/Kristinn TRÍÓ Reykjavíkur er skipað, talið f.v., Peter Máté píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. störf sem hann hefur unnið í þágu íslenskrar tónlistar. „Spmmermusik" er létt og skemmti- legt verk. í þvi bregður fyrir völsum og tangóum, hrynjandin er því létt og leikandi. Leika inn á geislaplötu Á tónleikunum verðum við einnig með hefðbundið verk sem hefur fylgt okkur þau ár sem tríóið hefur starfað. Þetta er tríó op. 1. nr 1 eftir Ludwig van Beethoven og er þetta fyrsta verkið sem gefið var út eftir Beethoven en hann samdi það kornungur. Eftir hlé ætlum við svo að flytja tríó eftir Maurice Ravel sem hann samdi árið 1914. Þetta er eitt merkasta tríó sem samið hefur verið á þessari öld fyrir okkar hljóðfærasam- setningu. Allt sem prýðir Ravel sem glæsi- legt tónskáld kemur fram í þessu verki. Sterkra spænskra áhrifa gætir í tónlistinni en Ravel var af baskneskum upprana." Eins og áður segir hefur Tríóið leikið hér víða um land auk þess að fara í tónleikaferðir til útlanda. „Við eram afar þakklát okkar tryggu áheyrendum hér á landi. En það er líka nauð- synlegt fyrir okkur sem búum í litlu þjóðfé- lagi að finna að við getum spilað hvar sem er í heiminum. Þegar við föram í tónleikaferðir til útlanda opnast nýjar víddir. Við hittum aðra tónlistarmenn og spilum í nýju umhverfi. Þetta þroskar okkur sem tríó. Það hefur líka glatt okkur hve við höfum fengið góðar við- tökur þar sem við höfum komið.“ Er eitthvað sérstakt á döfinni hjá ykkur í tilefni af afmælinu? „Við höfum verið beðin um að leika inn á geislaplötu. Það er tímafrek vinna en við stefnum að því að ljúka henni á þessu ári. Fleiri verkefni eru í farvatninu. Við munum koma fram á Listahátið í Reykjavík í sumar og flytja nýtt verk eftir Jón Nordal. Þar að auki munum við halda áfram með tónlistarhá- tíðina í Hveragerði sem við stofnuðum til síð- astliðið ár. Hátíðin mæltist það vel fyrir að forráðamenn hennar vilja að við höldum áfram með hana. Hátíðin verður haldin dag- ana 12.-14. júlí næstkomandi. Þar mun koma fram fjöldi gesta, þar á meðal söngkonan Diddú. Ekki alls fyrir löngu komu forsvarsmenn Fella- og Hólakirkju að máli við okkur. Sýndu þeir áhuga á því að koma á tónleikaröð í kirkjunni og áttum við að hafa umsjón með henni. Ákváðum við að taka þessu ágæta boði. Ætlunin er að tónleikahaldið þar verði með öðra sniði en það sem við stöndum fyrir í Hafnarborg. Verður það með léttara ívafi og gestir á tónleikunum verða fleiri. Okkur þyk- ir vænt um þennan áhuga en það er mikil- vægt fyrir kammerhóp eins og okkar að fá að koma fram sem oftast.“ Þau segja að það að leika í tríói gefi marga möguleika. „Við erum öll einleikarar og kom- um fram sem slík. En til er mikið af góðum tónverkum fyrir píanótríó. Öll helstu tón- skáldin hafa einhvern tíma samið tónverk fyrir þessa hljóðfærasamsetningu. Það er því mjög gefandi að leika þessa tegund tónlist- ar.“ ÞAKKLÁT OKKAR TRYGGU ÁHEYRENDUM Islensk málverk á uppboöi í TÍU málverk eftir sjö íslenska listmálara verða boðin upp hjá uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn dag- v ana 30. mars til 2. aprfl næstkomandi. Þetta eru Bragi Ásgeirsson, Gunnlaugur Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stef- ánsson, Júlíana Sveinsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir og Þorvaldur Skúlason. Alls verða 984 Iistaverk boðin upp á upp- boðinu. Verðmætasta íslenska verkið er lands- lagsmynd eftir Jóhannes S. Kjarval, met- in á 60-75.000 danskar krónur, eða um 600-750.000 íslenskar, þá kemur Þing- vallamynd eftir Jón Stefánsson, sem upp- boðshaldari metur á ríflega 500.000 ís- - lenskar krónur. Mynd Gunnlaugs Blön- . dal, Notre Dame, er metin á um 300.000 | íslenskar krónur og landslagsmynd eftir f Júlíönu Sveinsdóttur á um 300-400.000 » krónur. Önnur íslensk verk eru metin á s lægri upphæðir. Danmörku GUNNLAUGUR Blöndal: Notre Dame. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.