Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 15
KLETTUR yst í Hábrekknanesi, sem gæti verið bústaður „Odds einbúa“. að finna á Mýrum. Sunnan í nesinu eða ásnum við Gljúfurá rís klettarani upp úr aflíðandi mýrarslakka og vísai- móti suðvestri (3. mynd). Ekki veit ég til þess að hann hafi nafn. Klettur- inn dregst saman upp á móti brekkunni og myndar odd séð frá hlið. Mér hefur dottið í hug að í þessum kletti gæti Oddur einbúi hafa verið vættur, og hafi þá tekið nafn eftir einkennum klettsins, einstæðum og oddlaga. Nú er ekki auðvelt að sýna fram á að höf- undurinn hafi haft þessa vættahóla í huga, en víst er að hann hefur íhugað eðli landvætta, því þegar Egill reisir Noregskonungi níðstöng heldur hann þessa tölu: „sný ek þessu níði á landvættir þær, er land þetta byggva, svá at allar fari þær villar vega, engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi.“ Skyldu ekki inni eða híbýli landvætta vera í hólum og klettum? - en hverj- ir eru vegir þeirra? Heimslíkanið og sólstöðulínan Nú verður ekki komist hjá því að víkja að þeirri tilgátu um heimsmynd fornmanna sem virðist vera eins og rauður þráður gegnum dul- mál Egils sögu, og sama á reyndar við fleiri fomsögur. Við gerum ráð fyrir að landnáms- menn hafi hugsað sér landnámin í einingum sem táknuðu lítinn heim í líkingu alheims. Hér verður ekki reynt að rekja þessa kenningu í smáatriðum, og þeir sem vilja kynna sér hana betur geta t.d. gluggað í rit Einars Pálssonar og grein mína um landnám í Húnaþingi. Heimsmyndin er hringur og er miðja hans merkilegur staður, svo sem ætla mætti. Þá ganga línur þvert um hringinn í gegnum miðj- una eins og pílárar í hjóli. Ein þessara lína er hér til sérstakrar umræðu. Hún stefnir suð- vestur og norðaustur, og er af þeirri gerð sem ég kalla sólstöðulínu. Það kemur til af því að hún virðist einkum vera miðuð við stefnu í sól- setur við sjóndeildarhring á sólstöðum. Ég kalla hana einnig fjárlínu því henni tengist frjósemi og vöxtur í heiminum, en hún ber einnig í sér andstæðuna, tortímingu og dauða. Þannig er hún beinlínis leiðin inn og út úr heiminum. I þessari tilgátu felst að landnáms- menn hafi lagt ákveðið kerfi landmælinga af þessu tagi í landið, og að tilgangurinn hafi ver- ið sá að koma á reglu sem samræmdist máttaröflum alheimsins og tryggja þannig vaxtarmáttinn. Fjármögnunarleið Skalla-Gríms Túlkun mín á táknmáli Egils sögu bendir til þess að sólstöðu- eða fjárlína Skalla-Gríms hafi legið til suðvesturs út eftir Digranesinu um Kveldúlfshöfða og Brákai-sund og út eftir miðj- um fuðinum. Hún gengur einnig í gagnstæða átt inn til landsins, og fer nærri Krumshólum og „Oddi einbúa“ (sjá 4. mynd). Stefna hennar er reyndar ekki samkvæmt sólargangi í þessum heimshluta, og er lega línunar einungis ráðin af táknmálinu. Táknin tengjast tilgangi línunnar, og kemur þar við sögu gangur sólar og tungls og vöxtur og eyðing fjár og frænda. Ýmiskonar streymi eða tilfærslur eftir línunni eru einkenn- andi og oft í samstæðum eða andstæðum, út eða inn, og má skilja það í ljósi hinnar tvíbentu virkni línunnar. Laxagöngur eru ákaflega táknrænar í þess- ari hugmyndafræði. Þegar náttúran lifnar við og máttur sólar er mikill koma laxarnir úr út> hafinu og ganga á móti straumi upp árnar. Þeir eru sýnilegt tákn fyrir streymi frjómagnsins, og þessi andstæði straumur laxa og vatns er eitt dæmið um gagnstreymi fjárlínunnar. Laxa- göngurnar fylgja fjárlínu Skalla-Gríms í stórum dráttum, fara inn endilangan fjörð, slá sér að vísu nokkuð frá í Hvítá, en nálgast aftur línuna upp í Norðurá og Gljúfurá. Þar á línunni er kletturinn sem ég kalla Odd einbúa, og einnig bærinn Haugar þar sem Sigmundur fylgdar- maður Skalla-Gríms settist að. Báðir þessir „menn“ hafa það sérstaka hlutverk í sögunni að veiða lax. Sigmundur færði sig síðar í Munaðar- nes, sem er einnig á línunni. Líklega koma þessir staðir við sögu einungis í þeim tilgangi að tengja laxagengd við línuna. Við enda Digraness er Brákarey, en á milli Ánabrel lands og eyjar er þröngt sund sem nefnist Brákarsund. Sterkir sjávarfallasti-aumai- eru inn og út sundið og leiða hugann að straumum fjárlínunnar sem liggur þar um. Bjarni Einarsson (1987) hefur getið sér þess til að nafnið sé komið til af því að brák sé áhald til að elta skinn, og að menn hafi líkt sjávarfóllunum við skinn sem sé dregið fram og aftur um skoru. Sundið kemur mikið við sögu og tengist táknum fjárlín- unnar. Þar var hafskipahöfn, og skipaferð- ir inn og út fjörðinn verða höfundi mikið úrvinnsluefni. Skipin flytja vaming og vini að, en flytja einnig ástvini brott. Þannig berst Ásgerður inn í Brákarsund í móður- kviði á skipi fóður síns, en hún varð það hnoss sem Egill þráði mest, ásamt silfrinu. Andstæðu þessa má finna í brottsiglingu Þórólfs úr Brákasundi. Skalla-Grímur hef- ur hugboð um að þeir muni ekki framar sjást, enda á Þórólfur ekki afturkvæmt til íslands. Ef við hugsum okkur að sólstöðu- línan hafi verið mönnum raunveruleiki, hefur Þórólfur beinlínis siglt suðvestur eftir línunni út úr heimi Skalla-Gríms í átt að dyrum Heljar. Ekki hefði sú ímynd orð- ið til að létta hug gamla mannsins. Digra- nes tengist einnig dauða Skalla-Gríms, en hann var heygður á utanverðu nesinu. Var ekki eðlilegt að setja hann niður þar sem andi hans átti greiða leið út úr þessum heimi? Böðvar sonur Egils fórst á firðinum, og harmaði Egill hann mikið. Böðvar rak upp á Einarsnes, en fjárlínan gengur um nesræturn- ar (sjá kort). Sagan gefur í skyn að skipið og fórunauta hans hafi rekið suður yfir fjörðinn, en sérstök öfl hafi beint líki Böðvars á þessa leið. I sögunni segir að „þá hljóp á útsynningur steinóði, en þar gekk í móti útfallsstraumur; gerði stórt á firðinum, sem þar kann oft að verða“. Hér gangast á andstæðir straumar höf- uðskepnanna lofts og vatns úr suðvestri og norðaustri, sem leggjast á eitt til að granda Böðvari. Þetta er að sjálfsögðu táknrænt fyrir máttuga strauma línunnai-, enda kemur útsynn- ingurinn furðu oft við sögu, leynt og Ijóst, og vísar til sömu merkingar. Einarsnes er nærri Kveldúlfshöfða, og minn- ir atburður þessi á innrek Kveld-Ulfs. Sagan er komin í hring og dauði Böðvars er í senn enda- lok og nýtt upphaf. Egill ríður með lík sonar síns út eftir nesinu, og flytur hann þannig áleið- is til Heljar. Sjálfur gengur Egill hálfa leið út úr þessum heimi þegar hann ætlar í harmi sín- um að svelta sig til dauða, en fær þau náðar- meðul að hann getur horfið aftur til nýs lífs og yrkir Sonartoirek. Þrir steinar Skalla-Grims I síðustu vísu Sonartorreks segir beinlínis að kerlingin Hel standi á nesinu (Digranesi). í verkum Einars Pálsonar fræðimanns kemm’ skýrt fram að Hel eigi einmitt sinn stað við suð- vesturendann á sólstöðulínunni. Þar á einnig að vera annað tákn, svonefndur þrídrangur, sem er einhvers konar þrískiptur kíettur úti í sjón- um. Látum hér liggja milli hluta hvort slíkt fyr- úbæri er raunverulega til í Borgarfirði, en í sögunni má finna þrjá steina og fylgir þeim mikill buslugangur. Hér ég á við þá frægu steina sem Skalla-Grímur hóf á loft, og alla að næturlagi. Einn þeirra er steinninn sem hann sótti einn á báti að nóttu til út á miðjan fjörð undan Rauðanesi, og kafaði eftir niður á hafs- botn. Þennan stein notaði Skalla-Grímur sem steðja, en jái'nvinnsla var ein auðsuppspretta hans. Annar er steinninn sem hann fleygði í Brákarsund eftir Þorgerði Brák. Sá þriðji er steinhellan sem hann skellti ofan á ijársjóð sinn í Krumskeldu, og var dauður að morgni. Nú vill svo til að ég hef áður drepið lauslega á merkingu steinsins í Brákarsundi í grein í Lesbókinni (11. mars 1995). Niðurstaða mín var sú að steinninn tákni sól eða tungl sem er ofsótt af „úlfum“, og hefur höfundm- sögunnar sótt efni í goðsagnir Eddunnar um úlfana Skoll og Hata sem fara fyrir og eftir sólinni á leið henn- ar í sólseturstað. I nýlegri grein hefur Bergljót S. Kristjánsdóttir fært frekai'i rök fyrir því að þessi goðsögn sé í raun falin í sögunni. Það ligg- Landnám Skalla-Gríms K.G.’97 Stangarhi Jarðlangssti KORT af Borgarfirði með nokkrum bæjum og ör- nefnum sem tengjast landnámi Skalla-Gríms. Rauðir þríhyrningar tákna ætlaða vættakletta. Rauða línan táknar hugsaða „fjárlínu" Skalla-Gríms. KORT sem sýnir nánar næsta umhverfi Borgar og „fjárlínu" Skalla-Gríms. ur beint við að túlka alla þrjá steinana á þennan hátt, og tengsl þeirra við fjárhugtakið eru einnig auðsæ. Þannig benda öll þessi tákn á sól- stöðulínuna, enda má sjá á landakortinu að steinarnir beinlínis stika út línuna (5. mynd). Milli Skalla-Gríms í haugnum og fjár hans í keldunni er greið leið, enda var tilgangur hans sá að geta notið eignanna eftir dauðann, og hann vissi að sonur hans Egill myndi ekki tíma að sjá eftir fénu í hauginn. Landmælingar? Þá skulum við aftur víkja að „kistu“ Kveld- Ulfs, en hún er nátengd öðrum táknum sem benda á sólstöðulínuna. Líklega ber að skilja rek hennar sem hina fyrstu færslu inn eftir lín- unni. Kistan hlýtur því að liggja á línunni, og þá er Kveldúlfshöfðinn einna líklegastur. Hafa ber í huga að línan á að liggja í gegnum miðju heimsmyndarinnar. Fyi'st Borg kemur varla til greina, sem mér þótti fyrirfram líklegasta lausnin, vú’ðist bústaður Kveld-Ulfs helsti möguleikinn. Hér er þá svo langt komið í rann- sókninni að rétt er athuga lauslega hvort þetta heimslíkan sé í raun og veru mælt út í landið. Klettabúarnir Kveld-Ulfur, Krumur og Oddur, ásamt bæjarstæði Hauga, raða sér á línuna með nokkuð jöfnu millibili, sem er að jafnaði um 5,9 km en frávik allt að 200 m. Sama fjar- lægð er einnig frá Kveldúlfshöfða til Hvanneyr- ar. Ef við setjum hring um Kveldúlfshöfða með þessum geisla vh'ðist hann skilgreina nokkuð vel kjarnann í landnámsbyggð Skalla-Gríms (sjá kortið). Ef höfundur sögunnar hafði þetta í huga má skilja hvers vegna Grímur á Hvann- eyri er talinn fylgja þeim Kveld-Ulfi og að land- nám Skalla-Gríms er sagt ná suður fyrir fjörð. Einnig er skiljanlegt hvers vegna Langá táknar landamæri í vesti'i þegar Egill vísar Steinari í eins konai' útlegð út fyi'ir ána eftir illskeyttar deilur. Steinar bjó nefnilega á Anabrekku, sem er í þessari einkennandi fjarlægð frá Kveldúlfs- höfða og heitir eftir einum fylgdarmanni Skalla-Gríms. Mældi Skalla-Grímur þetta út, eða höfundur sögunnar, eða er þetta allt tilvilj- un? Ég fæ ekki betur séð en landmælingin segi sömu sögu og táknmál launsagnanna. Kveld- Ulfur er sá fyi’sti sem tekur sér bólfestu í nýja landinu, og hann er þar miðlægur í táknrænni og bókstaflegri merkingu. Eðli launsagnarinnar Fræðimenn eru nú almennt á þeh-ri skoðun að Egils saga sé fyrst og fremst skáldsaga, en það gerist æ algengara að menn reyni að lesa úr sögunni undirliggjandi merkingu eða boð- skap. Ein slík tilraun er þó miklu róttækari en aðrar, en það er kenning Einars Pálssonar um að launsögn eða allegoríu sé að ræða og í þess- um skrifum hef ég gengið út frá þeim upphaf- punkti. Ef þetta reynist rétt vera er óhjá- kvæmilegt að öll viðleitni til að sldlja hugsun höfundarins, sem ekki tekur tillit þessa, hlýtur að verða afar takmörkuð eða leiða jafnvel á - villigötur. Þessi bókmenntalist virðist vera svo fjarlæg hugsun okkar nútímamanna að það er líkast því að sjá í annan heim, og vegna uppeld- is okkar erum við líklega ófærir um að njóta hennar til fulls. í sjálfu sér er þetta eðlilegt, því þessar fornu sagnir spretta af trúar- og heims- myndarfræðum sem eru fyrir löngu úrelt og að mestu gleymd. Menn gætu sagt sem svo að þessar vangaveltur fornmanna eigi lítið erindi við okkar tíma, og gætu þeir þá snúið sér að öðrum viðfangsefnum, en þeir sem hafa aftur á móti gaman af því að róta í þessum hugmynda- rústum hafa að mínu mati ærið verkefni. Fyrsta stig rannsóknar er að finna sjálfa launsögnina. Þótt frjálst hugmyndaflug og dul- hyggja virðist einkenna þessi skrif, eru þau samt sem áður rígbundin af ákveðinni forskrift og rökrænum formúlum sem endurtaka sig í sí- fellu. Segja má að hér sé viss hliðstæða við hefðbundinn knúsaðan skáldskap sem höfundur Egilssögu dáði. Með greiningu og samanburði er því unnt að fá nokkra hugmynd um þessi mynstur, og þá kemur t.d. í ljós að höfundur lætur þá Skalla-Grím koma á tveim skipum til þess að fullkomna sviðsmynd launsagnarinnar, þótt það stangist á við orð Landnámabókar. A öðru stigi rannsóknar vakna síðan spurningai’ um hvaða merking tengdist þessum stefjum. Til dæmis: Ef þeir Mýramenn eru sýndir í gei'vi úlfa sem ofsækja sólina, en hún táknar konunginn, hvaða skoðun hefur þá höfundurinn á samskiptum íslendinga og norska konungs- valdsins? í launsögn er enginn sannleikur * marktækur nema hann falli að hinni fræðilegu hugmynd sem að baki liggur, og hagræða má atburðum og bæta við efni svo allt falli í þær skorður. Samt sem áður er vel mögulegt að höf- undarnir hafi kosið að fara eftir bestu heimild- um svo framarlega sem þær féllu að heildinni. Vera má að heimildagildi fornsagnanna aukist ef við skiljum hvað hefur mótast af kröfum launsagnanna. Tilgangurinn með launsagnarit- un er að dylja efnið fyiir þeim sem ekki hafa þekkingu eða skilning til að meðtaka það. Þannig er komið í veg fyrir að þessi helgu og djúpúðgu viðfangsefni séu gerð ómerkileg. Þá er glíman við ráðningu gátunnar eins konar hugleiðsla sem þroskar anda og dýpkar skiln- ing lesanda. Ég vil ætla að höfundur Egils sögu hafi skapað frábært verk af þessu tagi. í sam- anbui'ði við hann erum við böm og afglapar á * þessu sviði, enda kunnum við lítið í þeim fræð- um sem hann hefur byggt á. Til að auka skiln- ing okkai' verðum við að reyna að temja okkur nokkuð af hugarfari miðaldamanna, án þess þó að kasta vísindalegu viðhorfi okkai' tíma. Heimildir Bergljót S. Kristjánsdóttir. Primum Caput. Um höfuð Egils Skalla-Grímssonar, John frá Salisbury o.fl. Skáld- skaparmál, 1997, bls. 74-96. Bjami Einarsson. Mælt mál og forn fræði, 1987. Einar Pálsson, Egils saga og úlfar tveir, 1990. Karl Gunnarsson. Landnám í Húnaþingi. Skírnir, vor- hefti 1995.1994. Karl Gunnarsson. Er kista Kveldúlfs fundin? Lesbók Morgunblaðsins, 5. nóvember 1994. Karl Gunnarsson. Skoll og Hati f Egils sögu. Lesbók Morgunblaðsins, 11. mars 1995. Karl Gunnarsson. Hamarinn við Friðmundará. Lesbók Morgunblaðsins, 3. febrúar 1996. Þórhallur Vilmundarson. Kista Kveld-Úlfs. Lesbók Morgunblaðsins, 26. apríl 1997. Höfundurinn er jarðeðlisfræðingur. L ! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.