Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 14
UM KISTU KVELD-ULFS OG FJÁRAAAGN SKALLA-GRÍMS EFTIR KARL GUNNARSSON „Ekki get ég tekið undir álit Þórhalls á staðsetningu kist- unnar. Eitt er það að ég á erfitt með að sjá hvað Snorri h efói getað grætt á þessu bragði sínu, einkum þar sem frásögn sögunnar er þannig að engum manni virðist f /rr hafa dottið í hug að Kistuhöfóinn kæmi til greina." YSTI hóllinn í Krumshólum. Krumskelda er í mýrinni nær. ESSI grein er hugsuð sem fram- hald á skoðanaskiptum um leynda merkingu Egils sögu. Hinn 5. nóvember 1994 ritaði undirritaður í Lesbók Morgun- blaðsins um túlkun á þeim hluta Egils sögu sem segir frá land- námi Skalla-Gríms Kveld-Úlfs- sonar, og hvernig líkkistu Kveld-Úlfs rak á furðulegan hátt inn á Borgarfjörð og ákvarðaði þannig landnámið. Að fyrirmælum Kveld-Úlfs átti Skalla-Grímur að taka sér bólstað þar sem kistan kæmi á land. Lýsing sögunnar á þessum stað er ekki vel Ijós, en flestir sem hafa athug- að málið hafa ætlað að hann hafí verið við svo- nefndum Kveldúlfshöfða, sem er innst í Borg- ameskaupstað, sunnan í Digranesinu (sjá 4. mynd). Ég komst að sömu niðurstöðu, en röks- studdi hana frekar með því að benda á að lögun höfðans líkist fomum kistum eða skrínum af því tagi sem líktu eftir lögun stórhýsa víkinga- aldar (1. mynd). Ég túlka söguna þannig að landnámsmenn hafi ætlað að andi Kveld-Úlfs væri kominn til Islands og sestur að í klettin- um. Enginn vafi er á því að heiðnir landnáms- menn trúðu á ýmsar vættir í landinu, og sumir þessara anda vom forfeður sem gengu í fjöll eftir dauðann eða héldu áfram tilveru sinni sem haugbúar. Ég tel að skiija verði landnáms- þáttinn í Egils sögu í þessu samhengi, og að höfundur sögunnar hafi ætlast til þess. Hér er sem sagt gengið út frá því að sagan sé í eðli sínu launsögn eða allegóría, og að í henni felist dýpri merking. Síðar birtist grein í Lesbókinni eftir Pórhall Vilmundarson (26. apríl 1997), þar sem hann ' ályktar að staðurinn sem um ræðir sé svo- nefndur Kistuhöfði fyrir sunnan fjörð, sem tek- ur nafn af bænum Kistu í Andakfl. Ætlar hann að höfundur Egfls sögu, öragglega Snorri St- urluson, hafi þekkt þetta örnefni og sé það uppspretta sögunnar um kistuna, sem sé að líkum einungis hugsmíð höfundar og styðjist ekki við fornar arfsagnir. Þar sem Kistuhöfð- inn er í landnámi Gríms háleygska, álítur Þór- hallur að Snorri vflji með þessu sýna fram á að þeir afkomendur fyrsta bóndans á Borg hafi foman rétt til yfirráða víða um héraðið. I sög- unni er Grímur háleyski látinn vera eins konar fylgdarmaður þeirra feðga, stýrimaður á öðra af tveimur skipum þeirra, og þiggja bústað á Hvanneyri af Skalla-Grími. I eldri gerðum Landnáma sögu er hann hins vegar eins og hver annar sjálfstæður landnámsmaður, og Skalla-Grímur kemur á einu skipi. Ekki get ég tekið undir þetta álit Þórhalls á staðsetningu kistunar. Eitt er það að ég á erfitt með að sjá hvað Snorri hefði getað grætt á þessu bragði sínu, einkum þar sem frásögn sögunnar er þannig að engum manni virðist fyrr hafa dottið í hug að Kistuhöfðinn kæmi til greina. ^Þyngst vegur þó að ég tel að staður Kveld-Úlfs skipti miklu máli í sögunni og að í því samhengi sé Kveldúlfshöfðinn líklegri. Aft- ur á móti get ég tekið undir ýmis rök og hug- leiðingar Þórhalls, og þá sérstaklega það að eitthvað búi undir í sögunni og höfundur sé óhræddur að hagræða efni í þeim tilgangi. Þursar eða landvættir Ég er einnig sammála Þórhalli um að ör- nefni hafi verið mikilvægur hluti af efniviði höf- undar. Gott dæmi eru ýmis bæjamöfn í ná- grenni Borgar, svo sem Kramshólar, Beigaldi, Þursstaðir og Jarðlangsstaðir, og eiga að heita eftir viðurnöfnum fyrstu ábúenda (sjá 4. mynd). Þessir menn eru fyrst nefndir til sög- unnar í Noregi þar sem Skalla-Grímur heldur á fund konungs og storkar honum. Þeir félagar vora tólf saman og „líkari þursum að vexti og að sýn en mennskum mönnum". Þegar til fs- lands kemur skipar Skalla-Grímur þessum kumpánum sínum niður á landnámið. E.t.v. hefur höfundurinn ekki haft annað fyrir sér en þessi bæjarnöfn, en honum var ljóst að þessi heiti vora ólíklega leidd af mennskra manna nöfnum heldur fremur þursa eða þeirra vætta sem fornmenn trúðu á. Þess konar fyrirbrigði áttu sér heimili í klettum eða öðrum náttúru- myndunum. Talan tólf vísar í þessu sambandi til hringsins, sem er táknrænn fyrir landnámið sem smáheim í mynd alheims, og þannig má skilja að vættastaðirnir hafi skilgreint heim Skalla-Gríms. Þórhallur Vilmundarson er landsþekktur fyrir svokallaða náttúrunafnakenningu, en samkvæmt henni era t.d. ýmis bæjarnöfn fremur leidd af sérkennum í landslagi en af mannanöfnum, svo sem nöfnum landnáms- manna. Segja má að hugmyndir mínar séu mjög hliðstæðar þessum, nema að ég álít að þess konar nöfn hafi iðulega verið eins konar gælunöfn fyrir vætti eða yfirnáttúralegar ver- ur sem í landinu bjuggu. Því mætti segja í gamni að ég aðhylltist yfirnáttúrunafnakenn- ingu. Af þessu tagi era ýmsir þeir sem taldir eru upp sem landnámsmenn í Landnámu, og má t.d. benda á grein mína um Friðmund í Forsæludal (Lesbók Morgunblaðsins, 3. febrú- ar 1996). Þessi hafa einnig orðið örlög þursa- flokks Skalla-Gríms, því Sturla Þórðarson hef- ur tekið þá inn í gerð sína af Landnámabók og ruglað þannig landnámsmannatalið í eldri gerð Landnámabókar. Krumur og Oddur einbúi Þar sem mér virðist sumir liðsmenn Skalla- Gríms vera svipaðs eðlis og Kveld-Úlfur í „kistunni", vaknar spurningin um hvort þeir eigi einnig híbýli í klettum. Kramshólar er þyrping klettahóla, en þai- átti Þorbjörn kram- ur að hafa fengið bústað. Sá hólanna sem stendur yst (suðvestast) í þyrpingunni finnst mér sérstakur að formgerð, og nærri honum er Kramskelda sem síðar kemur við sögu Skalla- Gríms (2. mynd). Ég hef látið mér detta í hug að Krumur hafi verið vættur og búið í þessum hól. Orðið krumur þýðir boginn. Þótt það gæti verið óskylt þessu má nefna að þjóðsaga getur um svokallaðan Krumuhól hjá Látrum í Aðal- vík, en kruma er krumla, hönd eða hálfkreppt- ur hnefi. Upp úr hólnum áttu að hafa vaxið íjórir fingur eða klær. E.t.v. hefur lögun hóls- ins í Borgarfirði gefið tilefni til nafnsins, og má þá benda á sveigða stuðlamyndun í hólnum. „Skalla-Grímur hafði ok menn sína uppi við laxárnar til veiða. Odd einbúa setti hann við Gljúfurá að gæta þar laxveiða. Oddui- bjó undir Einbúabrekkum. Við hann er kennt Einbúa- nes.“ Þessi örnefni eru nú týnd, en tahð er lík- legt að þessir staðir hafi verið neðarlega við Gljúfurá að vestan, á þeim slóðum þar sem heitir Hábrekknanes, en erfitt hefur reynst að finna lfldegt bæjarstæði þar. Einbúi er aftur á móti mjög algengt heiti á einstökum klettahól- um eða jafnvel fjöllum, og er t.d. fjölda Einbúa 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.