Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 19
AF KORVERKUM MOZARTS OG HÁNDELS í dag og á morgun, 28. og 29. mars, heldur Söngsveitin Fílharmónía tónleika í Lanqholtskirkiu. ÞÓRHILDUR SIG- URDARDÓTTIR og LIUA ÁRNADÓTTIR, félagar í Söngsveit- inni, segja frá verkunum sem flutt verða á tónleikunum. Morgunblaðið/Ásdís SÖNGSVEITIN Fílharmónía á æfingu fyrir tónleika helgarinnar. SÖNGSVEITIN Fflharmónía er með elstu kórum sinnar tegundar hér á landi og árlega gengst kórinn fyrir tón- leikum þar sem flutt eru valin verk kór- tónbókmenntanna sem skrifuð hafa verið fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Að þessu sinni hafa verið valin verk eftir Georg Friedrich Hándel (1685-1759) ogW.A. Mozart (1756-1791). Hándel samdi fjóra krýningarlofsöngva í tilefni af krýningu Georgs II Englandskon- ungs og Karólínu drottningar í október árið 1727 og verða tveir þeirra íluttir á þessum tónleikum. Hándel hafði sýnt fram á að hann hafði gott vald á vinsælum tónlistarstefnum síns tíma og átti vel við hann að semja verk hvort heldur var fyrir leikhús, knkjulegar at- hafnir eða þjóðlegar hátíðir. Segja má að í lof- söngvunum fyrir krýningarathöfnina sýni Handel allar þessar hliðar í tónsköpun sinni. Löng hefð var fyrir flutningi lofsöngva við slíkar krýningarathafnir og voru textar sóttir í Biblíuna, oft þeir sömu aftur og aftur. Sagan segir að þegar Hándel var falið að semja lof- söngva fyrir krýningarathöfnina hafi honum verið gert að nota tiltekna texta. Hann á að hafa svarað því til að hann þekkti Biblíuna sína nógu vel til að treysta sér til að velja úr henni texta við hæfi. Prátt fyrir að lofsöngvar Hándels hafí ekki verið í fullkomnu samræmi við viðteknar regl- ur um slíkar athafnir, fór hann þó nokkuð troðnar slóðir og sjálfstæði hans gagnvart verkefninu kemur ef til vill einkum fram í vali hans á einstökum versum. Má vera að hann hafí einnig breytt röð lofsöngvanna í athöfn- inni. Athöfnin hófst með „smurningu" og þar var Zadok the Priest vel við hæfi. Textinn er sóttur í Fyrri bók konunganna. Lofsönginn The King shall rejoice hefði að réttu átt að flytja þegar konungur var kynntur fyrir þjóð sinni. Líklegra þykir þó að hann hafí verið fluttur við sjálfa krýninguna. Textinn er úr Sálmunum (21:2, 6 og 4). Stór kór og hljóm- sveit tóku þátt í frumflutingnum og nýtti Handel krafta þeirra vel. Textar lofsöngvanna eru fagnaðarboðskapur, enda lýkur þremur af þessum fjórum lofsöngvum með „hallelúja“- kór, en í flestum þeirra eru líka lágværari kaflar þar sem einungis lítill hluti hljómsveit- arinnar leikur. Lofsöngvarnir hafa notið mik- illa vinsælda og verið fluttir við ýmis tæki- færi, bæði af andlegu og veraldlegu tilefni. Fagnandi lofsöngur Verk Mozarts á þessum tónleikum verða mótettan Exultate, jubilate K. 165 og Messa í c-dúr K. 317, sem kunn er undir heitinu Krýn- ingarmessan. Mótettuna Exultate, jubilate samdi Mozart fyrir geldinginn Venanzino Rauzzini og var hún frumflutt af honum í Mílanó í janúar árið 1773. Mótettan er fagn- andi lofsöngur saminn fyrir einsöngvara (sópr- an) og hljómsveit. Hún er í þremur þáttum; hinn fyrsti hraður og glaðlegur: „Fagnið, gleðj- ist ...“, annar þáttm-inn hlýtt og innilegt ákall til Maríu, og sá síðast aftur hraður og fagn- andi: Hallelúja. Alfred Einstein hefur lýst þessari þriggja þátta mótettu sem „agnarlitl- um konsert, sem í glæsileika og mýkt stendur þó nánast jafnfætis fullgildum konsert fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit," en mótettan er með vinsælustu æskuverkum tónskáldins. Krýningarmessan varð til skömmu eftir að Mozart fékk stöðu hirðorganista í Salzburg. Stórbrotinn stfll hennai’ og hljóðfæraskipan benda til þess að hún hafí verið samin af sér- stöku tilefni og mun hún hafa verið frumflutt í dómkirkjunni í Salzburg á páskum árið 1779. Lengi var talið að viðurnefnið „Krýningar- messa“ tengdist því að hún hefði verið flutt við helgun Maríu-líkneskis í kirkju einni nærri Salzburg. Nú hallast menn fremur að því að nafnið hafi messan fengið þegar hún var flutt þegar konungur var krýndur í Prag, hvort heldur það var við krýningu Leopolds annars árið 1791 eða þegar Frans, sem tók við kon- ungdómi af honum ári síðar, var krýndur. Messumar sem Mozart samdi í Salzburg urðu að hlíta kröfu erkibiskupsins um að mess- ur tækju ekki lengri tíma en 45 mínútur. Þetta skýrir knappan stfl einstakra þátta „Krýning- armessunnar" og sömuleiðis „hómófónískan" rithátt kórþáttanna. Hluta af verkinu má þekkja aftur í tveimur af óperum Mozarts og er það annars vegar vissir þættir sem minna á atriði í Cosi van tutte og Agnus dei-kaflinn svipar til ákveðinnar aríu í óperunni Brúðkaup Fígarós. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Snorri Wium tenór og Eiríkur Hreinn Helga- son baríton. Hljómsveitin er skipuð 26 hljóð- færaleikurum og er konsertmeistari Rut Ing- ólfsdóttir. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson sem hefur verið kórstjóri Söngsveitarinnar frá haustinu 1996. ERFITT AÐ PRÍLA HÁA E-IÐ Skólahljómsveit Grafarvogs er eina brassbandið hér ó 1 andi, í daq heldur hún afmælistónleika í Félaqsmið- stöðinni Fjörqyn í Grafarvogi. HILDUR EINARSDÓTTIR /Iqdist með a ífinqum oq ræddi við stjórnanda hljóm- sveitarinnar oq nokkra meðlimi. AÐ var ys, þys og læti í krökkunum áður en hljómsveitaræfingin hófst í Folda- skólanum. Þegar stjórnandi sveitarinnar og stofnandi hennar, Jón E. Hjaltason, sté fram og sagði þeim að nú ættu þau að setj- ast og taka fram hljóðfærin sín þurfti ekki að segja þeim það nema einu sinni. Jón gaf síðan merki með tónsprotanum og æfíngin hófst. Það eru fimm ár síðan Skólahljómsveit Graf- arvogs var stofnuð. Hljómsveitina skipa nem- endur úr grunnskólum Grafarvogs og nokkrum framhaldsskólum. Kennslan á hljóð- færin fer fram í grunnskólunum sjálfum eftir skólatíma þannig að tónlistarkennslan fellur inn í hefðbundinn skóladag. Allh- nemendurnir hafa aðgang að hljómsveitinni svo lengi sem hljóðfæri eru til. „Þessi hljómsveit er sérstök að því leyti að hún er eingöngu skipuð málmblásturshljóðfær- um og er því eina brassbandið á íslandi," segir Jón þegar við ræðum við hann fyrir æfinguna. I hljómsveitum sem þessum eru gerðar miklar hæfniskröfur til hljóðfæraleikaranna. Jón út- skýrir af hverju það er. „í Bretlandi og Frakk- landi var það aðeins aðallinn sem fékk að spreyta sig á að leika á það sem þá var kallað alvöru hljóðfæri eins og fiðlu, selló og pínaó. Þeir sem minna máttu sín léku á málmblást- urshljóðfæri sem ekki þóttu eins fín. Málm- blásturshljóðfæraleikararnir sættu sig ekki við að spila óæðri tónlist heldur vildu leika sin- fónísk verk sem voru sérstaklega útsett fyrir málmblásturshljóðfæri, rödd fyrir rödd. Það er að segja kornettar tóku við fiðluröddunum og tenór túban við selló röddunum og svo fram- vegis en svona hljóðfæraleikur krefst mikillar leikni," segir Jón. „Það er einmitt þetta sem við erum að gera, við leikum sinfónísk verk jafnframt því að takast á við léttari lög sem við flytjum á skemmtunum og ýmsum uppákom- um. Eg var svo heppinn að fá í upphafi úrvals nemendur og leika þeir enn með hljómsveit- inni,“ heldur Jón áfram. „I hljómsveitinni eru nú fimmtíu og fimm hljóðfæraleikarar og skiptast þeir í þrjá hópa eftir aldri og getu.“ Það er óhætt að segja að efnisskráin á tón- leikunum á laugardaginn, sem hefjast stund- víslega klukkan tvö, sé fjölbreytt. Yngstu börn- in leika meðal annars létt dægurlög eins og Lemon tree. Þá verða leikin lög sem krefjast mikillar tæknikunnáttu hjá þeim sem leika á kornett og er Tropet polkinn dæmi um það. Básúnuleikararnir fá að spreyta sig á Tronbo- ne rockanova sem er fjörugt sveiflulag. Og sólo kornett leikari hljómsveitarinnar, Steinar Björnsson, mun leika verkið Rendezvous eftir Jan Hadermann við undirleik hljómsveitarinn- ar. I því verki þarf hann að prfla háa E-ið eins og Jón orðar það en það getur verið erfitt. Eftir afmælistónleikana verður svo yngstu meðlimum hljómsveitarinnar boðið upp á pizzu og verða það eldri nemendurnir sem þjóna þeim til borðs. Eftir pizzuveisluna fara eldri nemendurnir út að borða með kennurum og stjórnanda hljómsveitarinnar. í tónleikaferð til Portúgal Jón segir að krakkai-nh- haldi mjög vel sam- an félagslega ekki síður en á tónlistarsviðinu. „Það má segja að tónlistarskólinn virki eins og félagsmiðstöð," segh1 hann. ,A bak við þetta starf stendur svo öflugt foreldrafélag sem tek- ur þátt í starfseminni af lífi og sál.“ Morgunblaðiö/Þorkell Á TÓNLEIKUM Skólahljómsveitar Grafarvogs má heyra fjörug sveiflulög og klassíska tónlist í flutningi þessara ungmenna. Þau heita, talið frá vinstri, Auður Hreiðarsdóttir, Steinar Björns- son og Sandra Lind Jónsdóttir. Undir þetta tekur Steinar Björnsson sem á að leika einleik á tónleikunum eins og áður segir. Hann hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi. Segir hann andann í hópnum góðan og þau standi vel saman. En ætli hann sé stressaður fyrir tónleikana? „Nei, ekki tiltakanlega. Þó er verk Jan Hadermanns krefjandi. En það er mjög fallegt og rólegt verk. Skemmtilegast finnst mér þó að spila hraða tónlist sem krefst fingratækni eins og í Spanish Gypsy sem verður flutt á tónleik- unum,“ segh’ hann. Það kemur fram í máli Söndru Lindar Jóns- dóttur að hún hefur mest gaman af að leika dægurlög. Sandra hefur verið tvö ár að læra á kornett. Hún segist æfa sig reglulega en eftir klukkan átta á kvöldin og á laugardagsmorgn- um sé bannað að æfa sig heima hjá henni. „Jú, mömmu finnst stundum leiðinlegt að hlusta á mig æfa mig þó sérstaklega þegar ég er að spila stef úr lögum sem ég er að æfa með hljómsveitinni en ekki heilar laglínur," segir hún. Auði Hreiðarsdóttur finnst skemmtilegast að leika á tónleikum en hún leikur á kornett. Er þetta þriðja árið sem hún leikur með Skóla- hljómsveit Grafai-vogs. Hún á tvö systkini sem bæði leika á hljóðfæri; annað á kornett og hitt á píanó og svo leikur faðir þeirra á gítar. Stundum leika þau saman lag heima hjá sér og það finnst Auði ekki síður skemmtilegt en að leika á tónleikum. Hvað er framundan hjá hljómsveitinni? „Það eru æfingar og tónleikar til skiptis. Við erum beðin að spila við hin ýmsu tækifæri eins og við vígslu bygginga, í afmælum og skemmt- unum hjá íþróttafélögum svo eitthvað sé nefnt,“ segir stjórnandinn. „I sumar fórum við svo í tónleikaferð til Portúgal og hlakka allir til þeirrar farar.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.