Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 12
MACBETH í MÍLANÓ EFTIR BJÖRN JAKOBSSON Sönqkonan María Guleqhina fró Odessa í Úkraínu er nefnd sem arftaki Maríu Callas oq hún vakti mikla athygli í Scala-óperunni nú í vetur með túlkun sinni á Lady Macbeth í Macbeth eftir Verdi. MARIA Guleghina í hlutverki Lady Macbeth é sviði Scala-óperunnar. SCALA óperan í Mflanó sannaði með sýningu á óperu Verdis, Macbeth, í desember og janúar sl., að þetta margfræga óperu- hús heldur með glæsibrag stöðu sinni sem hásalur hinnar klassísku óperu. Stjómendur ópemnnar virðast um leið vera tilbúnir að gera nýstárlegar breytingar á • hefðbundnum sviðsetningum klassískra verka án þess að misbjóða efni þeirra. í þessu verki var sýningarmáttur þess aukinn og boðskapnum skilað til óperugesta með listrænum tilþrifum sem hljóta að verða eft- irminnileg og gera þessa sýningu eina umtöl- uðustu og merkustu óperusýningu síðustu ára. Sýning þessi á Macbeth Verdis vakti heimsathygli þegar fyrirfram, þannig að óp- eruunnendur, fagfólk í óperuheiminum og þotulið heimsins kom víðs vegar að til að vera við frumsýningu óperunnar 7. desem- , ber sl. Nokkur atriði má líklega telja, að hafi valdið því að sýningin fékk þessa óvenjulegu athygli. í íyrsta lagi hafði þessi ópera Verdis, Macbeth, ekki verið sýnd á Scala um langan tíma. í öðru lagi, að frést hafði að sviðsetning óperunnar yrði með óvenjulegum hætti, sem leikstjóri óperunnar, hinn enski Graham Vick, ásamt Marju Bjömsson og öðrum hönnuðum sviðs og búninga áttu ffumkvæðið að. En veldur hver á heldur. Sjálfur Riccardo Muti var stjómandi hljómsveitar- innar, sem í þessu mikla melodrama Verdis, sem jafnvel mætti kalla músík-drama, gegnir hljómsveitin meira hlutverki en í nokkrum öðmm óperum hans, þar sem hver einasta nóta túlkar og vísar til setninga í textanum og svipbrigða söngvaranna, sem gefa til kynna hugrenningar þeirra, ástríður og innri sem ytri átök í framvindu verksins. Óperan krefst þess vegna úrvalssöngvara í aðalhlutverkunum, sem jafnframt hafa vald á leikrænni túlkun, sem hæfir þessari dramatísku tragidíu Shakespeares, en texta- höfundar Verdis að þessu verki, Francesco Piave og Andrea Maffei, fylgja að mestu at- burðarás og texta leikritsins en hafa að sjálf- sögðu lagað hann að þörfum söngs og ópem- fonnsins. I hlutverki Macbeths var ítalski stór- söngvarinn Renato Brason, en hann er margreyndur í þessu hlutverki á helstu óp- emsviðum heims. í hlutverkum þeirra Bancos og Macduffs vora þeir Carlo Columbara og Roberto Alagna. Síðast en ekki síst er komið að því, sem ‘ mun hafa vakið meiri athygh á sýningunni en allt annað. Það var sópransöngkonan María Guleghina í hlutverki Lady Macbeth, en þessi glæsilega unga söngkona frá Úkraínu, sem nú er talin arftaki Maríu Callas á ópera- sviðinu, er lfldega orðin eftirsóttasta ópera- söngkona heimsins í dag og ber margt til sem fjallað verður stuttlega um hér á eftir. Þá gegndi kórinn stóra hlutverki í sýning- unni ásamt dansflokknum, sem túlkaði með áhrifamiklum hætti nomasenuna, hugsanir og draumfarir Macbeths og konu hans Lady Macbeths þegar sökin fór að bíta hina seku eftir hinn voðalega glæp. Sviðsetningin, sem áður var vikið að, var „borin uppi“ af risastóram ferhymingi, sem opinn var að hluta, en stóð og snerist á einu hominu og hallaðist sem svaraði þrjátíu gráðum. I þessum ferhymingi og umhverfis hann fór öll sýningin fram í mismunandi lýs- ingu er hæfði hverju atriði fyrir sig. Tákn- mynd ferhymingsins, snúningur og lýsing skapaði, nýja sjónvídd og nýtt magnþragnið andrúmsloft fyrir einstök atriði sýningarinn- ar. Sviðsmyndin og útfærsla hennar var tímalaus, þó að atburðarásin vísaði til stað- setningar leikritsins sjálfs, en túlkaði jafn- framt hinn innri mátt og veraleika verksins sem frá hendi Shakespeares gerist í hugar- fylgsnum persónanna og verður því ævar- andi sígild án staðsetningar í tíma. Sérstakiega má geta um búningahönnuð- inn með hinu norræna nafni Marja Bjöms- son. Mismunandi litur búninga aðalleikend- anna samræmdist heildarmyndinni hverju sinni í litrænni útfærslu. Þó að búningamir skírskotuðu óbeint til tímasetningar leikrits- ins, vora þeir hannaðir án beinnar tiivísunar í fortíð eða nútíð. Shakespeare og Macbeth Þetta leikrit Shakespeares, sem er eitt af stórbrotnustu og mögnuðustu verkum hans, fjallar um valdafíknina, sem svífst einskis, og lætur jafnvel ekki aftra sér frá að fremja hinn versta glæp - að myrða konung sinn og velgjörðarmann, sem hann hafði svarið trún- aðareiða. Greinilegt er að Shakespeare hefir þegar í fyrsta atriði leikritsins fært leikuram allra tíma, sem færa með hlutverk Macbeths, lykilinn að skapgerð hans og innri manni. Þegar nomimar spá honum konungstign, þá er sem slái að honum felmtri og ótta, sem fé- lagi hans Banco veitir athygli og undrast og spyr - hvers vegna hann bregðist svo við slíkum upphefðar spádómi. f huga Macbeths hafði þegar búið um sig sú ákvörðun, eftir að velgengni hans varð stöðugt meiri sem herforingja í þjónustu konungs, að hann ætti að hljóta konungstign eftir Duncan Skotakonung. Spádómur nom- anna kom því eins og uppljóstrun um dulda fyrirætlun hans, sem gerði það að verkum að nú yrði að hefjast handa, með því að bragga konungi banaráð. Spádómur nomanna fyrir Banco var sá, að hann yrði forfaðir margra konunga, en ekki konungur sjálfur. í skosku krónikunni, sem Shakespeare byggir verk sitt á er Baneo tal- inn forfaðir Stuartanna - skosk-ensku kon- ungsættarinnar. í leikritinu og óperanni er þessi spádómur látinn kosta Banco lífið. Macbeth skrifar nú konu sinni Lady Macbeth bréf þar sem hann lýsir ætlan sinni. Macbeth þekkir skapgerð konu sinnar og metnað hennar fyrir hans hönd, og vissi að sérhvert hik sem hann þættist sýna við að framkvæma verknaðinn mundi aðeins magna upp metnað hennar til að sýna honum hversu trygg og öragg hún stæði við hlið hans. Macbeth mun sjálfur ekki hafa ætlað sér að ráða konungi bana, heldur nota til þess launmorðingja, eins og harðstjóra er jafhan háttur. Þegar Duncan konungur sækir svo Macbeth heim í kastala hans til að sæma hann meira lofi og tign fyrir unna hemaðar- sigra og er vísað til sængur að kveldi, þá er komið að örlagaverkinu sjálfu. Lady Macbeth skipar manni sínum og brýnir hann til að vinna verkið sjálfur og bregður honum um bleyðuskap, ef hann ætli ekki að standa við stóra orðin í bréfi sínu. Auk þess sem áhættan sé of mikil að fá annan til að fremja morðið. Þegar svo Macbeth hefur sjálfur banað sofandi konungi sínum með rýtings- stungu, skipuleggur kona hans það að gran- urinn falli á fylgdarsvein konungs og síðar á syni hans, ríkiserfingjana sem flýja land. Macbeth var útnefndur konungur Skotlands og nú þurfti hann ekki lengur á aðstoð konu sinnar að halda. Macbeth er hinn dæmigerði harðstjóra allra tíma, sem sér ímyndaða óvini alls staðar, sem gætu ógnað valdi hans, sérstaklega meðal nánustu samverkamanna. Enginn er óhultur. Við þekkjum stóra dæmin úr okkar eigin öld - þeirri tuttugustu. Macbeth taldi spádóminn, sem nomimar fluttu Banco, sér hættulegan, þar sem hann sjálfur var bamlaus. Banco og syni hans yrði því að ryðja úr vegi án tafar. Hann lætur því launmorðingja vega Banco en sonur hans Fleace kemst undan úr landi og tryggir þannig framgang spádómsins um konungsætt Bancos, Stuartana. Persóna og skapgerð Lady Macbeth hefír frá hendi Shakespeares löngum verið um- deild. Var hún það miskunnarlausa morð- kvendi, sem kemur fram, þegar hún magnar sjálfa sig og mann sinn til að framkvæma glæpinn? Glæpinn, sem Macbeth sjálfur hafði ákveðið og átt hugmyndina að - ekki hún. Ofurmetnaður hennar til upphefðar manni sínum virðist ráða öllu frekar en hennar eigin. Þegar svo fer að slakna á þeirri spennu sem hún hafði magnað sig upp í og hún sér að maður hennar heldur áfram að bragga ný banaráð fer kveneðli hennar, sem hún hafði barið niður, að koma í Ijós. Þegar hún veit um banaráð Macbeths gegn Banco segir hún: „Ver græðum ei, en glötum öllu, þó oss gengi beint að ósk, ef vantar ró. Hjá myrtum væri nær að byggja beð, en brugga morð og hafa sturlað geð.“ (Þýðing Matthíasar.) í hirðveislunni, þegar vofa Bancos birtist Macbeth einum, og hann missir stjóm á sér í ásýnd gesta sinna, reynir kona hans að út- skýra ofsaköst hans og hegðun með fortölum til að róa gransemdir gestanna. Næstur á dauðalista Macbeths var Macduff, einn af höfðingjum Skota, en nom- imar höfðu varað hann við honum. Macduff kemst úr landi, en Macbeth lætur taka konu hans og böm af lífi. Á sama tíma og morðæði Macbeths færist í aukana fer kveneðli Lady Macbeth að koma betur í Ijós uns hún sturl- ast undan ofurþunga hins voðalega glæps og sviptir sig lífi. í svefngönguatriðinu fræga, sem hirðlæknirinn og hirðkonan verða áheyrendur að, þar sem Lady Macbeth hefur yfir í sturlun sinni voðaverknaðinn, þá verð- ur lækninum að orði: , ,Af voðaverkum voðasturlun sprettur og eitri sollnum sálum getur orðið að segja koddanum frá dularmálum. Hún þarfnast frekar prests en læknislistar. Guð náði oss alla.“ (Þýðing M.J.) Áður en María Guleghina gekk inn á óp- erusviðið á Scala, framsýningarkvöldið 7. desember til móts við Lady Macbeth og mót LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZI998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.