Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 16
4 KIASMA, nýja samtímalistasafnið i Helsinki. INNAR eru framsækin þjóð. Þetta jaðarríki, sem liggur á mörkum austurs og vesturs, ætlar sér stórt hlutverk í samfélagi þjóðanna þeg- ar ný öld er í aðsigi. Hlekkjum hlé- drægni og einangrunar hefur verið varpað fyrir róða og við tekið hug- myndir sem einkennast af víðsýni, metnaði og athafnaþrá. Á þetta ekki síst við á sviði menningar og lista, þar sem Finnar hafa, öfugt við okkur íslendinga, komið auga á skýr sóknarfæri - færi til að brjótast til forystu í nýrri og breyttri Evrópu. Um það er verkefnið Helsinki - menningarborg Evrópu árið 2000 gott dæmi en markmið þess er einfalt: Að gera höfuðborg Finnlands að einni helstu menning- arborg álfunnar. Háleitt markmið en í Ijósi samhents átaks og óbilandi áhuga alls ekki frá- leitt. Reykjavík er, sem kunnugt er, einnig ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Veit einhver hver markmið hennar eru? Liður í þessari sókn Finna til sæmdar er bygging samtímalistasafns í miðborg Helsinki, mikils, áberandi og óhefðbundins húss, Ki- „ asma, sem sýnir, svo ekki verður um villst, að Finnum er fúlasta alvara. Þeir vita líka um hvað málið snýst, það stoðar ekki að bíða enda- laust eftir því að heimurinn taki sísona upp á því að koma í heimsókn, það verður að bjóða honum heim. Þannig, og aðeins þannig, getur kynningin farið fram - áleitin og metnaðarfull listsköpun er til einslds ef enginn veit af henni. Vígsla Kiasma, hinnar nýju miðstöðvar sjón- menningar í Finnlandi, var menningarsögulegt augnablik. Um það er ekld ágreiningur. Sumir ganga meira að segja svo langt að halda því fram vígslan hafi verið stærsti einstaki atburð- urinn í menningarsögu landsins frá því hin víð- fræga Ateneum-safnabygging var teldn í notk- un fyrir 111 árum. Höfuðmarkmið safnsins er að styrkja stöðu samtímalistar í landinu og beina henni í auknum mæli inn á þjóðbrautina - auka samverkan listar og almennings. „Ki- asma er iðandi miðstöð sem endurspeglar strauma og stefnur, ferli og túlkun á samtíma- list," segir forstöðukona safnsins Tuula Arkio. „Starfsemin er ekki bundin við sýningar og söfnun á listaverkum, heldur er Kiasma víð- tækur vettvangur fyrir sjónmenningu, inn- lenda sem erlenda - hverskonar sýningar, leik- list, danslist, margmiðlun og kvikmyndir, auk „Það er sammerkt með myndlist og byggingarlist að bæði listform gera kröfu um skynnæmi og algjöra ein- beitingu áhorfandans. I Kiasma rennur þessi skynjun saman í eina heild - heild sem er eitthvað annað og meira en listformin tvö samanlögð. Kiasma er ný vídd í hönnun listasafna/ segir Tuula ArkiQ/ forstöðukona samtímalistasafnsins í Finnlandi, Kiasma, sem opnao var á dögunum. ORRI PÁLL ORMARSSON var við- staddur opnunina, sem í sjálfu sér var menningarsögu- legur viðburður, og segir frá safninu, en Finnar ætla sér stórt hlutverk á sviði menningar og lista í framtíðinni. þess sem tónlist, bókmenntir, ráðstefnuhald, fyrirlestrar og alls konar uppákomur eiga ef- laust eftir að setja svip sinn á starfsemina. Þá mun Kiasma koma að fjölda verkefna utan veggja safnsins. Kiasma er staður þar sem heimar mætast!" Nafn safnsins, Kiasma, er táknrænt en það merldr víxlun tveggja þátta - stefnumót. Gríska orðið er khiasmos sem dregið er af x- laga stafnum khi. Draumurinn um að reisa samtímalistasafn í Helsinki er ekki nýr af nálinni - hugmyndinni var fyrst varpað fram á borgarráðsfundi árið 1964 og var þrætuepli stjórnmálamanna lengi á eftir. Þannig var Samtímalistasafn Finn- lands ekki sett á laggirnar fyrr en 1990, sem hluti af listasafni þjóðarinnar. Hóf safnið starfsemi sína í bráðabirgðahúsnæði, þar sem því var sniðinn þröngur stakkur. Safnið var ekki sjálfstæð eining og gat ekki með góðu móti staðið fyrir sýningum, rýmið sem það hafði yfir að ráða hentaði einfaldlega ekki samtímalist, allra síst á tímum þegar hlutverk safna af þessu tagi var stöðugum breytingum undirorpið. Þá átti samtímalistasafnið í stök- ustu vandræðum með að hýsa og varðveita hið ört vaxandi listaverkasafn sitt. Þessar hömlur gerðu það að verkum að safnið var bæði í hlutlægum og huglægum skilningi ófært um að svara spurningum sem, eðli málsins samkvæmt, brunnu á því, eins og hver tilgangur þess væri. Slegisl i hópinn Nú var að hrökkva eða stökkva. Áttu Finn- ar að halda sínu striM, sem hefði ugglaust þýtt að samtimalistasafnið hefði koðnað niður, eða varða veginn til framtíðar - reisa nútímalega, áberandi og tæknivædda byggingu utan um safnið og freista þess að koma finnskri sam- tímalist á framfæri við almenning, innanlands og utan, gera listamennina sýnilega og gerast þátttakendur í hinni alþjóðlegu umræðu um list dagsins í dag - slást í hópinn? Síðarnefndi kosturinn varð fyrir valinu. Finnska ríMð og Helsinkiborg gerðu með sér samkomulag þess efnis að ný safnbygging yrði reist á lóð ríkisins í miðbænum, nærri höfninni, þar sem hjarta menningarinnar slær. í næsta nágrenni eru byggingar á borð við Finnsku óperuna, sem vígð var 1995, tónleika- og ráðstefnuhúsið Finlandia Hall og Sibeli- usarakademíuna, auk þess sem fyrirhugaðar eru frekari framkvæmdir á þessu svæði í Morgunblaðið/Orrí Páll tengslum við menningarkjarnann sem þar er að myndast. Strax var ákveðið að samtímalistasafnið yrði ekki hefðbundin safnbygging enda væru dagar „menningarkirkna", kaldra, ógnvekj- andi og hrokafullra listastofnana, liðnir. Þess í stað var afráðið, á tímum neytendahyggj- unnar, að byggja gestvænt hús - safn sem tæki fólki opnum örmum og skilaði því aukn- um andlegum auði. í finnska samtímalista- safninu eiga listunnendur, fólkið sjálft, að vera sálin. Viðbrögð létu ekki á sér standa þegar efnt var til samkeppni um hönnun hússins árið 1993. Sló þátttakan öll met en 516 tillögur bárust frá Norðurlöndunum og Eystrasalts- ríkjum, auk þess sem fimm arkitektum var boðið að vinna tillögur í keppnina. Þeirra á meðal var maðurinn sem hreppti hnossið, bandaríski arkitektinn Steven Holl. I umsögn dómnefndar segir að byggingin sé sveipuð töfrum. Hún minni um margt á höggmynd og vinni vel með umhverfinu. Hugmyndina að byggingunni fékk Holl, að sögn, á október-kvöldi í Helsinki, þar sem hann sat á hótelherbergi sínu og virti fyrir sér Töölönlahti-flóann, safnlóðina og nánasta umhverfi hennar. „Safnið er staðsett í hjarta Helsinki. Þing- húsið blasir við í vestri, járnbrautarstöð Eli- els Saarinens er í austri og Finlandia Hall, sem Alvar Aalto hannaði, í norðri. I staðsetn- ingunni var því fólgin ótvíræð áskorun," segir Holl en Aalto og Saarinen eru tveir af dáð- ustu sonum Finnlands og þinghús hlýtur alltaf að vera eitt helsta kennileiti borgar. „Hugmynd mín var að flétta bygginguna saman við rúmfræði borgarinnar og landslag - láta lögun hennar endurspegla þetta." Innandyra kveðst Holl fyrst og síðast hafa þurft að gera ráð fyrir fjölbreyttu rými - um það geri samtímalistasafn kröfu. Þannig er bæði hefðbundna kassalaga sýningarsali að finna í húsinu en einnig óhefbundna sali, sem gera ólíkar kröfur til listamannsins. „Fjöl- breytnin sem ræður ríkjum í listsköpun dags- ins í dag var vitaskuld tekin með í reikning- inn, auk þess sem ég lagði mig í líma til að gera ráð fyrir þörfum listamanna sem reiða sig á hæglátt andrúmsloft til að ná fram til- ætluðum áhrifum." STEFNUMOT VIÐ 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍ1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.