Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 13
 FRUMSTÆÐ sundlaug f nánd við íþróttaskál- ann. Myndin er tekin í ágúst 1928. Hér var aðeins stíflað volgt frárennsli frá hverum, en botninn var mold eða raunar leðja og vatnið varð gruggugt þegar menn syntu í lauginni. Steypt sundlaug kom þó fljótlega. ELZTI íþróttaskálinn á Söndunum við Geysi sumarið 1927. Þar hétu áður Hverasandar. Það var fyrir stórhug og hjálpsemi Jóhann- esar Reykdal í Hafnarfirði að Sigurður gat ráðizt í byggingu íþróttaskálans. TILÞRIF í glímunni. Um árabil voru þeir Sigurður Greipsson og Þorgeir Jónsson i Varmadal, síðar i Gufunesi, snjöllustu glímumenn landsins, en í íslandsglímunni vann Sigurður félaga sinn þó alltaf. Hér eru þeir á æfingu og það er Sigurður sem vippar sér í vörn. sem mest, nýta það að geta farið í laugina og læra sund. „Hann gat verið harður við þá sem voru að læra hjá honum. Hann vildi að menn legðu sig fram." Gísli Einarsson í Kjarnholtum er samþykkur þessari umsögn: „Hann var agasamur. Það komst enginn upp með neitt og hann var auðvitað harður." ... Hafsteinn Þorvaldsson nemandi í íþrótta- skólanum 1945-1946 hefur það beinlínis eftir Sigurði „að hann hefði verið harður við nem- endur sína og sjálfsagt var hann það stund- um. En eins og hann sagði meinti hann gott eitt með því. Hann vildi gjarnan sjá árangur af starfi sínu og mórgum krangalegum ung- lingi breytti hann með líkamsþjálfun sinni á ótrúlega skömmum tíma, en þó því aðeins að nemendur legðu sig fram". Myndríkust er mergjuð lýsing Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa á kennslutækni Sigurðar, en í ótöldum heimsóknum Þorsteins í skólann hlýddi hann oft á kennslu Sigurðar. Á kvöldvökunum hélt Sigurður oft fyrirlestra og átti þá óskipta athygli áheyrenda sinna. En lýsing Þorsteins á ræðumennskunni er bæði sannfærandi og næm: „Sigurður byrjaði stundum hugvekjur sínar lágum rómi, næst- um hvíslandi, virtist varfærinn og leitandi, augnaráðið fjarrænt, ræðumaður reistur, oft hnarreistur, háleitur; ekkert hreyfði hann sig úr stað meðan hann talaði, armar héngu oft- ast slakir með síðum; hann notaði hendurnar til áherslu, kreppti þær á bognum örmum framan við sig. Þær hækkuðu eftir því hve honum var mikið innifyrir; stundum lyftist vinstri höndin í höfuðhæð, höndin opin og lóf- inn sneri fram. Allt í einu slæmdi hann hend- inni boginni um úlnlið með fingur bogna inn að lófanum. Kom þetta fyrir er hann benti á eitthvað fjarstætt eða léttvægt, fánýtt og var- hugavert. Rödd Sigurðar var sérkennilega margbreytileg. Bak við hin framsögðu orð var djúpur undirtónn. Er eldmóður tjáningarinn- ar varð sem ákafastur varð undirtónninn eins og brimsúgur. Til átti Sigurður eins og að hlæja við undir flutningi máls síns. Virtist þetta stafa af að hugsunin væri á undan tján- ingunni og eins og hann sækti í sig veðrið til nýrrar atlögu við efnið." TVEIR UR TUNGUNUM: Þorsteinn Sigurðs- son á Vatnsleysu t.v. og Sigurður Greipsson í Haukadal á lýðsháskóla í Voss í Noregi. LEIKFIMI í nýja leikfimissalnum, sem tekinn var í notkun 1946. Þetta hús stcndur enn og er hluti af Hótel Geysi. Höfundur er sagnfræðingur. Kaflarnir, sem hér birt- ast styttir, eru úr bók hans, SigurSur Greipsson og Haukadalsskólinn, sem Héraðssambandið Skarphéð- inn gaf út 1997. MIKIL áherzla var lögð á glímu, en einnig á sund og leikfimi og allar þessar greinar kenndi Sigurður sjálfur. SIGURÐUR Greipsson f ræðustóli á gamla íþróttavellinum að Þjórsártúni, þar sem íþróttamót Héraðssambandsins Skarphéðins fóru fram í langan tíma. Sigurður talaði ævin- lega blaðalaust og gat verið innblásinn ræðumaður. Deyfð og lognmolla voru honum sízt að skapi. TRYGGVI V. LINDAL DVÖL MIN MEÐAL HVÍTHÖFÐA Það er von þú spyrjir hvað mannfræðingurinn sé að híma þetta hér á meðal Hvíthöfðanna í Dumbshafí; steinsnar frá hvítabjörnum og eskimóum; svona órafjarri Nýjujórvíkur ströndum: En ég vil nú bara minna þig á fordæmi landkönnuðarins hans Vilhjálms Stefánssonar; eksimóahundakjassarans fræga; sem hafði dálæti á Jjessum inn byggjurum þar eð hann taldi sig vera afkom- anda þeirra! Afmér.er það að segja að mannfræðilegir tilburðir mínir við að herma eftir þessum eyja skeggjum þykja nú löngu vera orðnir ósann færandi eftir svona langt rannsóknarleyfí; og trúverðuglehu minn, efeinhver var, fyrir bí. (Ég held það hafi gert útslagið þegar ein Hvíthófðastúlkan tók til við að lúra ofaná mér!). Reyndar er ég herfílega misskilinn hérna: Frásagnir mínar afsérhæfðum maurasamfélögum eru teknar sem vögguvísur (eðajafnvel stórbrotnar skröksögur ístíl við ættföður þeirra, Snorra; sem rakti sig til Trójumanna og guða). Ég tala nú ekki um efég minnist á forfeður okkar apana, eða efast um framhaldstilvistina! Þessir „Þýlingar" einsog þeir kálla sig líka (nafnið er dregið af Ultima Thule), eru jafnvel farnir að setja mig á stall sem einn afsínum stærstu lyga- laupum; svo að mér leyfíst nú næstum hvað sem er sem ginnheilögu skáldmenni. Mín bíða nú víst örlög flóttamannanna frægu til Jóm- frúreyjanna sem fundust loks aftur í nefsvip af- komenda sinna! Kæri gamli skólafélagi úr mann- fræðinni: Næst sendi égþér tölvupósts- kveðju héðan frá Þýleyjaklasanum! Höfundurinn er þjóðfélagsfræðingur og skáld t Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.