Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 20
4 Þrjár einkasýningar verða opnaoar í Nýlisrasafninu f dag, laugardaginn 13. júní, kl. 16. HULDA STEFÁNSDOTTIR ræoir vio listamennina Einar Fal Ingólfsson, Erlu Þórarinsdóttur og Hörpu Arnadóttur og segir fró fjórðu sýningu safnsins, e.k. vinnugerningi þgr sem Ingólfur Arnarson fjallar um bókverk Dieters Roths í tilefni ___________róðstefnu alþjóolegra listbókasafna, ARUS/Norden, sem fram fór í Reykjavík í vikunni.___________ SÖGUR AF SJÁLFUM MÉR í FORSAL Nýlistasafnsins sýnir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndaverkið Úr dagbók: 76 mánuðir. Þetta eru 76 sjálfsmyndir, sú fyrsta frá því í mars 1992 og síðasta til- einkuð júnímánuði 1998. Verkið er brot úr dagbók Einars Fals þar sem mynda- vélin hefur tekið við hefð- bundnu hlutverM pennans í bókhaldi tímans, - hvort sem eru upplifanir hversdagsins eða stórviðburðir. „Þú treystir ekki dagbók- inni fyrir öllu," segir Einar Falur. „Og í þessum dagbók- arbrotum mínum er ákveðið val. Þetta er einn hluti stærri heildar sem ég kýs að setja fram." Augljóslega á dagbók- in sér margar hliðar og á sýningu sem Einar Falur hélt í New York fyrir nokkr- um árum, þar sem hann lauk mastersnámi í Ijósmyndun frá School of Visual Arts, sýndi hann einnig dagbókar- myndir teknar undir ólíkum kringumstæðum en þá voru það aðrir „rammar" sem höfðuðu til hans og verkið með öðrum svip en nú. „Ég er að segja sögu og dagbókin er minn efniviður," segir Einar Falur. Undir hverja mynd ritar listamaðurinn eigin hendi stund og stað sem undir- strikar ákveðna tímalínu sem gengur í gegnum verkið. SoHo, Staðarskáli og Noosa í Ástralíu eiga sameiginlegt andlitið í forgrunni mynd- anna. Þetta er ferðasaga ein- farans. Ljósmyndir sem staðfesta tilvist þessa andlits, ferðir og upphfanir einstak- lingsins, - og eflaust líka ótal Morgunblaðið/Jim Smart ERLA Þórarinsdóttir sýnir málverk unnin með blaðsilfri og olíu í Gryfju. LEITAÐ TIL UPPRUNANS SÝNING Erlu Þórarinsdóttur í Gryfju ber heitið Oxídasjónir. "*Þar eru málverk unnin úr blaðsilfri og olíu og er sýningin nú ná- skyld þeirri sem Erla hélt í Asmundarsal fyrr í vetur og nefndist Staðir. „Ég er komin í frum-frumið," segir Erla og hlær. Annars vegar eru það arkaísku formin; staðir, dyngja, skál og skeið, hins vegar hologröm af höndum og fótum látinna og lifandi ástvina. Fram- hald af dýrlingamyndunum í Asmundarsal segir hún, „því amma og afi voru sannarlega dýrlingar". Það glampar á blaðsilfrið sem tekur hægfara breytingum með tímanum, oxast, dökknar og gyllist. Blái liturinn, sá Erlu-blái, er enn tíl staðar og nú kemur einnig bleiki liturinn við sögu en hann hefur Erla reyndar einnig notað áður. „Ég fann að hann varð að koma aftur núna," segir Erla. Ummyndanir blaðsilfursins, ^pxídasjónin, eru henni hugleiknar og það hefur hún lært af fyrri reynsiu að efnið verður að fá að ráða sér sjálft. „Blaðsilfrið verður að fá að standa óvarið fyrir umhverfinu, - lifa í sínum eigin tíma," segir Erla. '&^«*i*AJ*!)lJ!Jst&ii Morgunblaðið/Jim Smart HARPA Árnadóttir sýnir málverk í SÚM-sal þar sem eigindi þessa aldagamla miðils eru könnuð. EINS OG ÞÖGN MILLI ORÐA HARPA Árnadóttir sýnir málverk í SÚM-sal. Þetta eru óræð verk sem velta upp spurningum um hægfara og orðlaust ferli sjónar og tíma. Hér er það málverkið sjálft, þessi dularfulli aldagamli miðill lérefts, dufts og líms sem verið er að skoða. „Þetta hefur verið orðalaust ferli við gerð verkanna og því erfitt að finna orð yfir þau nú," segir Harpa. Hún líkir málverk- unum við þögn milli orða, segir að þau fjalli allt eins um and- rúmsloftið og umhverfi sitt og eigin eigindi. „Ég velti fyrir mér sjóninni, tímanum og þessu hægfara ferli og vil halda þeim opn- um þegar ég mála, þannig að augun festist ekki við ákveðinn punkt innan verksins heldur leiti bæði innan þess og utan," seg- ir Harpa. „Eins og birtan varpar ljósi á verkin geta verkin varp- að ljósi á birtuna." Harpa lauk framhaldsnámi í myndlist við Listaháskólann í ^rautaborg þar sem hún býr og staríar. Hún hefur áður sýnt á Mokka-kaffi og í setustofu Nýlistasafnsins sumarið 1995. Síðast- liðinn vetur var hún í hópi 30 listamanna sem falin var gerð úti- listaverka á þríhliða auglýsingaskilti í Stokkhólmi í tilefni þess að borgin er menningarborg Évrópu þetta árið. Morgunblaðið/Jim Smart „ÉG HEF að vissu leiti misst trúna á hinni fullkomnu Ijósmynd sem fagurfræðilegum hlut," segir Einar Falur Ingólfsson sem sýnir brot úr dagbók í forsal. minningar þó um það getum við ekkert vitað. Einar Falur játar á sig ríka skrásetningarþörf, það sem heillar hann meðal ann- ars við sjálfsmyndirnar er stjórnleysi þess þegar ljós- myndarinn horfir ekki leng- ur í gegnum linsuna heldur er í senn gerandi og við- fangsefni verksins. Hann segir að miðill verksins, - ljósmyndavélin, sé algert aukaatriði og það er í sjálfu sér á skjön við bakgrunn hans í ljósmyndun. „Mér finnst það vanta mjög mikið hér á landi að menn leyfi sér að vinna með ljósmyndina sem tjáningarform," segir Einar Falur. „Sjálfur hef ég að vissu leiti misst trúna á hinni fullkomnu ljósmynd sem fagurfræðilegum hlut." BOKVERK DIETERS ROTHS SYNING á bókverkum eftir svissneska listamanninn Di- eter Roth verður í Bjarta sal og Svarta sal. Sýning þessi er hugsuð sem nokk- urs konar vinnugerningur þar sem gestum gefst kost- ur á að skoða bókverkin, sem öll eru í eigu safnsins, um leið og fram fer skrán- ing og frágangur á verkun- um til varanlegrar geymslu. Umsjón er í höndum Ingólfs Arnarssonar myndlistar- manns. Fyrstu bókverk Dieters Roths voru gefin út í Reykjavík en Dieter er tal- inn einn af frumherjum bók- verkalistar og konkret-Ijdð- listar. Bókverkasýningin var skipulögð í tengslum við ráðstefnu alþjóðlegara list- bókasafna ARLIS/Norden sem fram fór í Reykjavík dagana 10.-12. júní. Sýning- in, sem er með óformlegu sniði, verður einungis opin undir leiðsögn Ingólfs Arn- arssonar á virkum dögum nema mánudögum frá 14.00-18.00. Þegar verið var að leggja lokahönd á skipulag þessar- ar sýningar barst fregnin af ótímabæru fráfalli myndlist- armannsins Dieters Roth, en hann var einn af stofn- endum Nýlistasafnsins og heiðursfélagi þess. „í lista- verkasafni Nýlistasafnsins gegna þau listaverk sem Dieter gaf safninu lykil- hlutverki og eru lifandi vitnisburður um afköst hans og afrek á sviði mynd- listar og verður hans minnst svo lengi sem safnið lifir," segir m.a. í fréttatil- kynningu frá Nýlistasafn- inu. í tengslum við bókverka- sýninguna og 20 ára afmæl- isár safnsins gefur bókafor- lagið Bjartur út bókina Smásmíðar eftir Gunnar Harðarson heimspeking. Útgáfan er styrkt af Nýlistasafninu. Sýningarnar í Nýlista- safninu eru opnar daglega nema mánudaga frá kl. 14-18. Þeim lýkur sunnu- daginn 28. júní. Lokað verður á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Aðgangur er ókeypis. £0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.