Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 15
mál, þetta reddast, var orðið að kjörorði nýrra tíma. Fólk í öllum litum streymdi að og var yfir sig ánægt með góða en samt per- sónulega þjónustu. Afslappað andrúmsloft og nútímalegar vistarvíddir, samþykktar af Hollustuvernd. Engir jólasveinar. Skoðana- kannanir voru bannaðar. Hér var þögn og það var svo mikils virði. Fólk gerði það sem það vildi. Sumir hljópu allsberir uppá skrifborðum. Eða hlógu. Aðrir létu sér leiðast í rólegheitunum. Flestir kusu að gera ekki neitt. Mannleg náttúra er ekkert flóknari en það. Það er sagt að til séu fióknar formúlur sem fjalla um hæfilega eftirspurn og þá sé framboðið líka í lagi. Eða eitthvað svoleiðis. Við vitum ekkert um það. Við vitum bara vinsældir okkar manna fóru fram úr hrottafengnustu arðsemisútreikningum og að þeir ruku strax inn á listann yfir mikilvæg- ustu trúarbrögðin. Það heyrðist talað um neyðarfundi og lög- tök. Astralsmenn þurftu að lækka leiguna. Gjaldþrot urðu vort daglegt brauð. Mótmæl- endur hættu að mótmæla. Nýaldarsúpan öll var komin í einn pott, spákerlingar í bolla sem og áruþuklarar. Hugsanalesarar sem og grænir tedrykkjumeinfretir og púðalemjend- ur. Úr þessu öllu var búin til náttúruvænn vellingur um vinsamlegan úniversalanda sem var til í allt. Kölski bankaði uppá í himnaríki og sótti um sitt gamla starf aftur. Leiðinda- skarfurinn Allah hafði verið á námskeiði og var bara orðinn líbó. Vildi fara að leyfa múslímum að drekka undir eftirliti og rak barnamisþyrminn Múhameð. Lofaði líka að hætta þessu grjótkasti í lifandi fólk. Allstaðar var verið að sameina, einfalda og mýkja upp teoríuna og henda versta ruslinu út. Frægir harðstjórar og illmenni urðu á einni nóttu viðkvæmir barnavinir, áður dauðasyndir voru nú „verður að fara taka þig á, kallinn" . Já, þetta voru undarlegir tímar. Hvorki löngu né skömmu síðar voru þeir dregnir á ráðstefnu þar sem ræða átti ástand og horfur á trúarskipuninni. Jafnvel koma með tillögur til úrbóta. Allir sem voru eitt- hvað voru þarna. Harðlífistrúarmenn þaðan sem þeir koma. Jógar af efstu hæðum og strigaskóklæddir halastjörnuaðdáendur. Hrækjandi galdramenn í svörtum kápum. Hellingur af fríkuðum náttúruguðum allskon- ar með minnimáttarkennd og slarkfærum gúrúum. Ráðstefnusetjir vildi ekki vera með neitt baktal en því væri ekki að leyna að viss- ir aðilar hefðu haft slæm áhrif á eilífðarmálin. Afar slæm. Það væri samkomunnar að finna viðeigandi lausnir og refsa þeim sem væru - afsakið - kynnu að reynast sekir. Svona hélt þetta áfram. Fjandinn sagði þá beita óheiðarlegum brögðum. Nýaldarsúpan lýsti yfir stórri undrun á að þeim hefði verið leyft að ganga svona langt. Yrði greinilega að fara herða reglurnar. Lögðu til að þrjótarnir yrðu grillaðir á hreinsunareldinum og játuðu að ferðir sínar væru þvættingur og stórfelld- ar lygar. Síðan gæti t.d Búddi feiti eða aðrir sjálfboðaliðar tekið að sér að endurmennta þá í góðum siðum. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fyrir utan kröftug mótmæli frá aftasta bekk. Almáttugur var næstur á dag- skrá. Hann gerði sér lítið fyrir og tilkynnti afsögn sína. Sagði að miðað við stærð gæti það hreinlega ekki borgað sig fyrir hann að vera standa í þessu. Harla óhagstæð eining, jörðin og nágrenni. Líka orðinn þreyttur á fúlum kvennafarsögum og útúrsnúningi á hans orði. Síðhærður fulltrúinn hafði lengi tuðað í honum. Þeir ætluðu að reyna fyrir sér á öðrum slóðum, eitthvað fyrir norðan okkar eilífðar. Amen. Það varð allt vitlaust. Meðan ráðstefnu- gestir rifust gráðugir um hver ætti að fá hvað af himnaríki notuðu okkar menn velkomið tækifæri til að laumast út. En þá varð óvænt- ur atburður til þess að þeir frusu á staðnum. Það var Guð og það varð óttablandin þögn í salnum. Hann ræskti sig fyrst lauslega. Sagði svo að það hefðu yfirleitt verið undarlegar hvatir sem hefðu stýrt sögu og gangi heims- ins. Líka í eilífðarmálunum. Meira og minna hégómi og húmbúkk alltsaman, fannst hon- um. Sturlaðir menn leiddir áfram af hálf- klikkuðum guðsnefnum. Hann hefði ekkert verið að standa í að breyta því. Nú væri hann hinsvegar að verða þreyttur á þessu kjaftæði öllu og vildi fara að prófa eitthvað nýtt. Og nú kom sprengjamhann hefði ákveðið að gera þá alla dauðlega. Og hafiði það! Hann vildi bara láta þá vita af því. Ekkert persónu- legt. Vildi sjá hvort það kæmi ekki öllum til góða þegar til lengri tíma væri litið. Kannski kæmu heilbrigðari og samkeppnishæfari hugmyndir. Hver veit? Eftir það myndi hann sjá til. Svo gufaði hann upp. Höfundurinn býr í Danmörku. ERLENDAR BÆKUR DRAMATÍSKT málverk, dagsett 1. mars 1777 með yfirskrift á latínu um að snilldin yfirvinni hina ógnarlegu náttúrukrafta, sýnir hval- og sel- veiðar við Svalbarða. Oddhvöss fjöll útskýra hversvegna Svalbarði hét einnig (og heitir enn)Spitsbergen. Hér róa menn á bátskeljum innanum hvali, en í baksýn má sjá að ísinn er að mala í sundur eitt skipið, en áhöfnin forðar sér út á ísinn. DÖNSK SJÓFERÐASAGA Ole Feldbæk: Storhandelens tid. Dansk safarts historie 3. 1720-1814. Gyldendal 1997. 243 bls. myndir+kort. Tímabilinu, sem þetta 3. bindi sjóferðasögu Dana tekur yfir, má með góðu móti skipta í þrjú meginskeið og það gerir höfundur. Fyrsta skeiðið, sem jafnframt var hið lengsta, nær yfir árin 1720-1778, en á því tímabíli ein- kenndist dönsk kaupskípaútgerð af fremur hægum en öruggum vexti og Danir skipuðu sér óumdeilanlega í röð fremstu siglingaþjóða N-Evrópu. Dönsk kaupskip sigldu um öll heimsins höf og kaupmenn og útgerðarmenn færðu stóðugt út kvíarnar. Annað skeiðið nær yfir tímabilið 1778-1807 og það nefna danskir sagnfræðingar gjarnan den florissante periode, blómaskeiðið, og helgast sú nafngift af því að á þessum árum var löngum ófriðlegt í norðurálfu og högnuð- ust útgerðarmenn kaupskipa, sem sigldu und- ir fánum hlutlausra ríkja, þá margir gífurlega. Þar fóru Danir framarlega í fylkingu og á þessu tímabili óx danski kaupskipaflotinn hratt, m.a. vegna þess að margir hollenskir útgerðarmenn kusu að „selja" skip sín dönsk- um starfsbræðrum, sem gerðu þau svo að 'nafninu til út undir dönskum fána. Allt um það varð útgerðin til þess að auka mjög um- svif Dana á höfunum og færði kaupskipaflot- inn mikinn arð í bú, ekki síst þeirra, sem bjuggu og störfuðu í Kaupmannahöfn. Þriðja og síðasta skeiðið tekur svo yfir stríðsárin 1807-1814. Þau ár voru Dönum mótdræg um margt og skipti nú mjög um frá því sem verið hafði á blómaskeiðinu næstu ár á undan. Höfundur fjallar um hvert þessara þriggja skeiða og rekur ýtarlega sögu siglinga Dana eftir svæðum. Hann fjallar jafnan fyrst um siglingar við strendur Danmerkur og til suð- urhluta Noregs, síðan um siglingar á Norður- Atlantshafi, þ.e.a.s. til íslands, Færeyja, Grænlands og Finnmerkur, en síðan taka við kaflar um siglingar til hafna í Norður-Evrópu og við Miðjarðarhaf og til nýlendnanna í Asíu, Afríku og Ameríku. Þá er sérstakur kafli um líf og starf sjómanna og um skipagerðir og fleira sem þeim tilheyrði. f bókarlok er at- hyglisverður kafli um stöðu rannsókna á sigl- ingasögu í Danmörku. Bókarhöfundur, Ole Feldbæk, er prófessor við Hafnarháskóla og tvímælalaust einn allra fremsti sagnfræðingur Dana um þessár mundir. Hann er ágætur rithöfundur og ber þessi bók þeim eiginleika hans glöggt vitni. Hún er afbragðsvel skrifuð og einkar læsileg og að flestu leyti mjög fróðleg. Þó verður þvi ekki neitað að ég varð fyrir nokkrum von- brigðum með kaflana um siglingar Dana norður í höf á 18. öld, einkum þó kaflana um íslandssiglingarnar. Þeir eru harla stuttara- legir og ekkert kemur þar fram sem ekki er löngu kunnugt íslenskum fræðimönnum, enda styðst Feldbæk í þessu efni að mestu leyti við prentaðar heimildir. Af tilvísunum hans er þó ljóst, að a.m.k. einn stúdenta við Hafnarhá- skóla hefur unnið að rannsókn á fslandssigl- ingum Dana á 18. öld. Niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa enn ekki verið gefnar út, en svo virðist sem þær geti orðið fróðlegar fyrir íslendinga. Sýnir þetta dæmi glöggt, að enn fer því fjarri að öll kurl séu til grafar komin þegar um er að ræða vitneskju okkar um sigl- ingar hingað til lands á einokunaröld. JÓN Þ.ÞÓR DANSKI flotinn í Austui -Asíusiglingum 1794, en þá voru fjölmörg dönsk kaupför í siglingum austur um Bengalflóa og víðar, bæði skip frá Asiatisk Kompagni og skip f einkaeign. Teiknarinn C.C Pamemann er höfundur þessarar fögru myndar frá Ganjam, sem var þekktur viðkomustaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.