Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 10
+ RAUNSÆI OG ÞEGI Þegar litio er fil baka er spurn, hvort þröngsýn bendiprik módernismans, hugmvndafræoinnar og síðmódernismans í vestrinu, hafi verið hótinu betri þeim í austri. Eitt áttu þeir sameiginlegt svo ekki skilur á milli, sem var ao fordæma úrelda og valta yfir gildi hinna, segir í grein um rússneska málarann Alexander Ivanovich Makarov. RUSSNESKT rausæi á tíma Sta- líns, og fram til endaloka Sovét- ríkjanna, er svið sem íslending- ar þekkja takmarkað inn á. Margur fræðingurinn vill halda þessari list út í kuldanum, en hún býr þó yfír vissum þokka sem sækir til menningararfsins og þjóðarsálarinnar og nýtur vaxandi hylli í vestrinu. Þetta er sértækt tímaskeið sem aldrei kemur aftur og verður forvitnilegra eftir því sem fram líða stundir. Og einn góðan veðurdag dag verður hún fágæti. Árin fjórtán, sem skrifari var fulltrúí í al- þjóðlegri nefhd varðandi Tvíæringinn í Rostock kynntist hann fjölda myndlistar- manna frá Austurblokkinni. Eðlilega voru Rússar áberandi í þeim hópi, jafnan fjöl- mennastir og fylgdi þeim lið farar- stjóra og túlka. Þá var þeim yfir- leitt úthlutað veglegustu sölunum, sem var helst merkjanlegt á öðrum tvíæringinum 1967, en þá tóku ís- lendingar fyrst af fullum krafti þátt í liststefnunni. Á fyrstu fram- kvæmdina 1965 hafði Jóni Engil- berts einum íslendinga verið boðin þátttaka. Þessi tvö fyrstu skipti var listastefnan til húsa á Sjóminja- safninu við August Bebel Strasse í nágrenni Steintor, og mjög mið- svæðis í borginni. En er kom að hinni þriðju 1969, hafði verið byggð listahöll við Svanatjörn í stórum garði í útjaðri borgarinnar, og vor- um við í alþjóðlegu nefndinni með í ráðum um skipulagningu hennar, þó kannski mest að nafninu til. Nefndi pólski fulltrúinn Stanislaw Poznanski framkvæmdina, Kun- stbunker, og þóttist ekki par ánægður.Vorum kallaðir á staðinn til skrafs og ráðagerða eða alveg frá því uppdrættirnir voru tilbúnir og fyrsta skóflustungan tekin. En það er svo tiltölulega ný vitneskja fyrir mig, að listhöllin er hið eina sem byggt var yfír myndlist og kannski listir yfírleitt í 40 ára sögu Alþýðulýðveldis- ins! Þetta var í þá daga, er það var alveg klárt hvað væri myndlist. Hugtakið hafði ramma, og þarna kynntist ég fyrst yfirburðum og mikilvægi markaðrar stefnu frá fyrsta degi. Jafnvel listiðnaður fékk ekki inni hversu frá- bær sem hann nú var, framkvæmdin ein- angraðist einvörðungu við málverk, högg- myndir, grafík og teikningar. Eðlilega voru hér ekki allir með á nótunum, því þetta var á tímum er fast var leitast við að rjúfa hið hefðbundna mynstur og kom fyrir að ein- stakar þjóðir brutu regluna og komu með listiðnað, einkum vefnað. Þegar heiftarlega var deilt um innsend verk, stfla og stefnur, og við frá vestrinu jafnvel sagðir á mála hjá Pentagon (!), skal viðurkennt að er frá leið var afar þægilegt að hafa þessar reglur í bakhöndinni. Þessi þátttaka mín í mótun tvíæringsins og þróun hans um árabil varð mér mikil lífs- reynsla, því ég fekk tækifæri til að kynnast af- ar íhaldsamri og staðbundinni list frá Sovétlýð- veldunum, Póllandi og svo mjög blandaðri frá Norðurlöndunum. Rússar voru að sjálfsögðu í fyrirsvari fyrir list sovétlýðveldanna og kynnt- ist ég einkum tveim listsögufræðingum þeim Dimitri Sarabianow og enn frekar Erich Nikolajewitsch Darski, sem tók við er sá fyrr- nefndi mun hafa þótt of málgefin og vinsamleg- ur við suma okkar og þá ekki síst mig þá senn- an var hvað hörðust. Enda þótt ég væri alls ekki á löiu með þessu sósíalraunsæi var þar ýmislegt sem olli mér heilabrotum og vissulega mátti kenna listrænt upplag í höfundum margra myndanna. I öllu falli lærðist mér að útiloka hvorki né fordæma, því mér bauð snemma grunur um að sumt myndi lifa og helst það sem kom frá hjartanu, listamönnun- um sjálfum, bar minna í sér af einslitum áróðri eða markaðri línu einsýnna pólitískra bendiprika. Styrktist ég í trúnni er súkkulaði- kóngurinn og listjöfurinn Emil Ludwig í Aachen fór seinna að kaupa Austur þýska og Sovéska list, þótt hann kallaði yfir sig undrun og reiði vestrænna fræðinga á núlistir, en sá maður vissi hvað hann var að gera, lét engan segja sér fyrir verkum. Þegar litið er til baka er spurn, hvort þröngsýn bendiprik módern- ismans, hugmyndafræðinnar og síðmódern- ismans í vestrinu, hafi verið hótinu betri þeim í austri. Eitt áttu þeir sameiginlegt svo ekki iiia DRENGUR við giugga, 1968, olía á léreft 85 x 85 skilur á milli, sem var að fordæma úrelda og valta yfir gildi hinna. Hafi ég áður verið alæta á myndlist, hús- gerðarlist og íðir hvers konar urðu þessi kynni mín til að jarðtengja enn frekar þær kenndir fyrir skapandi athöfnum. Það hefur svo skeð, að rússneskt raunsæi, jafnvel pólitísk list, er komin í tízku í vestr- inu og þó ótrúlega megi virðast hjá hörðustu andstæðingum samvirkrar framníngar, pen- ingamönnum og háaðlinum í Englandi! það uppgötvaði ég af tilviljun fyrir nokkrum ár- um er ég fyrst kom í listhús Roy Miles við 29 Bruton Street, hliðargötu frá Old Bond Street í London. Það raunsæi er við blasti þekkti ég mjög vel og hafði lúmskt gaman af, rússnesk list í öllum afbrigðum sósíalraun- sæisins, jafnvel Stalín var þar á ýmsum ald- urskeiðum. Enn meiri var undrun mín er í ljós kom að enski háaðallinn er meðal helstu viðskiptavina listhússins, svo eitthvað sjá menn annað í þessum myndum en pólitíkina. þetta rifjast upp, og er vonandi upplýsandi formáli þá hermt skal lítillega af rússneska listmálaranum Alexander Ivanovich Makarov (1913-1992), sem var fæddur í bæn- um Staroye Tomyshevo í Ulianovskaya- hér- aði í mið- Rússlandi. Fátt vissi ég af honum, en mál er að íslensk hjón sem bjuggu í Moskvu, sáu myndir eftir hann á listsýningu og urðu uppnuminn af þeim. Kynntust þau Makarov persónulega, urðu vinir listamanns- ins og tóku að safna verkum hans. Makarov lagði ungur út á listbrautina og útskrifaðist frá listaskóla í borginni Penza, fékk þarnæst inngöngu í Ríkislistaakademí- una í Leningrad, þar sem hann nam hjá hin- um nafnkunna málara Alexander Gerasimov (1881-1963),allt til ársins 1943. Skömmu áð- BRÆÐURNIR Ulianov, 1989, o EFTIR BRAGA ASGEIRSSON Í,j?»':ii'-i'ri'-'7i,."-<ÍM KLARA Zetkin í heimsókn hjá Krupskayu og Lenin 1969,150 x 1 O LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍ 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.