Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 6
SPANN HEIÐRAR HEIMSSKÁLD SITT HINN 5. júní minntust Spán- verjar þess að rétt hundrað ár voru liðin frá fæðingu dáð- asta ljóðskálds og leikskálds Spánar, Federicos García Lorca, sem myrtur var af þjóðvarðliðum á bandi fasista í upphafi borgarastyrjaldar- innar 1936, aðeins 38 ára gamall. Harðbannað var að nefna nafn hans á Spáni meðan Franco lifði, eða til 1975, en verk Lorca voru gefin út og lesin eða sett á svið í öðrum löndum, og svo virðist sem þau eigi sífellt meiri vinsældum að fagna um víða veröld, enda er nú svo komið að Lorca hefur verið þýddur á fleiri tungumál en sjálfur Cervantes, höfundur Don Quixote. Hátíðahöldin voru með margvíslegu sniði. Sýningar voru opnaðar, leikrit frumsýnd, hljómleikar haldnir, þar sem ljóð Lorca voru sungin, bæði við sígilda tónlist og flamenco. Blöðin voru full af greinum og frásögnum. Eitt dagblaðið, Ideal, í Granada, gaf út 88 síðna aukablað, að hluta til í lit, eingöngu með efni um Lorca. Þá var dreift úr þyrlu yfir Granada-borg 100 þúsund eintökum af ljóðum Lorca sem svifu til jarðar eins og kafalds- flyksur. Aznar fór með Ijóð utanbókar I Madrid var dagskrá, upplestrar, leiklist og tónlist allan daginn á gamla stúdentagarð- inum, Residencia de Estudiantes, þar sem Lorca bjó um skeið ásamt Luis Bunuel, Salvador Dalí, Vicente Aleixandre og Rafael Alberti og fleiri afburðamönnum og stór- skáldum sem kallast kynslóðin 27 og er ef- laust sterkasta menningarafl þessarar aldar á Spáni. Meira að segja forsætisráðherrann, José María Aznar, tók þátt í dagskránni á „Resi", með því að fara með, utanbókar, fyrsta kvæðið í „Tataraþulunni" eftir Lorca. Aðalhátíðin var þó í fæðingarbæ Lorca, Fu- ente Vaqueros á La Vega sléttunni, líklega búsældarlegustu sveit Pýreneaskaga. Þar stóð mikið til, bæði innanhúss og utan, og var búist við að fólk flykktist í tugþúsundatali þangað. Það fór þó á annan veg því að veðrið var vægast sagt ekki með hátíðarsniði. Þrum- ur og eldingar upphófust um nóttina og gekk síðan á með ausandi rigningu mestallan dag- inn. Aflýsa varð öllum útiatriðum, enda var ekki margt aðkomufólk á götum Fuente Vaqueros. Sagt er að Granadabúar hafi litið út í sortann og slagveðrið og hver fullvissað annan um að viðburðina í Fuente Vaqueros gætu þeir séð betur í sjónvarpinu heima í stofu heldur en á staðnum. Æftingiar og vinir Lorca Hins vegar var í Fuente Vaqueros saman kominn stór og glæsilegur hópur ættingja og vina Lorca, skáld, leiklistarfólk og allir helstu menningarpostular og menntaljós Suður- Spánar, og auk þess allir helstu stjórnmála- Ieiðtogar Andalúsíu, Manuel Chaves, forseti stjórnarnefndar sjálfstjórnarríkisins, forseti fylkisráðs Granada, fjölmargir borgarstjórar og aðrir helstu ráðamenn og valdakonur Andalúsíu. Mesta athygli vakti þó ef til vill nærvera José Borrell, sem Sósíalistaflokkur Spánar kaus fyrir skemmstu til að leiða bar- áttuna í næstu kosningum. Hann verður for- sætisráðherra ef sú barátta ber árangur. Sú athöfn, sem sameinaði allt þetta stór- menni, aðalviðburður hátíðahaldanna, var opnun Rannsóknarstofnunar í Lorca-fræðum í Fuente Vaqueros. Þetta er bóka- og gagna- safn ásamt vinnuaðstöðu fyrir þá sem vilja grúska í hverju því sem tengist Lorca. Húsið, sem er fallegt, tvílyft bygging úr hvítum steini og ljósbrúnum, útskornum viði, kostaði um 400 milljónir peseta, sem samsvarar 200 milljónum ísl. kr. Það stendur þar sem áður var barnaskólinn í Fuente Vaqueros. Þar lærði Federico að lesa og þar var móðir hans, Vicenta Lorca, kennslukona áður en hún gift- ist föður hans. Bækur og gögn eru samsafn úr ýmsum op- inberum bóka- og skjalasöfnum, ásamt firnum af gjöfum frá einkaaðilum, ættingjum Lorca og vinum eða afkomendum þeirra, sem geymt hafa þúsundir bréfa o.fl. sem varða Lorca á einhvem hátt. Mest munar þó eflaust um stórgjöf Ians Gibson, Spánarfræðings og ævi- söguritara Lorca, sem náttúrlega var einn af heiðursgestunum. Gibson leggur í púkkið meginpartinn af einkabókasafni sínu, hvorki meira né minna en 10 þúsund bindi, og auk þess öll þau gögn sem hann safnaði á því 20 ára skeiði sem hann vann að bókum sínum tveimur, þeirri fyrri um dauða García Lorca og hinni síðari um líf hans. Þeim sem þetta skrifar, og var viðstaddur vígsluathöfnina, sýndist sem fjölskylda Lorca væri loks orðin FYRIRBOÐI borgarastyrjaldar, 1936. Málverk Dalís. HALDID UPP Á ALDARAFMÆU GARCIA LORCA í SLAGVIÐRI Hinn 5. júní minntust Spánverjar þess að rétt hundrað ár voru lioin frá fæðingu dáoasta Ijóðskálds og leik- skálds Spánar, Federicos García Lorca. ÖRNÓLFUR ARNASQN gisti fæoingarborg skáldsins Granada og _______segir frá hátíoarhöldunum hér á eftir.________ sátt við Gibson, en ættmennum og vinum skáldsins mislíkaði á sínum tíma mjög við Gibson fyrir að upplýsa að Federico hefði ver- ið samkynhneigður. Rödd Lorca eklci oftar þögguð í vígsluræðu sinni sagði Chaves forseti meðal annars að hann vænti þess að menning- arstofnun þessi, hin fyrsta sinnar tegundar á Spáni, yrði til þess „að rödd Federico García Lorca yrði ekki oftar þögguð niður og að komandi kynslóðir þekktu ævi og verk mesta heimsskálds sem Spánn hefur alið". Chaves lofaði fjárstuðningi við stofnunina og mun verða gengið frá samstarfssamningi milli Andalúsíustjórnar, fylkisráðs Granada og bæjaryfirvalda í Fuente Vaqueros á næstu dögum til að tryggja framtíð Lorca-stofnun- arinnar. Bæjarstjórinn á staðnum sagði í ræðu sinni að aldrei hefði hann verið jafnstoltur á ævinni að vera frá Fuente Vaqueros. Flestir ræðumenn viku að morðinu á Lorca, og Antonio India, forseti fylkis- stjórnarinnar, komst þannig að orði, að Federico hefði verið drepinn fyrir að vera Granadamaður. Hann hefði nefmlega alltaf tekið upp hanskann fyrir þá sem ofsóttir voru eða áttu í vök að verjast, fyrir að vera sígaun- ar, svertingjar, gyðingar, arabar, eða bara fá- tækir. „Við Granadamenn höfum í æðum blóð frá öllum þessum ofsóttu kynstofnum, svo að samúð okkar með þeim er meðfædd." Helstu dagskráratriði önnur sem ekki var aflýst vegna veðurs, voru t.d. stórkostlegur FÆÐINGARHUS Garcfa Lorca í Fuente Vaqueros í nágrenni Granada. STUDENTAGARÐURINN gamli, Residencia de Estudiantes, í Madríd. konsert Ramón Medina kórsins frá Cordoba, sem söng úrval af tónlist sem gerð hefur verið við texta Lorea, þá lék Sinfóníuhljóm- sveit Granadaborgar verk eftir einn besta vin Lorca, Manuel de Falla, sem eyddi síðari hluta ævinnar í Granada og sótti efnivið í sama umhverfi og menning- ararf og Lorca. Leikkonan Elodia Campra fiutti hið fræga erfiljóð García Lorca eftir vin sinn nautabanann sem féll, Ignacio Sanchez Mejías, „Klukkan fimm að kveldi...". Tilfinningaþrungn- ust var sú samkoma sem fram fór í húsi García Lorca fjölskyldunnar sem nú er safn. Þar hittust nánustu ættingjar og vinir Federicos, m.a. eftirlifandi félagar úr leikflokknum „La Barraca", sem Federico ferðaðist um Spán með. Fólkið rifjaði upp minningar og gamansögur sem tengjast skáldinu og fjölskyldu hans. Andrúms- loftið var blanda af trega og glaðværð. Guðdóttir Lorca, Isabel Clara, sagði frá frumsýningu Margaritu Xirgu á Bernörðu Alba, sem García Lorca lifði ekki að sjá á sviði. Leiksýn- ingin fór fram í Buenos Aires, en þangað flúði Isabel undan Franco með föður sín- um, málaranum Manuel Angeles Ortiz. Liðinn var áratugur frá dauða Lorca, en þegar tjaldið féll í leikslok, stóð fólkdð klappandi í tíu mínútur og æpti í takt: „Federico! Federico!" Sá sem þetta ritar hitti m.a. að máli ná- frænda Federicos, Manuel Fernandes- Montesinos, sem veitt hefur forstöðu García Lorca stofnuninni í Madrid frá upphafi. Hann kvaðst himinlifandi yfir öllum þeim sóma sem Federico væri sýndur þennan dag, ekki bara á Spáni, heldur um heim allan. í sama streng tók bróðurdóttir Federicos, Laura García Lorca, sem veitir forstöðu ljómandi fallegu safni í sumarhúsi foreldra skáldsins, Huerta de San Vicente, sem nú stendur inni í Granada vegna útþenslu byggðar, en var áður úti í La Vega sveitinni. Laura minntist á hversu furðulegt það er að hvergi skuli finn- ast upptaka af rödd Federicos. En miklar sögur fara af því hversu heillandi og blæ- brigðarík rödd hans hafi verið, enda var hann sífellt að ferðast um og flytja erindi eða lesa upp ljóð. Laura segir að ekki sé útilokað að upptaka leynist einhvers staðar í geymslu, því að auðvitað var tæknin til á þessum tíma og ólíklegt að enginn hafi tekið eitthvað upp. Gott hjartalag Með því skemmtilegra var að rekast á aldr- aða frænku Federicos, Amparo García García, sem alla ævi hefur búið í Fuente Vaqueros. Hún sagði: „Við vorum ekki eins rík og frændfólkið í Granada. En allt García fólkið hafði gott hjartalag og góðar tilfinningar. Mamma mín var saumakona, og þegar hún fór til Granada að kaupa efni, gisti hún ævin- lega hjá foreldrum Federicos. Hún og Feder- ico voru feiknagóðir vinir og hann var alltaf að láta hana segja sér sögur. Mamma er fyrir- myndin að Skóarakonunni dásamlegu. Hann vildi ekki kalla leikritið Saumakonuna svo hann breytti henni í skóarakonu. Hann var svo tillitssamur." Hátíðarhöldunum í Fuente Vaqueros átti svo að ljúka með gífurlegri fjöldasamkomu á aðaltorgi bæjarins. Stór pallur hafði verið settur þar upp og mögnuðum söngkerfum með hátölurum út um allan bæ. 170 listamenn komu til að syngja, spila og lesa upp o.s.frv. Þar á meðal voru stórstjörnurnar Aurora Batista, Ana Belén, Juan Echanove, Juan Di- ego og Magui Mira. Allir gáfu vinnu sína og samkoman átti að vera ókeypis fyrir hvern sem njóta vildi. En því miður þurfti að aflýsa öllu því að það rigndi stöðugt eins og hellt væri úr fötu. Rafmagnið fór hvað eftir annað af bænum og óttast var að slys gætu orðið. Mörg orð féllu manna á milli um veðrið þennan blauta hátíðardag í Fuente Vaqueros, en líklega voru engin eins áhrifarík og þau sem féllu af vörum Ijóðskáldsins Juans de Loxa, forstöðumanns Lorcasafnsins. Það gerðist í fjölskyldu- og vinahópnum í gömlu stofu foreldra Federicos, þar sem vagga hans stendur enn í næsta herbergi. Tilvitnunin er í Blóðbrullaup eftir Lorca: „Blessað sé regnið, það þvær andlit hinna dánu." 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.