Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 17
Nafn safnsins, Kiasma, er táknrœnt enþað merkir víxlun tveggja þátta — stefnumót. Gríska orðið er khiasmos sem dregið er af x-laga stafnum khi. BAKHLIÐ Kiasma. Efst er Lapplands-glugg- inn, þaðan sem fólk horfir yfir Töölönlahti- flóann og alla leið til Lapplands á heiðskírum degi, eins og Alvar Aalto hélt fram. GAMLIR hermenn fengu sínu framgengt, styttunni af Carl-Gustaf Mannerheim mar- skálki var ekki hnikað til. Sómir hún sér vel í forgrunni vesturhliðar Kiasma. Fimm hseðir, 12.400 fermetrar Safnið er á fimm hæðum, 12.400 fermetrar en þar af eru um 4.000 fermetrar lagðir undir sýningarsali, 25 að tölu. Flestir salirnir eru umluktir fjórum steyptum veggjum og birtu- skilyrði úthugsuð. Dagsbirtan brýtur sér óbeint leið inn í rýmið í lofthæð og kemur því ekki til með að skaða listaverkin. Þá er safnið búið fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á fyrir starfsemi af þessum toga. Hvolf þaks Kiasma sem sveigist í hálfboga niður með annarri hlið hússins er varið plöt- um úr sinki, blönduði títani og kopar. Utan- verðir veggimir eru klæddir álplötum sem hafa verið pússaðar með sandpappír til að auka endurkast sólarljóssins. Sandblásið gler er í flestum gluggum nema fyrir öðrum enda byggingarinnar. Þar hefur grænleitt efni glersins verið fjarlægt svo að dagsbirtan streymi ómenguð inn í stigaganginn. A kvöld- in þegar birtu er tekið að halla verða áhrifin þveröfug, byggingin sem dregur að sér birtu á daginn, lýsir út í dimma nóttina. Innandyra er einfaldleikinn allsráðandi. Veggir eru hvítmálaðir og gólf grá. Segir Holl þetta gert af ráðnum hug, svo veggirnir gæti hlutleysis gagnvart listaverkunum sem prýða muni salina og geri þeim kleift að njóta sín til fuilnustu. „Veggir Kiasma tala - þeir hrein- lega krefjast þess að listaverk séu hengd upp á þá,“ segir Tuula Arkio. Útsýni frá Kiasma er meira en fólk gerir sér í hugarlund þegar það stendur andspænis byggingunni. Gluggar eru nefnilega fáir. Staðsetning þeirra hefur á hinn bóginn verið valin af kostgæfni. Holl hefur meira að segja gefið flestum glugganna nafn. Má nefna Lapplands-gluggann í norðurenda- fimmtu hæðar. Er hann í anda Alvars Aalto sem hélt því fram að á heiðskírum degi mætti sjá alla leið til Lapplands, horfðu menn norður SJÁBLS. 18 BREKKAN bjóðandi sem blasir við gestum er þeir ganga inn í safnið. Hún liggur að sýningarsölunum, 25 að tölu. HEIMINN -<? VERK Nan Goldin á sýningunni á verkum úr eigu safnsins. SÝNING MARGRA GRASA ÞEGAR blaðamaður skoðaði opnunarsýn- inguna í Kiasma, alls þrisvar sinnum, gapti hann, glotti, heillaðist og hristi höfuðið á víxl. Þar ægir öllu saman, svo sem stefna safnsins gerir ráð fyrir. Sum verkanna vöktu strax athygli, önnur unnu á og enn önnur stóðu í stað enda sækja samtimalista- menn fram veginn á mörgum vígstöðvum og af mismikilli hörku og hugmynda- auðgi. Heilt á litið verður sýningin þó að teljast lofa góðu fyrir fram- haldið. Á fimmtu hæð hússins er sam- sýning á verkum ellefu finnskra listamanna undir yfirskriftinni Hérna megin hafsins. Yrkisefnið er finnska þjóðin og það sem lista- mönnunum finnst vera „finnskt" nú til dags. Hugmyndir fólks um Finnland hafa lengi verið í fostum skorðum, gufuböð, vötn, skógar, dugnaðarforkar, tónlist, en hér gefst tækifæri til að upplifa þær fyrir milligöngu nokkurra fram- sæknustu listamanna þjóðarinnar, svo sem Eija-Liisa Ahtila, Pekka Nevalainen, Fanni Niemi-Junkola, Sirpa Alaláakkölá og Erkki Pir- tola. 1 sýuingarsalnum Studio K getur að líta sýningn á verkum banda- rísku listakonunnar Polly Apfel- baum. Fjöltækniaðferðir hennar við gerð listaverka sem unnin eru fyrir gólfflöt eru eins konar óður til handverkskvenna, fyrr og nú. Skoða má verkin sem málverk, högg- myndir eða jafnvel innsetningar en listfræð- ingar hafa ýmist tengt Apfelbaum afstrakt málaralist, popplist, minimalisma eða jafn- vel femfnisma. Listakonan leitast í verkum sínum við að endurskoða grunnþætti og riðla þar með því sem skoðast hefur sem stöðugt og varanlegt. f sýnirými sem Kiasma-menn kalla Kontti er sýning á verki sem Svíarnir Hausswolff, Nisunen og Grönlund hafa unnið f samein- ingu. Glíma þeir þar við tíma, rúm og „ástandið í heild sinni“, hvað sem það nú þýðir. Tekur verkið mið af barnslegum áhuga listamannanna á tæknitilraunum og forvitni þeirra, auk þess sem þeir eru opnir fyrir efnum og ákvörðunum. I lok júlí mun Pekka Niskanen, sem sýndi hér á landi fyrir fáeinum misserum, leysa þá félaga af hólmi með sýningu sem hann kall- ar As a Matter of Fat, þar sem stuðst er við texta, hljóð og mynd. í Kokoelinat verður áhersla lögð á að sýna verk i eigu safnsins, málverk, teikning- ar, höggmyndir, myndbandsverk, hljóðverk og jafnvel þefverk - hvað sem er. Á fyrstu sýningunni er sjónum beint að alþjóðalist tí- unda áratugarins en meðal listamanna sem eiga þar verk eru Miroslaw Balka, Tony Oursler, Helen Chadwick, Ilya Kabakov, Ulf Rollof, Nan Goldin, Cindy Sherman, Jeff Wall, Joachim Koester, Ange Leccia, Wolf- gang Laib, Kristján Guðmundsson og Jón Óskar. Yfirskrift sýningarinnar er „Dialogu- es“. Boðið verður upp á CD-ROM innsetningar f Kiasma og ri'ður ljósmyndarinn Kari Paajanen á vaðið, þar sem hún kynnir líf sitt og störf. Stefnt er að því að innsetningar þessar verði jafn ólíkar og þær verða marg- ^ ar en útgangspunkturinn er ávallt sá sami: „Hér er ég!“ Það er upplifun að ganga um sali Kiasma. Það er eins og maður sogist inn í annan heim. Heim sem lýtur sínum eigin lögmálum - heim þar sem allt getur gerst. Og þegar blaðamaður Morgunblaðsins skoðaði opnun- arsýninguna í fyrsta sinn, ásamt tugum ann— arra blaðamanna, daginn áður en hún var formlega opnuð, gerðist Ifka ýmislegt, sumt spaugilegra en annað. Mikið er um myndbandsverk á sýningunni enda Finnar þjóða framsæknastir á sviði tækninnar. Mismikið þótti blaðamanni til verkanna koma en mörg hver voru býsna áhugaverð, eins og verk sem helgað var haf- inu og annað sem snerist um guð almáttug- an. Maðurinn andspænis almættinu er alltaf forvitnilegt viðfangsefni. Þegar blaðamaður hafði kynnt sér mörg þessara verka kom hann að hliðarsal, þar sem sveit manna var að bjástra við kvik- myndavélar, snúrur og annað tilheyrandi. Afréð blaðamaður umsvifalaust að staldra við, taldi víst að myndbandsgjörningur væri í uppsiglingu. Gerðu nokkrir aðrir gestir slíkt hið sama. Meðan á biðinni stóð tók blaðamaður eftir því að „listamennirnir" voru sífellt að gjóa augunum á hann, spyij- andi á svip og loks stígu þeir skrefið til fulls: „Getum við gert eitthvað fyrir ykkur?“ Kom þá á daginn að hér voru á ferð tækni- menn að undirbúa beina sjónvarpsútsend- ingu frá Kiasma um kvöldið! Heldur voru blaðamaður og félagar hans sneyptir þegar þeir héldu ferð sinni um safn- ið áfram en gátu þó huggað sig við það að þegar samtímalistir eru annars vegar er ekkert til sem heitir „heimskuleg spurning," að því er Kaija Kaitavuori fræðslustjóri Ki- asma sagði þeim á blaðamannafundi fyrr um daginn. „Það er rnjög algengt að við fáum spumingar eins og: Er þetta list? Hvers vegna er þetta list? Og af hverju líkist þetta þá ekki list? Allar eiga þær fullan rétt á sér!“ VERK Pekka Nevalaines á sýningunni Hérna megin hafsins. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 1 3*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.