Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 6
í dag, laugardaginn 27. júní, kl. 15, verður opnuð sumarsýning Gerðarsafns sem að þessu sinni hefur hlotið nafnið Fimmt og stendur hún til 19. júlí. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir hér frá sýningum fimm listamanna sem í f yrstu virð- ast ekki eiga annað sameiginlegt en | það að vera konur og gerir það samfund | oeirra enn meira spennandi fyrir vikið. Morgunblaðið/Amaldur Sólveig Aðalsteinsdóttir. Bryndís Snæbjörnsdóttir. Morgunblaðiö/Amaldur LITUR ÁN FORMS - FORM ÁN LITAR KONAN OG FJALLIÐ LITUR og form. Pessir tveir klassísku eðl- isþættir myndlistar koma endurtekið fyi-ir þegar verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur eru skoðuð. „Ég hef alltaf safnað mikið af lit- um,“ segir Sólveig. „Ég vissi bara ekki lengi hvernig ég vildi tengja þá við efnið.“ Safni glerkrukkna með uppgufuðum vatnslitnum líkir hún við það að eiga liti á lager sem hún velji síðan úr til uppsetningar á sýningum, rétt eins og þegar listmálarinn velur sér liti í mál- verk sín. Lengra nær þó ekki hin hefðbundna skil- greining höggmynd - málverk, enda yrðu slík- ar skilgreiningar bara til trafala, eða eru verk- in Uppgufaður vatnslitur í glerkrukkum meira eða minna málverk en skúlptúr? Verkin Drasl í plasti meira um form en lit? Og það þó að lit- urinn sé vart greinanlegur í rusli sem hefur verið vafið þétt inn í mörg lög af glærri plast- filmu. Ogerlegt er að þekkja hlutina á lögun sinni þar sem þeir mynda ný og tilviljana- kennd form sem gaman er að handleika. Gætu hlutirnir þá ekki einmitt fjallað um þennan næstum ósýnilega lit? Ljósmyndir Sólveigar ei'u að sama skapi óræðar litastúdíur úr vinnu- stofunni. Myndavélinni er sveiflað hratt um rýmið svo ljósnæm filmukornin nema ekki annað en litina, - birtu og skugga umhverfis- ins. Og fyrir vikið minna myndirnar á rákir sem uppþornaður vatnslitur hefur skilið eftir í glerkrukkunum. „Enda þótt verk Sólveigar sýni gerólíka hluti - annað byggir á gegnsæi, hitt á ógegn- sæi - er þeim sameiginlegur áhuginn á birt- ingu lita óháð sérkenni hlutanna og jafnframt sem hluta af efnisheiminum," segir Eva Heisler m.a. í umfjöllun sinni í sýningarskrá. „I báðum tilvikum er liturinn skynjaður sem afleiðing af brotthvai-fi efnisins - í hinu fyrra með uppgufun hinnar vatnsblendnu málning- ar, í síðara tilvikinu með því að hjúpa útlínur einstakra hluta.“ INNSETNING Bryndísar Snæbjörnsdótt- ur í Gerðarsafni samanstendur af ljós- myndum og hljóði sem berst um hátalara í salnum. „Verk mitt hér fjallar um lífið sjálft," segir Bryndís, sem búsett er í Glas- gow í Skotlandi. „Sem Islendingur búsettur á erlendri grund þá leitar hugurinn oft heim og þá gjarnan til íslenskrar náttúru. Þetta verk mitt markar á vissan hátt spor í ferli mínum þar sem unnið er með framandi um- hverfi en þó svo kunnuglegt landslag." Verkið lýsir nýlegri fjallgöngu listakon- unnar. Hvemig andardrátturinn verður ör- ari og svitinn sprettur fram um leið og fjalla- loftið streymir inn í lungu borgarkonunnar. Umhverfishljóð í bland við samræður við samferðarmann á fjallið draga fram skýra mynd af aðstæðum. Gerningurinn endurlifn- ar í sýningarsalnum. Loks stendur hún sigri hrósandi á toppnum. I fjarska glittir í mjúk- ar og kvenlegar útlínur dalbotnsins. „Sem áhugamaður um fjallgöngu sný ég aftur til reynslu er byggist á líkamlegri áreynslu fremur en þekkingu á umhverfi og staðhátt- um,“ segir Bryndís. „Samfylgd á göngunni opnar almenningi innsýn inn í þessa reynslu mína. Honum gefst kostur á að fylgjast með samskiptum mínum og samferðarmanns míns á göngunni, hvernig stígandinn rís og hvernig tekist er á við þörfina fyrir öryggi og áhættu á víxl.“ Um verk hennar segir Patsy Forde m.a. í sýningarskrá. „í öllum verkum sínum er Bryndís að kanna eigið samband við lands- lag, bæði áþreifanlegt og táknrænt. ... Hinar dæmigerðu íhyglislegu og næmu ljósmyndir hennar gefa skoðandanum tíma til að komast inn í viðkvæman birtuheiminn sem hún laðar fram með svo snjöllum og sannfærandi hætti.“ Anna Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur NÁTTÚRAN í MÁLVERKINU VERK Önnu Guðjónsdóttur mynd- listarmanns, sem búsett er í Ham- borg, samanstanda af málverkum, ljósmyndum og teikningum. Text- inn sem Anna notast við í sýningarskrá og er tilvitnun í sögu Lewis Caroll, I gegnum spegilinn, vísar til hugmynda hennar um rýmið handan raunveruleikans sem býr engu að síður innan hans, - rými málverks- ins. „Eftir andartak var hún komin í gegn- um glerið og hafði stokkið léttilega inn í rýmið á bak við spegilinn. Hún fór að líta í kringum sig og sá að það sem eftir var af gamla rýminu var ósköp venjulegt og ekk- ert athyglisvert, en að allt hitt var eins ólíkt því og hugsast gat.“ Verkin á sýningunni í Gerðarsafni segir Anna þróun af fyrri verkum og ýmsum spumingum sem beinist að eðli málverksins. Hún hefur einsett sér að rannsaka hefð og formgerð málverksins, brjóta upp og finna nýjar leiðir til framsetningar. „Mér þykir mjög spennandi að taka aftur inn málverkið og halda áfram að þróa þá landslagssýn sem lesa má í gegnum málverkshefðina," segir Anna. „Og um leið og ég held að vissu leyti í þá hefð reyni ég að víkka hana út. Því er auð- velt að lenda í rómantísku landslagi þegar maður fer að fást við það.“ Hana langar til að blanda saman sýn fræðimennskunnar og myndlistarinnar á náttúruna, landslagsmál- verkinu og því óhlutbundna, sem verður þó fígúratíft þar sem áhorfandinn speglar sig í lökkuðu yfirborði málverkanna og gler- römmum ljósmyndanna. Til að forðast að mála upphafið landslag hugans, litað bláum fjöllum fjarlægðar, ákvað Anna að binda sig við ákveðið um- hverfí og valdi sér Atlantshafshrygginn að viðfangsefni. „Á sama hátt og flekarnir tveir kenndir við Evrópu og Ameríku renna í sundur á þessu svæði og nýtt land verður til er að finna hliðstæður þess í myndlistinni þegar gömul gildi víkja fyrir nýrri hugsun," segir Anna. Verkin tengjast flestöll náttúru, Ufrfld og jarðfræði við Þingvallavatn, þar sem ísaldar- urriðinn kemur við sögu, og að sjálfsögðu einnig Almannagjá. Síðan hyggst hún fíkra sig áfram upp eftir sprungusvæðinu, - skoða, skrá og skissa, - gera grein fyrir landsvæð- inu á sinn eigin hátt. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.